Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 Jón Óðinn | heiðraður Akureyri. JÓN ÓÐINN Óðinsson hlaut ÍSÍ- bikarinn svokallaða á ársþingi íþróttabandalags Akureyrar á laugardaginn. Það var Knútur Ottersted formaður ÍBA sem afhenti Jóni hinn veglega bikar sem ÍSÍ gaf ÍBA á síðastliðnu ári. Bikarinn, sem afhentur var í fyrsta skipti að þessu sinni, skal árlega veittur þeim er sýnt hefur mikila fórnfýsi og unnið gott og framúrskarandi starf fyrir íþróttirn- ar á Akureyri og er óhætt að segja að Jón Óðinn eigi bikarinn skilið nú. Hinn mikli uppgangur sem orðið hefur í júdóíþróttinni hér á Akureyri er fyrst og fremst honum að þakka. Mönnum kann að finnast það ótrúlegt - en satt er það engu að síður - að á síðastliðn- um vetri lagði Jón allt í sölurnar; tók sér algjörlega frí frá vinnu til að geta sinnt þjálfun júdódrengj- anna í bænum. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Jóni Óðni var klappað lof í lófa þegar hann veitti bikarnum viðtöku - þingfulltrúar kunnu greinilega vel að meta starf hans. Morgunblaöiö/Skapti Hallgrímsson •Jón Óðinn Óðinsson, júdóþjálfari, tekur hér við sérstakri viðurkenningu af Knúti Otterstedt, formanni íþróttabandalags Akureyrar. Það er ÍSÍ-bikarinn sem Jón Óðinn fékk þarna afhentan fyrir sérstaklega fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu júdóíþróttarinnar í bænum. Sigurður Pétur setti met í1/2maraþonhlaupi „ÞETTA gekk ágætlega og við erum ánægðir með árangurinn," sagði Sigurður Pétur Sigmunds- son, langhlaupari úr FH i samtali við Morgunblaðið í gær, en hann setti nýtt íslandsmet í hálfu maraþonhiaupi í Haag í Hollandi á laugardag. Sex íslenzkir lang- hlauparar kepptu í Haag og stóðu sig vel. Að sögn Sigurðar Péturs voru 4.000 keppendur í hálfa maraþon- hlaupinu, en keppt var á öðrum vegalengdum einnig og samtals 15.000 keppendur í hlaupahátíð- inni í Haag á laugardag. Sigurður varð 25. í hlaupinu a 1:07.09 klst. og bætti íslandsmet sitt frá í Reykjavíkurmaraþonhlaupinu í fyrra um röska mínútu. Næstur íslendinganna í mark var Ágúst Þorsteinsson UMSB, í 53. sæti á 1:10.42 klst. Hann fór greitt af stað, hljóp fyrstu 10 km á 32 mínútum og varð af þeim sökum að hægja á sér í lok hlaups- ins. Már Hermannsson UMFK varð 56. á 1:10.51, Jóhann Ingibergs- son FH 64. á 1:12.06, Sighvatur Dýri Guðmundsson ÍR 68. á 1:12.21 og Steinar Friðgeirsson ÍR 72. á 1:12.36 klst. Allir hlaupararn- ir settu persónulegt met á vega- lengdinni. Portúgalskur hlaupari sigraði á mjög góðum tíma, 1:02.50 klst. •Einar Þorvarðarson lék ekki f marki Tres de Mayo þegar liðið tapaði stórt á heimavelli um helgina. Einar ekki með og Mayo tapaði stórt TRES DE MAYO lið Sigurðar Gunnassonar og Einars Þorvarð- arsonar tapaði illa á heimavelli fyrir Teka, 17:27, f spönsku 1. deildinni f handknattleik um helg- ina. Sigurður skoraði sex mörk og Einar Þorvarðarson var í leik- banni. Tres de Mayo siglir nú lygnan sjó um miðja deild þegar sex umferðir eru eftir. „Þetta var lélegur leikur að okkar hálfu," sagði Einar Þorvarð- arson, landsliðsmarkvörður, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Þessi leikur hefur ekki mikil áhrif í deildarkeppninni en aftur kemur þetta tap sér illa fyrir möguleika okkar á að komast í bikarkeppnina. Við eigum erfiða leiki framundan. Við erum með fjórum liðum í riöli og komast tvö efstu í bikarkeppnina ásamt fjórum efstu liðunum í deildinni. Þau keppa síðan heima og heiman innbyrðis," sagði Einar. Einar sagði að enn væri ekkert ákveðið með