Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 9. APRÍL1986 21 Frá sýningu Sölumiðstöðvar lagmetis. borgurum. Er því venjulega einn um hituna, ef ég villist inná McDon- alds því ég panta þá fiskflak í samloku. Hænskaketsmunnbitar, sem kallaðir eru „nugget" eru nú mjög í tísku í hrað-átu-veitingastöð- um einsog t.d. McDonalds. Fisk- nuggets eru í uppsiglingu einsog sjá mátti á Boston-sýningunni. Fiskneysla stöðugt vax andi í Bandaríkjunum En svo við snúum okkur aftur að alvöru lífsins og sleppum öllu gamni um flsk-borgara. Fiskneysla er stöðugt vaxandi í Bandaríkjun- um. Fyrir það fyrsta er fiskneysla í tísku vegna þess, að fólkið er farið að trúa læknum, sem segja, að fískur sé holl fæða og geti komið í veg fyrir hjartasjúkdóma og aðra mannlega kvilla. Þar að auki er það í tísku að borða „léttan" mat, drekka „létt“ vín og „léttan" bjór. Og það er fljótt að koma þegar bandaríska þjóðin, 240 milljónir, tekur uppá einhvetju. Þótt flsk- neysla aukist ekki nema um 'h pund á mann þá er um að ræða 120 milljónir punda af físki. Eins og er nemur ársneysla Bandaríkja- manna af flski 12—13 pundum á mann. Bandaríkin eru stærsta físk- veiðiþjóð heimsins, en samt verða þeir að flytja inn fisk í stórum stíl. Einsog er, er skortur á mörgum físktegundum, t.d. þorski og ýsu og karfa. Fisktegundum, sem við íslendingar öflum hvað mest af til manneldis. Verkfall og refsitollar Fiskskorturinn stafar ekki ein- göngu af aflaskorti á miðunum. A austurströnd Bandaríkjanna hefir verið tveggja mánaða verkfall sjó- manna í einu veiðisælasta verinu, New Bedford. Verkfallinu er nú lokið, eða það er að fjara út. Á meðan á verkfallinu stóð juku Kanadamenn flskinnflutning til Bandaríkjanna. Þeir fengu hátt verð, allt að 20% hærra verð en verið hafði er verkfallið hófst. En sá er gallinn á gjöf Njarðar, að Bandaríkjamenn höfðu nýverið sett toll á kanadískan fisk. Þessi tollur var kallaður jafnvægistollur, til að vega á móti ríkisstyrkjum, sem Kanadastjórn veitir útgerðinni. Á meðan á New Bedford-verkfallinu stóð kom þessi nýi tollur ekki illa við Kanadamenn vegna þess, að fiskverð í Bandaríkjunum var hátt, allt af 20% hærra en áður en verk- fallið hófst. Það er ekki talið, að refsitollur Bandaríkjamanna muni hafa telj- andi áhrif á fiskinnflutning frá Kanada. Hitt er líklegra, að Kan- adamenn hækki verð á físki, sem seldur er til Bandaríkjanna og það verði þannig neytendur í Bandaríkj- unum, sem raunverulega standa undir jafnvægis refsitollinum. Hinu er ekki að leyna, að físk- veiðiþjóðimar við Norður-Atlants- hafíð, sem flytja inn físk til Banda- ríkjanna, hafa áhyggjur af, að Bandaríkjamenn muni setja jafn- vægistolla á þær þjóðir, sem eru uppvísar að því að reka fískútgerð með ríkisstyrkjum. Fari svo myndi það bitna fyrst og fremst á Norð- mönnum, en hjá þeim er byggða- stefnu-styrkjafarganið í algleym- ingi. Fiskur dýrari fæða en kjöt Ein megin ástæðan fyrir, að fisk- neysian í Bandaríkjunum eykst hægt, er að fiskverð er það hátt, að það er miklu dýrara að borða físk en t.d. kjöt og þá fyrst og fremst kjúklingakjöt. Nýr fiskur er víða til í kjörbúðum þar sem til skamms tíma frystur fískur var eingöngu seldur. Margar betri