Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 1
80SIÐUR B STOFNAÐ 1913 105. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR15. MAI1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Morgunblaðið/RAX Bandaríski sjóherinn stöðvar ^ herskip írana Washington og Nikósíu. AP. BANDARÍSKT herskip stöðvaði á mánudag íranska freigátu vegna þess að hún fór full nærri bandarísku flutningaskipi á Omanflóa. Skipverjar íranska skipsins fengu fyrirmæli um að hafa sig á brott, sem þeir og gerðu. íranar gerðu í gær loftárásir á olíuvinnslustöð íraka nærri borginni Kiruk í norðurhluta íraks. Stöðin var reist nýlega og má vinna þar milljón tunnur af olíu á dag. íranska útvarpið greindi frá því að vinnslu- stöðin hefði verið gereyðilögð. Árás- in var gerð til að gjalda fyrir sprengjuárásir íraka á olíuvinnslu- stöðvar nærri Teheran, höfuðborg írans. íranar segja einnig að 500 íraskir hermenn hafí látið lífíð í bardögum undanfama tvo daga. írakar kveð- ast aftur á móti hafa hrundið árás írana og fellt 780 þeirra. Þjófur bjó ár í sófa Doncaster, Englandi. AP. INNBROTSÞJÓFUR, sem faldi sig i eitt ár í sófa, fékk vægan dóm vegna þess að dómarinn taldi að hann hefði þjáðst nóg og dæmdi hann til átta mánaða skilorðsbundins fangelsis. Lögreglumaður bar því vitni fyrir réttinum að hinn atvinnulausi Bob Cleghom hefði tekið botninn úr sófa á heimili ættingja síns í bænum Doncaster á Norður-Englandi og búið þar í heilt ár. Cleghom var handtekinn gmnaður um að hafa stolið myndbandstæki, en honum tókst að flýja úr greipum lögregl- unnar. Cleghom neitaði að segja frétta- monnum hvemig hann lifði sófa- vistina af og hvemig hann var handtekinn. „Þið emð að sóa_ tíma ykkar. Ég segi ekki neitt. Ég er þegar búinn að gera mig að fífli," sagði innbrotsþjófurinn. Koma á upp viðvörunar- kerfi vegua kjamorkuslysa segir Mikhail S. Gorbachev í ávarpi til sovésku þjóðarinnar Moskvu, Bonn. AP. NÍU manns hafa látist og 299 hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna slyssins í Chemobyl-kjam- orkuverinu, að því er fram kom í sjónvarpsávarpi Mikhails S. Gorbachev, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, til sovésku þjóðarinnar í gær. Þetta er i fyrsta skipti sem Gorbachev ræðir um slysið opinberlega. í ávarpinu sagði Gorbachev að hann hefði framlengt banni við tilraunum með kjamorkuvopn til 6. ágúst og bauð jafnframt Ron- ald Reagan, forseta Bandaríkj- anna, til viðræðna í Evrópu eða borginni Hiroshima í Japan um algert bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Þá lagði hann til nánara alþjóðlegt samstarf á sviði kjarnorkumála, þar sem áhersla yrði lögð á viðvömnar- kerfi vegna slysa. Gorbachev sagði orsakir kjam- orkuslyssins ekki að fullu kunnar. Þó hefði orkuflæði í kjamakljúfnum aukist mjög skyndilega, vetni hefði safnast saman, sem síðan hefði leitt til sprengingar og geislavirkni hefði komist út f andrúmsloftið. Hann sagði að stjómamefnd kommún- istaflokksins hefði tekið að sér að sjá um hreinsunarstarf vegna slyss- ins og lokun kjarnakljúfsins og hefði sérstök nefnd á hennar vegum undir forsæti Nikolai I. Ryzhkov, forsætisráðherra, það verk með höndum. Gorbachev vottaði fjölskyldum og vinnufélögum hinna látnu og slösuðu samúð sína. Hann endurtók fyrri ásakanir stjómvalda í garð ríkja á Vesturlöndum