Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986
Könnun Félags-
vísindastofnunar HÍ:
80% íslend-
inga á móti
loftárásun-
umá
ÁTTATÍU af hundraði íslend-
inga eru mótfallnir loftárásum
Bandaríkjamanna á Libýu á
dögunum, samkvæmt könnun
sem Félagsvísindastofnun Há-
skóla íslands gerði fyrir sjón-
varpið. 14% eru árásinni hlynntir
og 6% taka ekki afstöðu.
Könnunin var gerð dagana 26.
ápríl til 5. maí og var úrtakið 1.500
manns 18 ára og eldri um land allt.
Svör fengust frá 1.116 manns.
Þátttakendur í könnuninni voru
einnig spurðir hvaða áhrif þeir
héldu, að aðgerðir Bandaríkja-
manna hefðu á alþjóðlega hryðju-
verkastarfsemi þegar til lengri tíma
væri litið. 58% töldu að hryðrju-
verkastarfsemi ykist, 10% að hún
minnkaði og 26% að hún yrði áfram
svipuð.
Konur reyndust andvígari loft-
árásunum en karlar. 87% kvenna
voru þeim mótfallnar, en 75% karla.
Andstaðan við árásimar reyndist
einnig meiri meðal þeirra sem em
40 ára og eldri, en aldurshópsins
18 til 39 ára. Ef litið er til þess
hvemig andstæðingar árásarinnar
skiptast í stjómmálaflokka reynist
andúðin mest meðal fylgismanna
Kvennalistans. 98% þeirra vom ár-
ásinni mótfallnir, en 2% hlynntir.
Afstaða stuðningsmanna annarra
flokka var sem hér segir: Alþýðu-
bandalagsmenn 94% andvígir, 5%
hlynntir; stuðningsmenn Bandalags
jafnaðarmanna 92% andvígir, 4%
hlynntir; Alþýðuflokksmenn 81%
andvígir, 14% hlynntir; Framsókn-
armenn 81% andvígir, 14% hlynntir,
Sjálfstæðismenn 69% andvígir, 25%
hlynntir.
Félagsvísindastofnun bar niður-
stöður könnunar sinnar saman við
niðurstöður sams konar kannanna
í Vestur-Þýskalandi, Bretlandi,
Frakklandi og Bandaríkjunum, en
hefur þann fyrirvara á, að þær
kannanir vom gerðar 10—15 dög-
um fyrr en hin íslenska. Andstaða
íslendinga við árásimar er meiri en
í samanburðarlöndunum. í Vestur-
Þýskalandi vom 75% þeim mótfalln-
ir, í Bretlandi 66%, í Frakklandi 32%
og Bandaríkjunum 21%.
___________Bn'ds____________
Amór Ragnarsson
Bridsfélag
kvenna
Þriðju og síðustu umferð í hrað-
sveitarkepni félagsins lauk síðast-
iiðinn mánudag með sigri Sybil
Kristinsdóttur. Með Sybii í sveitinni
em Rúnar Magnússon, Halla Berg-
þórsdóttir og Hannes Jónsson. Röð
efstu sveita er annars svona:
Sveit:
Sybil Kristinsdóttir 1896
Dóm Friðleifsdóttur 1820
Ingibjargar Halldórsdóttur 1802
Guðrúnar Jörgensen 1784
Sigrúnar Pétursdóttur 1784
Vénýar Viðarsdóttur 1782
Margrétar Margeirsdóttur 1776
Vetrarstarfi Bridsfélags kvenna
er þar með lokið.
Bridsfélag
Hafnarfjarðar
Aðalfundur félagsins verður
haldinn föstudaginn 23. maí ki. 20
í Hraunbyrgi, húsi Skátafélagsins
Hraunbúa við Reykjavíkurveg.
