Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 55
55 leiðin til að komast þangað með einhverri hagkvæmni var að Frjáls- íþróttasambandið tæki á leigu þotu með íþróttahópinn sem var milli 50-60 manns og fá annað eins af farþegum með. Þær systur Anna og Sigrún tóku því fegins hendi að slást í hópinn, orðnar háaldraðar. Ekki var það til að minnka ánægju þeirra og stolt yfir sigri íslands þegar í ljós kom að íþróttamaðurinn sem vann óvæntasta og besta afrek- ið var fjarskyldur ættingi að norð- an. Fyrirhuguð var ferð til Evrópu sl. sumar með þeim systrum, en veikindi Sigrúnar komu í veg fyrir það. Sigrún hélt góðri heilsu þar til hún veiktist fyrir ári. Fram til þess tíma bjó hún ein í íbúð sinni á Skeggjagötu og annaðist jafnvel sameiginlegt bókhald og fjárreiður húseigenda. Sá hún líka ætíð um að í Alftamýri væru til kleinur með kaffinu. Hátíðarstund vikunnar var oftast sameiginleg helgarmáltíð. Þá vorum við Sigrún vön að lyfta glasi með smátári. Ég sakna margs að henni genginni. Blessuð sé minning hennar. Tengdasonur Kveðja frá Heimilisiðnaðar- félagi Islands Þann 5. maí sl. andaðist á Hrafn- istu í Hafnarfirði, Sigrún Stefáns- dóttir, einn af ötulustu stuðnings- mönnum Heimilisiðnaðarfélags Is- lands um árabil og heiðursfélagi þess. Sigrún var Þingeyingur að ætt MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986 og uppruna, fædd að Eyjadalsá í Bárðardal, 14. október 1898. Hún hlaut meiri skólamenntun en al- gengt var um ungar stúlkur á hennar aldri. Hún stundaði nám í Gagnfræðaskóla Akureyrar 1918, Samvinnuskólanum e.d. 1919—’20 og Kunstflidskolen í Kaupmanna- höfn 1920—’22. Sigrún kenndi í Bárðadalsskóla- hverfi 1918—’ 19 ogsíðan hannyrðir íReykjavík 1948—’52. I mörg ár var það á stefnuskrá Heimilisiðnaðarfélags íslands að koma á fót útsölu með heimilisiðn- aðarvöru. Árið 1951 var verslunin „Islenzkur heimilisiðnaður" stofn- uð. Sigrún var ráðin framkvæmda- stjóri og gegndi því starfi óslitið til ársins 1967 og kom það því í hennar hlut að móta verslunina. Byrjunar- örðugleikar voru miklir, ófullnægj- andi húsnæði og þröngur fjárhagur en smá saman rétti verslunin úr kútnum og varð sá stuðningur við félagsstarfið sem menn höfðu gert sér vonir um. Það var ómetanlegt lán fyrir Heimilisiðnaðarfélagið að fá Sig- rúnu til starfa. Hún var alin upp á menningarheimili þar sem hún vandist vönduðum og ijölbreyttum heimilisiðnaði. Hefur sú þekking og reynsla komið henni að góðu gagni í vandasömu starfí. Sigrún vann, af mikilli ósérhlífni og þrautseigju, merkilegt braut- ryðjendastarf við að stuðla að góðri framleiðslu og arðvænlegri sölu á íslenzkum heimilisiðnaði. En versl- unin var stofnuð til að sinna þeim markmiðum félagsins, „að stuðla að arðvænlegri sölu á íslenskum heimilisiðnaðarafurðum" eins og það er orðað í fyrstu lögum þess. Sigrún þekkti vel íslensku ullina og hina mörgu og góðu eiginleika hennar og vann að því að fá hana unna á sem bestan og fjölbreyttast- an hátt. Hún lét m.a. taka ofan af ullinni og vinna þellopa og band. Ur þessu efni voru svo unnir margir góðir gripir og seldir í versluninni. Á fyrstu árum verslunarinnar var langt í frá að íslenska ullin væri almennt metin að verðleikum. Sú verðmætaaukning íslensku ullar- innar og hinn mikli ullariðnaður sem orðið hefur til í landinu á síð- ustu áratugum á í rauninni tilveru sína að þakka því áhugasama og þrautseiga fólki, eins og Sigrúnu, sem aldrei missti sjónar á ágæti íslensku ullarinnar. Þrátt fyrir annasamt starf tók Sigrún mikinn þátt í félagsstarfinu innan Heimilisiðnaðarfélagsins. Hún sótti norræn heimilisiðnaðar- þing á vegum þess og kynnti þar íslenskan heimilisiðnað ' með fjöl- breyttum sýningum. Sat í stjóm félagsins frá 1959—1973 og í stjóm