Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö.
Flugslysið í
Ljósufjöllum
Rannsókn hins hryggilega
flugslyss á Ljósufjöllum sl.
laugardag er enn svo skammt á
veg komin, að ekki er unnt að
fullyrða neitt um orsakir þess.
Líkur benda þó til, að veðurskil-
yrði hafi ráðið úrslitum um það
að TF-ORM frá ísafírði hrapaði
og fímm manns biðu bana.
Þegar slys af þessu tagi hafa
orðið stöndum við ráðþrota að
því leyti, að lífíð verður ekki
endurheimt. Öll þjóðin sam-
hryggist vandamönnum hinna
látnu og biður að sjómaðurinn
frá Bolungarvík og lögreglu-
þjónninn frá ísafírði, sem missti
bam sitt og unnustu í slysinu,
nái heilsu og kröftum á ný.
Flugslysið í Ljósu^öllum hlýt-
ur hins vegar að vekja upp
ýmsar spumingar um stefnuna
í innanlandsflugi á íslandi. Fram
kemur í Morgunblaðinu í dag,
að frá 1980 hafa orðið 10 dauða-
slys í flugi hér á landi, sem
kostað hafa 29 manns lífíð. í
öllum tilvikum áttu litlar flug-
vélar hlut að máli. Það kemur
einnig fram í blaðinu, að flug-
málastjóri sér ástæðu til að
varpa fram þeirri spumingu,
hvort veijandi sé að vélar, sem
ekki hafa jafnþrýstibúnað og
hverfílhreyfla, eins og t.d. flug-
vélar Flugleiða, eigi að hafa rétt
til að fljúga farþegaflug á flug-
leiðum, sem liggja yfír mikið
Qalllendi og þar sem allra veðra
er von. Þegar embættismaður
eins og flugmálastjóri hreyfir
efasemdum af þessu tagi er
óhjákvæmilegt að stjómvöld og
stjómmálamenn, sem veita flug-
leyfín, leggi við hlustir og Ihugi
málið. Er ekki löngu kominn tími
til að við Islendingar gerum
okkur grein fyrir því í hvers
konar landi við búum? Er ekki
orðið tímabært að við lögum
okkur að veðurfarinu, sem getur
verið með allt öðrum hætti hér,
en víða erlendis, og skipuleggj-
um samgöngur í samræmi við
það? Þurfum við ekki að gera
mun harðari krÖfur, en nú eru
gerðar, um búnað flugvéla, sem
flytja fólk og farangur í áætlun-
arflugi?
Alkunna er, að þegar flugveð-
ur innanlands er svo slæmt að
höfuðflugfélag okkar, Flugleið-
ir, fellir niður flug, flytja ýmis
minni flugfélög farþegana á
áfangastað. Rétt er að taka
skýrt fram, að um slíkt var ekki
að ræða í slysinu í Ljósufjöllum.
Þetta háttalag hlýtur að vera
gagnrýnisvert, þegar tekið er
tillit til þess að þessar litlu vélar
eru mun verr búnar en Flug-
leiðavélamar til að mæta erfíð-
um veðurskilyrðum. Er þama
ekki um hættuspil eða fífldirfsku
að ræða, sem stjómvöld þurfa
að stöðva, t.d. með því að loka
flugleiðum og flugvöllum, þegar
veður em válynd?
í einstæðu samtali við einn
af fréttastjórum Morgunblaðs-
ins sagði Pálmar Gunnarsson,
annar þeirra sem lifði flugslysið
af: „Mér fannst veðrið fara
versnandi, það blés í gegnum
vélina og utaná hana hlóðst ís.
Ég hugsaði með mér, að núna
væri þetta endanlega búið. Þá
rétt á eftir sá ég blikkandi ljós
og hrópaði til björgunarmann-
anna af öllum lífs- og sálarkröft-
um. Er þeir skömmu síðar komu
gangandi upp hlíðina, veifaði ég
eins og ég gat. Ég heyrði þá
síðan tilkynna að flakið væri
fundið og einhverjir væm með
lífsmarki um borð.“
Björgunarstarfíð sem unnið
var á Snæfellsnesinu á laugar-
dag og sunnudag er kapítuli út
af fyrir sig. Björgunarmenn
lögðu sig í hættur við mjög
erfíðar aðstæður, en allt starf
þeirra virðist hafa verið unnið
af slíku fumleysi og kjarki að
aðdáun vekur. Það er rík þjóð,
sem á slíka menn. Það hefur líka
komið á daginn, að tælgabúnað-
ur hjálparsveita í lofti og á láði
og skipulag hjálparstarfsins réð
úrslitum um það að tveir menn
vom heimtir úr helju Ljósufjalla.
