Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986 19 Framkvæmdir í þágu aldraðra stórauknar eftirPál Gíslason Eðlilega hafa húsnæðismál aldr- aðra Reykvíkinga mjög verið til umræðu undanfarið, en þar hefur og gætt misskilnings á því hvað verið er að gera og hvert stefna ber. Á þessu ári mun Reykjavíkur- borg veija meira fé til framkvæmda til að leysa þessi vandamál aldraðra en nokkru sinni fyrr og er þá bæði átt við hæstu upphæðina og mesta raungildi fjármagns til bygginga. Er þar um að ræða byggingu vist- heimilis í Seljahlíð og samvinnu við Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Samtök aldraðra. Á undanfömum árum hefur borgin byggt þjónustuíbúðir fyrir aldraða sem hér segir: Furugerði'l 75 íb. f. 90 manns Norðurbrún 1 60 íb. f. 68 manns Dalbraut 21—27 64 íb. f. 82 manns Langahlíð 32 íb. f. 32 manns Droplaugarstaðir 33 íb. f. 36 manns Samtals 264 íb. f. 308 manns Seljahlíð I upphafí þessa kjörtímabils hafði verið unnið að hönnun vistheimilis- ins Seljahlíð í Breiðholti II. Þar átti auk þjónustuíbúða að vera legudeild fyrir hjúkrunarsjúklinga og heilsu- gæslustöð. En þegar til kom fékkst engin fjárfesting frá ríkissjóði, sem átti að greiða 85% af byggingar- kostnaði legudeildar og heilsu- gæslu, en heilbrigðisráðherra var þá Svavar Gestsson. Við þurftum því að taka til við hönnun nýbyggingarinnar á ný. Dróst því nokkuð að hægt væri að heija framkvæmdir. Þær hafa síðan gengið sleitulaust og 13. maí mun byggingamefndin afhenda húsið félagsmálastofnun til starfrækslu. Þar verða 60 einstaklingsíbúðir og 10 hjónaíbúðir, þar sem töluvert meiri þjónusta verður veitt en ann- ars staðar í þjónustuíbúðum, svo sem sjúkragæsla. Þá var ákveðið að byggja 9 parhús með 18 íbúðum á lóðinni, sem yrðu seldar. Þar fengju íbúar sömu þjónustu og þeir sem búa í leiguíbúðunum í aðalbyggingunni. Verður lögð áhersla á að ljúka öllum framkvæmdum utan húss nú í vor, svo sem frágangi lóðar. Verða þá í þessum húsum í 115—120 manns. Samstarf við VR Það var ljóst, að þó að borgin legði fram stóraukið fjármagn til þ^ssara mála, yrði framkvæmda- hraði of hægur miðað við vaxandi þörf fyrir þjónustuíbúðir fyrir aldr- aða. Því auglýstum við eftir aðilum, sem hefðu áhuga á samstarfi við okkur um byggingu íbúða fyrir aldraða. Komu á þann fund um 50 manns, fulltrúar stéttarfélaga, samtaka aldraðra, verktaka og ýmsir aðrir áhugamenn. Þetta leiddi fljótlega til þess, að Verslunarmannafélag Reykjavíkur, stærsta verkalýðsfélag landsins, ákvað að byggja stórhýsi við Hvassaleiti með 60 íbúðum fyrir aldraða félagsmenn, þar sem borgin byggði og ræki þjónustumiðstöð fyrir íbúana og aðra aldraða í hverf- inu. Er þeim framkvæmdum að ljúka og má vissulega hrósa stjóm VR fyrir þá víðsýni að hafa riðið svo myndarlega á vaðið og bent öðrum sambærilegum aðilum á leið til að bæta haga félagsmanna sinna. Samtök aldraðra Þessi samtök hafa starfað um skeið að velferðarmálum aldraðra og m.a. byggt íbúðir í Fossvogi. í framhaldi af fundinum hófst líka samstarf borgarinnar við samtökin og byggingarfélagið Ármannsfell um byggingu þjónustuíbúða aldr- Páll Gíslason „Á þessu ári mun Reykjavíkurborg verja meira fé til fram- kvæmda til að leysa húsnæðisvandamál aldraðra en nokkru sinni fyrr og er þá bæði átt við hæstu upphæð- ina og mesta raungildi fjármagns til bygginga. Er þar um að ræða byggingu vistheimilis í Seljahiíð og samvinnu við Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur og Samtök aldraðra.“ aðra við Bólstaðarhlíð á sama grundvelli. Er þegar flutt í 33 íbúðir þar, en aðrar 33 íbúðir í sumar. íbúðim- ar eru misstórar: 44—77 fm að stærð, en þjónustumiðstöðin 910 fm. Samtals verða því á þessu ári teknar í notkun 214 íbúðir fyrir um 300 manns. Samstarfið er mikilvægt Vinstri flokkamir hafa gagnrýnt okkur fyrir þetta og talið, að borgin hefði sjálf átt að byggja þetta ein. Þeir hafa þó ekki gert sér grein fyrir því, að með þessu samstarfi kemur stórlega aukið fjármagn til byggingarframkvæmda, sem er undirstaðan. — Og þeir hafa aðeins komið með tillögu um óvemlega aukið fé frá borgarsjóði. Enda lögðu þeir ólíkt minna fé til þessara mála á stjómartímabilinu 1978—1982 en nú ergert. Ég held, að það sé nauðsynlegt að Reykjavíkurborg haldi áfram að leita samvinnu við samtök og fé- lagasambönd í borginni um sameig- inlegt átak. Nú í vetur hófst samvinna við Rauða krossinn um rekstur dagvist- unarstofnunar — Hlíðarbæ við Flókagötu — fyrir aldraða og sjúkl- inga með Alsheimer-sjúkdóm, en borgin keypti húsið, en reksturinn er í samvinnu við Múlabæ, dagvist- un sem Rauði kross íslands rekur í samvinnu við SÍBS og Samtök aldraðra. Næstu verkefni Þegar er hafinn undirbúningur að eftirfarandi verkefnum: 1. Byggingu á horni Vesturgötu og Garðastrætis þar sem verður þjónustumiðstöð og heilsugæslu- stöð fyrir Vesturbæinn, ásamt 25 þjónustuíbúðum fyrir aldr- aða, en bílastæðahús á neðri hæðum. 