Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986 AFRA Höfundur er yfirlæknir Blóð- bankans. Samstarf safnaðaí Stykkishólmi Stykkishólmi. SÖFNUÐIRNIR hér í Stykkis- hólmi hafa undanfarin ár haft sameiginlegar samverustundir og hefir það þótt gefast vel. Samstarf og samhugur hefir myndast sem margt gott kemur af. í dag var svo samverustund í kaþólsku kirkjunni. Þar flutti í upphafí séra Jan Hebets prestur kaþólsku kirkjunnar ávarp og ítrekaði og skýrði tilgang þessara samfunda. Næst flutti svo séra Gísli H. Kolbeins ritningarorð úr Jóhannes- arguðspjalli og sagði nokkur orð þeim til áherslu. Benjamín Þórðarson forstöðu- maður Hvítasunnumanna las einnig úr hinni helgu bók og talaði um giidi guðstrúar fyrir manninn og samfélagið. Tíu ungar stúlkur komu svo fram í kirkjunni og báru spjöid með nafni 10 trúarhreyfínga sem hér á landi eru, tóku saman höndum til merkis um einlægan vilja til sameiningar allra trúfélaga. Á milli erinda voru sungnir sálm- ar en séra Jan lauk svo samveru- stundinni með þakklæti til við- staddra og ítrekaði tilgang þessarar samkomu og mun þessu samstarfí verða haldið áfram. Systumar buðu svo viðstöddum íkaffí. Árni bæði þjóðhagslega þýðingu og snertir smitvamastarf. Við núver- andi húsnæðiseklu í Blóðbankanum er þetta óframkvæmanlegt þar. Nýir rannsóknarþættir og aukning á sumum eldri verkþáttum hafa ekki möguleika til að þróast við núverandi húsnæðiskreppu. Ekki er hægt að búa blóðgjöfum og starfsfólki viðunandi aðstöðu lengur. Þetta skeður einmitt þegar fyrirhugaðar hjartaskurðlækningar gera nýjar kröfur til starfseminnar. Á sama tíma hafa einnig komið nýjar kröfur til smitvama og rann- sóknarstarfsemi sem tengjast þeim. Ólafur lýsti þörfínni fyrir betri tækjabúnaði fyrir rannsóknarstofur Blóðbankans og blóðþáttavinnslu. Lengi hefur verið skortur á starfsheimildum til að sinna vax- andi vinnuálagi og nýjum viðfangs- efnum rannsókna. Aukningin er að hluta tengd nýjum tegundum lækn- inga eins og hvítblæðislækningum, hjartaskurðlækningum og eflingu smitvama m.a. vegna hættunnar af alnæmisveiru og fleiri veiruteg- undum einsog lifrarbólguveirum. Alfreð Ámason erfðafræðingur og deildarstjóri flutti stutt erindi um sérrannsóknir í erfðarannsókn- ardeild Blóðbankans. Hann lagði megináherslu á nýjar rannsóknir, sem tengjast vefjaflokkakerfínu. Þær rannsóknir lofa miklu í ná- kvæmari sjúkdómsgreiningu og eru lykill að betri árangri í líffæraflutn- ingum. Húsnæðis- og starfsmanna- skortur eru helstu takmarkanir fyrir áframhaldandi þróun á þessu rannsóknarsviði, sem nýtist mörg- um sérsviðum í nútíma læknisfræði. Fjórða erindi þessa fræðslufund- ar flutti Ástríður Pálsdóttir, líf- efnafræðingur. Hún hefur um 4 ára skeið stundað erfðaefnisrannsóknir á komplementkerfí mannsins við lífefnafræðideild Oxford-háskóla. Viðfangsefni hennar á því sviði hafa verið úr íslensku fólki, sem valið var til sérstakrar rannsóknar eftir erfðamarkagreiningu í erfða- rannsóknardeild Blóðbankans. Ástríður lýsti rannsóknum á sviði erfðaefnisrannsókna (DNA) sem hefjast á næstu mánuðum á ýmsum áhugaverðum viðfangsefnum