Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRtL 1986 Söngg’leði í Skagafirði Bæ, Höfðaströnd. ÞAÐ ER ekki óalgengt að karla- kórinn Heimir gleðji Skagfirð- inga með samsöng sínum og ný- lega hélt hann samsöng og söng- skemmtun í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og ákveðinn er samsöngur á Hofsósi fimmtudag- inn 10. apríl næstkomandi. Mikinn söngviðburð telja söng- unnendur í héraðinu er Skagfírska söngsveitin í Reykjavík heimsækir Skagfírðinga og heldur samsöng 11. apríl á Sauðárkróki en laugar- daginn 12. april verður sungið í Miðgarði í Varmahlíð og sameigin- leg söngskemmtun þriggja kóra, Rökkurkórsins, karlakórsins Heimis og Skagfírsku söngsveitarinnar á eftir. Söngsveitin á svo mikil ítök í hugum Skagfírðinga að þetta er talinn viðburður í héraðinu, því að söngmennt og söngur er ofarlega í hugum héraðsbúa. Nú er sunnan- gola og 6 til 8 stiga hiti og gróður er farinn að sjást í rót, þar sem vel er ræktað. — Björn Siglingamálastofnun: Skyndiskoðun á fiskiskipum Frá „opnu húsi“ MS félagsins. Siglingamálastofnun hyggst gera skyndiskoðun á öryggis- búnaði fiskiskipa í öllum helstu verstöðvum á Suður- og Vestur- landi dagana 14. til 18. apríl nk. Síðar verða skip í öðrum ver- stöðvum á landinu tekin til sams konar skoðunar. Er þetta gert til þess að auka aðhald og eftirlit með öryggisbúnaði umfram ár- Iegt lögbundið eftirlit. „Eigendum skipa ber að láta skoða þau einu sinni á ári,“ sagði Magnús Jóhannesson siglingamála- stjóri. „Við slíka skoðun kemur stundum í Ijós ýmislegt sem er ábótavant. Þá er gefínn frestur til lagfæringa og markmiðið með skyndiskoðuninni er m.a. að fylgja því eftir, að fyrirmælum um lag- færingar sé sinnt og jafnframt að ýta á eftir því, að sjómenn haldi búnaði við. Það eru of mikil brögð að því, að því sé ekki framfylgt. Skoðunin er ekki ósvipuð skyndi- skoðun bfla sem Bifreiðaeftirlitið gerir annað slagið fyrirvaralaust." Deildarkeppni Skáksambands Íslands lokið: NS-sveit Taflfélags Reykja- víkur sigraði fyrstu deildina Tveir skipaskoðunarmenn munu fara um borð í hvert skip og ræður hending hvaða skip verða skoðuð í hverri verstöð. Tekin verða til at- hugunar af handahófi í hverju skipi 4—6 atriði af 40-50 atriða lista yfír vél- og öryggisútbúnað og skoðuð gaumgæfilega. Einnig verð- ur gengið eftir athugasemdum sem gerðar hafa verið við fyrri skoðun á skipunum. Að skoðun lokinni verður skýrsla um hana afhent skfpstjóra og skoð- unarmenn ákveða aðgerðir eftir ástæðum. Samtökum útgerðarmanna og sjómanna hefur verið tilkynnt skoð- unin og var vel tekið í hana, að sögn siglingamálastjóra. Vísindafélag íslendinga gengst fyrir ráðstefnu um vanda íslenskrar tungu i tæknivæddu þjóðfélagi, þar sem áhrif inn- lendra og erlendra fjölmiðla, auglýsinga og skemmtiefnis sækja stöðugt að. Ráðstefnan verður haldin í Norræna húsinu nk. Iaugardag, 12. apríl, og hefst kl. 9.00. Hún er öllum opin. Alls munu 14 fyrirlesarar flytja erindi. Þeir eru: Höskuldur Þráins- son prófessor, Baldur Jónsson pró- DEILDAKEPPNI Skáksambands tslands lauk sl. laugardag, þeirrí fessor, Gyða Sigvaldadóttir fóstra, Guðmundur B. Kristmundsson grunnskólakennari, Þórhallur Gutt- ormsson framhaldsskólakennari, Indriði Gíslason lektor, Margrét Jónsdóttir fréttamaður, Kristín Þorkelsdóttir aug'.