Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 54
54 MÓRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986 Faðirokkar, t STÍGUR GUÐJÓNSSON vélstjóri frá isafirði, Kaplaskjólsvegi 54, er látinn. Börnin. t Faðirokkar, INGVAR MAGNÚSSON, bóndi, Hofsstöðum, lést 13. maí. Útförin auglýst síðar. Ingólfur Ingvarsson, ingunn Ingvarsdóttir, Júlfus Ingvarsson, Helga Ingvarsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRGVIN INGIBERGSSON j blikksmiðameistari, Langagerði 36, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans aö morgni 13. maí. Aðalheiður Bjargmundsdóttir, Bjargmundur Björgvinsson, Ásdfs Björgvinsdóttir, Aðalheiður B. Björgvinsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t TÓMAS R. JÓNSSON, Blönduósi, lést 10. maí. Útför hans fer fram frá Blönduóskirkju 17. maí kl. 16.00. Ragnar Ingi Tómasson, Anna Guðmundsdóttir, Ásta Heiður Tómasdóttir, Nanna Tómasdóttir, Skúli Pálsson, Kristín B. Tómasdóttir, Einar Kristjánsson og fjölskyldur. ; t Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTURBRANDSSON loftskeytamaður, Vatnsstfg 4, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 10. maí. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. maí kl. 10.30. Jón Pétursson, Sigrfður Guðmundsdóttir, ; Guðmundur Pótur Jónsson, Hanna Björk Jónsdóttir, Viktor Ingi Jónsson. í J * « Bróðir minn, t JÓN JÓHANNESSON, Dalbraut 9, Bíldudal, er látinn. Útför hans verður gerð frá Bíldudalskirkju laugardaginn 17. maí kl. 14.00. Aðalheiður Jóhannesdóttir. t Útför móður okkar, DÝRFINNU JÓNSDÓTTUR, fer fram frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 17. maí kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkað, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Eyvindarhólakirkju. Börnin. t Útför móður okkar, KRISTÍNAR ÓLADÓTTUR frá Stakkhamri, sem lést að Oroplaugarstöðum 6. maí, fer fram frá Fossvogskirk-v föstudaginn 16. maíkl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Börnin. Sigrún Stefáns- dóttir - Minning Fædd 14. október 1898 Dáin 5. maí 1986 í dag er til moldar borin ástkær tengdamóðir mín eftir árslanga sjúkdómslegu. Þegar ungt fólk dregur sig saman er því lítt í huga að það er að tengjast öðrum ættum og stofna til tengsla við fjölda fólks. Fyrir mér var þetta strax ótvírætt og ánægjulegt. Sumarheimsókn og dvöl að Eyjardalsá í Bárðardal þar sem Sigrún tengdamóðir mín fædd- ist árið 1898, hófst strax í til- hugalífínu og varð fastur liður, ekki síst þegar böm okkar hjónanna voru fædd. Þar bjuggu þá systkini hennar, Jón og Guðný, sem ég þekkti síðan ætíð sem Jonna frænda og Gýju frænku. Anna systir þeirra varð einnig Anna frænka. Hún var þá kennari á Laugum en dvaldi lengstum að Eyjardaisá á sumrum. Foreldrar þeirra systkina voru Stef- án Jónsson og Anna Jónsdóttir sem þar bjuggu áður. Löngu látnar voru tvær systur, Aðalbjörgog Jónína. Á næstu bæjum við Eyjardalsá og víðar í sveitinni bjuggu nær- og fjarskyldir frændur. Betri og elsku- legri móttökur í fjölskyldufaðm en verðandi tengdamóður, systkina hennar og frændgarðs var ekki hægt að hugsa sér. I Bárðardal fékk ég að kynnast traustu þingeysku bændasamfélagi sem færði mig nær uppruna mínum, ættaður úr sýsl- unni en fæddur og uppalinn í öðrum landshiutum. Minningar mínar frá þessum heimsóknum eru mér dýr- mætur fjársjóður. Eldri böm okkar hjóna eiga ljúfar minningar frá þessum árum og enn er talað um leikfélagana Mósa, Lubba og Grá- loppu. Tengslin við þetta samfélag urðu enn nánari þegar mér veittist sú ánægja að vinna fyrir vinsælan héraðslækni þeirra sumrin 1964 og 1965. Eftir að hafa flutt til Vestur- heims til frekara náms, var unnt að halda sambandinu við með stöku sumarheimsókn. Þegar fór að halla undan fæti hjá Jóni og Guðnýju fluttu til þeirra Baldur Vagnsson frændi þeirra og kona hans Sæunn Gestsdóttir og tóku við búrekstri. Guðný lést árið 1971 meðan við dvöldum enn vestan hafs og auðnaðist okkur ekki að fylgja henni til grafar. Þau hjónin veittu Jóni góða umönnun þar til hann varð að leggjast inn í sjúkra- húsið á Húsavík, þar sem hann dvaldist síðasta árið. Jón lést í júní 1974. Ættingjar hans og sveitungar fjölmenntu að útför hans sem fór fram frá