Morgunblaðið - 15.05.1986, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986
Deilt á íslendinga í málgagiii sovéska Kommúnistaflokksins:
„Herskáar öldur leika
um Islandsstrendur“
Cyclosporine — nýjasta
töfralyf 20. aldarinnar
Hefur breytt sumum tegfundum líffæraflutninga
úr tilraunastarfsemi í hversdagslegar aðgerðir
Washington. AP.
LYF, sem framleitt hefur verið
úr jarðsveppum er svissneskur
vísindamaður fann i sumarleyfis-
ferð um Harðangur í Suður-
Noregá árið 1970, verður að öll-
um líkindum næsta töfralyf 20.
aldarinnar.
Lyfíð kallast „cyclosporine" og
eru áhrif þess fólgin í því að bæla
niður starfsemi ónæmiskerfís lík-
amans. Það hefur tvöfaldað tölu
þeirra líffæraflutninga, sem heppn-
ast hafa, með því að halda niðri
tilhneigingu líkamans til að hafna
utanaðkomandi frumuvef.
Vísindamenn, sem vinna við
rannsóknir á lyfinu, hafa uppgötvað
ýmsa aðra eiginlega þess, sem
gætu gert kleift að halda í skefjum
§ölda erfiðra sjúkdóma eða jafnvel
fyrirbyggt þá. Má þar m.a. telja
eyðni (aids), sykursýki, heila- og
mænusigg og malaríu.
Og vísindamenn, sem fást við
grundvallarrannsóknir í tengslum
við cyclosporine, telja, að lyfið kunni
að fela í sér svör við leyndardómum
ónæmiskerfísins og möguleika á
enn umfangsmeiri notkun en nú er
um að ræða.
„Strangt til tekið er cyclosporine
ekki töfralyf," sagði dr. Allan Hess
hjá John Hopkins-rannsóknastofn-
uninni. „En það kemst þó næst
því að vera það af öllum lyfjum,
sem nú eru þekkt."
Og þó að allar þær rannsóknir,
sem nú standa yfír, bregðist vonum
vísindamanna, hefur cyclosporine
þegar unnið sér öruggan sess á
sviði líffæraflutninga. Vegna eigin-
leika þess til að halda niðri tilhneig-
ingu líkamans til að hafna ígrædd-
um líffærum, hafa nokkrar tegundir
líffæraflutninga nánast breyst úr
tilraunastarfsemi í hversdagslegar
aðgerðir.
Með tilkomu cyclosporine hefur
hlutfall vel heppnaðra nýmaflutn-
inga hækkað úr 50 í 85% miðað
við eitt ár, lifrarflutninga úr 35 í
70% og hjartaflutninga úr 62 í 79%.
Þessi árangur hefur valdið því, að
flest líftryggingafyrirtæki hafa
tekið lifrar- og hjartaflutninga inn
á tryggingaskrá hjá sér.
En cyclosporine er ekki hættu-
laust. Það getur haft eiturverkandi
áhrif á nýrun, svo að fylgjast verður
grannt með notkun þess. Og lang-
tíma áhrif þess eru með öllu ókunn.
Annar ókostur lyfsins, að vísu
ekki læknisfræðilegur, er, að það
er frekt til ijánns. Arsskammtur
handa sjúklingi, sem gengist hefur
undir líffæraflutning og verður að
taka lyfið alla ævi upp frá því,
kostar nú 3.000 til 5.000 dollara
(um 120 til 200.000 ísl. kr.). Þetta
stafar af því, hversu framleiðslan,
sem m.a. byggist á ræktun sveppa-
gróðursins, er tímafrek, og ekki
sjáanleg merki um, að breyting
verði þar á.
7 KKAlWtltettftí
Þú getur valið um
► 3ja daga námskeið: 17.-19. maí (Hvítasunnuhelgin)
► 12 daga námskeið: 20. maí-l.júní
Kennarar: David HOENER og ^LEXANDRA
- dansarar og leikarar frá Sviss, mcnntuð í
TANGÓborginni einu og sönnu: Buenos Aires
Innritið ykkur strax og missið ekki af þessu
einstæða tækifæri. SÍMAR: 15103 og 17860
Hin frábæra AUDRIANNE HAWKINS
frá Boston, sem heimsótti okkur sl. sumar,
kemur aftur og heldur nýtt námskeið
í jazzdansi 1.-14. júní n.k.
Dansarar! Tryggið ykkur pláss strax í dag.
tazftrn
WS&
Dans- og leiksmiðja
v/Bergstaðastrœti
Dýrmætir fótleggir
Kvikmyndastjarnan Cyd Charisse krossleggur fagra fótleggi,
sem tryggðir voru fyrir eina milljón dollara, þegar hún var upp
á sitt bezta og MGM-söngleikjamyndimar vom hvað vinsælastar.
Charisse er nú 63 ára og stödd i London, þar sem hún æfir
gömul dansspor, sem hún mun taka í leikhúsi i West End í júni
nk.
hyllist frið og samvinnu á alþjóðleg-
um vettvangi og hefur ekki eigin
her.
Forkólfar Atlantshafsbandalags-
ins og í Pentagon hafa löngum álit-
ið Island ákjósanlegt og kallað
landið ósökkvanlegt flugmóðurskip.
Bandaríski ráðherrann, Lehman,
sagði nýverið að Bandaríkin þyrftu
að hafa stjóm á hafínu milli Islands
og Noregs.
Bandaríkjamenn hafa snaraukið
hemaðarumsvif sín á svæðinu. I
herstöðinni í Keflavík hafa F-15
orrustu- og sprengjuflugvélar tekið
við af hinum eldri F-4 og þar hefur
verið komið fyrir AWAC-flugvélum.
