Morgunblaðið - 15.05.1986, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986
VLT HRAÐABREYTAR
fyrir: dælustýringar,
færibönd, loftræstingar,
hraðfrystibúnað o.fl.
Danfoss VLT hraöa-
breytar fyrir þriggja fasa
rafmótora allt að 150 hö.
Hraðabreytingin er
stiglaus frá 0-200% og
mótorinn heldur afli við
minnsta snúningshraða.
Leitið frekari upplýsinga
í söludeild.
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER
RYÐFRiAR
HÁ-OG LÁGÞRÝSTI
ÞREPADÆLUR
1 OG 3JA FASA
Til stjórnunar
á vatnsrennsii,
hentugarí
þvottakerfi.
= HEÐINN =
VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER
Þess vegna bjóðum við fram
eftir Maríu Jóhönnu
Lárusdóttur
I haust er leið var ég beðin að
halda erindi um hugmyndafræði
kvennalistans á ráðstefnu vestur í
háskóla. Eitthvað hafði skolast til
í auglýsingu um fundartíma því er
ég mætti til leiks sá ég að auk
okkar frummælendanna fímm voru
einungis mættir fundarstjóri og
fundarritari. Nokkrir stúdentar
sáust þó á sveimi um gangana og
eftir að þeir höðfu verið dregnir inn
í salinn nauðugir frá námsbókum
sínum var ákveðið að fresta ekki
málþinginu. Þótt mér þætti þetta
allt dálítið kómískt gat ég ekki
varist þeirri hugsun að mér hefði
verið nær að veija tíma mínum í
e-ð gagnlegra því eins og kvenna
er siður hafði ég auðvitað lagt mig
alla fram um að gera efninu góð
skil og eytt til þess talsverðum tíma,
ekki síst þar sem ég vissi að meðal
ræðumanna yrðu stórgáfaðir menn
og fróðir. Það gladdi því mitt auma
hjarta að maður nokkur úr hópi
þeirra heilsaði mér alúðlega og
sagðist hlakka mikið til að hlustá
á mig því hann vissi að borgarfull-
trúar kvennaframboðsins hlytu að
hafa sterka hugmyndafræði að
bakhjarli svo einarður væri mál-
flutningur þeirra í borgarstjóm —
en hann vissi bara ekki — eða skildi
ekki öllu heldur — hver í rauninni
hún væri. Sem við höfðum nú haldið
erindi okkar hvert yfír öðm og ég
sérstaklega beint orðum mínum til
áhugasama mannsins sneri ég mér
að honum og spurði glaðhlakkaleg:
Jæja, ertu nú einhvers vísari? Ja,
það er nú það, sagði blessaður
maðurinn, kannski dálítið — en
eiginlega ekki.
Hvað er kvennapólitík?
Þessi saga kom upp í huga minn
er ég á vinnustaðafundi hér á
dögunum var spurð að því af hveiju
við kvennalistakonur væmm með
sérstakt framboð. „Hvers vegna,"
spurði frómur maður í salnum,
„gangið þið ekki til liðs við hina
flokkana og fáið þá til að beita sér
fyrir þeim málum sem þið viljið fá
frarn?" Hann bætti því síðan við
að Kvennalistinn hefði gert margt
gott og verið mjög tímabær í síðustu
kosningum til að rétta hlut kvenna
í valdakerfínu en nú fyndist sér að
hinir flokkamir, eins og hann orðaði
það, gætu alveg tekið við, enda
væm þeir flestir komnir með konur
í efstu sætin. Ég benti manninum
á að við kvennalistakonur hefðum
allt aðra hugmyndafræði en önnur
stjómmálaöfl, okkar pólitík væri
kvennapólitík og reyndi síðan á
þeim stutta tíma sem mér var út-
hlutað á fundinum að segja frá
því í hvrju hún væri fólgin. Ekki
veit ég hvort mér tókst betur upp
en á fundinum í háskólanum forð-
um, en þetta atvik varð til þess að
ég fór að velta þvi' fyrir mér hvers
vegna kvennamenning og kvenna-
pólitík, sem ég og aðrar konur
skynja og skilja frá hjartans rótum,
er óskiljanleg öðmm em jafnvel
leggja sig alla fram um að meðtaka
boðskapinn? Em þessi hugtök
sumum svona framandi af því þau
em tiltölulega ung í málinu og stutt
síðan þau urðu hreinlega til? Eða
er efnið of viðamikið til að hægt
sé að gera því skil á stundarfjórð-
ungi.
