Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 IMY BARNASIÐA Komið þið sœl öll sömul, Nú er að byrja í Morgunblaðinu ný barnasíða. Nokkuð langt er orðið síðan slík síða, sem eingöngu er helguð börnum, var í blaðinu. Þá eru myndasögusíðurnar ekki taldar með. Reynt verður að hafa fjölbreytt efni á síðunni, í bland lesmál, þrautir og hugmyndir að ýmsu sem þið getið gert eða búið til. Vonandi finna sem flestir eitthvað við sitt hæfi bæði til fróðleiks og skemmtunar. Málfrfður. Leyniskrift Það tók forfeður okkar lang- an tíma að finna út að skrifa! Fyrstu tilraunir í þá átt voru að setja einfaldar myndir við ákveðin orð og hugtök. Seinna varð það kerfi fullkomn- ara og enn í dag nota Kínverjar o.fl. mörg flókin tákn til að skrifa með. Við þurfum ekki að hafa svo ýkja mikið fyrir því að læra að skrifa því við göngum að ákveðnu kerfi sem ákveðið hefur verið að nota fyrir íslenskt mál og við notum öll sams konar stafi. Aðalvandinn við skriftina í dag er að sumir voru byrjaðir að læra lykkjuskrift og eiga nú að læra ítalska skrift. Og þau sem nú eru að byrja að læra ítölsku skriftina hafa aldrei lært lykkjuskriftina sem foreldrar þeirra lærðu og eiga því e.t.v. erfitt með að skilja hana. Vonandi verður þetta ekki til of mikilla vandræða! Börn hafa oft reynt að búa til sitt eigiö stafa- og táknakerfi. Þau eru svo sem ekki ein um það því aö leyniþjónustur ríkja reyna að koma sér upp dulmáli sem sendandi og viðtakandi skilja en aðrir ekki. Hérna er hugmynd að einu kerfi sem krakkar hafa notaö og þið gætuð haft gaman af aö prófa. í framhaldi af þessu gætuð þið samið ykkar eigið kerfi, tvö eða fleiri saman og notað til að skrifa hvert öðru. Góða skemmt- un. A B 0 L E F Cr Al . o ? H T J £ . 5 T A 8 D E- P í» W l/ X Æ V Þ 6 jul 3d l i nr jul jdc inr v <a >v<a Héma eru leynistafirnir ykkar. Ekki er gerður greinarmunur á AÁ, OÓ,lf, UÚogYÝ. Getur þú fundið út hvað stendur hér? PtfAÍT mtt f ÆffiK MBMiTá! JÉL ’ : ‘ JhL1= SBL fía&i m §f§§\ Sýnishom af teikningu Ingimundar. MARKVARSLA OG TEIKNIMYIMDASÖGUR Hvað eru börn að gera? Hvað vilja þau? Hvað hugsa þau og hvað vilja þau veröa? Svörin við þessum spurn- ingum og fleirum sem upp kunna að koma fáum við í stuttu spjalli við börn sem hafa mismunandi áhugamál og ólíkar skoðanir. Fyrsti viömælandi okkar er í Reykjavík, 12 ára vesturbæingur. Af nýrri kynslóð vesturbæinga sem eflaust eiga eftir aö marka sín spor í þjóðiífinu þegar fram líöa stundir. Hann heitir Ingimar eins og pabbi hans, afi og langafi. Þegar ég heimsótti Ingimar byrjaöi hann strax á að sýna mér myndir sem hann var að teikna. Á veggj- unum hjá honum héngu einnig myndir eftir hann. Núna fæst hann aðallega við teiknimynda- sögur. — Er langt síðan þú byrjaðir aðteikna? Ég byrjaði á því fyrir alvöru þegar ég var átta ára. Þá var ég í skóla í Belgíu og bekkjarbróðir minn var mjög flinkur teiknari. Mig langaði að verða eins fær og hann og hef verið að teikna MYNDAGÁTAN ú er komið að því að þið spreytið ykkur svolítið. Hérna viö hliðina er mynd af hlut sem þið þekkið vel. Ljós- myndarinn hefur hins vegar brugðið á leik og tekið myndina frá öðru sjónarhorni en við erum vön. Nú skaltu horfa vel á mynd- ina og reyna aö finna út hvað á henni er. Ef þú telur þig hafa fundiö rétt svar geturðu sent okkur það. Heimilisfangið er: Barnasíðan, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Seinna skýrum við frá hvað er á myndinni og birtum nafn eins þeirra sem senda inn rétt svör. Seinna skýrum við frá hvað er á myndinni og birtum nafn eins þeirra sem senda inn rótt svör. síðan. Núna er ég að vinna að teiknimyndasögu sem mig langar seinna að koma á framfæri. — í hvaða skóla ertu núna? í 6. bekk í Melaskóla. — Voru mikil viöbrigði fyrir þig aö flytja þig úr skóla í Belgíu í Melaskólann í Reykjavík? iá, það var frekar erfitt. Máliö er svo flókið. Þaö er kannski erfiðast að stafsetja rétt. Annars og það er skemmtilegt. — Er þá ekkert leiðinlegt við þaö að bera út? Jú, það að rukka. Auðvitaö eru margir sem borga alltaf strax þegar ég kem en svo eru aðrir sem erfitt er að rukka og þaö er ekki skemmtilegt. — Hefurðu tíma til að gera eitthvað annað en vera í skólan- um og bera út? Ingimar Ingimarsson var skóladagurinn í Belgíu lengri en hér og oft tekið öðruvísi á námsefninu. — Hefurðu mikið að læra heima? Nei, ekki svo mikið. Ég reyni að læra strax og ég kem heim úr skólanum, áður en ég ber út blöðin. — Svo þú berð líka út blöð? Já, ég hef gert þaö síðan ég flutti heim. Núna er ég bara með eitt hverfi, u.þ.b. 50 biöð. — Berðu út í þitt hverfi? Nei, hverfið sem óg ber út í er svolítiö langt frá, en ég tek bara strætisvagn. — Er skemmtilegt aö bera út? Já, það er ágætt. Ég vinn mér inn peninga og svo kynnist ég líka ýmsu fólki í kringum þetta Ég er í handbolta í KR. Ég er í fimmta flokki og er markmaður. Mér finnst mjög gaman í hand- boltanum. viö erum búnir að keppa heilmikið og oft gengið vel. Auðvitað reynum við að vinna (slandsmeistaratitilinn! — Hefur strákur eins og þú einhverjum skyldum að gegna á heimilinu? Já, ég sé um að taka til í mínu herbergi. Ég hjálpa líka til við að taka saman í eldhúsinu á hverjum degi og svo ef það eru aö koma gestir eða eitthvað meira um að vera þá reyni ég að aöstoða meira. Að þessum orðum sögðum kveðjum við Ingimar og vonum aö honum vegni vel í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.