Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986
„Það eru æðri máttarvöld, sem halda mér lifandi. Þetta var kraftaverk," sagði Pálmar Gunnarsson
í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Morgunbiaðið/RAX
„Guð mínn góð-
ur við fljúgum ut-
an í fjallshlíðina“
„ÞAÐ ERU æðri máttarvöld sem halda mér lifandi, þetta var
kraftaverk," sagði Pálmar Gunnarsson, sem bjargaðist á giftu-
samlegan hátt úr flugslysinu hörmulega í Ljósufjöllum á laugar-
daginn, í samtali við Morgunblaðið á gjörgæzludeild Borgarspít-
alans í gærkvöldi. Hann slasaðist talsvert er TF-ORM fórst en
er á góðum batavegi. í slysinu missti hann konu sína og dóttur.
í samtalinu lagði Pálmar áherzlu á þakklæti sitt til allra þeirra
sem lögðu fram vinnu við leitina og björgunina, sérstaklega til
Flugbjörgunarsveitarinnar. „Ég vil þakka öllu þessu fólki þeirra
miklu aðstoð. Guðs blessun fylgi þeim,“ sagði Pálmar Gunnars-
son.
Pálmar
fótbrotnaði og hand-
leggsbrotnaði í flugsiysinu,
vinstra auga er skaddað, hann
nefbrotnaði, slagæð í kviðarholi
skarst í sundur og missti hann
mikið blóð. Pálmar er á batavegi
og sömu sögu er að segja um
Kristján Guðmundsson, sem einn-
ig komst lífs af úr flugslysinu.
Eins og tröllshramm-
ur rif i í vélina
í upphafí samtalsins talaði
Pálmar um flugið fram að því að
slysið varð:
„Á leiðinni frá ísafírði hafði ég
fylgst vel með flugmanninum og
fannst hann rólegur og afslappað-
ur, öruggur í öllu sem hann gerði.
Ég hafði kíkt á hæðarmælinn við
og við og það rifjaðist upp fyrir
mér í dag, án þess að ég þori að
fullyrða það, að mér finnst hann
aldrei hafa farið ofar en í 9 þúsund
fet. Þegar vélin lækkaði flugið og
við höfum verið að nálgast Snæ-
fellsnes hélt ég að við værum að
komast á leiðarenda og sagði við
Auði kpnu mína: „Nú er stutt
eftir." Ég varð aldrei var við að
neitt væri að mótor og fannst
vélarhljóðið eðlilegt allan tímann.
ís hafði hins vegar sezt framan á
vélina á leiðinni.
Þá allt í einu var eins og trölls-
hrammur rifí í flugvélina. Hún
þrýstist niður og við köstuðumst
til eins og öryggisbeltin leyfðu.
Mikil skelfíng greip um sig og
fólkið hrópaði í angist. Flug-
maðurinn reyndi að rífa vélina upp
og beygja. Ég kastaðist út t hlið
vélarinnar vinstra megin. Út um
glugga sá ég fjallshlíðina nálgast
á ógnarhraða og ég sagði: „Guð
minn góður, við fljúgum utan í
íjallshlíðina." Ég þrýsti litla bam-
inu mínu að mér og reyndi að ýta
konu minni niður til að veija hana
eins og ég gat. Því miður tókst
það ekki.
Um það bil sem vélin skall í
hlíðina hrópaði ég: „Guð minn
almáttugur. Guð blessi okkur öll
sem erum um borð í þessari vél.“
Ég hélt fast utan um kopu mína
og dóttur og hrópaði: „Ég elska
ykkur, Guð blessi ykkur."
Litla stúlkan mín
var dáin
Hér tekur Pálmar sér málhvíld.
Hann lifír slysið trúlega upp aftur.
Þegar hann er tilbúinn að halda
áfram stoppar hann nokkrum
sinnum til að stijúka tár úr augum
sínum. Hann rifjar upp stundimar
löngu og erfíðu eftir slysið:
„Ég held að slysið hafí orðið
20—25 mínútum yfír eitt á laugar-
daginn. Ég rotaðist við höggið er
vélin skall í hlíðina, en rankaði
við mér þegar klukkuna vantaði
15 mínútur í tvö. Þá var litla stúlk-
an mín dáin í örmum mér, en
konan mín lá mikið slösuð í sætinu
við hliðina. Ég reyndi eftir fremsta
megni að hjálpa henni og gat
hagrætt henni í sætinu, en átti
þó erfítt með það þar sem hægri
hlið mín, þeim sem megin sem
Auður sat, var öll brotin. Mér
tókst að skekkja mig í sætinu
þannig að ég gat vafíð fótunum
utan um hana. Hún fékk þá ein-
hveija hlýju frá mér. Kuldinn var
svo ofboðslegur. Ég hugsaði um
að ég mætti ekki sofna, að ég
yrði halda rænunni. Mér tókst það
og held það sé enn eitt kraftaverk-
ið.