ýsingateiknari, Þórarinn Eldjám skáld, Helgi Hálf- danarson þýðandi, Ólafur Halldórs- son handritafræðingur, Halldór Halldórsson prófessor, Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri og Þór- hallur Vilmundarson prófessor. stærstu sem haldin hefur veríð, með þátttöku 200 skákmanna. Keppt var í þremur deildum. í fyrstu deild sigraði NS-sveit Taflfélags Reylgavíkur, B-sveit Taflfélags Seltj amamess vann aðra deildina, en Skákfélag Hafnarfjarðar þriðju deild. Úrslit í hverrí deild urðu sem hér segir: Fyrsta deild 1. NS-sveit Taflf. Reykjavíkur, 42‘A 2. A-sveit Taflf. Seltjamamess, 37 3. SA-sveit Taflf. Reylqavíkur, 34‘/2 4. A-sveit Skákf. Akureyrar, 26‘/2 5. A-sveitTaflf. Garðabæjar, 25 6. A-sveit Skákf. Hafnarfjarðar, 22'/i 7. Skáksamband Vestfíarða, 18 8. SkákfélagKeflavíkur, 17 Önnur deild 1. B-sveit Taflf. Seltjamam., 28 og 12 stig 2. A-sveit Taflf. Kópav., 28 og 11 stig 3. D-sveit Taflf. Reykjavíkur (ungl- ingasveit), 25‘/2 4. Skáksamband Austflarða 21‘A 5. Skákfélag UMSE, 20 6. C-sveit Taflf. Reykjavíkur, 19'A 7. Taflf. Sauðárkróks, 13'/2 8. B-sveit Skákfélags Akureyrar, 12 Þriðja deild, A-riðill 1. Skákdeild Ungmennafélags Aust- ur-Húnvetninga, 18'/2 2. Taflf. Vestmannaeyja, 18 3. Skákfélag Akureyrar (unglinga- sveit), 17 4. Taflf. Hreyfils, 17 5. Skáksveit Austur-Barðstrendinga og Dalamanna, 12'/2 6. B-sveit Taflf. Garðabæjar, 7 Þriðja deild, B-riðill 1. B-sveit Skákf. Hafnarijarðar, 21 2. E-sveit Taflf. Reykjavíkur (ungl- ingasveit), 16 3. Skákdeild Ungmennaf. Geisla, 15 4. Taflf. Húsavíkur, 13'/2 5. Taflf. Kópavogs, lS'/s 6. Taflf. Stokkseyrar, 11 í keppni um fyrsta sætið í þriðju deild sigraði Skákfélag Hafnar- fjarðar B-sveit Ungmennafélags Austur-Húnvetninga með 3'/2 vinn- ingi gegn 2'/2. í keppni um þriðja sætið sigraði E-sveit Taflfélags Reykjavíkur Taflsveit Vestmanna- eyja með 4 vinningum gegn 2. Efsta félagið í hverri deild færist upp í næstu deild fyrir ofan, en það neðsta fellur niður. Ráðstefna um vanda íslenskrar tungu Fjölmenni kom í „opið hús“ MS-félagsins um helgina UM eitt hundrað gestir komu í „opið hús“ hjá MS félaginu í hið nýja húsnæði þess í Alandi 13 en þar tekur senn til starfa dagvistun fyrir MS-sjúklinga eins og fram kom i blaðinu fyrir helgi. Gyða Ólafsdóttir, for- maður félagsins, sagði Morgun- blaðinu að gestir og félagar sem skoðuðu húsið um helgina og þáðu þar hressingu hefðu verið mjög ánægðir og glaðir vegna þeirrar ágætu aðstöðu sem þarna er fengin. Skrifstof- an verður opin á hveijum virk- um degi frá kl. 10—3 og nú er verið að taka á móti umsóknum um dagvist og hefst reksturinn væntanlega um 20. apríl. Talið er að um sextíu manns geti komizt að í dagvistina, en upp undir 200 Islendingar hafa Multiple Sclerosis á mjög misháu stigi. Við þessum sjúkdómi er enn engin lækning til en ýmislegt má þó gera til að létta sjúklingum lífið, meðal annars með iðju og starfsþjájfun, sem verður boðið upp á í Álandi 13, svo og ýmiss konar félagslegri aðhlynningu sem dagvistunin er í sjálfu sér. Umfangsmiklar rannsóknir á MS vítt um veröld hafa leitt í ljós að sjúkdómurinn brýzt venjulega fram hjá fólki á aldrinum 20—40 ára. Sjúkdómurinn er og nánast bundinn hvíta kynstofninum og er tíðastur í tempruðu beltunum. MS einkenni eru breytileg og oft tekur ár að greina sjúkdóminn. Þau köst sem sjúklingar fá ganga oftast til baka, einkum framan af. Meðal einkenna eru sjóntrufl- anir, óskýrt tal, slappleiki og mikil þreyta. Á seinni stigum lömun, skjálfti og stjómleysi í hreyfíng- um. Einkenni breytast eftir því, hvaða hlutar miðtaugakerfísins skaðast. Sjúkdómurinn getur leg- ið niðri í vikur, mánuði og jafnvel ár. Hjá sumum er ferli sjúk- dómsins milt, en hjá öðrum verða köstin tíðari og verri með árunum. Langflestir þeirra sextíu sem þurfa á dagvistun að halda vegna sjúkdómsins hér, em bundnir við hjólastóla eða þurfa að nota hækjur. Því er mikilvægt að tekizt hefur að gera húsnæðið að Álandi 13 þannig úr garði að fólk geti komizt sinna ferða innanhúss og mikilvæg eru einnig hjálpar- og æfíngartæki sem þar standa fólki til boða. Stjórn MS félagsins, Gyða Ólafsdóttir formaður er önnur frá vinstri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.