Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986 65 Morgunbladið/Hartvig Ingólfsson Brandur Tómasson flugvirki og kona hans, Jónína Gísladóttir. i hálfa öld BRANDUR Tómasson flugvirki, sem oft er af starfsfélögum sín- um kallaður „faðir íslensku flug- virkjastéttarinnar", lét af störf- um um sl. áramót, eftir 48 ára farsælan starfsferil. Brandur var sá starfsmaður Flugleiða sem hafði lengstan starfsaldur að baki. Þó að nokkuð sé liðið síðan hann lét af störfum þykir rétt að fjalla hér örlítið um þessi tímamót, þvi ekkert hefur um þau verið fjallað í fjölmiðlum. „Brandur er hress eins og ungl- ingur og hefði þess vegna alveg getað haldið áfram,“ sagði einn starfsfélaga hans í samtali við Morgunblaðið. En þó að starfs- ævinni sé lokið með formlegum hætti, mun hann, að einhvetju leyti í frístundum, ljúka verkefni sem hann hefur unnið að og felst í endurbótum á hjólabúnaði Fokker ;P27 flugvélanna. Segja kunnugir að ef vel takist til, geti það hugsan- lega þrefaldað endingartíma þeirra. Eins og fyrr segir á Brandur 48 ár að baki í faginu. Hann fæddist á Hólmavík og hélt þaðan til Reykjavíkur þar sem hann nam vélfræði. Þaðan lá leiðin í fram- haldsnám hjá þýska flugfélaginu Lufthansa. Arið 1938 hóf Brandur svo störf hjá nýstofnuðu Flugfélagi ■íslands og gegndi starfi yfirflug- virkja í rúmlega 30 ár og í 18 ár til viðbótar var hann almennur flug- virki, síðast á hlutaverkstæði Flug- leiða. Á sínum langa starfsferli var Brandur samstíga hinni öru tækni- þróun sem orðið hefur í fluginu. Á frumbýlisárum flugsins hér á landi þurfti oft að smíða sérhæfð verk- færi til að gera við flugvélarnar og þá kom sér vel að Brandur var völundarsmiður. Flugvirkjar Flug- leiða nota ennþá sum verkfærin sem hann smíðaði en þó urðu mörg eldinum að bráð þegar stórbruninn varð í flugskýlinu nr. 5 um árið. Á tímum Catalina-flugbátanna í ís- lensku atvinnuflugi smíðaði Brand- ur öryggisbúnað sem festi hjólin uppi og notuðu m.a. dönsku og bresku flugherirnir búnað þennan. Tilefni þess að Brandur smíðaði búnaðinn var, að ein „Katan“ varð að nauðlenda í Kleppsvíkinni því hjólin festust ekki uppi. Kunnugir telja ekki leika vafa á því, að þessi uppfinning Brands hefði náð út- breiðslu um allan heim ef „Kötum- ar“ hefðu ekki verið farnar að úreld- ast og víða komnar úr notkun. Þar sem handlagni Brands var ekki á færi hvers og eins fer af því mörgum sögum, en líklega lýsir eftirfarandi fyrripartur henni hvað | best: „Mikið er hvað maður sá er laginn, hver rakaði sig í rennibekk um daginn." Því miður kann blaðamaður ekki alla vísuna, en hún var ort einhveiju sinni þegar annir voru svo miklar á verkstæði Flugfélagsins, að menn máttu ekki vera að því að raka sig. Taldi vísuhöfundur víst, að Brandi hefði veist létt að raka sig í renni- bekknum ef honum hefði á annað borð dottið það í hug. Flugvirkjafélag íslands hélt Brandi kveðjuhóf skömmu eftir að hann lét af störfum og voru þar samankomnir rúmlega eitt hundrað vinir og samstarfsfélagar. Voru nokkrar ræður fluttar þar sem minnst var ýmissa atburða úr sögu flugsins og flugvirkjunar. Eiginkon- ur flugvirkja hafa bundist félags- skap sem nefnist „Fífumar" og önnuðust þær undirbúning veisl- unnar af miklum myndarskap. Meðfýlgjandi ljósmyndir vom tekn- ar í kveðjuhófínu. Þrír úr röðum fyrstu fslensku flugvirkjanna og samstarfsmenn um áratugaskeið. Frá vinstri: Brandur Tómasson, Ingólfur Guðmundsson (Ingó) og Ásgeir Magnússon. Leikfélagasamband Norðurlands: Kynntar hugmyndir um „byggðaleikhús“ efnum. Einnig að einstakar upp- færslur áhugaleikfélaga komi oft á tíðum vel til greina sem sjónvarps- leikrit.