Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986 Fundur norrænna heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Rætt um alnæmi og- geislavirkni ÁRLEGUR fundur norrænna heilbrigðis- og félagsmálaráð- herra hófst á Hótel Sögu í gær. Tveir íslenskir ráðherrar, Ragn- hildur Helgadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Alexander Stefánsson félags- málaráðherra sitja fundinn, sem stendur í tvo daga. Meðal þeirra helstu mála sem til umræðu voru í gær, má nefna samnorrænar aðgerðir til vamar útbreiðslu alnæmis (AIDS), frum- kvæði að alþjóðlegum aðgerðum í áfengismálum og einnig kom til umræðu, tillaga norska félagsmála- ráðherrans um viðbrögð Norður- iandanna við kjamorkuslysinu í Chemobyl. í samtali við Morgunblaðið sagði Ragnhildur Helgadóttur.heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, að samþykkt hefði verið tillaga um að setja á fót sérstakan vinnuhóp til að ijalla um spumingar varðandi alnæmi. Verk þessa hóps ætti m.a. að vera að fylgjast með þróun sjúk- dómsins, athuga hvemig best væri fyrir Norðurlöndin að stuðla að aukinni þekkingu á sjúkdómnum með rannsóknum, hópurinn ætti að samhæfa störf sín við Alþjóða heil- brigðisráðið (WHO), Evrópubanda- lagið, Evrópuþingið og fleiri aðila til að koma í veg fyrir tvfverknað og koma með tillögur tii ráðherra- Hlutur kvenna er mjög mikíll á fundi norrænna heilbrigðis- og télagsmáiaráðherra. Talið frá vinstri eru: Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, May Flodin, sem sæti á í landstjórn Álandseyja, Gertrud Sigurdsen, félagsmálaráðherra Svíþjóðar, Mimi Stilling Jakobssen, félagsmálaráð- herra Danmerkur og Tove Strand Gerhardssen, félagsmálaráðherra Noregs. nefndarinnar um þörfina á aðgerð- um bæði samnorrænum og í ein- staka löndum. Ekki var, að sögn Ragnhildar samstaða um það hvort einhver stofnun ætti að taka að sér verkefnið eða hvort það yrði í höndum Norræna heilsuvemdar- skólans. Norræna áfengisrannsóknar- tímaritið „Alkoholpolitik“ birti í fyrsta hefti þessa árs áskorun til norrænna ríkisstjóma um að stuðla að því að áfengismálin verði, á alþjóðavettvangi, flutt upp á það stig, að unnt væri að athuga sam- tímis stjómmálalegar, efnahagsleg- Ottumst langtímaafleið- ingar geislunar á búfé — segir Tove Strand Gerhardsen félagsmálaráðherra Noregs „ÞAÐ VAR stundum erfitt að koma upplýsingum áleiðis til almennings", sagði Gertrud Sig- urdsen félagsmálaráðherra Svía í samtali við Morgunblaðið um áhrifin á Sviþjóð af kjarnorkuslys- inu í Rússlandi. „Oft vissum við í Áhrif geislavirkni í Svíþjóð: Ekki búið að sleppa kúm úr fjósum ennþá — segirGertrud Sigurdsen félags- málaráðherra Svía „VIÐ VORUM ekki nógu vel undir- búin fyrir atburð af þessu tagi,“ sagði Tove Strand Gerhardsen fé- lagsmálaráðherra Noregs, en hún er tengdadóttir Einars Gerhard- sen fyrrum forsætisráðherra Nor- egs. Tove bað sérstaklega um að afleið- ingar kjamorkuslyssins í Chemobyl yrðu til umræðu á þessum ráðherra- fundi. Þetta sagðist hún hafa gert til að bæta upplýsingastreymið á milli landanna í þessum efnum. Nauðsynlegt ’væri að læra hver af öðrum. Einnig væri brýnt að sam- ræma staðla og viðmiðanir fyrir geislavirkni til að koma í veg fyrir misskilning af því tagi sem algengur var þegar umræðan um slysið var í algleymingi og allir voru að mæla mismunandi hluti. Áhrifa slyssins hefur, að sögn hins norska félagsmálaráðherra, aðallega gætt á afmörkuðum svæðum í Noregi þar sem rignt hefur geislavirkri úr- komu. Mælst hafi geislavirkni í grænmeti og einstaka vötnum. Mest væri hræðslan þó við langtímaafleið- ingar geislunarinnar á búfé. Skamm- tímaáhrifa gætti mest á hreindýra- kjöti sökum þess hve stuttan tíma það tekur fyrir geislavirk efni í fæðu að koma fram í kjöti dýranna. „Við í Noregi reynum af fremsta megni að vera betur viðbúin slíkum atburðum," sagði Tove Strand.Ger- hardsen að lokum. ríkisstjórninni ekki almennilega hvemig ástandið var. Þegar fyrstu mælingamar komu héldum við að eitthvað hefði gerst í Fors- mark-kjarnorkuverinu í Norður Svíþjóð". Gertrud sagði að nú gætti áhrifa slyssins aðallega innan matvælaiðn- aðarins. Mest hefðu áhrifin orðið á mjólkurframleiðslu því að ekki er enn farið að