Morgunblaðið - 15.05.1986, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986
„Ég gefst ekki upp“
— segirUnnur
Svavars sem berst
fyrir því að dóttir
hennar fái heym
„ÉG ER búin að fara sex sinn-
um utan með dóttur mína til
lækninga án árangurs. Nú held
ég hins vegar að sé von, þvi
nú eru læknisfræðin og tæknin
komin á það stig, að það ætti
að vera hægt að hjálpa henni.
Ef ekki núna þá næst.“
Sú sem talar er Unnur Svavars
myndlistarkona. Dóttir hennar,
Sigurbjörg Hermannsdóttir, yfir-
tækniteiknari hjá Húsnæðisstofn-
un ríkisins, er 28 ára og hefur
verið heymarlaus frá fæðingu og
Unnur hyggst nú ráðast í sjöundu
utanförina til þess að leita henni
lækninga. Til þess að afla §ár til
fararinnar mun Unnur halda mál-
verkasýningu í Skíðaskálanum í
Hveradölum dagana 15.—20. maí.
Þar verða til sýnis og sölu um 40
pastel-, akrýl- og olíumálverk.
„Ég verð líka með eftirprentun
af mynd sem ég málaði af Vest-
mannaeyjagosinu og kalla
„Kraftaverkið"," segir hún. „Það
hafa margir falast eftir frum-
myndinni en ég hef ekki viljað láta
hana. Þess vegna datt mér í hug
að láta prenta myndina svo þeir
sem vilja geti eignast sitt „Krafta-
verk“,“ segir Unnur og brosir.
Hún ætlar að selja eftirprentunina
á 2.000 krónur.
Unnur hefur áður haldið tíu
sýningar. „Fyrstu sýninguna hélt
ég einmitt til þess að komast með
dóttur sína til læknis," segir hún.
„Ég seldi mjög vel þá og segja
má að allir peningar, sem inn
hafa komið fyrir þessar sýningar,
hafi farið í það að leita Sigur-
björgu lækninga og meira til.“
Að þessu sinni ætla þær mæðg-
ur að fara til Rochester í Minne-
sota, en þar er Mayo-sjúkrahúsið,
mjögþekkt stofnun. „Síðast þegar
við fórum til Rochester, fyrir
§órtán árum, sögðu læknar að
eftir tíu til fimmtán ár yrði tæknin
komin á það stig að hægt yrði
að gefa Sigurbjörgu heymina.
Þess vegna ætlum við að fara
núna,“ segir Unnur. „En það veit
enginn nema sá sem reynir hvað
það kostar að leita sér lækninga
í Bandaríkjunum. Ef aðgerð verð-
ur gerð á Sigurbjörgu kostar það
ekki undir tveimur milljónum
króna.
En ég gefst ekki upp. Ég vona
bara að fólk komi til þess að sjá
sýninguna mína og sjái sér fært
að kaupa þó ekki væri nema eftir-
prentun. Eg trúi á kraftaverkið,"
segir þessi einbeitta kona að lok-
um.
V estmannaeyjar:
Ráðstefna um
sjávarútvegsmál
í DAG, fimmtudag, verður haldin
í Vestmannaeyjum ráðstefna um
sjávarútveg. Verður það fjallað
um alla helztu þætti útvegsins
af fulltrúum sjávarútvegsráðu-
neytisins og fulltrúum veiða,
vinnslu og verkafólks.
Ráðstefnan hefst klukkan 8 og
áætlað er að henni ljúki um 12
klukkustundum síðar. Ráðstefnu-
stjóri verður Ámi Kolbeinsson,
ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðu-
neytinu. í upphafi ávarpar sjávarút-
vegsráðherra, Halldór Ásgrímsson,
ráðstefnugesti. Þátttakendum verð-
ur síðan skipt í hópa, sem fyalla
meðal annars um veiðar, vinnslu,
markaðsmál og starfsaðstöðu físk-
verkafólks. Erindi verða flutt um
niðurstöðu kjararannsóknanefndar
á launum og launakostnaði við fisk-
vinnslu í Bretlandi, Danmörku, ís-
landi og Noregi og um tvífrystingu
sjávarafurða. í lok ráðstefnunnar
verða niðurstöður starfshópa
kynntar og almennar umræður.
