Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1986 Morgunblaðið/Þorkell Davíð Oddsson borgarstjóri, Tom Rosander skipulagsstjóri í Vásterás og Esbjörn Rosenblad sendifulltrúi sænska sendiráðsins hér á landi. Reykj avíkurborg færð gjöf frá Vásterás í Svíþjóð Nauðsynlegt að stór- auka fræðslu um alnæmi Skipting einstaklinga meö mótefni gegn alnæmisveiru Áhættuhópar 1985 l.jan.—31. mars. '86 Alls F* p*. <%> F p <%> F P <%) Hommar/Bisexual 51 14 (27,5) 34 3 ( 8,8) 85 17 (20,0) Eituriyfjaneytendur Mök við áhættuhópa 50 2 < 4,0) 17 3 (17,6) 67 5 ( 7,4) Karl 72 1 ( 1.4) 19 0 ( 0,0) 91 1 < 1,D Kona 43 0 < 0,0) 17 0 < 0,0) 60 0 < 0,0) Dreyrarsjúklingar 11 0 < 0,0) 0 0 < 0,0) 11 0 < 0,0) Samtals 227 17 < 7,5) 87 6 ( 6,9) 314 23 t 7,3) * Fjöldi mældir ** Anti-Lav/Htlv-lll jákvæöir Af þessari töflu sést, að stöðugt finnast nýir einstaklingar með merki smits. Einn nýr sjúklingur greindist með alnæmi í febrúar 1968. Aðrir, sem bætst hafa í hópinn sl. 10 vikur eru einkennalaus- ir. Smit er enn nær eingöngu bundið við sömu hópa hér og gerist hjá nágrannaþjóðum okkar. Þótt hér sé ef til vill um lágar tölur að ræða, gefa þær ákveðna vísber.dingu um ástand og þróun hérlend- is og leyfa ákveðinn samanburð við aðrar þjóðir. Tom Rosander, skipulagsstjóri frá Vásterás í Sviþjóð er staddur hér á landi í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Hann afhenti Davíð Oddsyni borgarstjóra gjöf frá Vásterás sl. föstudag. Viðstaddur var sendifulltrúi sænska sendiráðs- ins, dr. Esbjörn Rosenblad. Rosander er hér á vegum sænska sendiráðsins og Norræna hússins. Hann er þekktur skipulagsarkitekt í Svíþjóð og hefur starfað sjálfstætt, hjá sænska ríkinu og sem skipu- lagsstjóri í Vásterás síðan 1977. Bærinn er á stærð við Reykjavíkur- borg með 1000 ára gamlan bæjar- kjarna og mjög hraða uppbyggingu síðustu áratugi. Sl. mánudag var opnuð sýning í þremur þáttum í anddyri Norræna hússins: Skipulag miðborga, um- ferðarskipulag og þjónustukjarnar; dæmi um vemdun umhverfis og húsa og sænsk smáhúsabyggð. I tengslum við sýninguna flutti Ros- ander fyrirlestur sl. þriðjudagskvöld um skipulagsmál og sýndi bæði kvikmynd og litskyggnur. Síðan flytur hann annan fyrirlestur með litskyggnum í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20.30 hjá Arkitektafélagi Islands í Ásmundarsal um sænska byggingarlist og skipulagsmál. Fyrirlesturinn er öllum opinn. - segir landlæknir „GREINILEGT er að stórlega hefur dregið úr áhuga fólks á alnæmi. í haust, þegar umræður voru mestar var slmatimi sam- starfsnefndar Borgarspítalans og Landspítalans mikið notaður og læknar nefndarinnar fengu fjölmörg símtöl utan símatímans. SSðustu vikurnar hefur mjög dregið úr ásókn eftir báðum þessum leiðum. Einstaklingar S áhættuhópum hafa einnig sýnt málinu minni áhuga en áður,“ segir i greinargerð frá landlækni um niðurstöður mótefnamælinga vegna alnæmis, sem birzt hafa S Læknablaðinu. í greinargerð landlæknis segir m.a. að komið hafi fram tveir sjúkl- ingar með alnæmi, átta með for- stigseinkenni og þrettán einkenna- lausir með merki smits. í Bandaríkj- unum sé gjarnan miðað við, að fyrir hvern sjúkling með alnæmi séu 5-10 með forstigseinkenni og 50-100 með merki smits en einkennalausir (í sumum tilfellum jafnvel talaði um 300). Sé þessi ágiskun notuð ættu 10-20 einstaklingar