Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986 Kennaradeilan í Kjaradóm? * KI kannar vilja kennara til í FYRRAMÁLIÐ á að verða ljóst hvort samkomulag tekst í kjara- deilu Kennarasambands íslands og ríkisvaldsins eða hvort málinu verður skotið til Kjaradóms. Útlit er fyrir að síðari kosturinn verði ofan á, skv. upplýsingum blaðs- ins. Hlé hefur verið á viðræðum KÍ og ríkisins að undanförnu en á morgun á að taka þráðinn upp að nýju. Hjá Kennarasambandinu hefur undanfarnar tvær vikur verið unnið úr svörum félagsmanna við spum- ingunni hvort þeir væru tilbúnir að segja upp störfum í vor eða sumar til að leggja áherslu á kröfur sam- bandsins um kjarabætur og verk- fallsrétt. Valgeir Gestsson, formað- uppsagna ur KÍ, vildi ekki í gær gefa upp tölur úr skyndikönnun stjómar sambandsins á afstöðu kennara en sagði að það væri „býsna stór hópur sem myndi vilja velja þá leið. Kæmi til þess myndi skólastarf raskast gífurlega víða um land og víða leggjast niður. Um fjölda vil ég þó ekki tala - það er ekki rétt að gefa upp fjölda orrustuvéla í hemaði.“ Hann sagði að eftir að svör bár- ust hafi verið ákveðið að bíða haustsins og endurmeta stöðu sambandsins í ljósi aðstæðna þá. „Eg óttast að í haust þegar skóla- starf hefst á ný verði kennaraskort- urinn enn meiri en fyrr. Af því höfum við kennarar margir miklar áhyggjur," sagði Valgeir Gestsson. VSÍ skýtur yfirvinnu- banninu til Félagsdóms STJÓRN Sjómannafélags Reykjavíkur ákvað í gærmorgun að halda fast við ákvörðun far- mannadeildar félagsins frá því á föstudaginn um yfirvinnubann frá kl. 17 á mánudaginn. Vinnu- veitendasamband Islands mun vísa málinu til Félagsdóms „eins fljótt og verða má“, að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmdastjóra VSÍ. höfnum sínum hér á Faxaflóasvæð- inu. Við munum hins vegar standa við ákvæði í kjarasamningum okkar um að á laugardögum og á tímanum frá kl. 17—20 virka daga megi einn maður vera um borð sé verið að losa eða lesta. Það dugar til að hægt sé að vinna við losun og lestun á þeim tíma.“ Morgunblaðið/Júlíus Reynir Pétur var að vonum kátur í gær eftir Evrópureisuna. Hér er hann um borð í Eyrarfossi ásamt systkinum sínum, Guðrúnu og Kristni. „Er búinn að hafa það fínt“ — segir Reynir Pétur Ingvarsson eftir Evrópusiglingn með Eyrarfossi „Ég er búinn að hafa það alveg rosalega gott,“ sagði Reynir Pétur Ingvarsson í gær við systkin sín þau Kristin og Guðrúnu er þau tóku á móti honum í Eyrarfossi, skipi Eim- skipafélagsins, en Reynir Pétur hefur undanfarnar tvær vikur verið í Evrópusiglingu með skipinu. Farið var til fjögurra landa: Þýskalands, Belgíu, Hollands og Englands. Reynir Pétur sagðist auðvitað hafa skoðað sig um í þessum löndum og slappað reglu- lega vel af þess á milli, lesið, sofið, spilað og fleira í þá áttina. „Ég hringdi þrisvar heim til Hannýjar minnar og held ég að hún hafi saknað mín mikið. Ég vil nú samt ekki gefa upp hvað ég keypti handa henni í útlöndum - það kemur bara í ljós. Ég keypti hinsvegar einhver reiðinnar býsn af hljómplötum - einar 40 talsins - og hafa þær flestar að geyma þýska tónlist - aðallega týrólatón- list. Ég hef alveg svakalega gaman af henni. Svo keypti ég svona smáræði handa vinum og ættingjum líka,“ sagði Reynir Pétur. „Við höfum ákveðið að halda