Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 27
[■ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986 27 Rannsóknastofnun landbúnaðarins: Varhugavert að setja niður matarkartöf lur mikla efa og ég ræddi málið við nokkra vini mína. í hundrað ára sögu Samvinnuhreyfíngarinnar hefur oft verið mikil lognmolla og sofandaháttur, en hreyfíngin hefur komið sér upp gífurlega mikilli þekkingu í verslunarmálum og þegar hún lolcs hugðist verulega taka sig á og setja upp eigið flagg- skip í verslun, þá kitlaði það mig að einróma skyldi vera leitað til mín til þess að stjóma því verkefni og það er ekki ólíklegt að ætla að maður fái oftar en einu sinni á ævinni tækifæri til þess að byggja upp og reka stærstu verslun lands- ins. Slíkt er heillandi verkefni sem ekki er hægt að ganga framhjá. KRON á stærstan hluta í Mikla- garði, eða 52%, SÍS á 30% og Kaupfélög Suðumesja, Hafnar- Qarðar og Kjalamesþings eiga afganginn. Ég hef haft mikið sjálf- stæði í skipulagningu og rekstri í góðri samvinnu við stjóm fyrirtæk- isins. Þarna eru mikil umsvif enda má segja að strax á fyrsta ári hafi fyrirtækið orðið eitt hið stærsta í rekstri á íslandi. Mikligarður er rekinn sem sjálfstæð eining hjá Samvinnuhreyfingunni, fjölskyldu- verslun þar sem fjölskyldan getur sinnt öllum sínum verslunarþörfum. Við kappkostum að vera með 1. flokks matvörur og mikið vöruval af góðum fatnaði og sérvöm á sem hagstæðustu verði. Til þess að full- nægja þessu leitaði fyrirtækið strax eftir viðskiptasamböndum, sérstak- lega í sérvömnni. Við höfum haft á boðstólum meiri breidd af gæða- vömm, en ég held að sé á boðstólum annars staðar, enda er kjörorðið okkar „mikið fyrir lítið“. Ég hef sent innkaupamenn nokkmm sinn- um til Austurlanda og í síðustu ferð fór fulltrúi SÍS með okkar inn- kaupafólki og keypti þá m.a. úlp- urnar sem hafa valdið miklu fjaðra- foki í fréttum að undanförnu. Jú, það má segja að samskiptin við innkaupadeild Sambandsins séu í raun og vem góð, en vegna þess hve við emm stór eining og sjálf- stæð þá fömm við okkar eigin leið- ir, enda varð mikil sveifla strax þegar Mikligarður hóf viðskipti og ég held að það sé samdóma álit manna að vömverð hafi lækkað og þjónustan við neytendur batnað í kjölfarið. Þegar við fómm af stað hófst nýr þáttur með aukinni sam- keppni, en það er eitt atriði sem skiptir miklu máli í okkar stórinn- kaupum, það er magnafslátturinn sem lækkar vömverðið.“ Sjálfstæður rekstur Miklagarðs „Rekur þú Miklagarð í raun sem einkafyrirtæki?" „Ég rek það ekki á annan hátt en ég myndi gera ef ég ætti fyrir- tækið sjálfur. Ég hef verið heppinn með ráðningar á yfírmönnum fýrir- tækisins. Menn hafa lagt sig alla fram um að ná sem hagkvæmustum árangri í innkaupum og rekstri almennt." „Finnur þú fyrir Sambandspóli- tíkinni í sambandi við rekstur Mik- lagarðs?" „Á fundi mínum með forystu- mönnum Samvinnuhreyfíngarinn- ar,. þar sem ég sit sem fram- kvæmdastjóri samstarfsfyrirtækis, hef ég ekki orðið var við neina póli- tík, enda held ég að á undanförnum árum hafí SÍS eðli síns vegna snúið í æ ríkara mæli frá hinum hörðu pólitísku tengslum. Slíkt hlýtur að vera eðlilegast í nútímaþjóðfélagi þar sem enginn einn flokkur á Samvinnuhreyfínguna. í nútíma- þjóðfélagi gengur slíkt ekki upp. Sambandið vegna stærðar sinnar er ekkert annað en spegilmynd af þjóðfélaginu og ef það árar illa í þjóðfélaginu gengur starf Sam- bandsins í samræmi við það. Það er hins vegar ljóst að um þessar mundir eiga sér stað miklar hrær- ingar í skipulagsmálum Sambands- ins, ýmsar breytingar hafa verið gerðar að undanförnu og þeim hefur fylgt talsverður titringur innan Sambandsins og það er jafn ljóst að ýmsir aðilar eru óöruggir með sína stöðu. Samvinnuhreyfíng- in stendur á tímamótum, heilu deildimar hafa verið lagðar niður, öðrum hefur verið slegið saman, ný fyrirtæki hafa verið stofnuð, umræður eru um stofnun fleiri og nýr forstjóri er að taka við, þannig að um veruleg umbrot er að ræða.