Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986
t
Eiginkona mín og dóttir, dóttir okkar og dótturdóttir,
AUÐUR ERLA ALBERTSDÓTTIR
og
ERLA BJÖRK PÁLMARSDÓTTIR
frá ísafirði,
létust af slysförum hinn 5. apríl. Jarðarförin tilkynnt síðar.
Pálmar S. Gunnarsson,
Albert Ingibjartsson, Kristín Bjarnadóttir.
t
Dóttir mín, fósturdóttir og systir,
ÁSLAUG ARNARDÓTTIR,
Álfheimum 13,
Reykjavík,
lést 7. apríl.
Fyrir hönd vandamanna,
Jenetta Bárðardóttir,
Benóný Ólafsson,
Elsa Lára Arnardóttir.
t
HARALDUR EIRÍKSSON,
rafvirkjameistari
frá Vestmannaeyjum,
andaðist í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 7. april.
Hörður Haraldsson,
Eiríkur Haraldsson, Hildur Karlsdóttir,
Pétur Haraldsson. Hulda Þorsteinsdóttir.
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
JÓN ÞORSTEINSSON,
Norðurbraut 33, Hafnarfirði,
lést 8. apríl í Landspítalanum.
Ingimundur Jónsson og Sjöfn Magnúsdóttir,
Þorsteinn Jónsson og Helga Hafsteinsdóttir.
t
Hjartkær sonur minn,
KARL HÓLM KARLSSON,
Boðagranda 7, Reykjavik,
lést 1. apríl. Útförin hefur farið fram.
Eyja Guðbjörg Karlsdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar og fósturmóðir,
VALGERÐUR ERLENDSDÓTTIR,
andaðist þriðjudaginn 8. apríl á sjúkradeild Hrafnistu, Hafnarfirði.
Ingibjörg Jóelsdóttir,
Geir Jóelsson,
Friðrik Jóelsson,
Gróa Jóelsdóttir,
Kristfn Guðmundsdóttir,
Erlendur Guðmundsson.
t
GUÐRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR
frá Svinhólum,
Engjaseli 86,
sem lést 26. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 10. apríl kl. 13.30.
Vandamenn.
t
Maðurinn minn, fósturfaöir okkar, tengdafaðir og afi,
DAGBJARTUR GRÍMSSON,
Skálagerði 13,
Reykjavfk,
verður jarösunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 10. apríl kl.
13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameins-
félagið.
Erna S. Jónsdóttir,
Dagbjört H. Guðmundsdóttir Foscherari, Paolo Foscherari,
Erna Dagbjört Stefánsdóttir, Pétur Pétursson
og barnabörn.
Minning:
__
Asgeir Sigurðs-
son frá Flateyri
Fæddur 25. nóvember
1909
Dáinn 29. mars 1986
I dag verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju Ásgeir Sigurðsson
frá Flateyri, en jarðsett verður í
Gufuneskirkjugarði. Ásgeir lézt í
Landakotsspítala 29. marz sl. eftir
nokkurra vikna legu, en hafði átt
við vanheilsu að stríða nokkur
undanfarin ár.
Ásgeir fæddist á Ísafírði 25. nóv-
ember 1909 og voru foreldrar hans
Kristín Helga Jensdóttir og Sigurð-
ur Kr. Sigurðsson er þar bjuggu,
eignuðust þau sex böm er upp
komust og eru nú tvö þeirra á lífí.
Ásgeir ólst upp hjá foreldrum
sínum fram að fermingu, en þó mun
hans annað heimili, eftir 10 ára
aldur og til fermingar, hafa verið
hjá Pétri Jónatanssyni í Engidal í
Skutulsfírði. Minntist hann þess
heimilis ávallt hlýlega og þá sér-
staklega Sigríðar systur Péturs er
var þar á heimilinu. Frá því heimili
naut hann þeirrar skólagöngu er
hann hlaut í æsku, í skóla er var á
Kirkjubóli í Skutulsfírði, en sú
skólaganga var bæði stutt og slitr-
ótt eins og var títt á þeim árum.
Fljótlega eftir fermingu fór Ás-
geir að Kirkjubóli í Valþjófsdal í
Onundarfírði, til Bemharðar Guð-
mundssonar er þar bjó lengi og
vel, en hjá Bemharði var ráðskona
Kristín Eyjólfsdóttir. Kristín og
Sigurður, faðir Ásgeirs, voru
bræðraböm og má ætla að hún
hafí átt nokkum þátt í komu hans
þangað.
Ásgeir sagði að Kristín hefði
ávallt reynst sér sérlega vel og verið
sér sem önnur móðir, svo var og
um allt heimilisfólk Bemharðar að
það reyndist Ásgeiri sérlega vel og
þótti honum seint fullþakkað fyrir
þau ár er hann dvaldi að Kirkjubóli.
Á Kirkjubóli átti Ásgeir heimili
nokkuð fram yfír tvítugt, en fór
þaðan einhveija vetur til sjóróðra á
Flateyri en var alltaf heima á
sumrum. Alla tíð síðan minntist
Ásgeir þessa heimilis með hlýju og
vinsemd og hafði lengi samband við
fólkið þaðan og þá frekast þær
dætur Bemharðar, er í Önundarfírði
búa.
Frá Kirkjubóli fluttist Ásgeir til
Flateyrar og stundaði þaðan sjó-
mennsku, sem lengi var hans aðal-
starf. Lauk hann fljótlega vélstjóra-
prófí_ svo og minna fískimannaprófí
hjá Ásgeiri Torfasyni skipstjóra og
síðar verksmiðjustjóra á Sólbakka
við Önundarfjörð.
