Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986 §L Skúlagatan Það er oft fallegt í Reykjavík á björtu sumarkveldi. Einkum finnst mér gaman að aka Skúlagöt- una og Kleppsveginn, með sundin blá á aðra hönd og skuggamyndir húsanna á hina. Síðastliðinn þriðju- dag ók ég inn í eitt slíkt kveld frá gamla miðbænum. Götur borgar- innar voru næstum auðar en þó voru sums staðar menn að vinnu við merkingar á akreinum og verka- menn héngu utan á Seðlabankahöll- inni líkt og maurar á maurabúi, svo tók Skúlagatan við og bfliinn leið inní þessa einkennilegu birtu sem fylgir íslensku sumarkveldi. I við- tækinu hljómaði rödd Jóns Múla er hann kynti tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar íslands er haldnir voru í Háskólabíói 10. maí síðastliðinn. Jón lék á als oddi og lýsti einleikar- anum Sigrúnu Eðvaldsdóttur, hljómsveitastjóranum Páli P. Páls- syni og tónskáldunum Skúla Hall- dórssyni og Jóni Ásgeirssyni er áttu þama verk ásamt fleiri norrænum tónskáldum. „Þau standa nú á svið- inu og taka við lófataki áheyrenda en hljómsveitin situr sem fastast hógvær að vanda." Og nú leið bfll- inn minn inn Kleppsveginn, þar sem mannanna verk byrgja sýn til sjáv- ar, en það gerði ekkert til þvl Karlakór Reykjavíkur og Fóst- bræður hófu upp raust sína í meist- araverkinu: Brennið þið vitar, eftir Pál ísólfsson, og þeir tónar sam- sömuðust síðustu geislum kvöldsól- arinnar er þeir slokknuðu á Gullin- brú. Brennið þið... Er ekki mikils virði að eiga að ! slíka listamenn er flytja okkur ís- Ienska tónlist meitlaða úr íslenskri sumarbirtu eða brimsorfnu, ís- lensku grjóti? Hættir ekki hjarta landsins okkar að slá ef enginn leggur við eyru og umbreytir sál þess í hljómkviðu, málverk eða texta? Nýlega ræddi ég við unga, danska stúlku er var nýkomin hing- að frá Bandaríkjunum og spurði hana hvað henni fýndist um ísland svona við fyrstu sýn: Þið gleypið allt hrátt og eruð miklu nær Banda- ríkjamönnum en okkur Norður- landabúum, þið eru kannski ekkert ólíkir Japönum. Svo mörg voru þau orð og er ekki sagt að glöggt sé gests augað. I síðasta helgarblaði Tímans er skeleggt viðtal við Pétur Pétursson þul og þar víkur Pétur einmitt að þessari bláeygu hrifn- ingu okkar íslendinga á öllu því sem útlent er og þá einkum hinni engil- saxnesku poppmenningu; gefum Pétri orðið: Það er ægilegt að lesa tónlistarskýrslur útvarpsins, eink- um það sem borið er á borð í sér- stökum þáttum sem ætlaðir eru bömum og unglingum. Ég nefni sem dæmi Bamaútvarpið leikur þessi lög I tíma sínum: Le femme accident, Relax, Lay your hands on me, I Iove rock ’n’ roll, It’s my life, Alive and kicking, Psycho killer. Helgarútvarp bamanna: Pass the dutchie, Emotional swing, Tum me loose, Can’t walk away, Hawiian war chant, Slave to the rythm, White wedding, Nikita, Skammastu þín svo.“ Skemmtileg tilviljun að helgarútvarp barnanna lauk með þessu lagi. Dropinn i hafið Eru ekki ummæli dönsku stúlk- unnar og Péturs þular allrar athygli verð. Erum við máski á góðri leið með að höggva á rætumar er binda okkur við gamla, góða ísland? Vissulega rífur Qarskiptabyltingin einangrun þessa eykrílis mitt I Norður-Atlantshafinu, en gæti hún ekki líka byrgt okkur sýn til hinnar fslensku sumarbirtu þessarar töfr- andi áru er vakir í hverju íslensku listaverki? Ólafur M. Jóhannesson. ÚTYARP / SJÓNVARP Almenningssamgöngur og atvinnumál á höfuðborgarsvæðinu ■■■I Svæðisútvarp 1 rjOS fyrir Reykjavík A • “ útvarpar frá kl. 17.03 til 18.15 alla virka daga á FM 90,1 MHz. „í dag kemur Sveinn Bjöms- son sem er formaður nefndar er fjallar um al- menningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, til þess að ræða um starf þessarar nefndar og að hveiju sé stefnt í þessum málum í framtfðinni," sagði Sigurður Helgason hjá Svæðisútvarpinu í samtali við Morgunblaðið. „Þá eig- um við einnig von á Jóni Hjaltalín Magnússyni, sem er verkfræðingur og hefur verið starfsmaður atvinnu- málanefndar Reykjavíkur- borgar. Verður rætt við hann um tillögur og hug- myndir um uppbyggingu atvinnulífs á höfuðborgar- svæðinu. Einnig kemur Baldvin Ottósson lögregluvarðstjóri í SvæðisútVarpið í dag og talar um umferðina." Fjallað verður um málefni aldraðra í þættinum í dagsins önn sem er á dagskrá rásar eitt í dag. Útvarp frá hljómleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands verður kl. 20.30 og 23.00 í kvöld. Utvarp frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands ■I og 23.00. Út- 30 varp frá tónleik- um Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Há- skólabíói verður á rás eitt ■I Þátturínn 1 30 dagsins önn er á dagskrá rásar eitt eftir hádegi í dag og munu næstu þættir fjalla um efri árin. Umsjónar- maður þáttana er Ásdís Skúladóttir. Fjallað verður um þær fjölmörgu breyt- ingar sem verða á lífi fólks þegar aldur færist yfir. Rætt verður um hvað telja beri efri ár í víðtækasta skilningi og mega þeir sem komnir eru yfír fertugt búast við því að vera taldir kl. 20.30 og 23.00 í kvöld. Stjómandi er David Rob- ertson en einleikari á flautu Manuela Wiesler. David Robertson er komnir á efri ár, í vissum skilningi. Þá verður fjallað um afa- og ömmuhlutverk- ið, tómstundir, einmana- leik, vinnu, verkalok o.fl. í þættinum í dag verður rætt við Sesselju Jóns- dóttur fyrrverandi starfs- mann við Víghólaskóla í Kópavogi m.a. um reynslu hennar af því að hætta störfum á almennum vinnumarkaði. Einnig er rætt við nokkur ungmenni um viðhorf þeirra til ellinn- ar. Bandaríkjamaður. Efti*- nám við Royal College of Music í London hlaut hann verðlaun í hljómsveitar- stjórakeppni í Kaupmanna- höfn og hefur síðan stjóm- að hljómsveitum víða um Evrópu. Hann er nú stjóm- andi sinfóníuhljómsveitar- innar í Jerúsalem. Manuela Wiesler er fædd í Brasilíu en uppalin í Vín og var búsett í Reykjavík í áratug. Á því tímabili tók hún mikinn og dýrmætan þátt í islensku tónlistarlífi, og eru þau verk ekki fá sem samin hafa verið beinlínis fyrir hana. Manuela er nú búsett í Svíþjóð. Tónverkin sem útvarpað verður í kvöld em: a) „Læti“, hljómsveitarverk eftir Þorkel Sigurbjöms- son, b) Flautukonsert í d-moll eftir Carl Philipp Emanuel Bach og síðar í kvöld: Sinfónía nr. 5 í B-dúr op. 100 eftir Sergei Prokofief. Kynnir er Jón Múli Ámason. í dagsins önn: Efri árin ÚTVARP FIMMTUDAGUR 15. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Morgunteygjur 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Eyjan hans múmín- pabba" eftirTove Jansson. Steinunn Briem þýddi. Kol- brún Erna Pétursdóttir lýkur lestrinum (22). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugrelnum dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíð" Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Morguntónleikar. a. „Lapponian"-svíta eftir Nils Lindberg. Putte Wickman og Nils Lindbert leika á klarinettu og píanó með Sinfóníu- hljómsveitinni í Norrköping; Gustaf Sjökvist stjórnar. b. „Rhapsody in blue" eftir George Gershwin. Edward Tarr og Elisabeth Westerholz leika á trompet og pianó. c. Owen Brannigan syngur ensk þjóðlög með hljóm- sveit. Max Harris stjórnar. d. Valentina Maschtakova og Rada Wolschaninova syngja rússnesk sígauna- Ijóð með gítarundirleik. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttlr 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Ídagsinsönn-Efriárin Umsjón: Ásdís Skúladóttir. 14.00 IVIiödegissagan: „Hljómkviöan eilífa" eftir Carmen Laforet. Siguröur Sigurmundsson les þýðingu sína (12) 14.30 Áfrívaktinni Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.15 Frá Suðurlandi Umsjón: Hilmar Þór Haf- steinsson. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnlr. 16.20 „Fagurt galaði fuglinn sá". Sigurður Einarsson kynnir. 17.00 Barnaútvarpiö Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Listagrip. Þáttur um list- ir og menningarmál. Um- sjón: Sigrún Björnsdóttir. 19.15 Ádöfinói Umsjónarmaður Maríanna Friðjónsdóttir. 19.25 Tuskutígrisdýriö Lúkas — 8.og9. þáttur (Tygtigeren Lukas Finnskur barnamyndaflokkur í þrettán þáttum um ævintýri tuskudýrs sem strýkur að heiman. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaður Sigmundur örn Amgrimsson. (Nordvision — Finnska sjón- varpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttirogveöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.36 Tilkynningar. 19.40 Bein lina vegna borgar- stjórnarkosninganna í Reykjavík Frambjóðendur af listunum sem í kjöri eru svara spurn- ingum hlustenda. Umsjón- armenn: Atli Rúnar Hall- dórsson og Ólafur E. Frið- riksson. 22.16 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar (slands í Há- skólabiói fyrr um kvöldið. Stjórnandi: David Robert- son. Einleikari á flautu: Manuela Wiesler. a. „Læti", hljómsveitarverk 20.40 Unglingarnir i frumskógin- um Umsjónarmaður Jón Gústafs- son. Stjórn upptöku Gunnlaugur Jónasson. 21.16 Kvikmyndakrónika Kynning á hvitasunnumynd- um kvikmyndahúsanna á höf- uöborgarsvæöinu. Umsjónarmaður Viðar Vik- ingsson. 21.35 Ságamli (DerAlte) 8. Dauðinn á sunnudegi Þýskur sakamálamyndaflokk- ur i fimmtán þáttum. Aöalhlutverk: Siegfried Low- itz. eftir Þorkel Sigurbjörnsson. b. Flautukonsert í d-moll eftir Carl Philipp Emanuel Bach. c. Sinfónía nr. 5 í B-dúr op. 100 eftir Sergei Prokofief. Kynnir: Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæöisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. Þýðandi Kristrún Þóröardóttir. 22.35 Seinni fréttir 22.40 Ógnarráöuneytiö (Ministryof Fear)s/h Bandarísk bíómynd frá 1944, gerð eftir samnefndri sögu eftirGrahamGreene. Leikstjóri Fritz Lang. Aöalhlutverk: Ray Milland, Marjorie Reynolds, Carl Esm- ond og Hillary Brooke. Myndin gerist í Bretlandi á stríðsárunum. Nýútskrifaður sjúklingur hreppir tertu á basar og veröur þar með Þrándur í Götu samsæris- manna. Þýðandi Jón O. Edwald. 00.15 Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 15. maí 10.00 Morgunþáttur Stjómendur: Ásgeir Tómas- son og Kristján Sigurjóns- son. 12.00 Hlé 14.00 Spjallogspil Stjórnandi: Ásta R. Jóhann- esdóttir. 16.00 Djassogblús Vernharður Linnet kynnir. 16.00 Ígegnumtíöina Þáttur um islenska dægur- tónlist í umsjá Jóns Ólafs- sonar. 17.00 Einusinniáöurvar Bertram Möller kynnir vin- sæl lög frá rokktímabilinu, 1955-1962. 18.00 Hlé 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásartvö Páll Þorsteinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Gestagangur hjá Ragnheiði Davíðsdóttur. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: SvavarGests. 23.00 Þrautakóngur Spurningaþáttur [ umsjá Jónatans Garðarssonar og Gunnlaugs Sigfússonar. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar í þrjár mínútur kl. 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 16. maí 1986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.