“ „Er enginn þrýstingur af hálfu Sambandsins til samstarfs í sam- bandi við Miklagarð?" „Það er ekki pólitískur þrýsting- ur, ég er algjörlega sjálfráður í ráðningum og innkaupum. Við velj- um hæfasta fólkið, bestu vöruna á hagstæðustu kjörum og sem dæmi um hreyfínguna í þessu má nefna að um 30% af innkaupum okkar sl. ár voru vörur frá SÍS, en við keypt- um inn vörur frá liðlega 500 aðilum á sl. ári og þar á meðal frá öllum helstu heildverslunum landsins." „Framtíðarstaða Miklagarðs?" „Sjálfstæðismenn í borgarstjóm voru upphaflega á móti staðsetn- ingu Miklagarðs vegna þess að fyrirtækið er staðsett á samþykktu hafnarskipulagi við Sundin. I upp- hafí var samþykkt leyfí fyrir versl- unina í 5 ár, en nú hefur borgar- stjóm samþykkt tveggja ára fram- lengingu á leyfinu á meðan skipulag hafnarsvæðisins verður endurskoð- að. Mikligarður er orðinn fastur punktur í verslunarmunstri borgar- innar og svo snar þáttur að það er óhugsandi að mínu mati annað en að verslunin verði þar áfram." Þetta er einfaldlega spurning um af komu og árangur Hvemig er svo að vera sjálfstæð- ismaður hjá Sambandsfyrirtæki?" „Það háir mér ekkert og er mér heldur til styrktar ef eitthvað er. Þetta er fyrst og fremst spuming um að ná árangri. Maður verður að líta yfir sviðið allt, horfast í augu við þróun og þreifingar með það fyrir augum að ná árangri og þá er það árangur fyrir alla. Þetta er einfaldlega spuming um afkomu og árangur þegar upp er staðið. Sumir kunningjar mínir úr pólitíska starfínu skilja ekkert í því hvemig það fari saman að vera sjálfstæðis- maður og vinna hjá Samvinnuhreyf-- ingunni, en þetta er að mínu mati jafn úreltur hugsunarháttur og hitt að ráða menn eingöngu eftir flokks- pólitískum lit.“ „En þótt þú lifir og hrærist í versluninni þá sinnir þú einnig ýmsum þáttum í almennu félags- starfi." „Ég sinni að sjálfsögðu einnig- mínum hugðarefnum. Sem ungling- ur sinnti ég skyttiríi af miklum áhuga og þegar ég var 12 ára gamall lánaði Hannes Ólafsson fóstri minn mér haglabyssuns sína, Barónsbyssuna, og þegar ég var 14 ára gaf hann mér riffil. Aldrei hefur mér verið sýnt annað eins traust, enda var Hannes heitinn fóstri minn sá maður sem mér hefur þótt einna vænst um af öllum mönnum sem ég hef kynnst. Um árabil var ég liðtækur radíóáhuga- maður með kallmerkið TF-3JS. Ég var þá í radíósambandi við menn um allan heim og um tíma var ég í stjóm alþjóðlegra áhugasamtaka á því sviði og sat m.a. í stjórn með Barry Coldwater frá Bandaríkjun- um. Svo hef ég yndi af því að slást í stjómmálunum. Ég hef alla tíð starfað mikið innan Sjálfstæðis- flokksins, sat í stjóm Heimdallar á mínum yngri árum og um þessar mundir er ég formaður í einu stærsta hverfafélagi sjálfstæðis- manna í Hóla- og Fellahverfi, sit í stjóm fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík og ýmsum nefnd- um, m.a. vegna komandi sveitar- stjórnarkosninga og einnig er ég formaður í Foreldra- og kennarafé- lagi Hólabrekkuskóla og úr því að þú spyrð um hugðarefnin þá vil ég einnig nefna Skorradalinn þar sem við eigum sumarhús og ævintýra- vin. Ég er bjartsýnismaður að eðlis- fari. Á þeim verkefnum sem ég tek að mér hef ég trú og áhuga og vinn því að þeim af fullum krafti með það að kjörorði að það sem er gott fyrir fólkið er gott við mig.“ Rannsóknastofnun landbúnað- arins hefur sent frá sér eftirfar- andi frétt þar sem fólk er varað við að setja niður í garða sína kartöflur sem keyptar hafa verið sem matarkartöflur: Með reglugerð landbúnaðarráðu- neytisins um sölu og dreifingu á kartöfluútsæði frá 24. febrúar 1986, er reynt að spoma við frekari útbreiðslu á kartöflusjúkdómnum hringroti. Á almennum markaði má eingöngu selja útsæði frá fram- leiðendum sem til þess hafa fengið leyfí. Slíkt leyfí hafa nú 43 fram- leiðendur á Norðurlandi og 5 á Suðurlandi. Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur í samvinnu við Búnaðarsambönd Eyjafjarðar og Austur-Skaftafellssýslu skoðað útsæðið hjá þessum framleiðendum og ekki fundið sjúkdóminn né gmn um tilvist hans. Matarkartöflur em seldar frá framleiðendum þar sem sjúkdómur- inn hefur fundist. Þrátt fyrir að þær séu fallegar útlits og ósýktar, geta þær borið smit. Því em ræktendur hvattir til þess að setja ekki niður matarkartöflur heldur annað hvort eigið útsæði eða kartöflur sem seld- ar em sem útsæði. Ef einhverjir hafa þegar sett niður matarkartöfl- ur er mikilvægt að ekki sé tekið undan þeim útsæði á næsta ári. bomba! . Nauta. hamborgan með brauði AÐEIHS kr. 19 pr.stk. Grí///<o, 00 19 URVALS I l| Nautahakk _ LEkkertvesen!; AOEIHS OO .00 39SM pr.kg. VÍÐIR Opið tU kl.18.30 íMjóddinni en til ki. 18 í Austurstraeti ) AUSTURSTRÆTI 17- MJÓDDINNI Grein:ÁrniJohnsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.