Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986 Sumardagskrá Flugmálafé- lagsins hafin Flug Gunnar Þorsteinsson Morgunblaðið birtir hér fyrstu tvo mánuði hinnar fjölbreyttu sum- ardagskrár og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Framhald dagskrárinnar verður birt síðar hér í blaðinu. MEÐ hækkandi sól fer flug- áhugafólk að hugsa sér til hreyf- ings og undirbúa sumarið. I góða veðrinu að undanförnu hefur t.d. hlaupið mikill fjörkippur í einka- flugið á Reykjavíkurflugvelli. I hönd fer aðal starfstímabil Flug- málafélags Islands, sem stendur fyrir fjölbreyttri sumardagskrá um allt land yfir sumarmánuð- ina. Undanfarin tvö ár gaf Vélflug- félag Islands út svipaða sumardag- skrá, og Flugmálafélagið nú, en eðlilega var þá meira miðað við vélflug. í ár hefur Flugmálafélagið bætt við svifflugi, módelflugi, svif- drekaflugi og fallhifastökki. Sumardagskrá maí og júní 10/5: a) Flugkoma vélflugmanna um Snæfellsnes. b) vKríumót“ Flugmódelfélagsins Þyts (10—11/5). 31/5: a) Islandsmót í svifdrekaflugi (31/5—1/6). b) Lendingakeppni Svifflugfélags íslands á Sandskeiði. c) „Tómstundahúsmótið" í módellistflugi (31/5—1/6). 7/6: Flugkoma Flugmálafélags íslands að Múlakoti. 14/6: Flugkoma Navy Aero Club á Keflavikurflugvelli. 17/6: a) Þjóðhátíðarflugkoma Flugklúbbs Mosfellssveitar. b) Kvöldverðarferð Vélflugfélags Akureyrar til Hríseyjar. 18/6: 2. Transatlantic Air Rallye (18—20/6). 21/6: Módelflugkoma Þyts á „Geirsnefi" (21—22/6). 27/6: Celtic Cup keppnin í svifdrekaflugi (27—29/6). 28/6: a) Flugkoma Flugklúbbs Egilsstaða á Egilsstaðaflugvelli (28-29/6). b) „Fallhlífa-Boogie" Fallhlífaklúbbs Akureyrar á Akureyri (28-29/6). Stuttfréttir Flugkappi í kappakstur Flugkappinn Chuck Yeager, sá sem fyrstur flaug í gegnum hljóð- múrinn, er orðinn 63 ára gamall. Hann hefur svo sannarlega ekki lagt árar í bát, því hann hyggst setjast undir stýrið á kappaksturs- bíl og taka þátt í Indianapolis 500-kappakstrinum sem fer fram síðar á árinu. Fjölgar í IATA Aðildarfélög LATA, alþjóðasam- taka flugfélaga, eru orðin 143 eftir að sex flugfélög bættust í hópinn fyrir nokkru. Þau eru: Alymeda frá S-Ymen, Emirates frá Dubai, bandaríska smápakkaflugfélagið Federal Express, LAP-Lineas Aéres Paraguayas frá Paraguay, Sunstate Airlines í Ástralíu og hið franska TAT-Transport Aérien Transrég- ional. Eins og kunnugt er eiga Flugleiðir aðild að IATA. Arnað heilla Frá Líbanon berast gjaman hörmungarfréttir, en hér er ein afmælisfrétt til tilbreytingar. Af- mælisbamið er flugfélag þeirra í Líbanon, Middle East Airlines, og á það 40 ára afmæli, stofnað 1946. Fyrstu flugvélar þess voru De Havilland Rapide-tvíþelcjur, en tveimur ámm áður hóf Flugfélag íslands að nota samskonar vélar. Þó að Middle East-flugfélagið hafi lækkað á lofti vegna stríðseijanna sl. áratug hefur það samt 5 þúsund starfsmenn og reynir að halda stöð- ugri þjónustu eftir aðstæðum. Atvinnuflug’konur Tvær ungar konur hafa fengið inngöngu í flugskóla þýska flug- félagsins Lufthansa. Þær stöllur munu hefja