Dagskrá fundarins verður í stómm
dráttum þessi:
1. Skýrsla stjómar.
2. Kosningar í stjóm og nefndir.
3. Verðlaunaafhending.
4. Onnur mál.
Fjölbreytt dagskrá á Listahátíð:
Popphátíð
meðal
P •
nyjunga
DAGSKRÁ Listahátíðar í
Reykjavík dagana 31. mai til
17. júní er endanlega ákveð-
in. Við setningarathöfn á
Kjarvalsstöðum mun Doris
Lessing rithöfundur afhenda
verðlaun i smásagnasam-
keppni Listahátíðar. Þá verð-
ur opnuð sýningin „Exposit-
ion inattendue“ á verkum
eftir Picasso að viðstaddri
ekkju hans Jacqueline Pic-
asso sem verður heiðurs-
gestur Listahátiðar ásamt
Ingmar Bergman. Leikflokk-
ur frá Konunglega leikhús-
inu í Stokkhólmi mun sýna
Fröken Júliu eftir August
Strindberg í uppsetningu
Bergmans í Þjóðleikhúsinu á
Listahátíð.
Að sögn Birgis Sigurðssonar
blaðafulltrúa hátíðarinnar var
stefnt að því að draga saman
dagskrá hátíðarinnar að þessu
sinni en jafnframt reynt að
bjóða upp á athyglisverðari
atriði. Af nýjungum mætti
nefna „Listapopp", popptón-
leika fyrir unga fólkið sem
haldnir væru í lok hátíðarinnar
í Laugardalshöll. Þar koma
fram íjórar breskar hljómsveit-
ir, Madness, Stranglers, Fine
Yong Cannibals, Lloyd Cole and
the Commotions ásamt tveimur
íslenskum hljómsveitum sem
ekki væri afráðið hveijar yrðu.
Mikill undirbúningur liggur að
baki þessara tónleika sem hefur
verið unninn í nánu samstarfi
við Æskulýðsráð Reykjavíkur-
borgar og lögreglu., Ákveðið
hefur verið að girða af Laugar-
dalshöllina og koma þar fyrir
sölutjöldum en tónleikamir
Ingmar Bergman leikstjóri.
Pablo Picasso listmálari.
unglingana sjálfa og verða þeir
meðal annars fengnir til að
skreyta Laugardalshöllina og
sjá um löggæslu að einhveiju
Doris Lessing rithöf undur.
standa frá kl. 20:00 til mið-
nættis bæði kvoldin. „Við von-
umst eftir góðri samvinnu við
Dave Brubeck jazzleikari.
leyti,“ sagði Birgir. „Þau bera
því að nokkru leyti ábyrgð á
að þessi tilraun með popphátíð
hér á landi takist og allt fari
vel fram.“
Af öðrum nýjungum nefndi
Birgir fyrirlestur Doriss Less-
ing rithöfundar og sagði það
vera í fyrsta skipti á Listahátíð
sem rithöfundur á borð við
hana kæmi fram. Þá væri sýn-
ing á verkum Picasso ein merk-
asta myndlistarsýning sem hér
hefur verið og hefði hún vakið
athygli erlendis, enda hefðu
myndimar sem sýndar verða
ekki verið sýndar almenningi.
Tónlistin er dijúgur hluti af
dagskránni og meðal lista-
manna má nefna Claudio Arrau
píanóleikara, Colin Andrew
orgelleikara, Kaitia Ricciarelli
einsöngvara og Paata Burc-
huladze einsöngvara. Hlutur
jazz-unnenda verður ekki fyrir
borð borinn því hingað koma
Herbie Hancock og kvartett
Dave Brubeck.
Dagskrá Listahátíðar er til
sölu á skrifstofu hennar Amt-
mannstíg 1. Miðasala á hátíð-
ina hefst 24. maí í Gimli við
Lækjargötu.
Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 1986
LAUGARDAGUR 31. MAÍ
14.00 Kjarvalsstaðir
1. Setning Listahátíðar í
Reykjavík 1986: Davíð
Oddsson, borgarstjóri.