Flugmaðurinn lifði slysið af og
ég sá að hann hreyfði sig. Ég
kallaði tvisvar á hann meðan við
biðum. Hann yppti aðeins öxlum
við spumingum mínum. Ég sá að
flugmaðurinn hreyfði hendina
skömmu áður en björgunarmenn-
imir komu. Kristján sat fyrir
framan mig í vélinni. Hann var
mikið kvalinn og var með hljóðum
allan tímann. Eg held að tveir
ferðafélaga minna hafi látist
samstundis."
Var orðinn
úrkula vonar
„Ég lifði allan daginn í öruggri
trú um að okkur yrði bjargað.
Þegar ekkert gerðist og farið var
að dimma missti ég vonina. Mér
fannst veðrið fara versnandi, það
blés í gegnum velina og utan á
hana hlóðst ís. Ég hugsaði með
mér að núna væri þetta endanlega
búið. Þá rétt á eftir sá ég blikk-
andi ljós og hrópaði til björgunar-
mannanna af öllum lífs- og sálar-
kröftum. Er þeir skömmu síðar
komu gangandi upp hlíðina veifaði
ég eins og ég gat. Ég heyrði þá
síðan tilkynna að flakið væri
fundið og einhveijir væru með
lífsmarki um borð.“
í lok samtalsins ítrekar Pálmar
þakkir sínar til björgunarmanna.
Hann biður góðan Guð að blessa
þá og er hann fer í huganum yfír
þessa atburði segir hann:
„Þetta er svo hryllilegt allt
saman að því verður vart lýst með
orðum. Ég hélt ekki að nokkur
maður gæti lent í svona löguðu.
Að horfa upp á fólkið dáið eða
að deyja allt í kringum sig og ég
sitjandi með 11 mánaða gamla
dóttur mína dána í fanginu. Þetta
varsvo hryllilegt."
- áij.
Barnasíðan
BARNASÍÐAN nefnist nýr þátt-
ur sem hefur göngu sina á blað-
síðu 40 í Morgunblaðinu í dag.
Eins og nafnið gefur til kynna
er þáttur þessi ætlaður bömum.
Bamasíðan mun birtast á um það
bil tveggja vikna fresti og eru böm
hvött til að senda þættinum efni.
Umsjónarmaður Bamasíðunnar
er Málfríður Finnbogadóttir.
Málfríður Finnbogadóttir um-
sjónarmaður Barnasíðunnar.
RÚVAK:
Fimm sóttu um
UMSÓKNIR um stöðu deildar-
stjóra Ríkisútvarpsins á Akur-
eyri voru lagðar fram á fundi
útvarpsráðs í gær. Fimm sóttu
um stöðuna, en umsóknarfrestur
rann út 3. apríl síðastliðinn.
Umsækjendur eru Ema Indriða-
dóttir fréttamaður, Ólafur H. Torfa-
son blaðamaður og Stefán Jökuls-
son dagskrárgerðarmaður. Tveir
umsækjenda óska nafnleyndar.
Stúdentaráð HÍ:
Vaka myndar meiri-
hluta með fjór-
um umbótasinnum
Gengu úr Félagi umbótasinna og- stofnuðu nýtt
Á Stúdentaráðsfundi í gær-
kvöldi var myndaður nýr meiri-
hluti í ráðinu. Samkomulag tókst
á milli Vöku, félags lýðræðissinn-
aðra stúdenta, og fjögurra af
fimm ráðsliðum Félags umbóta-
sinnaðra stúdenta um meirihluta.
Félag vinstri manna og Félag
umbótasinna höfðu haft meiri-
hlutasamstarf síðan í janúar sl.
Eyjólfur Sveinsson frá Vöku var
kjörinn formaður Stúdentaráðs.
Félagsfundur umbótasinna í
fyrrakvöld hafnaði samkomulagi
sem hafði tekist milli fulltrúa Vöku
og umbótasinna, sagði Eyjólfur
Sveinsson, nýkjörinn formaður
Stúdentaráðs, í samtali við Morgun-
blaðið. Hins vegar samþykkti fund-
urinn samstarf við Félag vinstri
manna. Fjórir áðumefndir fulltrúar
umbótasinna lögðust gegn sam-
þykkt fundarins og hafa sagt sig úr
félaginu. Þeir hafa nú myndað nýtt
félag, Stúdentafélagið Stígandi.