nám nú í maíbyijun. Konur eru að sækja á í atvinnuflug- mennskunni, sem annars staðar, og sífellt berast fréttir af „stórum" áætlunarflugfélögum sem hafa ráð- ið konur til sín. En sem sagt, hið annars íhaldssama Lufthansa er ekkert karlrembuflugfélag lengur. „Kata“ í Atlants- hafsflug Sífellt eru einhverjir að reyna að slá gömul og fræg flugafrek. Þann 8. maí ætlar bandaríkjamaður einn að endurtaka fyrsta flugið sem farið var á PBY — 6 Catalina-flugbát yfir Atlantshafið. Flugbátar af þessari gerð vom notaðir hérlendis 1945—1960 og gengu manna á meðal undir nafninu „Kata“. Flogið verður yfir sunnanvert Atlantshaf- ið, frá New York til Plymouth á Englandi, þar sem komið verður að landi 31. maí. Verður reynt að halda nákvæmlega tímaáætlun fyrsta flugsins. Lindberg fór sitt fræga sögufræga Atlantshafsflug átta ámm áður en fyrsta „Katan“. Þetta tilstand er einmitt nú vegna 75 ára afmælis bandaríska flotans, US NAVY. Morgunblaðið/Gunnar Þorsteinsson Frá lendingakeppni, en mörgum finnst hún eitt mest spennandi atriðið á flugkomunum. Að sjálfsögðu fá vélflugmenn að spreyta sig í lendingakeppnum í sumar. Staðgengill Arfara SKRAUTLEGA máluð Fokker F 27-flugvél hefur um nokkurt skeið verið notuð á innanlands- flugleiðum Flugleiða. Hún er í eigu, og máluð í litum breska flugfélagsins Air UK og var tekin á leigu til að fylla upp í skarð Arfara sem, eins og kunn- ugt er, stórskemmdist sl. vetur. Leigusamningurinn um vélina rennur út í lok maí, en möguleiki er á framlengingu. Það vekur áhuga þegar ný vél sést í innanlandsfluginu og velta áreiðanlega margir því fyrir sér hvaða flugfélag það sé stendur að baki hinum nýjum og óvenjulegum litum. Flugfélagið Air UK var stofn- að 1. janúar 1980 með sameiningu fjögurra smærri flugfélaga er öll voru í eigu eins og sama aðilans, British and Commonwelth Shipp- ing-skipafélagsins. Air UK er rekið af dótturfyrirtækis þess. Víðáttumikið leiðakerfi Air UK nær frá höfuðstöðvunum í London til 20 áfangastaða á Bretlandseyj- urn og á meginlandi Evrópu. Þegar breska ríkisstjómin markaði fijáls- ari flugmálastefnu en fylgt hafði verið í áratugi, varð Air UK fyrst til að fljúga áætlunarflug til ann- arra landa frá Stansted-flugvellin- um við London eftir tíu ára hlé á millilandaflugi þaðan. Eins og flest önnur flugfélög tekur félagið að sér leiguverkefni og að auki rekur það stóra tæknideild í Norwich sem er þekkt fyrir viðhald Fokkar F 27- véla. Starfsmenn Air UK eru nú um 950 talsins. Air UK á 22 flugvélar. Tvær eru tveggja hreyfla þotur af gerðinni BAe One-Eleven og rúma 119 far- þegar, Fokker F-27-200-vélamar eru fimmtán og loks á félagið 5 Shorts 360-skrúfuþotur sem taka 36 farþega. Aðalmunurinn á Air UK-vélinni sem er staðgengill Árfara og honum er að sú fyrmefnda ber tæpu tonni minna. Fraktrými hennar er miklu minna vegna þess að hún hefur fast eldhús. Þá er stjómklefinn öðruvísi útfærður en í Flugleiðavél- unum og einungis það, að hraða- mælir bresku vélarinnar er öðruvísi uppbyggður, nægði til að íslensku flugmennimir