Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ 1986
Morgunbladið/Júlíus
Grænienska þingmannanefndin ásamt forsetum Aiþingis og starfsmönnum þingsins. Frá vinstri: Friðrik
Ólafsson, Konrad Steenhoidt, Bendt Fredriksen, Moses Olsen, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Emilie
Lennert, Peter Ostermann, Henriette Rasmussen, Ingvar Gíslason, Salóme Þorkeisdóttir, Lars Gaaei
og Óiafur Ólafsson.
Alþingi:
Opinberri heimsókn græn-
lenskra þingmanna er lokið
FYRSTU opinberu heimsókn
grænlenskra þingmanna, sem
hófst 9. maí, lauk i gær. Græn-
lendingarnir heimsóttu Alþingi
og færðu þinginu listaverk að
gjöf og komu meðal annars við
í Þjóðminjasafniu, sáu sýningu
íslensku óperunnar, héldu til
Þingvaila, að írafossi, til Hvera-
gerðis, Svartsengis og Vest-
mannaeyja. Þá áttu þeir óform-
legar viðræður við Steingrím
Hermannson forsætisráðherrra
og Matthías Bjarnason viðskipta-
ráðherra og sóttu heim forseta
íslands, Vígdisi Finnbogadóttur,
að Bessastöðum.
„Þetta er sögulegur atburður
þegar yngsta þing á norðurslóðum
heimsækir það elsta," sagði Moses
Olsen, varaformaður grænlenska
Landsþingsins. Hann lýsti ánægju
sinni með skipulagningu ferðarinn-
ar, þeim hefði verið sýnt margt
áhugavert og-lærdómsríkt. „Ég lít
á heimsóknina sem upphaf við-
ræðna við íslenska ráðamenn, sem
teknar.verða upp síðar. -Við væntum
okloír mikils af samskiptum við
ísland í framtíðinni en þétta var
opinber heimsókn með óformlegum
viðræðum þar sem vakin var athygli
á sjónarmiðum okkar án samninga
eða ákvarðana,“ sagði Moses Olsen.
Þegar hefur verið samið um
áætlanaflug milli landanna og á
næstunni hefjast reglubundnar sigl-
ingar vöruflutningaskipa. Meðal
þess sem íslendingar hafa áhuga á
að kaupa af Grænlendingum er
granít til iðnaðarframleiðslu auk
annars sem borið hefur á góma.
Moses Olsen sagðist sjá það sem
framtíðarsýn að íslendingar, Fær-
eyingar og Grænlendingar tækju
höndum saman og nýttu í samein-
ingu fiskimið sín. Ef samstaða
næðist stæðu þjóðimar sterkar
andspænis öðrum fískveiðiþjóðum
sem væru á góðri leið með að full-
nýta- eða menga fiskistofna sína.
Henriette Rasmussen þingmaður
fyrir NF lýsti ánægju sinni með
móttökumar „Það hefur verið mjög
ánægjulegt að korna hingað. Hér
fínnum við að við stöndum jafnfætis
öðrum og mér líður eins og nýjum >
Kólumbus/ cagði Henrietta. Hún
kvaðst vonast cftir frekara sam,-
starfí við fslendinga í framtíðinni
og þá ekki oingöngu á.sviði við-
skipta- og fiskveiða heldur einnig
á menningarsviðinu. Hún lýstl
hrifningu sinni yfir íslenska
Vinnubrögðin
gagnrýnisverð
— segir framkvæmdastjóri Landssambands
iðnaðarmanna um verðkönnun á brauðum
menntakerfinu og sagði það athygl-
isvert að Háskóli íslands hefði verið
stofnaður 7 ámm eftir að þjóðin
varð sjálfstæð. Staða Grænlendinga
væri að því leyti svipuð og íslend-
inga á fyrstu dögum lýðveldisins
hvað grænlenska tungu varðaði og
því gætu Grænlendingar lært af
Islendingum hvemig best væri að
varðveita tungumál sem margir
álitu að ætti enga framtíð fyrir sér.
Hún sagðist vonast eftir nánari
samvinnu við íslendinga í friðarum-
ræðum, en afvopnun stórþjóðanna
væri sameiginlegt vandamál smá-
þjóðanna, sem taka þyrfti á úr því
að stórveldin gætu það ekki. „Ef
smáþjóðimar standa saman geta
þær haft áhrif og þar með við líka
þótt við séum fá,“ sagði Henrietta.
„Því valdi sem þið hafíð á vatns-
afli fannst mér stórkostlegt að
itynnast," sagði Bendt Fredriksen
þingmaður frá Norður-Grænlandi.