Til allrar hamingju er skylda að
hafa neyðarsenda í öllum flug-
vélum og fullkomið miðunartæki
í leitarvél Flugmálastiómar nam
hljóðmerki frá TF-ORM stuttu
eftir að hún hrapaði og staðsetti
flakið með undraverðri ná-
kvæmni. Það var svo ný hita-
myndsjá í þyrlu Landhelgis-
gæslunnar, sem réð úrslitum um
að hún gat lent í Ljósufjöllum
aðfaranótt sunnudags.
Þegar mikil slys verða hér á
landi fínna íslendingar til sterk-
ari samkenndar hver með öðmm
en aðra daga. Sorg einstaklinga
verður sorg allrar þjóðarinnar.
Hver maður er okkur dýrmætari
en öðmm þjóðum, vegna fá-
mennisins, og það er ekki síst
af þeim sökum, að við verðum
ætíð að vera á varðbergi gagn-
vart hættum, sem alls staðar
blasa við. Við eigum frábæra
flugmenn og við viljum fljúga
með þeim um landið okkar, en
við eigum að gera þá kröfu, að
í fluginu verði aldrei teflt í tví-
sýnu og þær flugvélar einar
notaðar, sem þola það veður sem
er á þessu landi.
Hvert stefnir í
og fíkniefnam
eftir Tómas
Helgason prófessor
Skráð áfengisneysla hefur vaxið
að heita má jafnt og þétt síðan á
bannárunum. Neyslan virðist þó
hafa aukist hlutfallslega minnst á
síðustu tíu árum. Hins vegar hefur
orðið veruleg breyting á því hvað
menn drekka, þannig að léttra vína
er nú neytt í miklu ríkara mæli en
áður, en brennivínsneyslan hefur
farið minnkandi. Þrátt fyrir þetta
hefur þeim, sem leita sér meðferðar
vegna áfengismisnotkunar, farið
mjög fjölgandi og hafa rúmlega
5000 manns verið í meðferð vegna
misnotkunar áfengis á síðustu tíu
árum. Ef ekki hefði komið til fjölgun
útsölustaða og mikil fjölgun vín-
veitingastaða á síðustu árum, er
hugsanlegt að þróun áfengisneysl-
unnar hér á landi hefði orðið svipuð
og í nágrannalöndunum, þ.e.a.s.
annað hvort hefði hún hætt að
aukast eða jafnvel farið minnkandi.
Hér á landi eru hins vegar háværar
raddir sem kalla á aukinn fjölda
útsölustaða áfengis og aukið fram-
boð áfengis með fjölgun tegunda.
Það er furðuleg tímaskekkja, að
alþingismenn skuli láta sér detta í
hug að bera fram tillögur sem geta
stuðlað að aukinni heildarneyslu
áfengis, nánast samtímis því sem
haldinn er fundur Alþjóðaheilbrigð-
isstofnarinnar hér í Reykjavík til
þess að boða heilbrigði handa öllum
árið 2000, m.a. með því að stefna
að því að dregið verði úr áfengis-
neyslu um fjórðung.
Notkun annarra vímuefna hefur
einnig náð fótfestu á síðustu árum,
einkum kannabis, og virðist vera
orðin svipuð og er sums staðar
annars staðar á Norðurlöndum.
Hún er þó sem betur fer hverfandi
samanborið við áfengisneysluna,
sem er undanfari neyslu annarra
vímuefna.
Heilsuspillandi hegðun
Meðal þeirra takmarka, sem
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur
sett sér til þess að ná markmiði sínu
„heilbrigði fyrir alla árið 2000“, er
að draga úr heilsuspillandi hegðun.
Með því er átt við ofnotkun áfengis
og lyfja, notkun óleyfilegra fíkni-
efna og annarra hættulegra efna,
og ógætilegan akstur og ofbeldi
ýmis konar. Til þess að ná þessu
markmiði þarf að móta heildaráætl-
un, sem miðar að því að áfengis-
neysla fólks hafi minnkað um a.m.k.
25% árið 2000. Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin; telur nauðsyn á þessu
vegna þess að áfengisneysla sé
meginorsök margra félags- og heil-
brigðisvandamála í þátttökulöndun-
um.
Áf engissala og skráð
áfengisneysla
Markmið íslenskrar áfengismála-
stefnu er og hefur verið að sporna
gegn áfengisneyslu og skaðsemi
hennar. Til þess að ná þessu hefur
ríkið haft einkasölu, sem hefur þann
tilgang að koma í veg fyrir að
einstaklingar og fyrirtæki í einka-
eign eigi fjárhagslegra hagsmuna
að gæta af áfengissölu. Agóðinn,
sem orðið hefur af áfengissölunni,
hefur runnið beint í ríkissjóð og
hefur mönnum oft orðið starsýnt á
hann og ýmsir hugsað sér gott til
glóðarinnar til tekjuöflunar. Óvíst
er hins vegar hversu gróðinn er
mikill þegar upp er staðið og reikn-
aður er allur kostnaður sem áfeng-
isnotkun veldur ríkinu, svo sem við
löggæslu og heilbrigðisþjónustu að
ógleymdu vinnutapi. Það er þó
skárra að allar tekjumar renni beint
til þess sem ber kostnaðinn heldur
en að aðrir, sem ekki bera kostnað
af skaðanum, græði á áfengissölu.