kjörbúðir hafa komið sér upp sérstökum fiskdeild- um, þar sem gott úrval er af nýjum físki daglega. En nýr fískur er svo dýr, að það er ekki nema efnað fólk, sem hefír ráð á að kaupa fisk í matinn, nema við sérstök hátíðleg tækifæri. Hér fer á eftir verð á algengum físktegundum einsog það var í A&P-kjörbúð í New York á dögun- um. Verðið er í enskum pundum, sem samsvarar tæpl. 2 kg. Verð er reiknað í ísl. krónum. Ýsuflök kr. 200,49 Þorskflök kr. 143,09 Lax (bolbitar) kr. 286,59 Karfi (innanífarinn með haus) kr. 323,90 Karfaflök kr. 204,59 Sjóbirtingur kr. 204,59 Rauðspretta kr. 327,59 Vinsæl sjávar- útvegsnámskeið Framfarasjóður sjávarútvegs Nýja-Englands gekkst fyrir nám- skeiðum um sjávarútvegsmálefni í sambandi við sýninguna. Reyndust þau fjölsótt og það svo, að menn urðu frá að hverfa sökum rúmleys- is. Meðal verkefna á námskeiðinu voru þessi: „Lán og lánarekstur til sjávarút- vegsmála". „Mat, gæði og eftirlit og gæðatrygging". „Næringargildi, heilsufar og Omega-3“. „Markaðs- skyn“. „Nafngift, merking og regl- ur“. „Staðsetning físk-veitinga- húsa“. „Markaðskynning meðal gistihúsa og veitingahúsa". „Kynn- ing físks hjá mötuneytum“. „Fisk- sala til kjörverslana og físksala í smásölu". „Rækja — Hvers er að' vænta?“ Að lokum var einu nám- skeiði varið til kynningar og um- ræðu um kvóta veiðiskipa, veiðileyfí til erlendra skipa innan 200 mílna lögsögunnar. Áhrifín af jafnvirðis- tollinum á ferskfisk frá Kanada og útflutningur fiskafurða. Frá Ghana skrifar 22 ára stúlka með áhuga á íþróttum, tónlist, ferðalögum, dansi o.fl.: Veronica France, Inner Ring Road, P.O.Box 1062, Cape Coast, Ghana. Frá Ítalíu skrifar 22 ára haskóla- nemi með margvísleg áhugamál: Alberto Boati, Via Tolstoi 20, 20146 Milano, Italy. Fimmtán ára sænsk stúlka með áhuga á hestum, tónlist o.fl.: Magdalena Linden, Kopparfly, S-38202 Órsjö, Sweden. Frá Austur-Þýzkalandi skrifar hjúkrunarkona, sem er rétt yfír tví- tugt. Hún á fjögurra ára gamlan son og hefur mikinn áhuga á ís- landi. Skrifar á ensku og þýzku: Monne Kupke, DDR-4322 Cochstedt, Schadelebenerstrasse 2, East-Germany. ÍSLENSK SEÐLAÚTGÁFA! 100 ÁR Viðminnumst aklarafweBs •IJ 6" Árið 1886 voru í fyrsta skipti gefnir út peningaseðlar hér á landi. í tilefni af hundrað ára afmæli seðlaútgáfunnar hefur Seðlabankinn látið gera sérstaka 500 króna silfurmynt í takmörkuðu upplagi. Á framhlið myntarinnar er mynd íjallkonunnar, en íjallkonu- mynd var á bakhlið 50 kr. seðils 1886 og oft síðan á íslenskum seðlum. Á bakhlið er mynd af áraskipi undir seglum af gerð sem var algeng fyrir hundrað árum. Ágóði af sölu minnispenings þessa rennur til Þjóðhátíðarsjóðs, sem var stofnaður 1974 og veitir árlega styrki til varðveislu íslenskra menningarminj a. Hámarksupplag er 20.000 eintök. Þar af eru allt að 5000 peningar sérunnir úr 925/1000 silfri og allt að 15.000 peningar í venjulegri sláttu úr 500/1000 silfri. Söluverð er kr. 1250 fyrir sérunninn pening í vandaðri gjafaöskju, en kr. 780 fyrir venjulega sláttu í öskju. VERÐMÆT EIGN VEGLEG GJÖF - GRIPUR MEÐ SÖFNUNARGILDI SEÐIABANKIISLANDS Sölustaðir: bankar, sparisjóðir og helstu myntsalar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.