Akureyrí:
Blásaratónleikar í kvöld
Akureyrí.
í KVÖLD halda 4 blásarasveitir
Tónlistarskólans á Akureyri tón-
leika í Akureyrarkirkju og hefj-
ast þeir kl. 20.30.
Alls koma 90 nemendur fram á
tónieikunum, á aldrinum 7—17 ára.
Á morgun fara svo 3 yngri blás-
arasveitimar austur í Mývatnssveit
og sameinast þar blásarasveitum
frá Hvammstanga, Húsavík, Hafra-
lækjarskóla og Neskaupstað, sem
halda mót í Skjólbrekku. Mótinu
lýkur með tónleikum á sama stað
á laugardaginn kl. 15.00.
Elsta blásarasveit Tónlistarskól-
ans á Akureyri undirbýr nú þátt-
töku í landsmóti Sambands ís-
lenskra lúðrasveita, sem fram fer í
Reykjavík dagana 20.—22. júní nk.
Stjómendur blásarasveita á tón-
leikunum í kvöld verða Atli Guð-
laugsson, Edward Frederiksen,
Finnur Eydal og Knútur Birgisson.
Aðgangur að tónleikunum er ókeyp-
is.
Islendingur umboðsmaður
póstverslunar í Ameríku
BJÖRN Magnússon umboðsmað-
ur bresku póstverslunarinnar
Kays á íslandi hefur tekið að sér
að vera umboðsmaður fyrir Kays
í Bandaríkjunum. Björn flytur til
Bandaríkjanna í byrjun júlí og
verður með höfuðstöðvar sínar í
Chicago.
Margrét Theodórsdóttir starfs-
maður á skrifstofu Kays-umboðsins
hér sagði Kays væri stærsta póst-
verslunin á Bretlandi og stærsta
eða næststærsta fyrirtækið á þessu
sviði hér. Þeir hefðu ekki áður
haslað sér völl í Bandaríkjunum.
Margrét sagði að það hefði staðið
til í meira en ár að Bjöm tæki
umboðið að sér og freistaði gæfunn-
ar í Bandaríkjunum, en það hefði
verið endanlega afráðið núna eftir
áramótin og væri unnið af krafti
að undirbúningi.
Námsmenn undirbúa málsókn
á hendur menntamálaráðherra
vegna frystingu námslána
Morjjunblaðið/Þorkell
Frá vinstri: Ásdís Guðmundsdóttir fulltrúi stúdenta i LIN, Siggerður
Ólöf Sigurðardóttir BÍSN, Pálmar Halldórsson framkvæmdastjóri
Iðnnemasambands íslands, Vilborg Oddsdóttir fulltrúi BÍSN í LÍN
og Eyjólfur Sveinsson formaður Stúdentaráðs HÍ situr fyrir framan.
í UNDIRBÚNINGI er málsókn á
hendur menntamálaráðherra,
Sverri Hermannssyni, vegna
reglugerðar ráðherrans um
frystingu námslána 3. janúar og
2. apríl sl. Það eru fjórar náms-
mannahreyfingar sem standa
saman að fyrirhugaðri málsókn:
Stúdentaráð HÍ, Iðnnemasam-
band íslands, Samband íslenskra
námsmanna erlendis og Banda-
lag íslenskra sérskólanema.
Fram kom á blaðamannafundi er
haldinn var í gær, að samkvæmt
lögum frá 1982 hafi verið kveðið á
um, að frá og með 1. janúar 1984
skyldu námslán nema 100% af
reiknuðum framfærslukostnaði
námsmanna. Þessu var frestað um
eitt ár með lánsfjárlögum 1984
þannig að þetta ákvæði kom til
framkvæmda 1. janúar 1985.