þessu til streitu og sjá hveiju fram vindur. Yfirvinnubannið byijar á mánudaginn," sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur, í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. „Það er svo útgerðarfélaganna að vísa málinu til Félagsdóms ef þau vilja ekki una ákvörðun okkar." VSÍ hefur formlega mótmælt ákvörðun félagsins um yfírvinnu- bannið og skorað á Sjómannafélag- ið að hætta við það. Jafnframt hefur VSÍ lýst félagið ábyrgt fyrir því tjóni, sem skipafélögin kunna að verða fyrir vegna yfírvinnubanns- ins, að því er Þórarinn V. Þórarins- son sagði í gær. Guðmundur Hallvarðsson sagði að framkvæmd yfírvinnubannsins myndi verða „eins og um væri að ræða verkfall. Menn munu ekki mæta til vinnu fyrr en klukkan átta á morgnana og hætta klukkan fímm á daginn þegar skip eru í heima- Enn magnast deilurnar um Þróunarfélagið; © INNLENT „Félagið í hershöndum frá því forsætisráðherra hóf afskipti“ —segir Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra „FÉLAGIÐ er búið að vera i hershöndum frá því að forsætis- ráðherra byijaði að hafa afskipti af því upp á eigin spýtur," sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra er hann var í gær spurður álits á ummælum forsætisráð- herra um Þróunarféiag íslands og hlut ríkisins, en hann sagði þá m.a. að hann hefði samþykkt að skipta hlut ríkisins á milli fjár- málaráðuneytisins og forsætis- ráðuneytis sl. haust, með vægast sagt slæmum afleiðingum, og þvi hefði hann ákveðið að fara einn með hlut ríkisins nú. „Þegar atkvæðunum var skipt á milii forsætisráðuneytisins og fjár- málaráðuneytisins á stofnfundin- um, var hið besta samkomulag og fullkomin eining um kjör í stjóm," sagði fjármálaráðherra, „og það var ekki fýrr en á síðara stigi að það fór að hrikta í félaginu. Á þessum nýafstaðna aðalfundi félagsins, þar sem forsætisráðherra fór einn með atkvæði ríkisins, logaði allt svo í illdeilum að það var ekki hægt að ljúka stjómarkjöri og það varð að fresta aðalfundinum að tillögu þeirra manna sem vilja sættir innan félagsins." Davíð Scheving Thorsteinsson sem sagði af sér stjómarfor- mennsku í vetur vegna þess sem hann sagði pólitíska íhlutun forsæt- isráðherra var spurður álits á ummælum forsætisráðherra: „Ég skil þessi ummæli ekki. Ef það voru slæmar afleiðingar að það varð samkomulag um að stilla upp þess- um mönnum til stjómarkjörs sl. haust þá veit ég ekki hvað forsætis- ráðherra er að fara. Ég kaus Guð- mund G. Þórarinsson og Þorstein Ólafsson ásamt með hinum mönn- unum, samkvæmt ósk forsætisráð- herra. Það eina sem var hörmulegt í þessu, var það að tveir stjómar- menn skyldu telja það nauðsynlegt að segja af sér í stjóm Þróunarfé- lagsins vegna afskipta forsætisráð- herra, þegar hann fór að reyna að pína stjóm hlutafélags til þess að taka stjómmálalegar ákvarðanir en ekki viðskiptalegar,“ sagði Davíð. Davíð sagði auk þessa: „Það eina sem ég veit slæmt í sambandi við Þróunarfélagið em afskipti forsæt- isráðherra af stjóm félagsins eftir að búið var að kjósa hana. Forsætis- ráðherra átti að skipta sér af stjóm félagsins áður en hún var kosin, en þegar búið var að kjósa menn í stjóm, áttu þeir að fá að taka ákvarðanir í friði." SVO GÆTI farið að setja þyrfti bráðabirgðalög f næstu viku um heimild fyrir Kjaradóm til