Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986
25
Málefnafátækt vinstri manna
— dylgjur um skoðanakönnun Heimdallar út í hött
eftir Þór Sigfússon
Heimdallur, félag ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, hefur
nýlega gengist fyrir skoðanakönn-
un um borgarmálefni fyrir Reykvík-
inga á aldrinum 18-30 ára. Bæði
Alþýðublaðið og Þjóðviljinn hafa
birt greinargóðar lýsingar á inni-
haldi þessarar skoðanakönnunar,
en jafnframt hafa þessi blöð ásakað
ungt sjálfstæðisfólk í Reykjavík um
„gróflegar persónunjósnir" og „al-
gert siðleysi".
Það er víst ekkert nýmæli að
vinstri menn reyni hvað þeir geti
til að hylja málefnafátækt sína í
borgarmálefnum með því að reyna
að blása út ólíklegustu mál. Það
sýnir sig kannski best í Alþýðublað-
inu, þar sem umræðan um skoðana-
könnunina þekur eina heila síðu af
ijórum.
Aður en lengra er haldið tel ég
rétt að skýra út vinnuaðferðir þær
sem viðhafðar hafa verið hjá ungu
sjálfstæðisfólki í sambandi við
þessa skoðanakönnun. 500 manna
úrtak var valið af handahófi úr hópi
Reykvíkinga á aldrinum 18-30 ára.
Hópur ungs fólks í Sjálfstæðis-
flokknum skipti þessu niður í hverfi
og var könnunin síðan afhent þátt-
takendum beint. Öllum þátttakend-
um var jafnframt tiikynnt að þeir
mættu ef þeir óskuðu senda könn-
unina í pósti á skrifstofu félagsins,
ómerkta að sjálfsögðu. Var því fólki
afhent frímerki.
Kemur nú að þætti Alþýðublaðs
og Þjóðvilja í þessu máli. í Al-
þýðublaðinu segir svo: „A síðustu
blaðsíðu þessarar skoðanakönnunar
er rækilega spurt, hvaða stjóm-
málaflokk viðkomandi ætlar að
kjósa. Spumingamar skipta mörg-
um tugum. Þessi skoðanakönnun
er siðlaus." í blöðunum er býsnast
yfir ýmsum spumingum sem
Heimdallur leggur fyrir ungt fólk í
Reykjavík og hlýtur sú gremja
vinstri manna að vera táknræn fyrir
hrikalega málefnafátækt. Þeir böl-
sótast yfir því að spurt sé hvem
af efstu mönnum á listum hvers
flokks viðkomandi telji hæfastan til
þess að gegna borgarstjóraembætti.
Getur verið að flokksblöð krata og
alþýðubandalagsmanna séu feimin
við samanburðinn á Davíð Oddssyni
annars vegar og Bjama P. Magnús-
syni og Sigurjóni Péturssyni hins
vegar? Ennfremur er gagnrýnd
spuming, sem er afar einföld en
þó brennur hún á vömm ýmissa
Reykvíkinga: „Hverjar telurðu líkur
á góðu samkomulagi vinstri flokk-
anna og virkri stjóm þessara hópa
næstu fjögur ár?“ Eflaust má full-
yrða að þessi spuming sé leiðandi
að því leyti að bæði Sigutjón Péturs-
son og Össur Skarphéðinsson hafa
haft uppi efasemdir um ágæti
vinstri sameiningar. Sigurjón lýsti
því yfir að vinstri samvinnan í
borgarstjóm hafi verið mjög baga-
leg. Láir honum einhver stór orð
þegar dæmin liggja svo glöggt
fyrir?
„Það er víst ekkert ný-
mæli að vinstri menn
reyni hvað þeir geti til
að hylja málefnafátækt
sína í borgarmálefnum
með því að reyna að
blása út ólíklegustu
mál.“
Það er ljóst að ásakanir vinstri
manna eru út í hött. En við Reykvrk-
ingar getum lært ýmislegt af því
að fylgjast með þessum bægsla-
gangi á ritstjómarskrifstofum
flokksblaðanna. Málefnin hafa al-
gerlega vikið fyrir rógburði, sem
ber keim af minnimáttarkennd og
hræðslu við að staðreyndimar komi
fram um málefna- og mannafátækt.