um að þau hefðu ýkt afleiðingar slyssins úr hófí. Þarlendir stjómmálamenn reyndu að sá fræjum tortryggni í garð hinna sósfalísku ríkja, sagði hann. Hann sagði að þegar hefði verið brugðist við fregnum um slys- ið með viðeigandi hætti. íbúar í Sovétríkjunum hefðu verið látnir vita og erlendum ríkjum hefði verið tilkynnt um slysið í gegnum sendi- ráð þeirra. Engin skýring kom hins vegar fram í ávarpinu á því hvers vegna erlendum ríkjum var tilkynnt svo seint um slysið, sem raun bar vitni. Gorbachev þakkaði hins vegar ýmsum erlendum sérfræðingum og fyrirtækjum fyrir að hafa boðið fram aðstoð sína og sent Sovét- mönnum nauðsynleg hjálpargögn í skyndi. Hann nefndi sérstaklega með nafni tvo bandaríska sérfræð- inga í mergflutningi, sem nú starfa við aðhlynningu sjúkra í Moskvu. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, sagði í gærkveldi, að Vestur-Þjóðveijar myndu halda ótrauðir áfram að nýta kjarnorku með friðsamlegum hætti. Áf kjam- orkunni stafaði minni mengun, en því að brenna kolum, sagði hann. Pólska ríkisstjómin aflétti í gærkvöldi banni við því að beita búfénaði á haga og hætt var að ráðleggja fólki að borða ekki græn- meti. Sagði í tilkynningu ríkis- stjómarinnar að geislavirkni væri nú orðin eðlileg. Norðmenn, sem töldu sig að mestu hafa sloppið við geislavirkni frá Chemobyl-slysinu, skýrðu frá því í gær að 30—40 sinnum hærri geislavirkni en eðli- legt er hefði fundist í sveitum í Þrændalögum. Ingvar Lindahl, yfír- maður þessara mála í Noregi, tók það hins vegar skýrt fram að þrátt fyrir allt væri þessi geislun minni en fyndist víða í Noregi af náttúm- legum orsökum, svo sem á þeim stöðum þar sem úraníum finnst í jörð. Sovétríkin: Bandarísk- um sendi- manni vísað úr landi Moskvu. AP. SOVÉTMENN hafa vísað einum vamarmálaráðunaut bandaríska sendiráðsins í Moskvu úr landi, þar sem hann hafði verið staðinn að verki við njósnir, að því er opinbera fréttastofan Tass hermdi í gær eftir heimOdum innan sovésku leyniþjónustunn- ar, KGB. Jaroslav Vemer, tals- maður bandaríska sendiráðsins, staðfesti í gær að maðurinn, Erik Sites, hefði yfirgefið Sovétríkin á laugardaginn var, en vildi ekki tjá sig um ásakanir KGB. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem bandarískum sendiráðsmönn- um er vísað frá Sovétríkjunum vegna ásakana um njósnir. í mars- mánuði var Michael Sellers, öðrum sendiráðsritara við sendiráðið, vísað úr iandi. Vemer sagði að Sites hefði starfað við vamarmáladeiid sendi- ráðsins, en sagðist ekki vita hvaða stöðu hann hefði gegnt þar, né hve lengi hann hefði starfað í Moskvu. í frétt Tass sagði að óvefengjan- legar sannanir væm fyrir njósnum Sites í Sovétríkjunum. Hann hefði verið staðinn að verki, er hann átti fund með sovéskum ríkisborgara og væri nú þessi þegn í yfírheyrslu. Frásögn Tass af brottvísun Sellers fyrr á árínu var nánast með sama hætti og nú. Sú brottvísun kom í kjölfar þess að Bandaríkjamenn kröfðust mikillar fækkunar i starfs- liði Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. AP/Símamynd Shcharansky ræddi viðReagan Sovéski andófsmaðurinn Anatoly Shcharansky og Ronald Reag- an, forseti Bandaríkjanna, áttu með sér hálftima fund í Hvita húsinu seinnipart þriðjudagsins. Sjá frétt um fundinn á blaðsíðu 30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.