verslunarinnar í mörg ár eftir að hún hætti störfum sem fram- kvæmdastjóri. Heimilisiðnaðarfélag íslands og allir sem unna íslenskum heimilisiðnaði standa í milli þakkar- skuld við Sigrúnu Stefánsdóttur fyrir störf hennar og framlag til þeirra mála. Heiðu dóttur hennar og öðmm vandamönnum er sendar innilegar samúðarkveðjur. Jakobína Guðmundsdóttir t Systir okkar og mágkona, MAGDALENA BJÖRNSDÓTTIR, Blönduósi, verður jarðsungin frá Biönduóskirkju laugardaginn 17. mai kl. 14.00. Jónina Björnsdóttir, María Björnsdóttir, Sigurlaug Björnsdóttir, Jón Guðmundsson, Einar Björnsson, Valgerður Tómasdóttir, Hermann Búason og frændsystkini. t Þökkum samúð og hlýhug við fráfall FRÍÐU GÍSLADÓTTUR, Hjarðarhaga 46. Sendum sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á deild 7, Borgarspital- anum. Halldór Haraldsson, Susan Haraldsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, Hörður Arinbjarnar og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, ÞÓRARINS HELGA JÓNSSONAR. Jenný O. Jónsson og aðstendendur. Handsnyrting í Cortex Nýlega opnaði Ebba Kristinsdóttir aðstöðu til handsnyrtingar og akrýlnaglagerðar á hárstofunni Cortex sem er til húsa að Bergstaðastræti 28a í Reykjavík. Könnun Hagvangs á bóksölu i apríl: Jörð í Afríku mest selda skáldsagan Fyrirtækið Kaupþing hf. hefur nú framkvæmt fjórðu mánaðar- legu könnun sína á sölu bóka fyrir félag íslenskra bókaút- gefenda og er um að ræða sölu aprílmánaðar 1986. Úrtakið í könnuninni var 16 verslanir af 105 úr skrá útgefenda yfir söluaðila sína og áætlar Kaup- þing að það nái yfir um það bil 30-35% af heildarmarkaðnum. Við val úrtaksins var tekið tillit til bú- setudreifingar í landinu. Kannan- irnar ná eingöngu til sölu almennra verslana. Eins og í fyrri könnunum var sala einstakra titla mjög misdreifð eftir verslunum án þess að það megi skýra með stærðarmun þeirra eingöngu. Því ber að varast að draga of ákveðnar ályktanir af niðurstöðunum, þrátt fyrir það hversu stórt úrtakið var. Kennslubækur eru ekki teknar með í könnununum. Eftirfarandi eru 5 söluhæstu bækumar í hveijum flokki: Barna- og unglingabækur: Einar Áskell...Gunilla Bergström. Depill..................Eric Hill. Ronja ræningjad....Astrid Lindgren. Klukkubókin...Vilbergur Júlíursson. Blómin á þakinu....Ingib. Sigurðard. Skáldsögur: Jörð í Afríku.......Karen Blixen. Isfólkið........Margit Sandemo. Margsaga........Þórarinn Eldjám. RefsifangamirWilliam Stuart Long. Stúlkan á bláa hjólinu ....Régine De- forges. Aðrar bækur: Sálmabók Ensk-ísl. orðab. Sigurður Öm Bogas. Samheitaorðabókin .Útg.: Hásk. ísl. Biblían TJöfdar til XJLfólksíöllum starfsgrcinum! i Sam Varahlutir í CUMMIIMS og D vid! DIESEL vélar. á læara verdien Þú átt aö venjast Hveritig? Með því að skipta við BÆTIR H/F umboðsmenn fyrir KORODY- COLYER, einn stærsta framleiðanda nýrra og endurbyggðra varahluta fyrir GM diesel vélar. Ef þú þarft til dæmis að skipta um spíssa í DETROIT DIESEL vélinni, þá tökum við gömlu spíssana upp í þá nýju og þú greiðir aðeins um þriðjung af verði „origin- al“ spíssa. Við höfum slífar, stimpla, pakkningar, spíssa, hedd, olludælur o.fl. í CUMMINS-855 og DETROIT DIES- EL 53; 71; 92; 6,2L og 8,2L. Allir varahlutir frá KORODY-COLYER þurfa að standast strangt gæðapróf áður en þeir fara á markað. Árs ábyrgð á öllum varahlutum, nýjum sem endurbyggðum. Höfum varahluti KORODY-COLYER og gerum við ALLISON sjálfskipt- ingar fyrir vörubíla og þungavinnu- vélar. Fullkomin sérhæfð þjónusta fyr- ir diesel vélaviðgerðir. Lækkaðu rekstrarkostnaðinn með vör- um frá KORODY-COLYER. Útvegum varahluti í flestar gerðir BÆTIR H/F, Smiðjuvegi 52, dieselvéla. Geymið auglýsinguna. Kópavogi, SÍmÍ 79050.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.