Morgunblaðið - 09.04.1986, Page 54

Morgunblaðið - 09.04.1986, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 EM íbadminton: Frost vann einliðaleikinn Morgunblaöið/Skapti Hallgrímsson. • Aftari röð frá vinstri: Jón Kristjánsson, AuAjón GuAmundsson og Siguróli Kristjánsson. Sitjandi eru, frá vinstri, Rúnar Kristjánsson sem tók viA viAurkenningu systur sinnar GuArúnar — sem kjörin var íþróttamaður ársins — og Halldór Áskelsson sem varð annar í kjörinu. og Gillian Gilks vann sinn sjöunda titil MORTEN Frost frá Danmörku vann landa sinn Ib Fredriksen í úrslitaleik einliðakeppninnar í badminton á Evrópumeistara- mótinu um helgina og tókst þar með að verja titilinn frá því í fyrra. Frost vann 15-8 og 15-2. í kvennaflokki vann Helen Troke frá Englandi Kirsten Larsen frá Danmörku í úrslítaleik 9-12, 11-3 og 11-2. í tvenndarleik unnu þau Martin Dew og Gillian Gilks sinn fjórða Evrópumeistaratitil er þau unnu þau Nigei Tier og Gillian Gowers, sem eru einnig frá Englandi, í úr- slitaleik 16-6 og 15-8. Þetta var í sjöunda sinn sem Gilks verður Evrópumeistari í badminton og Englendingar hafa unnið alla 12 meistaratitlana í tvenndarleik frá því árið 1968. ( tvíliðaleik kvenna unnu þær Gillian Gowers og Gillian Clark frá Englandi þær Dorte Kjaer og Nettie Nielsen frá Danmörku í jöfn- um leik 15-11 og 15-12. Það voru Danir sem unnu tvíliða- leik karla að þessu sinni. Steen Fladberg og Jesper Helledie unnu Svíana Stefan Karisson og Thomas Kihlstrom í úrslitaleik 15-12 og 18-17. í liðakeppninni unnu Danir Englendinga í úrslitum með þrem- ur vinningum gegn engum. Þingvallagangan: Tjörnina. Til keppninnar mættu margir af bestu hlaupurum lands- ins af yngri kynslóðinni. Úrslit hlaupsins urðu þau að Mennta- skólinn í Reykjavík sigraði bæði í karla og kvennaflokki. Besta ein- staklingstímanum náöi Steinn Jó- hannsson, nemandi við, Fjölbrauta- skólann í Ármúla. Steinn, sem hljóp með blandaðri sveit, fékk tím- ann 4:07 mín. í kvennaflokki náði bestum tíma Steinunn Jónsdóttir, 5:10,8mín. NIKE-umboðið, Austurbakki gaf Guðrún kjörin Iþróttamaður Akurevrar 1985 Akurayri. GUÐRUN H. Kristjánsdóttir, skíAakona úr KA, var á laugardag útnefnd fþróttamaður ársins á Akureyri fyrir árið 1985. Úrslit í Þyskaland: Alfreð gerði fimm Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttarhara Morgunblaðsins í Vestur-Þýskalandi. ALFREÐ Gíslason skoraði fimm mörk fyrir Essen er lið hans sigr- aði Bad Schwarztau, sem er í 3. deild, 25:22, f þýsku bikarkeppn- inni f handknattleik á laugardag- inn. Sigurður Sveinsson skoraði fjögur mörk fyrir Lemgo f tapi liðsins gegn 2. deildarliðinu Berg- hamen, 19:24. Kiel sigraði Dankersen, 28:21, á heimavelli. Staðan í leikhléi var 13:10 fyrir Kiel. Páll Ólafsson náði sér ekki á strik hjá Dankersen, skoraði 3 mörk. Talið er líklegt að Páll endurnýji samning sinn hjá Dankersen eftir þetta keppnis- •tfmbil. Fimleikar: Fræðslu- fundur t Fræðslufundur á vegum Fim- leikasambands íslands verður aldlnn f dag í Kennslumiðstöð SÍ f Laugardal og hefst klukkan 20.30. Birgitta Baldursdóttir Iff- eðlisfræðingur mun ftytja erindi um öndunar- og þolþjálfun og Jónas Tryggvason ræðir um tækniatriði á bogahesti. Öllum er heimill aðgangur. kjörinu voru tilkynnt f hlái á árs- þingi ÍBA. Guðrún varð fjórfaldur íslands- meistari á Landsmótinu á skíöum um páskana fyrir réttu ári síöan og náði mjög góðum árangri í heild á síðasta keppnistímabili. Var m.a. valin Skíðamaður íslands 1985. Guðrún