Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 68
...MEÐÁ NOTUNUM. Q lúnaöartankinn FIMMTUDAGUR15. MAÍ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Tímamótasamningur á Selfossi: Réttindi til töku á heitu og köldu vatni í landi Laugarbakka í gær, þriðjudaginn 14. maí var undirritaður leigusamningur milli Selfosskaupstaðar og landeiganda að Laugarbökkum í Olfusi um réttindi til töku á heitu og köldu vatni í landi Laugarbakka. Jörðin Laugarbakkar er í um 5 kflómetra Qarlægð frá Selfossi, upp með Ölfusá norðanmegin. Fyrir tveimur árum var þar boruð 500 metra djúp hola á hlaðinu, þar sem áður var heit lind sem Guðmundur Þorvaldsson bóndi nýtti til upp- hitunar íbúðarhússins. Rannsóknir sýna að jarðhita er að fínna víðar á jörðinni, auk þess sem hún hentar vel til töku á köldu vatni. Samningurinn veitir Selfoss- kaupstað réttindi til að bora eftir, virkja og nytja bæði heitt og kalt vatn sem fínnst á jörðinni. Gildis- tíminn er til ársins 2036 og fram- lengist að þeim tíma liðnum til annarra 50 ára, á sama verði. Fyrir þau réttindi sem samningurinn tekur til greiðir Selfosskaupstaður 945 þúsund krónur. Auk þess eiga landeigendur rétt á 10% af því heita vatni sem virkjað verður á jörðinni. Um tímamótasamning er að ræða að því leyti að upphæðin sem land- eigendur fara fram á er óvenjulega lág, og í annan stað að þetta er í fyrsta sinn sem Selfosskaupstaður leitar út fyrir bæjarmörkin eftir heitu vatni, en vatnsöflunarsvæði Hitaveitu Selfoss f Þorleifskoti er talið fúllnýtt. Samninginn undirrituðu Guð- mundur Þorvaldsson bóndi á Laug- arbökkum og eigandi jarðarinnar og af hálfu Selfosskaupstaðar Stef- án ó. Jónsson bæjarstjóri og bæjar- Hagkaupshús- ið heitir Kringlan KRINGLAN er nafnið, sem valið hefur verið á Hagkaupshúsið í nýja miðbænum. Alls bárust um 5.700 tillögur frá viðskiptavinum Hag- kaups og fékk Kringlan með greini næstflest atkvæði eða 72. Flest atkvæði fékk nafnið Miðgarður eða 76, en nöfn tengd kringlu án greinis eða í samsettum orðum hlutu nokk- ur hundruð atkvæði. fulltrúamir Guðmundur Sigurðsson og Guðmundur Kr. Jónsson. Samn- mgunnn var síðan bæjarráði í gærkveldi. staðfestur Sig. Jóns. Sjá nánar bls. 4. OLIS: Með gæða- bensín í fyrsta sinn á Islandi FRÁ og með deginum í dag býður OLÍS upp á tvær gerðir af bensíni: hið venjulega 93 oktan bensín og nú í fyrsta sinn á íslandi 97 oktan „sup- er“ bensin. Verður 97 oktan bensínið selt úr sérstaklega merktum dælum á bensínstöðvum OLÍS við Gull- inbrú, Álfabakka, Álfheima og Háleitisbraut hér í Reykjavík. Auk þess við Reykjanesbraut í Garðabæ, á Selfossi og á Akur- eyri. Olíufélögin hafa iðulega keypt inn bensín með hærri oktantölu en 93, en því bensíni hefur þá verið blanoað saman við oktanlægra bensín, og hafa þá heyrst kvartanir frá eigend- um bifreiða með vélar stilltar fyrir 93 oktan. Þeir sem munu notfæra sér „super" bensínið þurfa því væntanlega að láta stilla vélar bifreiða sinna fyrir 97 oktan. OLÍS áætlar að farmur þessi af „super" bensíni seljist upp á tveimur til þremur mánuðum. Engar ákvarðanir hafa verið teknar hjá fyrirtækinu um áframhaldandi innflutning á „super" bensíni, en þessi farmur verður seldur á sama verði og og venjulega bensínið. Hin fengsæla áhöfn á Suðurey VE er aflahæst þriðja árið í röð og má því segja að hún hafi unnið bikarinn til eignar. Áhöfn Suðureyjar: Sigurður Georgsson skipstjóri, Brynjar Stefánsson fyrsti vélstjóri, Jón Ingi Sigurðsson annar stýrimaður, Magnús Ríkharðsson fyrsti stýrimaður (hann vantar á myndina), Tómas ísfeld matsveinn og hásetarnir Kristinn Ragnarsson, Georg Skærings- son, Rúnar Karlsson, Óli B. Ólason, Jóhann S. Ólason og Daniel Lee Davis. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson AFLAKÓNGUR ÞRIÐJA ÁRIÐÍRÖÐ „ÞETTA er mest megnis heppni, að vera á réttum stað með netin, en „holan" okkar hefur verið gjöful undanfarin ár. Þetta er mikil vinna og svona árangur næst ekki nema með duglegum og góðum mannskap,“ sagði Sigurður Georgsson, aflakóngur og skip- stjóri á Suðurey VE 500, í samtali við Morgunblaðið. Sig- urður og áhöfn hans eru afla- hæstir þriðja árið í röð á loka- dag vertíðar. Þeir eru í dag komnir með 1.435 lestir, sem er nánast sama magn og þeir hafa verið með sama dag síð- ustu tvö ár. Nokkrum erfiðleikum er bundið er að afla upplýsinga um afla bátanna vegna Iöndunar í gáma og vegna þess, að sömu bátar hafa landað í fleiri höfnum en einni. Eftir því sem næst verður komist er Þórunn Sveinsdóttir VE næst aflahæst í dag með um 1.200 lestir. Þriðrji aflahæsti báturinn er Rifsnes SH með 1.120 lestir og í §órða sæti er Búrfell KE með 1.064 lestir. Aðrir bátar hafa ekki náð 1.000 lestum. Aflahæstu bátar frá Þorlákshöfn eru með um 900 lestir, Höfrungur III, ísleifur IV og Friðrik Sigurðsson, í Sandgerði er Sæborg RE hæst með 910 lestir, á Akranesi Skímir AK með á sjötta hundrað lestir, á Höfn er Hvanney SF hæst með 647 lestir, í Grindavík er Hrafn Sveinbjamarson með 932 lestir og í Ólafsvík Gunnar Bjamason með 825 lestir. Sigurður Georgsson sagði, að um 1.000 lestir aflans væru þorskur, hitt ufsi, ýsa og fleiri tegundir. 75 lestir hefðu farið í gáma og hefði sá fiskur gefið rúmlega þrefalt meira en við heimalöndun. Matið hefði verið gott miðað við netafisk og 60 til 70% farið í fyrsta flokk. Þeir hefðu að mestu verið út af Vík í Mýrdal og aflinn verið jafn. Vertíðin hefði verið svipuð og síðustu ár, nema hvað þorskur hefði varla sézt á grunnslóð, ennfremur hefði veður verið betra nú. „Það hefði verið gott að hafa allan þennan afla á „gámaverð- inu“, en við erum skuldbundnir fólkinu í landi. Hraðfrystistöðin á bátinn og það er ekki hægt að svipta fólkið í landi atvinnunni," sagði Sigurður Georgsson. Ríkið tapar 480 milljón- um á bensínlækkunum EFTIR lækkun útsöluverðs á bensíni á undanförnum mánuð- um er hlutur ríkissjóðs stærri i útsöluverði hvers lítra en var fyrir lækkun, eða 63,4% í stað 61,2%. Þrátt fyrir þetta hafa tekjur rikissjóðs af bensínsölu hriðfallið og gæti munað um 480 milljónum króna á ári miðað við þann lítrafjölda sem seldur var á siðasta ári. Bensínlítrinn hefur lækkað úr 35 krónum í 28 á árinu, eða um 20%. Innkaupsverðið er nú mun minni Kvikmynd Tarkovskís spáð Gullna pálmanum í Cannes Guðrún Gísladóttir fær mjög lofsamleg-a dóma NÝJASTA kvikmynd sovéska kvikmyndagerðarmannsins Tarkovskís, Fórnin, var frum- sýnd á kvikmyndahátiðinni í Cannes í Frakklandi sl. mánu- dagskvöld, og fékk kvikmyndin