Að hugsa í öldum
Maður verður að hugsa í öldum,
sagði Þorsteinn Ö. Stephensen við
mig eitt sitt er ég hitti hann á
gangi. Mannkynið er alltaf að batna
— maður verður bara að hugsa það
í öldum! Þessi orð Þorsteins leiddu
huga minn að því hversu skammur
tími það í rauninni er frá því að
við íslendingar háðum sjálfstæðis-
baráttu okkar og börðumst fyrir
því að ísland yrði sjálfstætt fíill-
valda ríki í samfélagi þjóðanna..—
Þa er að segja ef maður hugsar
auðvitað í öldum eins og Þorsteinn
lagði til. Hvernig skyldi t.d. Jónas
Hallgrímsson hafa bmgðist við ef
velmeinandi Dani hefði undið sér
að honum í byijun 19. aldar þar
sem hann var á gangi við síkin í
kóngsins Kaupmannahöfn — Dani
sem aldrei hefði vitað annað en að
upp á því útskeri sem ísland nefnd-
ist byggi guðsvoluð þjóð, ef þjóð
skyldi kalla, skítug, lúsug, þjófótt
og drykkfejld, og hann spyrði Jónas
si svona: Ég hef heyrt þess getið,
stúdent Hallgrímsson, að þér og
nokkrir samlandar yrðar hér í Höfn
haldið því fram að þjóð yðar eigi
sér menningu. Getið þér kannski
sagt mér hver hún er? Hvar skyldi
Jónas hafa byijað? Á Eddukvæðun-
um? Fomsögunum og þá hveijum?
Hefði hann ekki þurft að byija á
sjálfu landnáminu, heiðninni, Ara
fróða og Sæmundi, stofnun Alþingis
og segja honum frá hinni glæstu
fortíð Islendinga og rekja sig upp
á við? Og skyldi Jónasi hafa tekist
að útskýra fyrir Dananum í hveiju
íslensk menning væri fólgin? Ja, við
skulum hugsa okkur á fímmtán
mínutum? Ég held ekki, meira að
segja held ég að þótt þeir hefðu
setið saman til morguns, Daninn
og Jónas, þá hefði Daninn ekki
skilið til fulls boðskap íslendingsins.
Kvennamenning og
huldumenning
Barátta Islendinga fyrir sjálf-
stæði er nefnilega þegar allt kemur
til alls ekki svo ólík frelsisbaráttu
kvenna. Kvennamenning er tiltölu-
lega nýtt hugtak sem er framandi
„Síðustu fjögur árin
hefur eitt helgasta vé
karlmannsins, stjórn-
málin, verið vettvangur
okkar. I stað þess að
ganga til liðs við karl-
ana á þeirra forsend-
um, höfum við fetað í
fótspor formæðra okk-
ar fyrr á öldinni og
skapað okkar eigið póli-
tíska kerfi. Hreyfing
okkar er byggð þannig
upp að frumkvæði
hverrar konu nýtist
sem best, þess vegna er
stefna kvennalistans
ekki einokuð né mótuð
af fáeinum konum.“
þeim sem alltaf hafa hugsað sér
menningu karla og kvenna sem eina
samofna heild, vef ofinn þráðum
sögu beggja kynja. Þó er það ekki
svona einfalt. í vefnum, sögu
mannkynsins, er karlmannlega
ívafíð það sem er sýnilegt og það
sem fram til þessa hefur verið kallað
menning og saga okkar beggja. í
vefnum glittir þó stöku sinnum í
konu, stundum af því að hún hefur
gerst of fyrirferðarmikil, krafíst
þess að verða sýnileg en þó oftar
ef hún hefur skarað fram úr körlum,
haft karlmannsígildi eins og sagt
er. Draumur kvenna við að vera
sýnilegar, að eiga þátt í sköpun
samfélagsins, er jafngamall samof-
inni sögu okkar, karla og kvenna —
en við þekkjum ekki þá sögu nema
af afspum þar sem hún er ekki
skráð. Þess vegna er okkar menn-
ing eins konar huldumenning, að-
eins sýnileg og raunveraleg okkur
konum, líkt og huldufólkið í þjóð-
sögunum sem gat ferðast um heim
mennskra manna en var þó ósýni-
legt.
*
Islensk menning og
Huldan í dalnum
í upphafí sjálfstæðisbaráttu
okkar var íslensk menning hulin
sjónum umheimsins. Hún var Huld-
an í dalnum, jafngömul þjóðinni og
lífsbaráttu hennar en hún var nafn-
laus og birtist eingöngu þeim sem
á hana trúðu. Hún ól þó jafnan
með sér þann draum að stíga fijáls
út úr dalnum og sagði bömum sín-
um og bamabömum frá glæstri
fortíð sinni í formi ljóða og sagna.