Á mynd 1 sést hvemig þróun
skráðrar áfengisneyslu hefur verið
á Islandi það sem af er þessari öld
og hvemig hún gæti orðið það sem
eftir er aldarinnar. Spámar fyrir
1987-2000 byggja á því að reynt
verði að ná takmarki Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar, óbreyttu
ástandi eða spá þjóðhagsstofnunar
miðað við að leyfð yrði sala áfengs
öls (bjórstefnan). Myndin sýnir
meðalneyslu á hvem Islending 15
ára og eldri á ári, skipt í létt og
sterk vín. Á þeim 85 ámm sem liðin
em af öldinni sést að neyslan hefur
verið mjög breytileg. Einhveijum
kann að finnast að það mark, sem
stefnt er að samkvæmt ábendingu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar,
sé ekki nógu hátt. Þó að því væri
náð kemst neyslan ekki niður í það
sem hún var um síðustu aldamót,
en þá og í lok síðustu aldar þótti
hún keyra svo úr hófi, að hug-
myndin um áfengisbann fékk byr
undir báða vængi. Það tók gildi árið
1915, enda náði áfengisneyslan lág-
marki á ámnum þar á eftir.
Áfengisbannið var brotið á bak
aftur vegna viðskiptahagsmuna og
ásóknar í vímugjafa. Þegar árið
1917 var leyft að selja áfengi eftir
lyfseðli. Eftir að leyfður var inn-
flutningur og sala á léttum vínum,
varð neysla þeirra vemlegur hluti
af lágri heildarneyslu íslendinga á
ámnum 1921-1935 eins og myndin
Mynd
SKRÁÐ MEDALÁFENGISNEYSLA b
OGELDRIÁÁRI 1901-1985 OGÁ
6 t 2000 EFTIR RVÍ HVAÐA S
Litrar af
hreinum
vinanda
á mann
á ári
5
4
3
□ Bjðr
□ Létt vín
íl Sterk vín
Áfengisneysla alls
19 01- 06- 11- 16- 21- 26- 31- 36- 41- 46- 51-
05 10 15 '20 25 30 35 40 45 50 55
Ár
Við gleymum ekki1
eftir Guðmund
Siguijónsson
í sumar em liðin tuttugu ár
síðan ég hitti hann fyrst. Það var
í Stokkhólmi í keppni ungra skák-
manna Sovétríkjanna við jafn-
aldra þeirra frá Norðurlöndum.
Svo æxlaðist, að ég fór fyrir sveit
Norðurlanda, en hann fyrir sveit
sinna manna. Er skemmst frá
því að segja, að Boris Gulko leiddi
menn sína til glæsilegs sigurs, en
við máttum sleikja sárin. Éin-
hvem veginn tókst mér þó að
knésetja meistarann (1 V2-V2) í
innbyrðis viðureign okkar. Fyrir-
liða sovézku sveitarinnar þótti
þetta að vonum slæm tíðindi og
hafði í flimtingum, að Gulko yrði
sendur til Síberíu, þegar heim
kæmi. Við hlógum báðir að þessu
þá.
Mér er þetta enn í fersku
minni, enda var þetta fyrsta ferð
mín til útlanda. Síðan líða tíu ár.
Þá hitti ég hann aftur og að þessu
sinni í ríki Castros á Kúbu. Þama
jafnaði hann um mig og sigraði
auk þess glæsilega á mótinu, sem
haldið var í minningu Capablanca.
Ekki hef ég hitt hann síðan við
skákborðið.
Það eru liðin rúm sjö ár frá
því hann sótti fyrst um að fá að
yfírgefa Sovétríkin og flytja til
Israels ásamt fjölskyldu sinni.
Enn hafa yfírvöld ekki orðið við
þeirri bón. Eins og flestir vita er
réttur þeirra, sem gerast svo
djarfír að sækja um að yfírgefa
Sovétríkin, skertur á alla lund,
svo sem til náms og vinnu. Refs-
ingin er miskunnarlaus. Vitan-
lega hefur Gulko ekki farið var-
hluta af henni. Honum hefur t.d.
hvað eftir annað verið meinuð
þátttaka í skákmótum innanlands
sem utan, er hafa freistað hans.
Síðasta dæmið er skákmótið í
Reykjavík í febrúar sem leið. Þá