2. Hafliði Hallgrímsson: Þijú
íslensk þjóðlög; Austan-
kaldinn á oss blés. Ljósið
kemur langt og mjótt.
Grímseyjargæla. Martin
Berkofsky leikur á píanó.
3. Afhending verðlauna i
smásagnasamkeppni
Listahátíðar. Doris Less-
ing rithöfundur afhendir
verðlaunin.
4. Opnun sýningarinnar
„Exposition inattendue" á
verkum Pablo Picasso að
viðstaddri ekkju hans,
Jacqueline Picasso.
5. Opnun sýningarinnar
„Reykjavík í myndlist".
17.00 Háskólabfó
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Stjómandi: Jean-Pierre Jac-
quillat.
Einleikari: Cecile Licad,
pfanó.
SUNNUDAGUR1. JÚNÍ
15.00 Listasafn íslands
Opnun yfirlitssýningar á
verkum Karls Kvaran.
16.00 Iðnó
Dagskrá um Doris Lessing
rithöfund. Hún heldur fyrir-
lestur.
20.30 Broadway
Flamenco-flokkur frá Spáni
undir stjóm Javier Agra.
MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ
20.30 Þjóðleikhúsið
Flamenco-flokkur frá Spáni
(síðari sýning).
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ
20.30 Norræna húsið.
Tónlist eftir Jón Nordal.
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNl
20.30 Iðnó.
Látbragðsleikur: Nola Rae og
John Mowat.
FIMMTUDAGUR 5. JÚNl
20.30 Iðnó
Látbragðsleikur: Nola Rae og
John Mowat. (síðari sýning).
21.00 Broadway
Jazz-tónleikan Herbie Han-
cock.
FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ
20.30 Háskólabíó
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Stjómandi: Jean-Pierre Jac-
quillat.
Einsöngvari: Paata Burc-
huladze bassi
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ
14.00 Kjarvalsstaðir
Slagverkstónleikar: The New
Music Consort.
20.00 Þjóðleikhúsið
Fröken Júlfa eftir August
Strindberg. Leikstjóri: Ing-
mar Bergman.
SUNNUDAGUR 8. JÚNl
15.00 Gamlabíó
Tónleikar: Thomas Lander
bariton. Jan Eyron pfanó.
20.00 Þjóðleikhúsið
Fröken Júlia (síðari sýning).
21.00 Broadway
Jazztónleikar: Kvartett Dave
Brubeck.
MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ
20.30 Háskólabíó
Tónleikar: Claudio Arrau,
pfanó.
ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ
20.30 Dómkirkjan
Orgeltónleikar: Colin
Andrews.
MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ
20.30 Norrænahúsið
íslensk nútímatónlist: Guðni
Franzson, klarinett. Ulrika
Davidsson, píanó.
FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ
21.00 Broadway
Tónleikar: The Shadows.
FÖSTUDAGUR13. JÚNÍ
21.00 Broadway
Tónleikan The Shadows (síð-
ari tónleikar).
LAUGARDAGUR14. JÚNÍ
14.00 Norræna húsið
Opnun á yfirlitssýningu Svavars
Guðnasonar.
16.00 Háskólabfó
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Stjómandi: Jean-Pierre Jac-
quillat.
Einsöngvari: Katia Riccia-
relli.
SUNNUDAGUR15. JÚNÍ
16.00 Gamlabfó
Vínar-strengjakvartettinn
MÁNUDAGUR16. JÚNÍ
ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ
Laugardalshöll
Popptónleikar.
Hljómsveitimar Madness,
Stranglers, Fine Young
Cannibals, Lloyd Cole and the
Commotions og íslenskar
hljómsveitir.
Klúbbur Listahátf ðar
Klúbbur Listahátíðar verður
starfræktur á Hótel Borg alla
daga meðan á hátíðinni
stendur. Vínveitingar og
margvísleg skemmtiatriði.