með forstigs- einkenni að vera hérlendis og 100 til 200 smitaðir en einkennalausir. Síðan segir: „Við erum að nálgast þessar tölur hvað varðar fjölda einstaklinga með forstigseinkenni, en langt er frá að seinni talan hafi komið fram. Það er því ástæða til að óttast, að ekki hafi náðst til 100-200 smitaðra en einkenna- lausra einstaklinga. Enn sem komið er, er ekkert sem bendir til þess, að ástandið sé áber- andi betra hér en í nágrannalöndun- um. Smit hefur fundizt í sömu áhættuhópum og með svipaðri tíðni. Lífsvenjur eru og á ýmsan hátt sambærilegar. Þegar reynt er að rekja smit hafa komið fram upplýs- ingar, sem benda til þess að veiran hafi borist til lands 1981 og jafnvel fyrr.“ Þá segir landlæknir, að ákveðnir hópar virðist þó hafa sloppið hér- lendis enn sem komið er. Ekkert smit hefur fundist meðal blóðgjafa og dreyrasjúklinga. Með þeim for- vamaraðgerðum, sem þegar hefur verið gripið til er talið að dreyra- sjúklingum og blóðþegum sé nú ekki hætta búin vegna nauðsyn- legra gjafa blóðs eða storkuþátta. Óttast er þó að smit geti hvenær sem er borist út fyrir hina hefð- bundnu áhættuhópa. Um þá áhugabreytingu á al- næmi, sem lýst er hér í upphafi segir landlæknir: „Þessi breyting er í engu samræmi við þá staðreynd, að fjöldi smitaðra einstaklinga vex jafnt og þétt með sama hraða og áður. Þá er augljóst að færri koma nú af sjálfsdáðum til mótefnamæl- inga eða vegna beinna áskorana. Flestir þeirra, sem nú bætast í hóp- inn fundust vegna skipulagðs leitar- starfs, þegar þeir leituðu læknis af öðrum orsökum. - Það virðist því nauðsynlegt að stórauka fræðslu um alnæmi, birta fréttir af mark- vissari hátt og finna nýjar leiðir til að leita að mótefnum hjá einkenna- lausum einstaklingum." ..............Jv/, RJfif; Kynningarkvöld í Broadway mánudagskvöld 19. maí II. í hvítasunnu kl. 20.00 Kynntar verða þær 10 stúlkur sem taka þátt í vali um Fegurðardrottning íslands og Reykjavíkur 1986. Stúlkurnar koma fram í síðkjólum og sundbolum. New York-New York Tilbrigði við fegurð Afmælissýning Model 79 sýna vor- og sumar- tiskuna frá Karnabae sem á 20 ára afmæli um þessar mundir. Dansarar frá Dansstúdíói Alicar á Akureyri sýna dans. Nemendur Dansskóla Auðar Haralds sýna suður-ameríska dansa. verk Gunnars Þórðarsonar flutt með dansivafi Helenar Jónsdóttur og Corneliusar Carters. KRYNINGARKVOLDIÐ — SVART/HVITT KVÖLD fer fram í Broadway 23. maí. Það væri gaman ef flestir klæddust svörtu og hvítu en það er auðvitað ekki skilyrði. Seldir verða nokkrir miðar eftir mat, vinsamlega pantið tímanlega í Broad- way sími 77500 Valdar verða Ijósmyndafyrirsæta ársins og vinsælasta stúikan. Matseðili kvöldsins Le Pá te de Turbot A ux Légumes Villibráöapaté Filet de Porc farzí A u Moutard Sinnepssteikturgrisahryggurm. rauðvinssósu Les Glaces ísdúettm. rjómalikjörssósu. Dúddi greiðir stúlkun- um og notar Lóréal hársnyrtivörur. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur fyrirdansi. Elín Sverrisdóttir snyrtir með Lancomé snyrtivörum. Gestir kvöldsins: Halla Bryndís Jónsdóttir, fegurðardrottning íslands 1985, Hólmfriður Karls- dóttir, Miss World, og Sif Sigfús- dóttir, ungfrú Skandinavia. Í S»f AKARNABÆR SEIKO ccoADmr SOL HF flugleidir •ér MISS KUROI'E MISS WORLD rw *.-««/ »n.u LORÉAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.