framhaldið hjá sér hjá liðinu næsta keppnistímabil. Lerby til Monakó Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fróttaritara Morgunblaðsins í Þýskalandi. DANSKI landsliðsmaðurinn f knattspyrnu, Sören Lerby, sem leikið hefur með Bayern Múnc- hen í Vestur-Þýskalandi hefur gert 3 ára samning við franska liðið Mónakó. Lerby hefur verið einn besti leikmaður Bayern f vetur og kemur því þessi tala nokkuð á óvart. Bayern Múnchen fær um 42 milljónir íslenskar fyrir Lerby. Hann fær sjálfur um 17,6 milljónir á ári. Sören Lerby er nú 28 ára og er hreinlega að tryggja sér meiri peninga fyrirframtíðina. „Ég hef áhuga á að byggja upp nýtt lið. Peningarnir spila stórt í þessu dæmi. Eg hef sama nettó hjá Mónakó eins og brúttó hjá Bayern," sagði Lerby eftir að hann hafði gengið frá samningn- um við Mónakó. Samningur Lerby við Bayern rennur út nú í lok tímabilsins og fer hann þá strax til Mónakó. Mónakó er um miðja deild f frönsku 1. deildinni. Forráðamenn Bayern segjast ekki kaupa leikmann í staö Lerby. Talið er líklegt að Lothar Matt- heus taki við leikstjórninni hjá Bayern í stað Lerby. Getraunir: Getrauna- spá " MBL. ■0 16 <0 J3 C 3 C» 6 5 > o »- z c c ■> I 'n Dagur 2 3 « < •o 8- 1 « 3 cc Sunday Mirror Sunday People Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Arsenal — Everton 1 X X 2 1 X 1 2 0 2 0 3 3 3 Aston Villa — Watford 2 1 1 X 1 2 1 X 2 2 X 4 3 4 Ipswich — Man. City 1 1 2 1 1 1 2 1 X 1 2 7 1 3 Luton — Tottenham 1 1 X 1 2 1 1 1 1 X X 7 3 2 Newcastle — Birmingham 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0 0 Nott’m Forest — Chelsea 1 1 1 1 X X X X 0 0 0 4 4 0 QPR-WBA 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0 0 Southampton — Leicester i 1 1 1 1 1 1 1 X 1 1 10 1 0 West Ham — Oxford 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0 0 Barnsley — Blackburn i 1 1 X 1 1 1 1 1 1 1 10 1 0 Bradford — Norwich 2 2 2 X 2 2 2 X 2 2 2 0 2 9 Middlesbro — Portsmouth 2 X X 2 2 2 2 2 2 2 2 0 2 9 Tveir með tólf SÍÐASTLIÐINN laugardag var 32. leikvika ísienskra getrauna. Þá komu fram tvær raðir með tólf réttum leikjum og fær hvor kr. 345.710 í vinning. Með ellefu rétta voru 69 raðir og vinningur fyrir hverja röð kr. 4.294. Vegna þeirrar umræðu um happdrætti sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum undanfarið er ágætt að eftirfarandi komi fram: Hjá íslenskum getraunum fer helmingur af söluandvirði seðla hverrar viku í vinningspott. Heild- arupphæð vinninga skiptist síðan í tvo hluta og skipast 70% hennar milli þeirra seðla sem flestar réttar ágiskanir hafa, en 30% heildar- vinningsupphæðarinnar skiptast milli þeirra seðla sem næstflestar réttar ágiskanir hafa. Þannig eru allir vinningar greiddir út til þátt- takenda. Nú líður að lokum keppni fjöl- miðlanna í getspeki um ensku knattspyrnuna. Staðan er nú þann- ig að Alþýðublaðið er með forystu, hefur 115 rétta eftir 20. leikvikur. í öðru sæti er Tíminn en þeir hafa fengið 110 rétta og eru aðeins fimm leikjum á eftir Alþýðublaðinu. Þjóðviljinn er í þriðja sæti með 106 rétta, Morgunblaðið í því fjórða með 104 rétta, DV hefur 102 rétta i fimmta sæti, Útvarpið er í sjötta sæti með 94 rétta og Dagur rekur enn lestina með 88 rétta. Spenn- andi keppni þar sem Alþýðublaðið hefur lengst af haft afgerandi for- ystu en nú virðast hinir miðlarnir vera að draga aðeins á. Hvort þeim tekst að skjótast fram fyrir skýrist ekki fyrr en keppninni er lokið en það verður laugardaginn 3. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.