“ Að fundi loknum sátu gestimir sýningu Leikfélags Blönduóss á sjónleiknum „Vígsluvottorðið“ í leikstjóm Carmen Bonitch. Tilgangur sambandsins er að efla samskipti og samstarf á milli leik- félaga á Norðurlandi og vinna að ýmsum hagsmunamálum þeirra. Telja þau þegar árangur af því starfi. Stjóm sambandsins skipa nú: María Áxfjörð, Húsavík, sem er formaður, Leifur Guðmundsson, Öngulsstaðahreppi og Sigurður Þórisson, Grenivík. — Fréttaritari. nusavin. LEIKFÉLAGASAMBAND Norðurlands, sem stofnað var fyrir þrem- ur árum, hélt aðalfund sinn síðast í apríl á Blönduósi. Mættir voru 32 fulltrúar frá 10 leikfélögum á Norðurlandi. Sérstakur gestur fundarins var Signý Pálsdóttir fráfarandi leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún kynnti fyrir fundarmönnum hugmyndir um svonefnt „byggða- leikhús" en það eru leiksýningar þar sem byggt er á sögu eða at- burðum sem gerst hafa á, eða í næsta nágrenni við staðinn sem leikið er. Fundurinn taldi afstöðu ríkisfjöl- miðlanna neikvæða til áhugaleik- listar í landinu og samþykkti eftir- farandi ályktun: „Aðalfundur Leik- félagasambands Norðurlands, hald- inn á Blönduósi 26. apríl, beinir þeirri áskorun til Ríkisútvarpsins, það er leiklistardeilda útvarps og sjónvarps, að áhugaleikfélögum á íslandi verði gert kleift að leggja til leikrit og/eða leikþætti til flutn- ings í útvarpi meira en verið hefur. Leikfélagasamband Norðurlands álítur að óverðskuldaðrar tregðu gæti hjá ráðamönnum þessarar stofnunar að fást til að koma til móts við áhugleikfélögin í þessum Landsþing lögreglumanna: Krefst úrbóta í launa- málum Tólfta þing Landssambands lögreglumanna, sem haldið var í Reykjavík 21,—23. apríl sl., krefst róttækra úrbóta í launa- málum stéttarinnar þannig að hæfir menn fáist til frambúðar- starfa, segir í frétt frá landssam- bandinu. Þingið krefst þess að skýr ákvæði verði sett um réttarstöðu lögreglu- manna almennt og einnig átelur þingið stjómvöld harðlega fyrir að láta lögreglumenn bera vopn við gæslustörf án þess að settar hafí verið reglur um vopnaburð lög- reglumanna. Þingið undrast þá stefnu stjóm- valda að bjóða lögreglumönnum þvílík kjör að reyndir og fullmennt- aðir lögreglumenn snúi sér í miklum mæli í önnur störf og telur þá stefnu stjómvalda ámælisverða að eyða miklum fjármunum í viðhald gam- alla og úr sér genginna tækja þegar sýnt er að endumýjun er betri kostur. Þingið skorar á stjómvöld að sýna málinu skilning því hér er ekki aðeins um framtíð stéttarinnar að ræða heldur einnig öryggi borg- aranna. (Fréttatilkynning) „Sumarstarf fyrir börn og ungUnga 1986“: Bækling- urinn kom- innút Bæklingurinn „Sumarstarf fyrir böm og unglinga 1986“ er kominn út á vegum íþrótta- og tómstundaráðs og er honum dreift til allra aldurshópa í skól- um Reykjavíkurborgar um þess- ar mundir. í bæklingi þessum er að finna upplýsingar um fram- boð félaga og borgarstofnana á starfi og leik fyrir böra og unglinga i borginni sumarið 1986. Um er að ræða eftirtaída aðila: Dagvistun bama, íþróttafélögin í borginni, KFUM og K, Skátasam- band Reykjavíkur, Skólagarða Reykjavíkur, Útideild, Unglingaat- hvarfíð, Vinnuskóla Reykjavíkur og íþrótta- og tómstundaráð. Starfshættir þeir sem um getur í bæklingnum em fyrir aldurinn 2 til 16 ára. Flest atriði snerta íþróttir og útivist en einnig em kynntar reglulegar skemmtisamkomur ungs fólks. Útgjöld þátttakenda vegna starfsþáttanna em mjög mismun- andi. Foreldrar sem hug hafa á að hagnýta sér framboð borgarinnar og félaganna fyrir böm sín em hvattir til þess að draga ekki inn- ritun þeirra. (Fréttatilkynning) Jr TENTE húsgagna- hjól PEKKING FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 ÖRKIN/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.