En Grænlendingar háfa liug á að
liefja virkjunarframkvæmdir á
uæstunni og virkja bræddan ís af
Grænlandsjökli. „Hér hef ég'kynnst
bjartsýnu, djörfu og cjálfstæðu fólki
cem er annt um cjálfstæði sitt og
ég læt mig dreyma um að Græn-
lendingar eigi eftir að líta tilveruna
'r.ömu augum í framtíðinni."
„VIÐ fögimm því þegar gerðar
eru verðkannanir á vörum og
teljum það miklu betra fyrir
neytendur en verðlagshöft. Hins
vegar þarf að standa vel að
þessum verðkönnunum en á það
virðist okkur skorta i þessari
könnun,“ sagði Þórleifur Jóns-
son framkvæmdastjóri Lands-
sambands iðnaðarmanna um
verðkönnun Neytendafélags
Reykjavikur, ASÍ og BSRB á
brauðvörum sem birt var í Morg-
unblaðinu á þriðjudag.
Þórleifur sagði að það væri einkum
gagmýnisvert við þessa könnun að
í kynningu á henni væru menn að
leika sér með tölur. Reynt væri að
reikna út hverju það gæti munað
ef allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
keyptu ódýrustu brauðin en ekki
þau dýrustu. Þetta sagði Þórleifur
að væri ekkert annað en áróður sem
ætti ekkert skylt við þær hlutlausu
upplýsingar um verð sem ættu að
vera í könnun sem þessari og gerði
það að verkum að könnunin missti
marks. Hann taldi að ef neytenda-
eða verkalýðsfélög héldu áfram á
þessari braut yrði Verðlagsstofnun,
sem ætti að gera verðkannanir, að
grípa í taumana vegna þess að
svona vinnubrögð kæmu óorði á
verðkannanir Verðlagsstofnunar.
Hótelbókanir
álíka margar
og í fyrra
AÐ SÖGN Ernu Hauksdóttur
framkvæmdastjóra Sambands
veitinga- og gistihúsa virðist
ferðamannastraumurinn ætla að
verða með liku sniði og f fyrra
ef marka má þær bókanir sem
gerðar hafa verið á hótelum.
Fullbókað er á sum hótel ákveðin
tímabil sumarsins, en Ema sagði
að afbókanir væm tíðar og því
erfítt að byggja ferðamannaspá á
þeim. Fjöldi þeirra sem hafa hug á
að koma til landsins er þó svipaður
þeim sem vom búnir að panta hótel
eða gistiaðstöðu á sama tíma í fyrra
og má því gera ráð fyrir að fjöldi
ferðamanna verði svipaður og á síð-
asta ári.
Stjórnarkosning í Frama:
B-listinn sigraði
lista stjórnarinnar
KOSNING til stjómar í Bifreiða-
stjórafélaginu Frama hefur farið
fram. Tveir listar vom í fram-
boði, A-Iisti stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs félagsins og B-listi,
sem borinn var fram af Einari
Magnússyni og Styrmi Þorgeirs-
syni. B-listinn fór með sigur af
hólmi, hlaut 293 atkvæði, en
©
fNNLENT
Kennarafélag Fjölbrautaskóla Suðumesja:
Yfirborganir flugliðakenn-
ara nema 1.170 kr. á dag
— Félagið krefst sömu yfirborgana fyrir aðra kennara, sem búa utan Keflavíkur og Njarðvíkur
A-Iisti, stjórnarinnar hlaut 219
atkvæði. Auðir seðlar vora 7. A
kjörskrá vom 611.
Formaður var kjörinn Ingólfur
Ingólfsson, Sævargörðum 10, bif-
reiðastjóri á BSR, varaformaður
Sveinbjöm Siguijónsson, Heiðar-
gerði 14, bifreiðastjóri á Hreyfli,
ritari Óli Ómar Ólafsson, Ásbraut,
bifreiðastjóri á Bæjarleiðum, gjald-
keri Reynir Haraldsson, Tunguseli
7, bifreiðastjóri á Bæjarleiðum og
meðstjómandi Sverrir Benedikts-
son, Bugðutanga 42, bifreiðastjóri
á Hreyfli. í varastjóm vom kjömir
Jósep Guðmundsson á BSR og Gísli
Hauksson ú Hreyfli.
Endurskoðendur félagains vom
kjömir Gunnar Scheving Sigurðs-
son, BSR og Rúnar Guðmundsson,
Bæjarleiðum, varaendurskoðandi
var kjörinn Jón Már Smith, Bæjar-
leiðum.
