Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986 SIEMENS Siwamat580þvotta- vélin frá Siemens fyrirvandiáttfóik • Frjálst hitaval. •Áfangaþeytivinding fyrir allan þvott, ITka ull. Mesti vindu- hraði: 1100 sn./mín. • Sparnaðarkerfi þegar þvegið er í hálffylltri vél. • Skyndiþvottakerfi fyrir íþrótta- föt, gestahandklæði og annað sem lítið er búið að nota. • Hagkvæmnihnappur til að minnka hita og lengja þvotta- tíma: Sparar rafmagn. • Hægt er að fá þurrkara með sama útliti til að setja ofan á vélina. • Allar leiðbeiningar á íslensku. Hjá SIEMBNS oru gæði, ending og fallegt útllt ávallt sott á oddinn. Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. SIEMENS Hinar fjölhæfu SIEMENS ELDAVÉLAR sameina tvær þekktar bökunaraöferöir: • meö yfir- og undirhita • meö blæstri auk orkusparandi glóöar- steikingar meö umloftun í lokuöum ofni. Vönduö og stílhrein v-þýsk gæöavara, sem tryggir áratuga endingu. Smith & Norland hf. Nóatúni 4, sími 28300. SIEMENS Siemens Super 911 Öflug ryksuga! • Sogkraftur stillanlegur frá 250 W upp í1000 W. • Fjórföld síun. • Fylgihlutirgeymdirivél. • Sjálfinndregin snúra og hleðslu- skynjari. Gömlu góöu Slomens-gæðln Smith og Norfand Nóatúni4, s. 28300. Davfð Oddsson borgarstjóri svarar spurningum lesenda r0mm Spurt og svarað um borgarmál LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðslista sjálfstæðisfólks í borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 31. maí næstkom- andi, svarar spurningum i Morgunblaðinu um borgarmál í tilefni kosninganna. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðsins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyrir borgarstjóra, sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan i þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spurningar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svaraö um borgarmál, rit- stjórn Morgunblaösins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsynlegt er, að nafn og heimilisfang spyrjenda komi fram. Gangstéttir í Blesugróf Páll Sigurðsson spyr: Megum við íbúar við Blesugróf eiga von á gangstéttum í hverfið áþessusumri? Svar: Engar gangstéttir hafa verið iagðar í þessu hverfí, þar sem gömul hús hafa víða verið fyrir. Nú eru að skapast möguleikar á að bytja á þessum framkvæmdum og verður gerð gangstétt við Stjömugróf nú í sumar. Gang- stéttarframkvæmdum verður síð- an haldið áfram eftir því sem efni standa til við Blesugróf og Jökul- gróf, væntanlega næsta sumar. Stór hluti Bleikjugrófar er í landi Kópavogs svo það þarf samvinnu við Kópavogsbæ til að ljúka gangstéttargerðinni þar. Loks skal þess getið að gerð hefur verið sérstök gönguleið undir Reykjanesbraut sem tengir Blesugrófarhverfið við Elliðaár- dalinn og biðstöð SVR. Stígurmilli Grettisgötu og Njálsgötu Ólafur Bergmann, Njálsgötu 81: Ófrágenginn er stígur milli Grettisgötu og Njálsgötu, allar götur síðan um 1930, er hús voru byggð þama. Stígurinn var lýstur fyrir u.þ.b. tveimur árum, sem þakka ber. Hins vegar þyrfti að helluleggja eða malbika stíga þama, ef vel á að vera. Stendur til að bæta um betur í þessu efni? Svar: Komið hefur til tals hjá sumum íbúunum á þessu svæði að breyta og sameina baklóðimar á þessum reit og gera þama skemmtilegt útivistarsvæði með leikvöllum og skrúðgarði. Þá myndi stígurinn væntanlega liggja öðruvísi. Best væri að fá niðurstöðu í þessu máli, áður en Svipmynd frá Reykjavík stígurinn væri gerður. Sé útlit fyrir að erfitt verði að ná sam- stöðu um framkvæmdir kæmi til greina að malbika stíginn í núver- andi legu til bráðabirgða. Stefán Karlsson, Reyðarkvísl. Mér er spum, hvort sýna eigi stóra kranann, sem stendur fyrir framan Laxakvísl og allt draslið á víð og dreif í kringum