Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 15
sRPrt/r/ arqrr'-*rr,nm«rq nflfiA.ijfVfTTrrjrow •M’
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986 15
Tækifærismyndir
í Hafnarborg, menningarmið
stöð þeirra Gaflara, sýnir fram til
19. maí Gunnar Hjaltason gull-
smiður.
Á sýningunni er mikill fjöldi
mynda í frekar takmörkuðu rými
og eru þær víða af landinu svo og
frá Færeyjum og Zillertal í Austur-
ríki. Gunnar Hjaltason virðist
mikill ferðagarpur og náttúruunn-
andi og hefur að auki lipra hönd,
sem hann notar óspart við þá
ástríðu sína að rissa upp áhugaverð
myndefni, sem hann kemst í sjón-
mál við.
Af þessari iðju sinni virðist hann
hafa mikla ánægju og lífsnautn,
því að hér er hann ekki einhamur,
se tekið mið af afköstum hans og
Qölda sýninga á liðnum árum.
Myndir hans virka sem fljótgerð
riss, þar sem ekki er mikil alvara
né þankar um lögmál lita og forma
að baki — hér verður maður ekki
var við mikil átök við efniviðinn
né glímu við hin einstöku vanda-
mál, er upp koma.
Myndriss í þessu formi er sér-
stakur geiri myndlistar og alþekkt
fyrirbæri víða í útlöndum. Þannig
myndu rissin frá Færeyjum og
Zillertal sóma sér ágætlega með
frásögnum í helgarblaði af þessum
stöðum. Hér á ég að sjálfsögðu við
fylgirit stórblaða um helgar, sem
vanda mjögtil slíkra myndbirtinga.
Myndgerð Gunnars Hjaltasonar
er mjög fastmótuð og tekur litlum
breytingum frá einni sýningu til
annarrar og þannig virðist lita-
spjald hans ávallt vera hið sama,
hvar sem hann ber niður. Litanotk-
un hans er þannig meira vani en
bein hughrif frá hveijum stað.
Þannig er þetta í heild nokkuð
einhæf skjalfesting sjónreynslu
gerandans.
LJÓSMYNDIR AF
HELGUM DÓMUM
SZEROWATT
tfminn!
Þrátt fyrir litiö þvottaherbergi er örugglega
gólfpláss bœðl fyrir Zerowatt þvottavél og
þurrkara þvl nú er hægt að setja þurrkarann
ofan á þvottavélina. Með verð og gæöi f huga er
þetta ekki spurning. Það er öruggiega pláss
fyrir Zerowatt.
^SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 SlMAR 6879/0-81266
í vesatri gangi Kjarvalsstaða eru
til sýnis allmargar ljósmyndir, sem
svissnezki ljósmyndarinn Leon-
ardo Bezzola hefur tekið af lista-
verkum og trúartáknum í Jerúsal-
em.
Svo sem segir, þá hafa pílagrím-
ar hinna þriggja miklu eingyðistrú-
arbragða sótt til Jerúsalem til að
fínna rætur sínar. Þar er Musteri
Salómons, Ómarmoskan og Kirkja
hinnar heilögu grafar. Sumir þess-
ara pílagríma hafa dvalið langdvöl-
um í Jerúsalem og skilið eftir sig
listaverk og trúartákn.
Hinn fíngerði yndisþokki hefur
aldrei átt við Elías í teikningunni,
þá hann hefur rissblýið eða hin
hvössu skurðjárn tréristunnar milli
handanna. Hins vegar hefur honum
ágætlega gengið að aga sig í mál-
verkinu þar sem hann leikur á aðra
strengi.
Fyrir þessi ábúðarmiklu og stór-
skornu vinnubrögð sín hefur lista-
maðurinn markað sér nokkra sér-
stöðu meðal íslenzkra grafíklista-
manna, og hér er hann sannur og
einlægur í myndgerð sinni.
Hin nýrri verk, sem Elías hefur
gert í tréristu, þykja mér vera það
athyglisverðasta á sýningunni svo
sem myndin „Týndi hún af sér
trafinu", svo og fleiri í þeim stíl-
brögðum.
I heild er þetta all óvenjuleg sýn-
ing í hinni ríku flóru málverkasýn-
ing á höfuðborgarsvæðinu.
Það er sérstök ástæða til að
vekja athygli á þessari sýningu,
er lætur lítið yfír sér, en gefur
þeim mun meira, hveijum einum,
er hana skoðar vel og gaumgæfi-
lega. Sérstaklega skal bent á text-
ana, er fylgja myndunum og veita
mikilsverðar upplýsingar.
Sjálfar ljósmyndimar, sem allar
eru í lit og sumar allstórar, era
mjög vel úr garði gerðar — litir
og áferð á þann veg, að skoðandinn
er sem kominn á þá staði, sem þær
era af. Á stundum minna þær
jafnvel á málverk í ofurfínlegum
blæbrigðaríkidóm sínum. Hér skal
sérstaklega bent á myndimar af
hliðum í garði hinna armensku
patríarka. Hlið era sameiginleg
tákn allra þriggja trúarbragðanna
um inngöngu í Jerúsalem og jafn-
framt endurkomu Messíasar.
Ljósmyndimar, sem sýna þessi
hlið, era gullfallegar og öll vinnsla
þeirra mjög til eftirbreytni fýrir
látleysi og nákvæmni.
Auðséð er á öllu í sambandi við
þessa sýningu, að ljósmyndarinn
Leonardo Bezzola er af hárri gráðu
í sínu fagi og hefur að auki í senn
mikla þekkingu og ríka tilfínningu
fyrir myndefninu. Hann leggur í
senn áherslu á listræn vinnubrögð
og á það að hin sérstöku listaverk
og trúartákn komist sem rækileg-
ast til skila í ljósmyndunum, og
þetta tekst honum mjög vel.
Að þessari sýningu er mikil prýði
á Kjarvalsstöðum, því að hún er
óvenjuleg og sönn, segir heilmikið
um þær slóðir, sem myndimar era
af og þá miklu tilbeiðslu, sem ligg-
ur að baki hinum einstöku lista-
verkum og trúartáknum.
ARCOFLAM
d arcopal
Hvítu frönsku eldhúspottarnir
eru bylting í mataráhöldum.
Pottana
notar þú:
★ á rafmagnshelluna
★ ágashelluna
★ í bakaraofninn
★ í örbylgjuofninn
. I'
og svo berðu matinn
fram ípottunum.
8 stærðir af pottum
og 1 af pönnu.
Islenskur kynningarbæklingur og verðlisti.
TEKK*
KRISTAIX
Laugavegi15 simi 14320
Póstsendum.