Varð hann þá strax vélstjóri á
bátum frá Flateyri, fyrst á mb.
+
Móðir mín og amma okkar,
RAGNHEIÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
Einholti 8b,
Akureyrl,
lést að heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 6. apríl. Útförin fer
fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 11. apríl kl. 16.00.
Baldur S. Pálsson,
Ragnheiður Baldursdóttir, Edda J. Baldursdóttir,
Erna Marfn Baldursdóttir.
t
Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON
frá Vestmannaeyjum,
Álfhólsvegi 153,
veröur jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, miðvikudaginn 9.
apríl kl. 15.00.
Sigríður Kristjánsdóttir,
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Egill Ingvi Ragnarsson,
Kristján S. Guðmundsson, Ólöf Bárðardóttir,
Grétar G. Guðmundsson, Anna Guðrún Hafsteinsdóttir,
Rannveig Guðmundsdóttir Freni, Joseph Freni,
Guðný H. Guðmundsdóttir, Björn Björgvinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
ERLENDAR GUÐMUNDSSONAR,
Vesturbergi 78.
Sérstakar þakkir til starfsliðs og lækna á dagspítala Hátúni 10B.
Guðrún Hjartardóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Þökkum innilega þá samúö og vinsemd sem okkur var sýnd viö
andlát og útför
FJÓLU JENSDÓTTUR,
Boðaslóð 25, Vestmannaeyjum.
Bogi Sigurðsson,
Sigurður G. Bogason, Birna Eggertsdóttir,
Jens Ó. Bogason,
Valur Bogason,
Bryndfs Bogadóttir,
Jens Ólafsson, Kristný Valdadóttir.
Hegra hjá Jóni Þorbjamarsyni, síð-
an á mb. Sigurfara hjá Páli Kristj-
ánssyni en lengst með Sölva Ás-
geirssyni á mb. Garðari, en allir
þessir menn voru kunnir skipstjórar
þar vestra. Ásgeir hætti að mestu
sjómennsku á síðari hluta fímmta
áratugarins og olli því að nokkru
þrálát magaveiki sem hijáði hann,
þó fór hann nokkra sumartíma á
sjó síðar.
Eftir að Ásgeir hætti sjómennsku
varð hann vélstjóri hjá frystihúsinu
Isfelli hf. og síðan við rafveituna á
Flateyri, þá var hann verkstjóri hjá
Fiskiðju Flateyrar hf. í nokkur ár.
Um nokkurra ára skeið átti Ásgeir
og rak vömbíl, sérstaklega á sumr-
um.
Árið 1973 réðst hann til Flateyr-
arhrepps sem vigtarmaður og hafn-
arvörður og starfaði við það fram
á mitt ár 1980 er hann varð að
hætta störfum vegna bráðra vei-
kinda. Dvaldist hann þá um tíma í
sjúkrahúsinu á Isafírði og síðan í
Landspítalanum en mest þó á heim-
ili sínu við frábæra umhyggju eigin-
konu sinnar.
Á aðfangadag 1939 kvæntist
hann eftirlifandi eiginkonu sinni,
Sólveigu Stefaníu Bjamadóttur frá
Flateyri. Eignuðust þau þijú böm
sem öll em á lífi: Sigurð Bjama f.
1943 kvæntan Hjördísi Bjömsdótt-
ur, eiga þau þijú böm og tvö bama-
böm, Dag Stefán f. 1947, kvæntan
Sunnevu Traustadóttur og eiga þau
tvö böm, og Bergþóm Kristínu f.
1953 gifta Guðmundi Kristjánssyni
og eiga þau tvö böm.
Ásgeir var myndarmaður í sjón
og raun, afar laginn við öll störf
er hann stundaði og úrræðagóður
er á þurfti að halda, mun hann þó
lítið hafa haldið slíku á loft, enda
frekar hlédrægur. Snyrtimenni var
hann alla tíð og umgengnisgóður
við samferðamenn sína. Böm áttu
alltaf vinsemd hjá honum að mæta
og þá að sjálfsögðu fyrst og fremst
hans eigin böm og bamaböm. Sér-
stakur heimilisfaðir var hann alla
tíð og naut þess að þar væri allt
eins og best varð á kosið eftir efnum
og ástæðum. Systir Sólveigar, Una,
var á heimilinu í 40 ár, oft nokkuð
veik, og minnist hún mágs síns af
mikilli hlýju og þakklæti, einnig
dvaldist Stefanía, móðir Sólveigar,
á heimili þeirra allt þar til hún lést
árið 1949 við góða umhyggju og
þótti Ásgeiri mjög vænt um tengda-
móður sína.
Eins og fram hefur komið stóð
heimili þeirra Ásgeirs og Sólveigar
lengst af á Flateyri, en árið 1984
fluttu þau að Jökulgrunni 1, Hrafn-
istu í Reykjavík, og átti hann þar
heimili til dauðadags. Hafði hann
fótaferð og gat farið nokkuð á milli
bama sinna og ættingja er hér búa,
þar til fyrir nokkmm vikum að
hann var fluttur í Landakotsspítala
þar sem hann lést eins og áður er
getið. I Landakotsspítala naut hann
mjög góðrar umönnunar og mikillar
hlýju hjá starfsfólki öllu.
Nú er góður drengur genginn,
efalaust sáttur við lífið og að flytjast
á næsta tilverustig. Minningin um
hann má vera öllum hans ættingjum
til ánægju.
Ég votta Sólyeigu, bömum þeirra
og öðm venslafólki samúð mína og
minna.
Farðu í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Trausti Friðbertsson