feiknagóðar viðtökur, að sögn Guðbrands Gislasonar fram- kvæmdastjóra Kvikmynda- sjóðs, en hann er staddur i Cannes. Hann sagði að íslenska leikkonan, Guðrún Gísladóttir, sem fer með allstórt hlutverk í kvikmyndinni, hefði einnig fengið mjög lofsamlega dóma. Telur Guðbrandur allt eins lík- legt að Fómin hljóti Gullna pálmann i verðlaun, en það eru fyrstu verðlaun hátíðarinnar. „Fómin hefur vakið feiknalega athygli hér í Cannes," sagði Guðbrandur í samtali við Morgun- blaðið í gærkveldi. „Hér hafa 6 eða 7 þeirra 10 kvikmynda sem keppa um Gullna pálmann verið fmmsýndar og engin þeirra hefur fengið jafnlofsamlega dóma. Sem dæmi get ég nefnt, að það rit sem einna mest er dreift hér, Screen Intemational, hefur 15 kvik- myndagagmýnendur á sínum snæmm. Þeir, allir sem einn, hafa gefið þessari mynd þijár stjömur og engin önnur mynd hefur fengið slíka dóma hjá þeim. Auk þess hef ég orðið var við mikið jákvætt umtal um þessa mynd. Menn sem ég hef rætt við héma ljúka allir lofsorði á myndina. Það hefur líka glatt mig að Guðrún hefur fengið mjög góða dóma og menn segja að hún standi sig afskaplega vel. Ég yrði ekki hissa þótt þessi mynd sigraði og hlyti Gullna pálmann." Guðbrandur sagðist sjálfur hafa séð myndina og hann teldi hana vera geysilegt Iistaverk. Tarkovskí leikstýrir myndinni eins og áður er sagt, hún er fram- leidd í Svíþjóð, en Frakkar leggja einnig fram vemlegt fjármagn við framleiðslu hennar. íslensku kvikmyndimar sem sýndar em á hátíðinni í Cannes em Eins og skepnan deyr og Svart og sykurlaust. Þær era sýndar á vegum Kvikmyndasjóðs. Guð- brandur sagði að íslensku kvik- myndunum hefði verið vel tekið. Þær hefðu fengið nokkuð góða aðsókn og fengið nokkurt umtal. Þá hefði framleiðendunum verið boðið að sýna þær á öðmm kvik- myndahátíðum. Kvikmyndahátíðinni í Cannes lýkur þann 19. þessa mánaðar og þá verður kunngjört hvaða kvik- mynd hlýtur Gullna pálmann. hluti af útsöluverðinu en var fyrir lækkun, eða 4,37 krónur af hveijum lítra (15,6%) í stað 8,72 kr. (24,9%). Opinber gjöld em 17,75 krónur (63,4%) í stað 21,43 kr. (61,2%) og er hlutur ríkisins því hlutfallslega heldur meiri en krónumar sem rík- issjóður fær aftur á móti miklu færri. í dreifíngarkostnað fer 3,71 kr. (13,3%) í stað 3,63 kr. (10,4%) áður og hefur dreifingarkostnaður- inn því aukist lítillega í krónum talið en aukist vemlega að tiltölu. Verðjöfhunargjaldið er það sama í krónutölu, 60 aurar í útsöluverði hvers bensínlítra, en hefur aukist hlutfallslega, eða úr 1,7% í 2,1%. Tillag til innkaupajöfnunarreikn- ings er alltaf breytilegt, fyrir ára- mótin var það 0,62 kr. (1,8%), en er nú 1,57 kr. (5,6%). í fyrra vom seldir rúmlega 130 milljónir lítra af bensfni í landinu. Tekjur ríkissjóðs af hverjum bensín- lítra hafa lækkað um 3,68 krónur á undanfömum mánuðum, og samsvarar það um 480 milljóna króna tekjumissi fyrir ríkissjóð á ári. Tekjur ríkissjóðs af bensíni em annarsvegar föst krónutala af hveiju seldum lítra, svo sem bensín- gjald, og hins vegar hlutfall; svo sem tollur og söluskattur. Síðar- nefndu tekjumar minnka með lækkuðu innkaups- og útsöluverði og valda því að tekjur ríkisins lækka svo mikið sem raun ber vitni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.