Samstarfssamningurinn er á dá-
lítið öðrum nótum en þeir samning-
ar sem gerðir hafa verið undanfarin
ár, sagði Eyjólfur. Að venju er lögð
mikil áhersla á lánamál náms-
manna, en einnig felur samningur-
inn í sér að gert verði verulegt átak
í félagsmálum stúdenta og kynn-
ingu á Stúdentaráði bæði innan og
utan háskólans.
Auk Eyjólfs Sveinssonar voru
kosnir í stjóm Stúdentaráðs: Gylfí
Ástbjartsson varaformaður, Bene-
dikt Bogason jrjaldkeri, Ama Guð-
mundsdóttir, Asdís Guðmundsdóttir
og Sólveig Guðmundsdóttir með-
stjómendur. Jafnframt var Ásdís
Guðmundsdóttir tilnefnd fulltrúi
Stúdentaráðs í Lánasjóð íslenskra
námsmanna.
Bílaborg:
Lækkar verð
á varahlutum
í gamla bíla
MAZDA-UMBOÐIÐ BUaborg hf.
hyggst lækka verð á varahlutum
í Mazda-bifreiðir, árgerð 1980
og eldri, um 30 - 50%. Gert er
ráð fyrir að lækkunin taki gildi
í næstu viku.
Þórir Jensson, forstjóri Bílaborg-
ar hf., sagði í samtali við Morgun-
blaðið að þessi lækkun hafí komið
til tals eftir að tollar á bílum lækk-
uðu, en eftir þá lækkun féllu eldri
bílar, 6—7 ára gamlir, mikið í verði.
Þórir sagði að hann vissi ekki til
þess að önnur bílaumboð ætluðu
að lækka verð á varahlutum í eldri
bíla. Hann sagðist búast við því að
þessi verðlækkun hjá Bflaborg hf.
yrði til þess að önnur bflaumboð
kæmu í kjölfarið og verð á varahlut-
um í gamia bfla mundi aimennt
lækka.
Ritsíminn:
6.400 skeyti
á einum degi
25 línur rauðglóandi frá morgni til kvölds
UPP undir 80 manns unnu við
það á Ritsímanum sl. sunnudag
að afgreiða um 6.400 skeyti. Er
þetta með því allra mesta, sem
Ritsíminn hefur afgreitt á einum
degi. Um 800 börn voru fermd
þennan dag á landinu.
„Við urðum að taka gamla Sig-
tún undir starfsemina og vorum þar
með viðbótarlínur fyrir númerið-
okkar, 06,“ sagði sagði Óli Gunn-
arsson varðstjóri á Ritsímanum.
„Alls voru um 25 línur í notkun og
allar rauðglóandi frá kl. 9 um
morguninn til 8 að kvöldi."
Að sögn Óla var ekki hægt að
anna öllum beiðnum og þurftu því
nokkur skeyti að bíða mánudagsins
„eins og alltaf gerist á svona anna-
sömum dögum. Álagið á er gífur-
legt og eitthvað verður undan láta
og einhveijir eru óánægðir eins og
gengur."
Óli sagði, að þrír dagar væru
áberandi að þessu sinni, hvað varð-
aði skeytafjölda. „Það var einnig
mjög mikið að gera annan í páskum
og verður annasamt nk. sunnudag
— þá verða fermd um eða yfír 600
böm,“ sagði sagði hann að lokum.
Fiskmarkaður
við höfnina?
SAMÞYKKT var samhljóða á
fundi borgarráðs í gær, að fela
hafnarstjóm að kanna mögu-
leika á að í Reykjavík verði
opnaður uppboðsmarkaður á
fiski, svipað og tíðkast víða i
hafnarborgum erlendis.
í samþykkt borgarráðs er miðað
við að haft verði samráð við físk-
markaðsnefnd sjávarútvegsráðu-
neytisins í því skyni, að fyrsti
uppboðsmarkaður af þessu tagi hér
á landi verði opnaður í Reykjavík.
Ingibjörg Rafnar, formaður hafnar-
stjómar, sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að upphafleg hugmynd
um fiskmarkaði kæmi frá sjávarút-
vegsráðuneytinu og væri þar miðað
við að markaðir yrðu opnaðir víðar
um landið. Hún sagði að ekki væri
endanlega ákveðið hvar í Reykja-
víkurhöfn markaðssvæðið yrði, ef
af opnun yrði, en rætt hefði verið
um stórt ónotað svæði vestan við
Ægisgarð í þessu sambandi. Næsta
skref yrði líklega það, að Hafnar-
stjóm myndi fela starfsmanni sín-
um að ræða við fiskmarkaðsnefnd
um nánari framvindu málsins.