Tvær miðstövar fyrir hlerunarkerfí
sjóhers Bandaríkjamanna neðan-
sjávar em einnig staðsettar á ís-
landi.
Þessi hemaðarumsvif em vissu-
lega sýnu meiri en þörf er á til
vamar íslandi og þjóna í raun ein-
vörðungu hemaðarstefnu Atlants-
hafsbandalagsins og Bandaríkja-
manna. Þau bera að auki árásar-
gimi glöggt vitni. Það er engin
furða að margir íslendingar skuli
efast um að tilraunir bandamanna
þeirra beinist aðeins að vömum
landsins og aðgerðir yfírvalda þjóni
þjóðarhag.
Það er auðsætt að hervæðing
eyjarinnar og tilraunir til að breyta
henni í verkfæri bandarískra heims-
valdasinna hafa leitt af sér undmn
og vanþóknun almennings. Og ekki
aðeins á Islandi.“ Og lýkur svo
greininni.
Bandaríkin:
„SJÁVARGUÐIRNIR í Norður-Atlantshafi eru þekktir fyrir skap-
ofsa. Og það eru herskáar öldur sem um þessar mundir leika um
íslandsstrendur.“ Þannig hefst grein, sem birtist eftir Sovétmanninn
Y. Kuznetsov í málgagni Kommúnistaflokksins, Pravda.
Og hann heldur áfram: „Því má starfs við hemaðarsérfræðingana í
einnig halda fram með réttu að það
er ekki aðeins Atlantshafsbanda-
lagið, sem að venju þrýstir á, heldur
hefur íslenska ríkisstjómin bætt
gráu ofan á svart með auknum
metnaði í vamarmálum. Embættis-
menn og aðiljar úr röðum Sjálfstæð-
isflokksins leggja ekki aðeins bless-
un sína yfír aukin hemaðarumsvif.
Þeir eru einnig reiðubúnir til sam-
Pentagon og hefur dagblaðið Int-
ernational Herald Tribune lýst
þessu sem nýrri uppgötvun í Norð-
ur-Atlantshafi. íslenska ríkisstjóm-
in hefur ákveðið að auka hlutdeild
fulltrúa sinna í höfuðstöðvum Atl-
antshafsbandalagsins og taka þátt
í starfi hemaðarnefndar þess. Sú
stefna kemur spánskt fyrir sjónir,
ekki síst fyrir það að landið að-
Júgóslavía:
Artukovic dæmdur
til dauða fyrir
héraðsdómstóli
Zagreb, Júgóslavíu. AP.
ANDRIJA Artukovic, sem sakað-
ur var um að bera ábyrgð á
aftökum þúsunda borgara og
fanga í síðari heimsstyijöldinni,
var í gær dæmdur til dauða fyrir
héraðsdómstóli í Zagreb í Júgó-
slvaiu.
Artukovic var innanríkisráðherra
Suður-Afríka:
Þrjátíu börn
farast í strætis-
vagnaslysi
Jóhannesarborg. AP.
STRÆTIS V AGN með 176
skólaböm um borð valt í
heimalandinu Transkei í Suð-
ur-Afríku á þriðjudag með
þeim afleiðingum að þijátíu
og eitt bara lét lífið.
Þetta er annað strætisvagna-
slysið í heimalandinu á tveimur
dögum. Á mánudag lenti stræt-
isvagn í árekstri á fjallavegi í
Transkei og létust þijátíu af
níutíu og sjö farþegum.
Forsætisráðherra heima-
landsins hefur farið fram á skýr-
ingu á því hvers vegna svo mörg
skólaböm voru í einum vagni
frá ferðamálaráðuneytinu. Verið
var að flytja bömin brott frá
íþróttakappleik þegar óhappið
átti sér stað.
leppstjómar nasista í Króatíu, auk
þess að vera yfírmaður öryggislög-
reglunnar. Hann var framseldur
frá Bandaríkjunum 12. febrúarsl.
Artukovic var ákærður fyrir
„glæpi gegn mannkyninu", svo og
brot á alþjóðalögum og lögum um
stríðsglæpi, og fundinn sekur fyrir
fimm manna dómi um öll ákæruat-
riðin.
Dómaramir töldu, að sannað
hefði verið fyrir réttinum, að Artu-
kovic hefði fyrirskipað pyntingar
og dráp á hundruðum þúsunda
gyðinga, Serba, Króata og sígauna,
þar af fjölda kvenna og bama.
„Þessi réttarhöld, sem svo lengi
hefur verið beðið eftir, eru sigur
fyrir réttlætið," sagði dómsforset-
inn, Milko Gajski. Hann kvað full-
sannað , að Artukovic hefði á
embættisferli sínum í Króatíu „orðið
valdur að fjöldamorðum á saklaus-
um borgurum og stríðsföngum".
Artukovic á þess kost að áfrýja
máli sínu til hæstaréttar Króatíu.
Verði þeirri beiðni hafnað, á hann
rétt á að áfrýja málinu til hæstarétt-
ar Júgóslavíu í Belgrad.
Sonur sakbomingsins, Rad Artu-
kovic, sagði í símaviðtali í Los
Angeles í gær, að úrslit réttar-
haldanna, sem hann kvað „dæmi-
gerð kommúnísk sýndarréttarhöld“,
hefðu ekki komið sér á óvart, þar
sem faðir hans hefði ekki einu sinni
fengið að halda uppi málsvöm fyrir
sig. Hann sagði, að málinu yrði
áfrýjað.