„Að okkar áliti er ekkert í lögun-
um, sem gefur ráðherra heimild til
að víkja frá þessu ákvæði með
setningu reglugerðar. Ráðherra
ákvað með reglugerðum sínum á
þessu ári, að námslán skyldu miðast
við reiknaða framfærslu í septem-
ber 1985. í dag er reiknaður fram-
færslukostnaður hjá LÍN u.þ.b. 20%
hærri, en nemur þessari upphæð. í
lögunum er skýrt kveðið á um að
það sé upphæð framfærslukostnað-
ar sem veitt skuli í lán. í valdi ráð-
herra og sjóðsins er að breyta út-
reikningi á framfærslukostnaði en
alls ekki að búa til einhverja aðra
tölu og veita lán samkvæmt henni,"
sagði Eyjólfur Sveinsson formaður
Stúdentaráðs HI.
Hann sagði ennfremur, að í
reglugerðinni frá 2. apríl væru
ákvæði um að námslán erlendis
miðist við gengisþróun á íslandi,
en í lögunum væri að sjálfsögðu
gert ráð fyrir að tekið sé mið af
framfærslukostnaði þar sem námið
er stundað. Á þessu tvennu gæti
hinsvegar verið mikill munur. Eyj-
ólfur sagði, að málið væri í athugun
hjá tveimur lögfræðingum, svo
hann gæti ekki sagt um hvenær
iátið yrði til skarar skríða, en líklega
yrði það ekki síðar en í haust.
Námsmannahreyfingarnar hafa
safnað á þriðja þúsund undirrituð-
um bréfum til menntamáiaráðhc’rra
með mótmælum við aðgerðum hans
í lánamálum og áskorun um að
hann dragi til baka reglugerðar-
breytinguna um frystingu náms-
lána. „Við munum afhenda ráð-
herra bréfin í næstu viku,“ sagði
Eyjólfur. Þá hafa námsmenn er-
lendis safnað undirskriftum og sent
skeyti og bréf til þingmanna með
sams konar mótmælum. „Við höf-
um reyndar heyrt, að ráðherra
hyggist afnema frystinguna 1. júnf,
en það breytir því þó ekki, að fryst-
ingin er búin að vera ólögleg síðan
3. janúar," sagði Eyjólfur.
Fuiltrúum námsmannahreyfing-
anna er voru á fundinum í gær
fannst almenningur hafa fengið
alranga mynd af eðli námslána í
þeirri umræðu, sem staðið hefði um
LÍN frá áramótum og hafi sú mynd
aðallega verið dregin upp af Sverri
Hermannssyni og aðstoðarmönnum
hans í pólitfskum tilgangi.
Fram kom á fundinum, að þús-
undir námsmanna hefðu lent í erfíð-
leikum þegar greiðsla vorlána dróst
um tæpar tvær vikur „og kom það
beint í kjölfar yfirlýsinga ráðherra
um bætta þjónustu. Um 20% lán-
þega þurftu að bíða tvær vikur í
viðbót og eru nú fyrst að fá sín lán
afgreidd. Reyndust umsóknir þeirra
á einhvem hátt ófullnægjandi, þ.e.
ýmis vottorð vantaði o.s.frv., en í
raun hefur stofnunin haft fleiri
mánuði til að biðja um þau svo
afgreiðsla lánanna hefði getað farið
fram á eðlilegan hátt - þann 15.
apríl," sagði Vilborg Oddsdóttir
fulltrúi BÍSNíLÍN.
„Tekist hefur gott samstarf með
námsmannahreyfingunum fjórum
um lánamálin og hyggjast þær
vinna algjörlega saman að þessum
málum. Innan námsmannahreyf-
inganna eru um 13.000 manns, sem
mér telst til að séu 7-8% kjósenda,"
sagði Eyjólfur að lokum.
INNLENT