sem hafa verið skýrgreind með rann- sóknum í Blóðbankanum á undan- fömum árum. Meðal þeirra eru rannsóknarverkefni, sem erlendar rannsóknastofur í samvinnu við Blóðbankann hafa einnig veitt mikilsverðar upplýsingar um. PC/XT PLUS Fræðslufundur Blóð- gjafafélags Islands eftir Ólaf Jensson Fræðslufundur Blóðgjafafé- lags íslands var haldinn 28. apríl sl. í fræðslusal Rauða kross ís- lands I Nóatúni 21. Björg Rafnar læknir hélt erindi um skimpróf fyrir alnæmismótefni í blóði íslenskra blóðgjafa. Alls hafa verið rannsakaðar tæplega 12.000 blóðeiningar. Engin alnæmismót- efni hafa greinst. Sýndi Björg yfír- lit um nýlegar niðurstöður sams- konar rannsókna í nokkrum Evr- ópulöndum. Þar kom fram, að hærri tíðni alnæmismótefna virðist vera meðal blóðgjafa í suðlægari lönd- um. Ein þessara rannsókna gaf til kynna að fjöldi mótefnajákvæðra einstaklinga væri meiri í yngri ald- urshópum. Ákveðinn hundraðshluti sýna frá blóðgjöfum gefur vott af svörun, sem krefst nánari rannsóknar, ef hún áréttast af endurteknum próf- um. Björg skýrði frá í hveiju stað- festingarpróf væri fólgið. Þessi staðfestingarpróf hafa að mestu verið gerð erlendis- en í seinni tíð hafa verið tök á að framkvæma þau hér. Að lokum ræddi Björg um hugs- anleg vandkvæði í túlkun mótefna- prófa m.t.t. nýjustu upplýsinga um þann eiginleika veirunnar að breyta hýðispróteini sínu. Sem dæmi um breytileika þessara veira var nefnd apaveira skyld AIDS-veirunni og mismunandi mótefnasvörun manna og apa á þessar tvær veirur í stað- festingarprófum. Tækjagjöf Rauða koss íslands Frá áramótum hefur Rannsókn- arstofa Blóðbankans notað tækja- búnað til skimaprófa fyrir mótefni alnæmisveiru og lifrarbólguveiru B, sem Rauði kross íslands gaf Ríkisspítölum. í nóvember og des- ember voru ofangreind próf gerð í Rannsóknarstofu Borgarspítalans með sams konar búnaði, sem RKI gaf til Borgarspítalans. Á dagskrá fræðslufundarins voru einnig 3 erindi sem fjölluðu um rannsóknaráætlun Blóðbankans 1987—1990. Ólafur Jensson læknir, forstöðumaður Blóðbankans og formaður Blóðgjafafélags íslands, rakti megindrætti í áætlun Blóð- bankans um húsnæði, tækjabúnað, starfslið og viðfangsefni hans á sviði alhliða blóðbankaþjónustu og vísindarannsókna. Húsnæði Blóðbankans er þegar fullnýtt og þrengsli farin að setja starfseminni og starfsliði ýmsar skorður, þrátt fyrir mikilsverðar umbætur, sem gerðar hafa verið á húsnæði Blóðbankans 1980—1985. Nauðsynlegt er að kanna hið fyrsta hjá borgaryfírvöldum, hvort leyfi fæst fyrir að byggja hæð ofan á Blóðbankann. Áform hafa verið uppi um að skapa skilyrði til vinnslu storkuþáttar 8 til meðferðar dreyra- sjúkra hér á landi. Þetta hefur ALSAMHÆFÐ VIÐ IBM PC/XT kt litaskjakort með 320 x 2 200 punkta upplausn. imhliða tengi, með kapli, entara. 256 kb minni, stækkanlegt allt uppí 640 kb. 12 grænn skjar, með 20 mhz banvidd frá heimsþekktum framleiðanda. 2x360 kb diskettustöðvar. Gunnar Asgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 Sími 9135200 Skiptaniegur hraði á 8088 örgjorvanum 4.77 eða 8 mhz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.