Það var ekki fyrr en bömin loksins
skildu, eitt og eitt, að leið þeirra
til frelsis var einmitt fólgin í dalnum
sjálfum, sérkennum hans og sögu
að hugtakið íslensk menning varð
til.
Jónas og vinir hans í Kaup-
mannahöfn vora þessi böm sem
gerðu sér ljóst að lykillinn að frels-
inu lægi hjá þjóðinni sjálfri. Það er
þó ekki þar með sagt að sigurinn
væri unninn. Þeir þurftu fyrst að
sannfæra íslendinga sjálfa um að
þeir ættu sérstaka menningu og
sögu sem væri frábragðin menn-
ingu annarra þjóða áður en krafan
um sjálfstjóm, að maður tali ekki
um rauveralegt sjálfstæði, yrði að
raunveraleika. Með ljóðum, sögum
og greinum efldu þeir sjálfstraust
hennar og stolt til að hún fengi sjálf
risið upp og endurheimt frelsi sitt.
Að hafa karl-
mannsígildi
í hálfa öld hafa konur unnið
sleitulaust að því að öðlast almenn
mannréttindi. í þeirri baráttu höf-
um við leitað margvíslegra leiða —
leiða sem hafa borið mismikinn
árangur en hafa skilað okkur hing-
að sem við eram komnar i dag. Sú
sem við þekkjum best og hefur að
margra mati skilað okkur lengst til
að ná jafnstöðu við karla er að
samhæfa okkur karlamenningunni.
Með því að líkja eftir karlmönnum,
klæða okkur eins, hegða okkur eins,
hugsa eins og þeir höfum við sannað
að við getum gengið inn í hlutverk
þeirra. Menntun, þátttaka í at-
vinnulífí og stjórnmálum er konum
opið í dag á þeirri forsendu að konur
séu karlmannsígildi. En að baki
þessari baráttuaðferð liggur auðvit-
að sú hugmynd að konur séu annars
flokks og verði að keppa að því að
komast í fyrsta flokkinn. Það er
ekki fyrr en nú á síðustu áram,
þegar við konur höfum náð nokkurn
veginn lagalegri iafnstöðu við karl-
menn, að við getum farið að snúa
okkur að hinu raunveralega frelsi
Athugasemd
eftir Hannes
Olafsson
í grein sinni Við og„fagmennim-
ir“ í Morgunblaðinu 13. maí 1986
harmar blaðamaðurinn Guðmundur
Magnússon hversu fáir málsvarar
ríkjandi skólastefnu hafa kosið að
svara aðfinnslum hans á málefna-
legan hátt. Til marks um hve ómál-
efnalega sé tekið á málum vitnar
hann til efniskynningar í Nýjum
menntamálum (1. hefti 1984) og
telur að með setningunni: Sumir
vilja að skólinn stuðli að mennt-
un, aðrir vilja útrýma menntun
úr skólunum sé ritstjóri tímaritsins
að gefa í skyn að gagnrýnendur
ríkjandi skólastefnu vilji útrýma
menntun úr skólum.
Þar sem Guðmundur kýs að slíta
þessa setningu úr samhengi sínu
er nauðsynlegt að benda á að hún
var í formála að kynningu á greina-
flokki þar sem deilt var um ágæti
draga að nýrri aðalnámskrá grann-
skóla. Setningin var tekin sem
dæmi um hve yfírborðskennd um-
ræðan gæti verið og í beinu fram-
haldi hennar var sagt að auðvitað
væra markmið okkar allra í þessum
efnum oftast þau sömu þó okkur
greindi á um leiðimar. Ef Guð-
mundur hefði ekki látið krossferð
sína á hendur kennarasamtökum
byrgja sér sýn og kosið að skoða
málið í samhengi væri honum ljóst
að ritstjóri Nýrra menntamála var
einmitt að andmæla því að ákveðnir
hópar vilji útiýma menntun úr skól-
um. Ritstjórinn var þannig að gefa
í skyn að slagorðakennd umræða
um málefnið væri til hins verra og
að nauðsynlegt væri að ólíkar skoð-
anirfengju að njóta sín.
Nú sé ég ekki skólamálaumræðu
í þeim svart-hvíta heimi Guðmundar
Magnússonar þar sem aðeins má
fínna hreina málsvara eða hreina
gagnrýnendur ríkjandi skólastefnu.
Mér hefur ekki einu sinni orðið ljóst
hvort finna megi ákveðna ríkjandi
skólastefnu hér á landi. Hitt hefur
mér nú orðið ljóst að það er skiljan-
legt ef fáir treysta sér til að svara
skrifum blaðamannsins á málefna-
legan hátt.
Höfundur er ritstjóri Nýrra
menntamála.
JL_/esið af
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er224 80
i