hann, á 200 ára afmæli borgarinnar. Fólk, sem leið á í Árbæjarsafn, og fjöldi ferðamanna, þar á meðal útlend- ingar, sem leið eiga framhjá fær ekki fagra mynd af borginni. Kraninn hefúr staðið þama ónot- aður mánuðum saman, ásamt „fylgihlutum" og böm og ungling- ar em þama í klifurleik. Hann þarf að fjarlægja, enda bæði slysahætta og lýti að þessum herlegheitum. Við svo búið má ekki lengur standa. Svar: Hreinsunardeild hefur verið falið að hafa upp á eiganda þess- ara tækja og á að vera búið að fjarlægja þau begar þetta svar birtist. Inga Jónsdóttir, Nýlendugötu Í8. Ég er 77 ára. Bæði vegna ald- urs og sjúkleika veitist mér erfítt að fara ferða minna um næsta nágrenni, t.d. til nauðsynlegra aðdrátta. Ástæðan er jafnframt, og ekki síst sú, að gangstéttir eru brotnar og niðurfallnar og því misháar. Eg hefí margoft talað við skrifstofu gatnamálastjóra og fengið góð orð en ekki efndir. Eg nota því tækifærið, sem Morgunblaðið gefur lesendum sín- um, og sný mér beint til borgar- stjóra, sem ég ber traust til og spyr: Má ég eiga von á því að gangstéttir í næsta nágrenni verði færðar í sómasamlegt horf nú í sumar? Svar: Gert er ráð fyrir að lag- færa í sumar þá kafla af gang- stéttum í þessu hverfi sem slæmir eru. Böðvar Hauksson, Kambaseli 14. Sem íbúi í Kambaseli í Selja- hverfi hef ég áhuga á að koma þessu á framfæri: Milli húsanna 12 og 14 við Kambasel er ófrágenginn göngu- stígur, sem er okkur til mikils ama, þar sem hann er meginhluta ársins ógengur vegna drullu og vatnsaga, nema helst st.ígvéla- búnu fólki. Nú vill þannig til að stígurinn liggur að Jaðarseli og handan götunnar er biðstöð leiðar 14, þannig að umferð gangandi fólks um stíginn er nokkuð mikil. Sumir grípa til þess ráðs að vippa sér yfir girðingar lóðanna sitt hvoru megin stígsins og bjarga sér þannig frá því að blotna í fætuma. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli borg- aryfirvalda (skrifstofu garðyrkju- stjóra og borgarverkfræðings) hefur ekkert gerst í þessu. Nú teljum við mál til komið að borgin sjái sér sóma í því að koma þessum stíg í rétta hæð og láti malbika hann síðan. Svar: Þessi gangstígur er á áætl- un í sumar. Byggingarlist og myndlist í Ásmundarsal MIÐVIKUDAGINN 14. maí var opnuð í Ásmundarsal sýning á hug- myndasamvinnu myndlistarmanns ur Norræna myndlistabandalagið manns og arkitekts að tillögum : ein af útborgum Stokkhólms. Þátttakendur er myndlistarmað- i ur og arkitekt frá hverju Norður- landanna. Frá íslandi sýna Magnús Tómasson myndlistarmaður og Magnús Skúlason arkitekt. Aðrir sýnendur eru frá Danmörku Gunnar Westman myndlistarmaður, Peter Stephensen arkitekt, frá Finnlandi Carolus Enckell myndlistarmaður og Tapani Launis arkitekt, frá Noregi Laila Haugan myndlistar- og arkitekts. Að sýningunni stend- og kynnir samvinnu myndlistar- i endurbótum á Grimsta, sem er maður og Arne Henrikssen arki- tekt, frá Svíþjóð Leif Andersson myndlistarmaður og Stefán Aleníus arkitekt. Þátttakendur fengu fijálsar hendur við úrvinnslu með teikning- um og skúlptúrum. Verkefnið er vel til þess fallið að vekja athygli á slíkri samvinnu í því skyni að sjá nýjar leiðir við bætt umhverfi og Magnús Tómasson (t.v.) og Magnús Skúlason virða fyrir sér sýning- una. tengist einnig umræðu um opin- berar listskreytingar hér á landi. Viðtakendur sýningarinnar hér eru Samband islenskra myndlistar- manna og Arkitektafélag íslands, en sýningin er farandsýning á vegum Norrænu myndlistarmið- stöðvarinnar á Sveaborg. Byggingarlist — myndlist „Hlið við hlið" verður opnuð í Ásmundar- sal við Freyjugötu miðvikudaginn 14. maí kl. 18:00. Sýningin stendur til 29. maí og er opin daglega frá kl. 14-19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.