2. Þátttaka í byggingu hjúkmnar- heimilis Skjóls við Kleppsveg hjá Hrafnistu — í samvinnu við þjóðkirkjuna, ASÍ, BSRB, Sjó- mannadagsráð, Stéttarsamband bænda o.fl. aðila. Þar verða 3 hjúkmnardeildir með alls 90 plássum auk dagvistar, en pláss til skammtímavistunar koma þar til viðbótar. Gæti heimilið því þjónað um 130—150 manns. — Reykjavíkurborg hefur ákveðið að greiða þriðjung kostnaðar við hjúkmnarrýmið. Er hér um 60 milljónir króna að ræða. Þessi stoftiun gæti tekið til starfa á næsta ári. 3. Bandalag háskólamanna hefur fengið lóð syðst við Suðurgötu og hyggst byggja 50 þjónustu- fbúðir fyrir aldraða félagsmenn sína. Þar mun borgin koma til samvinnu og byggja þjónustuað- stöðu fyrir íbúana þar og í ná- grenninu. 4. Samtök aldraðra og Armanns- fell em að hanna þjónustuíbúðir aldraðra við Dalbraut og mun borgin eiga samstarf við þessa aðila og reyna að tengja aðstöð- una sem fyrir er við Dalbraut 21—27 á vegum borgarinnar. 5. Bygging vistheimilis fyrir 100—120 manns við Skúlagötu auk söluíbúða að svipuðu magni í nágrenninu, sem gæti notað sama þjónustukjama. Þarna yrði og þjónustumiðstöð fyrir aldraða í gamla Austurbænum. 6. Stefnt er að því að leita eftir samstarfí við einkaaðila um rekstur minni eininga fyrir 10—15 manns, sem ætlað væri með sérstakri aðhlynningu fyrir aldrað fólk. Gæti það vegið á móti of miklum stofnanabrag á allri þjónustu við aldraða. Hér hefur aðeins verið tíundaður sá hluti af því starfí, sem unnið er fyrir aldraða af Reykjavíkurborg, en ekki síður væri ástæða til að nefna DAS, Gmnd, RKÍ, Samtök aldraðra o.fl. sem hafa færst mikið í fang á þessu sviði. Verkefnin em nóg og stækkandi. — Því er nauðsynlegt að sem flestir gangi saman til verka svo árangur náist. Höfundur er læknir og borgarfull- trúi. Hann skipar fjórða sæti á framboðslista Sjálfstæðisfiokks- ins í Reykja vík fyrir borgarstjóm- arkosningarnar. Ljóðabók eftir Sjón — áttunda bók höfundar NÝLEGA kom út Ijóðabók eftir skáldið Sjón. Þetta er áttunda bók höfundar. Ljóðabókin heitir „Leikfanga- kastalar, sagði hún, það er ekkert til sem heitir leikfangakastalar." Meðal fyrri bóka höfundar má nefna „Reiðhjól blinda mannsins" (1982), “Sjónhverfíngabókina" (1983) og „OH;“ (1985). Skáldið hefír einnig getið sér orð fyrir myndlist og brúðugerð. í þessari nýju bók em 11 ljóð, sem ort vom á síðasta ári í þremur borgum, London, París og Reykja- vík. Viðfangsefnin era mótuð af því. Bókin er gefín út í takmörkuðu upplagi. Útgefandi er „Einhver djöfullinn — Medúsa" og er bókin til sölu í Bókabúð Máls og menning- ar, Gramminu og Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar. (Fréttatilkynning) ITOLSK HUSGOGN Á GÓÐU VERÐI Leðurstólar Svart leður — króm grind Kr. 3.783.- Hvítt leður — hvít grind Kr. 4.119.- Nýjar sendingar af matborðum m/gleri eða hvítum marmaraplötum. MULTIPLAN Multiplan er áætlanagerðarkerfi (töflureiknir), sem öll fyrirtæki geta notfært sér við útreikninga. Við áætlanagerð getur Multiplan sýnt ótal valkosti, eftirlíkingar og gert tölulega úrvinnslu. Markmið namskeiðsins er að veita þeim, er starfa við áætlanagerð og flókna útreikninga, innsýn í hvernig nýta megi Multiplan-áætlanagerðarkerfið í starfi. Efni: Uppbygging Multiplan-(tölvureikna) • Helstu skipanir • Uppbygging líkana • Meðferð búnaðar. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja sem nota eða ætla að nota Multiplan (töflureikna). Timi og staðun 26.-28. mal kl. 8.30-12.30 Ánanaustum 15 Leiðbeinandi: Páll Gestsson, starfsmaður Skrifstofuvéla hf. ASciórnunarfélaa Islands Ánanaustum 15 Sími: 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.