að taka sér frekari frest til að dæma i málum aðildarfélaga Launa- málaráðs Bandalags háskóla- Afkoma fyrirtækjanna 1985 mun verri en búist var við Stór hluti þeirra með ekkert eða neikvætt framlag rekstrar AFKOMA margra fyrirtækja var slæm á árínu 1985, eins og komið hefur fram í fréttum af aðal- fundum að undanförnu. Jónas Haralz bankastjóri Landsbanka íslands segir að þeir ársreikning- ar sem bönkunum hafi borist til þessa sýni mjög slæma afkomu fyrirtækjanna, mun verri en fyrirtækin sjálf og bankamir höfðu reiknað með. Jónas sagði að ekki hefði farið fram nákvæm skoðun á reikningunum, en laus- leg athugun í Landsbankanum hefði sýnt að hjá rúmlega 2/s fyrirtækjanna væri ekkert eða neikvætt framlag rekstrar. Jónas sagði að hagnaðar- eða taptölur fyrirtækjanna segðu ekki alla söguna og litu bankamir eink- um á „framlag rekstrar" í reikning- unum, en það er sú upphæð sem eftir er þegar búið er að draga allan rekstrarkostnað frá tekjum og þann fjármagnskostnað sem fellur til á árinu, en þessa fjárhæð geta fyrir- tækin notað til að lækka skuldir sínar eða til íjárfestinga. „Það sýnir sig að staða mikils hluta fyrirtækj- anna var það slæm á árinu 1985 að þau voru ekki með neitt eða neikvætt framlag rekstrar og hjá mörgum þeirra er staðan lakari í þessu tilliti en árið 1984. Á hinn bóginn má segja að horfur séu á batnandi afkomu á árinu 1986,“ sagði Jónas. Hann sagði að fyrirtækin væru mismunandi sett, en svona slæm staða sæist í öllum atvinnugreinum. Áberandi væri mikill taprekstur hjá hverskonar þjónustufyrirtækjum utan Reykjavíkur. „Þessi staða fyrirtækjanna er verulegt áhyggju- Sérkjarasamningar BHMR-félaga: Fær Kjaradómur frest með bráðabirgðalögum? manna (BHMR) gegn ríkinu vegna sérkjarasamninga félag- anna. Samkvæmt lögum á dóm- urinn að ljúka störfum á mið- vikudaginn, 21. maí, en allsendis er óvíst að það takist. Dómarar í Kjaradómi kölluðu forystumenn samninganefnda ríkis- ins og BHMR á sinn fund á þriðju- daginn og ræddu það tímahrak, sem dómurinn er kominn í. „Það er bent á að greinargerðir og endanlegar kröfur aðildarfélaganna hafi komið mjög seint og því hafi dómurinn haft skemmri tíma en lögin gera ráð fyrir til að komast að niður- stöðu," sagði Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkis- ins, í samtali við blm. Morgunblaðs- ins. Ifyrir málflutning fyrir Kjara- dómi var þegar búið að framlengja um mánuð frest dómsins til að kveða upp dóm. Lögin um Kjaradóm gera ékki ráð fyrir frekari fresti og því er óvíst hvað gerist nú þegar aðstæður eru með þeim hætti, sem lýst hefur verið. „Við ákváðum að sjá til fram undir helgina, því þá þarf þetta að verða ljóst,“ sagði Indriði í gær, „ekki síst ef dómar- amir taka ákvörðun um að óska eftir bráðabirgðalögum um frekari framlengingu." efni, enda þótt horfur séu eitthvað betri nú,“ sagði Jónas. Sem ástæður fyrir þessari slæmu stöðu sagði Jónas að hún væri af- leiðing óhagstæðrar rekstrarað- stöðu atvinnuveganna mörg undan- farin ár sem fyrirtækjunum hefði ekki tekist að laga sig að. Verulegr- ar tregðu gætti af hálfu eigenda og stjómenda til að gera nauðsyn- legar breytingar, svo sem á stjómun og rekstri og fjárhagslegri upp- byggingu, meðal annars með nýju eigin fé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.