Ljósavatnskirkju á fögmm sumardegi. Undirbúningur hafði farið fram með dyggilegri aðstoð ættingja og vina í héraði einkum Baldurs og Jóns Hermannssonar á Hvarfí. Fyrir mér er þessi látlausa virðulega jarðarför enn sú þjóðleg- asta athöfti sem ég hef lifað. Reisn- in yfír þessari jarðarför og einlægni þeirra sem fylgdu Jóni síðasta spölinn er ólýsanleg. Þannig vildi ég verða kvaddur. Hafí búið í mér alheimsborgaradramb eftir tæplega 8 ára dvöl erlendis læknaðist það a.m.k. að hluta. Af systkinunum sex frá Eyjardalsá er nú aðeins Anna eftir, búsett á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Æviferil Sigrúnar rek ég ekki náið en fyrir mér er hvað athyglis- verðastur dugnaður hennar við að afla sér menntunar á þeim árum sem slíkt var forréttindi karla- manna. Fyrst með námi í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri þar sem hún lauk Gagnfræðaprófí og síðar í Samvinnuskólanum þaðan sem hún lauk námi meðal fyrstu ís- lenskra kvenna. Árin 1920-1922 dvaldi hún við nám í Kaupmanna- höfn. Frá 1923 til 1940 stundaði hún veitinga- og gistihúsrekstur í Borgamesi ásamt þáverandi eigin- manni sínum, Vigfúsi Guðmunds- syni. Markverðast á atvinnuferli hennar mun þó ætíð verða talið vinna hennar að íslenskum heimilis- iðnaði. Hún var forstöðukona ís- lensks heimilisiðnaðar frá 1951- 1967 og vann þar áfram í áratug eftir að hún var komin á eftirlauna- aldur. Fyrir störf sín að heimilisiðn- aðarmálum var hún sæmd Riddara- krossi. Eftir að hún var hætt að vinna utan heimilis síns tók hún þátt í leiðbeinandastörfum í föndri og hannyrðum fyrir „gamla fólkið" sjálf orðin hálfníræð. Við hjónin fengum að hefja okkar búskap í íbúð hennar og meðan við dvöldum þar í góðu samlyndi fædd- ust tvö eldri bömin okkar hjónanna. Ánægja hennar af bamabörnunum var mikil. Meðan á dvöl okkar í Vesturheimi stóð var hún dugleg við heimsóknir til fjölskyldu sinnar þótt hún væri komin á efri ár. Þegar litið er til baka em minnis- stæð mörg persónuleg atvik frá fyrstu kynnum eins og óumbeðinn þvottur og viðgerð á gömlu togara- peysunni minni. Eg var hissa hvað hún var hlýrri og liprari eftir það í vetrarveðrum á Halamiðum. Ógleymanleg er einnig óvænt pen- ingasending þegar ég fór á íþrótta- námskeið erlendis að sumarlagi, einkum þegar allar líkur vom þá á að ekkert yrði úr frekara vinfengi milli unga fólksins. Gleði hennar þegar vel gekk á atvinnuferli mín- um var sönn, einnig var stuðningur og hvatning einlæg þegar á móti blés. Sigrún hafði mikla ánægju af ferðalögum hvers konar og við fjöl- breyttar aðstæður. Fyrstu sameig- inlegu ferðimar vom útilegur og tjaldferðalög með okkur hjónunum og bamabömunum hér heima, en síðar í þjóðgörðum Bandaríkjanna. Sannaðist • vel hið fornkveðna „þröngt mega sáttir sitja" þegar við dvöldum sex saman í tjaldi. Ein síðasta sameiginlega stórferðin var til Alta í Norður-Noregi í fylgd með íslenska landsliðinu í ftjálsíþróttum í Kalott-keppni. í minn hlut kom að vera einn af fararstjómm. Eina Birting afmæl- is- ogminning- argreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningar- greinar birtist undir fullu nafni höfundar. Systirokkar, t SIGRÍÐUR SVEINBJARNARDÓTTIR, Ystaskála, Vestur-Eyjafjöllum, verður jarðsungin frá Ásólfsskálakirkju föstudaginn 16. maí kl. 15.00. Systklni hinnar látnu. t Útför GUNNHILDAR GUNNARSDÓTTUR frá Breiðholti, Garöabœ, fer fram frá Garðakirkju laugardaginn 17. maí kl. 11.00. Geirþrúður Gunnarsdóttir, Margrét Lilja Friðriksdóttir, Geirþrúður Ársælsdóttir, Gunnar Yngvason. t Útför móður okkar, DAGMAR JÓNSDÓTTUR, Snorrabraut 75, ferfram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 16. mai kl. 13.30. Geir Valgeirsson, Guðrún J. Valgeirsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttlr, Sigrfður Þ. Valgeirsdóttir og fjölskyldur. t HREINN ÁSGRÍMSSON, fyrrverandi skólastjóri, Vogum, Vatnsleysuströnd, verður jarðsunginn frá Kálfatjanarkirkju laugardaginn 17. maí kl. 13.30 e.h. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Þeir sem vilja minnast hins látna láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Hulda Kristinsdóttir og dætur, foreldrar og systkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.