dvelur nú við æfingar og keppni erlendis og tók bróðir hennar, Rúnar, við verðlaunum systur sinnar. íþróttamaður ársins frá því í fyrra, Halldór Áskelsson knatt- spyrnumaður úr Þór, varð annar í kjörinu nú. Þriðji varð Auðjón Guðmund- son, júdómaður úr KA, en hann er einn fjölmargra bráðefnilegra júdómanna sem fram hafa komið á Akureyri undanfarin ár. Jón Krist- jánsson handknattleiksmaður úr KA varð fjórði í kjörinu. Jón er mikið efni og má geta þess að hann var fyrirliöi unglingalandsliösins á síð- asta keppnistímabili. Fimmti varð Siguróli Kristjánsson knattspyrnu- maður úr Þór. Siguróli lék í meist- araflokki i fyrsta skipti síðastliðið sumar og stóð sig mjög vel. Alls fengu 12 íþróttamenn stig í kjörinu nú en stig fimm efstu voru þannig: Guðrún hlaut 90 stig, Halldór 82, Auðjón 42, Jón 40 og Siguróli 35. Á þessu sést að Guðrún og Halldór skáru sig nokk- uðúr. Fimleikar: Stúlkurnar sigruðu en piltarnir urðu í neðsta sæti ÍSLENSKAR fimleikastúlkur urðu sigursælar I móti sem fram fór í Belgíu um síðustu helgi. Þar átt- ust við sveitir frá Belgfu og Hol- landi auk íslands. Stúlkurnar komu mikið á óvart og unnu keppnina, hlutu 93,50 stig en Belgar hlutu 92,05 stig f öðru sæti. Dóra Sif Óskarsdóttir varð stigahæst stúlknanna 24 sem á þessu móti kepptu, Dóra hlaut samanlagt 33,90 stig en þær Lára Hrafnkelsdóttir og Ingibjörg Sig- fúsdóttir urðu í fjórða sæti með 29,20 stig. Góður árangur hjá stúlkunum. Piltarnir sem kepptu á þessu móti náöu ekki eins góðum árangri og stúlkurnar. Þeir urðu í neðsta sæti hlutu 125,20 stig en Hollend- ingar unnu með 144,70 stig og Belgar hlutu 143,60 stig. Davið Ingason varð stigahæstur íslendinganna, hlaut 42,85 stig, og hafnaði í tíunda sæti. Baldvin vann ÞINGVALLARGANGAN var hald- in um sfðustu helgi. Fyrirhugað var að ganga mun lengra en raunin varð á. Það voru gengnir 21 kflómetri, en vegna snjóleysis var ekki hægt að ganga lengra. í keppnisflokki sigraði Baldvin Hermannsson frá Siglufirði, gekk á 1 klukkustund 09:42,80 mínút- um. Halldór Matthíasson varð annar og Kristján Halldórsson þriðji en þeir eru báðir úr Skíðafé- lagi Reykjavíkur. í almennum flokki sigraði Hall- dór Halldórsson, gekk á 1:39,22 klukkustundum. Magnús I. Óskarsson varð annar og Hilmar Björnsson varð þriðji. • Kvennasveit MR skipuðu þær Anna Gunnarsdóttir, Steinunn Jóns- dóttir, Sigrfður Eggertsdóttir og Helga Þórhallsdóttir. 9 Karlasveit MR skipuðu Garðar Sigurðsson, Knútur Hreinsson, Sigurður A. Jónsson og Frfmann Hreinsson. Framhaldsskólahlaup: MR vann báða flokkana Sunnudaginn 6. apríl var keppt f boðhlaupi milli framhaidsskól- anna. Keppnin, sem var öll hin skemmtilegasta, fór fram í blfö- skapar veðri við Tjörnina f Reykja- vík. Ekki hefur veriö keppt f þesari fþróttagrein sfðan 1973. En þá var keppnin f umsjón hins kunna þjálfara Ólafs Unnsteinssonar. Ætlunin er að hlaupið verði nú áriegur viðburður. Keppt var bæði í karla og kvennaflokki og keppnisvegalengd var 4x1500 metrar umhverfis vegleg verðlaun. íþróttaráð Menntaskólans í Reykjavík sá um framkvæmd hlaupsins, sem var öll með ágætum. MR vann báða flokkana eins og áöur segir en í öðru sæti í karla- flokki varð sveit Menntaskólans á Laugarvatni, MS varð í þriðja sæti, Fjölbraut í Breiðholti í því fjórða og Menntaskólinn í Kópavogi í fimmta. Hjá stúlkunum varð MK í öðru sæti, MS í þvi þriðja og sveit Fjöl- brautarskólans í Breiðholti í fjórða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.