Heimdallur er langstærsta stjóm-
málafélag ungs fólks á íslandi.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík
skoðanakönnun er gerð á meðal
ungs fólks af félaginu enda höfum
Þór Sigfússon
við séð ástæðu til þess að leita svara
við ákveðnum spumingum sem upp
kunna að koma um málefni líðandi
stundar til þess að átta okkur betur
á því, hvað ungt fólk er að hugsa
og hvað það vill. Þannig höfum við
getað fylgt eftir baráttumálum
ungs fólks í borgarstjóm sem ann-
ars staðar.
Stóm spumingunni er hér enn
ósvarað: Hvaða ástæður liggja að
baki því, að vinstri menn sjá ástæðu
til þess að fara stórum orðum um
athafnir ungs sjálfstæðisfólks, sem
miða fyrst og fremst að því að fá
vitneskju um þau mál sem efst eru
á baugi hjá ungu fólki? Er kannski
ástæða til að fullyrða, að lýðræðis-
leg vinnubrögð séu í orði en ekki á
borði hjá þeim, sbr. það að aldrei
voru haldnir jafn margir lokaðir
fundir eins og í tíð vinstri manna
’78-’82? Ungt sjálfstæðisfólk mun
áfram beita sér fyrir því að koma
baráttumálum ungs fólks áleiðis og
mun ekki láta vinstri pressuna
trufla sig við það. Það er þó einlæg
ósk okkar að vinstri menn kynni
stefnumál sín fyrir almenningi í
stað þess að einblína á athafnir
ungs sjálfstæðisfólks.
Það sem af er hefur það unga
fólk í Reykjavík sem tekið hefur
þátt í skoðanakönnun Heimdallar,
verið sátt við hana. Ljóst er, að
þessi hópur áttar sig á því að hún
er til þess ætluð, að ungt sjálfstæð-
isfólk geti betur greint forystu-
mönnum sínum frá þeim málum,
sem efst eru á baugi hjá ungu fólki
í Reykjavík.
Höfundur er formaður Heimdall-
ar.
Eigum
á diWX'M
Sfc*"»S5EES!HE
og garðvinnuna.
Svalakassar og festingar
í miklu urvali.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Frá sýningu kvennanna á Fá-
skrúðsfirði.
Sýningkveima
á Fáskruðsfirði
Fáskrúðsfirði.
NOKKRAR konur hér á Fá-
skrúðsfirði efndu til sýningar í
húsnæði grunnskólans laugar-
daginn 10. maí þar sem þær
sýndu ýmsa muni, sem þær unnu
í vetur undir handleiðslu Guð-
mundu Einarsdóttur. Var þetta
útasaumur, brúðugerð og fata-
saumur. Samtímis sýningunni
var flóamarkaður og kaffisala á
vegum kvenna er staðið hafa
fyrir söfnun til byggingar dval-
arheimilis aldraðra. Allmargt
manna mætti á staðinn.
— Albert
LeirkerTerracotta,
(úti og inni). Mikið úrval.
Lífrænn garðáburður
i blómabeð, matjurtagarða
og a grasflatir.
Útiker í mörgum stærðum.
Veqgpottar úr leir.
Hvítir, rauðir og brunir,
margar stærðir.
Tilbúinn garðáburður
í 5,10 og 50 kg. Poku™' 2.
Mosaeyðir (1,5 kg. a37,5 m .)
Garðverkfæri og
vökvunartæki.
Gífurlegtúrval.
Tréker
undirtréog runna. Plöntusalan er hafin
- Mikið úrval útibloma
%■ Blómum
„TrioraHÍÖaVCrold
Gróðurhusinu
■sSvið Sigtúrv. Símar 36770-686340