I trúnaðarmannaráð vora kjömir:
Stefán Tyrfingsson, BSR, Bemhard
Linn, Hreyfli, Kristján Guðmunds-
son, Bæjarleiðum og Þórir Magnús-
son, BSR. Varamenn í trúnaðar-
mannaráð vom kjömir Egill Hjart-
arson, Hrejrfli og Andrés Sverris-
son, BSR.
„NÝLEGA hefur komið í ljós, að
frá janúar 1978 hefur ákveðinn
hópur kennara innan Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja verið yfirborg-
aður,“ segir í frétt frá kennara-
félagi skólans. Um er að ræða
kennara við flugliðabraut skól-
ans og nemur upphæðin 1.170
krónum á hvern kennsludag.
Yfirborganir þessar eru sam-
kvæmt upplýsingum kennarafé-
lagsins í formi ökutækjastyrkja,
sem greiðast að hálfu af sveitar-
félögunum á Suðurnesjum og að
hálfu af menntamálaráðuneyt-
inu.
Samkvæmt upplýsingum kenn-
arafélags Fjölbrautaskóla Suður-
nesja em kennarar á flugliðabraut
búsettir á Reykjavíkursvæðinu og
svo em einnig 5 til 10 aðrir kennar-
ar á sömu braut. Fara þeir daglega
á milli þess og Keflavíkur. Flugliða-
kennumm er ásamt nemendum ekið
á milli daglega í sérstökum fólks-
flutningabíl og greiða þeir venjulegt
rútufargjald. Samkvæmt gjaldskrá
Sérleyfísbifreiða Keflavíkur (SBK)
em það nú 135 krónur og þegar
farið er fram og til baka 270 krón-
ur. Hinir kennaramir kosta ferðir
sínar sjálfir. Daglegur ökutækja-
styrkur kennara á flugliðabraut
umfram raunvemlegan ferðakostn-
að er því 900 krónur.
í frétt kennarafélagsins segir,
að kennarar við Fjölbrautaskóla
Suðumesja hafí vitað, að flugliða-
brautarkennaramir hafí fengið ein-
hveijar greiðslur vegna ferðakostn-
aðar og var álitið að þær næmu
„rútufargjaldi". Margsinnis hafi
þess því verið óskað við skólanefnd
skólans að hún greiddi ferðakostnað
sem næmi „rútufargjaldi" fyrir aðra
kennara, sem búa á Reykjavíkur-
svæðinu. Því hafi ætíð verið hafnað
og borið við, að Flugmálastjóm
greiddi ferðir flugliðabrautarkenn-
aranna og heyrði þetta mál því
ekki undir valdsvið skólanefndar.
„Nýlega kom annað í ljós,“ segir
í frétt kennarafélagsins, „ að sveit-
arfélög á Suðurnesjum ásamt
menntamálaráðuneytinu greiða kr.
270 auk yfirborgunar kr. 900, í
formi ökutækjastyrks. Kennarar við
FS hafa vegna þessa sett fram
ákveðnar kröfur,“ um að fargjalda-
styrkur verði greiddur kennumm
skólans, sem búa utan Keflavíkur
og Njarðvíkur og miðist við gjald-
skrá SBK og að allir kennarar við
FS sitji við sama borð og fái yfir-
borgun."
Loks segir í frétt kennarafélags-
ins: „Rök skólanefndar fyrir yfir-
borgunum til kennara á flugliða-
braut, sem hún hefur nú gengist
við, em þau, að laun séu of lág
miðað við sérhæfni og menntun.
Telja kennarar við FS þessi rök
gilda fyrir alla kennara. Kennarar
hafa sent þessar kröfur til skóla-
nefndar FS og vænta skjótra svara
þar sem sumir hyggjast hætta
störfum linni misréttinu ekki.“
Hannes Jóns-
son heim
frá Bonn
HANNES Jónsson sendiherra
íslands í Bonn mun flytja
heim tii starfa í utanríkis-
ráðuneytinu í byijun septem-
ber nk. Ekki hefur verið tekin
ákvörðun um hver tekur við
sendiherraembættinu í Bonn.
Frekari breytingar hafa verið
ákveðnar í utanríkisþjónustunni.
Helgi Gíslason sendiftilltrúi mun
taka við starfí varafastafulltrúa
íslands hjá Sameinuðu þjóðun-
um.
Þá mun Jón Egill Jónsson
sendiráðsritari í utanríkisráðu-
neytinu flytja til starfa í sendi-
ráði íslands í Osló.