þurftu að fara í reynsluflug áður en þeir máttu fljúga henni. Það sem beint snýr að farþegunum og er öðruvísi en þeir eiga að venjast í Flugleiðavél- unum er að breska vélin er innréttuð í svokölluðum breiðþotustíl með lokuðum skápum fyrir handfarang- ur. Bil á milli sætaraðanna er líka talsvert meira. Breska ríkisstjómin hefur mark- visst stefnt að auknu frelsi í Evr- ópuflugleiðum og hyggst Air UK hella sér meira en orðið er út í hina grimmu samkeppni sem þegar er á þessum markaði. T.d. býst félagið við að fá innan skamms leyfi til að fljúga á hinni fjölförnu leið milli London og Kaupmannahafnar. Skrautlega Fokker F-27-vélin frá Bretlandi sem notuð hefur verið í innanlandsflugi undanfarnar vikur. Sólargrænmeti komið á markað: Frosið grænmeti í nýj- um plastumbúðum SÓL HF. hefur hafið pökkun og sölu á ellefu tegundum af frosnu grænmeti, sem pakkað er í nýrri og fullkominni verksmiðju fyrirtæk- isins í Sundagörðum. Sólargrænmetið er í plastpokum, sem eru með íslenskum skýringum, notkunarreglum og uppskriftum, aðlöguðum að íslensku mataræði. A fundi með fréttamönnum, þar sem Sólargrænmetið var kynnt, kom meðal annars fram, að þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt iðn- fyrirtæki gefur neytendum kost á völdu frosnu grænmeti á sam- keppnishæfu verði. Þá kom fram, að djúpfrosna grænmetinu frá Sól hf. er pakkað í nýjustu gerð af pökkunarvél, sem búin er Atoma- tölvuvog, en hún mun vera ein sú nákvæmasta sem völ er á í mat- vælaiðnaði. Verksmiðja Sólar hf. kostar full- búin 9 milljónir króna, þar af kostar tækjabúnaður 7 milljónir króna. Verksmiðjustjóri er Dagbjartur Bjömsson, sölustjórí er Oskar Þor- móðsson og gæðaeftirlit annast Helga Sigurðardóttir, en mikil áhersla er lögð á strangt gæðaeftir- lit með framleiðsluuni. Fu :úar fyrirtækisins sögðu á kynr.ingar- fundinum að með því að færa pökk- un á snöggsoðnu djúpfrystu græn- meti inn í landið tryggði Sól hf. meira gæðaeftirlit, fleiri störf í ís- lenskum iðnaði, gjaldeyrisspamað, betra smásöluverð og aukið úrval hollustufæðu. Eftirtaldar grænmetistegundir frá Sól hf. eru þegar komnar í verslanir á þéttbýlli svæðum lands- ins: litlar gulrætur, spergilkál, blómkál, grænar baunir, rósakál og blaðlauksblanda. Auk þess eru fimm tegundir af blönduðu græn- meti sem nefnast rósakál og gulrót- arskífur, gulrætur og grænar baun- ir, maísblanda, Sumargrænmeti og loks Sólargrænmeti. Þar að auki frosin jarðarber og rifsber. Það má geta þess, að Sumargrænmetið og , «to>WT‘í Ellefu tegundir af snöggsoðnu og djúpfrystu Sólargrænmeti. i •' SÓr,‘Lm&kr' íS&L'KsLm. I - ‘Ætter l istómkM JSaMSí I' Ssmzsk. 1 U? _______. ..r— sj soK' ik. soir* .ársffi*.! « L‘VK t;:v. f M»II«IIII5ÆS, Sðfargrænmetf ,w/_ iXýói^n-y,4 ' Sólargrænmetið eru nýjar blöndur af grænmeti, sem ekki fást undir innfluttum vörumerkjum. Á hverj- um poka eru notkunarráð og upp- lýsingar um næringargildi og tvær til þijár uppskriftir, sniðnar að ís- lenskum matreiðslukröfum og smekk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.