sleppa nautgripum úr fjós- um. Stærsti hluti landsins væri ör- uggur og óhætt að t.d. veiða í ám og vötnum. „Það sem kom okkur helst á óvart í sambandi við þetta slys var hversu mikil áhrifín voru héma þrátt fyrir að það gerðist svo langt í burtu. Það var mikill uggur í fólki þegar þetta stóð sem hæst og fólk hefur orðið hræddara við kjamorkuna," sagði Gertrud. „Aftur á móti verður að taka það fram að við hér í Svíþjóð notumst við allt öðruvísi kjamorku- ver en Sovétmenn. Við verðum að reyna að læra eitthvað á slysinu, mörgum spumingum er enn ósvarað" sagði Gertrud að lokum. ar og heilsufarslegar hliðar þeirra. Eins og stendur er til dæmis innan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar litið á áfengismál sem heilbrigðis- mál einvörðungu. í ályktun norræna ráðherrafund- arins er lýst uggi yfir stóraukinni áfengisneyslu á ýmsum stöðum í heiminum. Alþjóðasamstarf í áfeng- ismálum er aðallega á sviði heil- brigðismála. Ekki er hugað jafn mikið að öðrum atriðum eins og verslun með áfengi og eftirlit með aðgangi að því. Það er því, að mati ráðherranna, biýnt að Norðurlöndin eigi frumkvæði að því að öllum hliðum áfengismálanna verði gefinn gaumur á alþjóðavettvangi. Þetta mætti t.d. gera með því að tengja þessi mál nánar stærri málum og áætlunum á heilbrigðissviðinu s.s. „Heilbrigði allra árið 2000“. Nokkrar umræður urðu einnig um áhrif kjamorkuslyssins í Chemobyl. Það var Tove Strand Gerhardsen, félagsmálaráðherra Noregs, sem hafði óskað eftir því að öll löndin gerðu grein fyrir áhrif- um slyssins í viðkomandi löndum, viðbrögðum stjómvalda og upplýs- ingaflæði. í skýrslu Ragnhildar Helgadóttur á fundinum kom m.a. fram að áhrif slyssins hér á landi hefðu, fyrst og fremst vegna legu landsins, verið smávægileg miðað við hin löndin. Geislun hefði einung- is verið brot af því sem mældist annars staðar á Norðurlöndum. Morgunblaðið innti hana álits á því hvort ætlunin væri að gera einhveijar breytingar á viðbúnaði íslendinga og sagði hún að ráðgert væri að efla Geislavamir ríkisins bæði að mannafla og búnaði. Tove Strand Gerhardsen lagði fram tillögu á fundinum þar sem lagt er til að hættumörk og staðlar er varða geislavirkni verði sam- hæfð. Þessi mikli munur á viðmið- unum olli oft misskilningi þegar umræðan um geislun á Norðurlönd- um stóð sem hæst í fjölmiðlum. Einnig olli ósamkvæmni í frétta- flutningi og staðhæfingum ýmissa aðila oft ringulreið. Tók danski innanríkisráðherrann, sem dæmi um þetta, fréttir sænska sjónvarps- ins af geislavirkni í sænskum vötn- um. Þar hefði sérfræðingur komið og haldið því fram að hættulegt Morgunblaðið/Þorkell Knud Enggárd innanríkisráð- herra Danmerkur. væri að veiða í öllum vötnum Sví- þjóðar vegna geislavirkni. Næsta dag hefði svo annar sérfræðingur sagt að sænskum vötnum væri ekki nein hætta búin af geislavirkni. Dagskrá miðvikudagsins lauk svo með því að þátttakendur fóru og skoðuðu elliheimilið Hrafnistu í Hafnarfirði. Síðari daginn, fimmtudag, verður fjallað um hvað verið sé að gera í málefnum aldraðra fram til alda- móta. Tveir ungir sérfræðingar, Dögg Pálsdóttir og Hallgrímur Magnússon geðlæknir, flytja erindi er tengjast þeim málum. Erindi Daggar nefnist „Áætlanir um mál- efni aldraðra á íslandi til aldamóta" en erindi Hallgríms íjallar um geð- heilsu aldraðra. Gertrud Sigurdsen félagsmálaráðherra Svíþjóðar. Ásamt henni á myndinni er aðstoðarráðherra hennar, Bengt Lindqvist. Ráðning Bengts vakti mikla athygli á sinum síma vegna þess að hann er blindur. Að sögn Gertrudar Sigurdsen hafa störf Bengts haft mjög jákvæð áhrif á stöðu fatlaðra í Sviþjóð. Knud Enggárd innanríkisráðherra Danmerkur: „Leggjum áherslu á sameiginlegar evrópskar reglur um geislamælingar“ „ÁHRIF geislunarinnar frá kjarn- orkuverinu í Chernobyl eru ekki mikil í Danmörku,“ sagði Knud Enggaard innanríkisráðherra Danmerkur í samtali við Morgun- blaðið, „afleiðingarnar voru smá- vægilegar miðað við mörg önnur lönd og núverandi ástand mála í Danmörku ekki mjög alvarlegt". Danski innanríkisráðherrann kvað Dani hafa stundað reglubundnar geislamælingar undanfarin ár og hafi þær komið sér vel þá er slysið varð í Chemobyl; virtist geislamælinga- kerfi þeirra vera nægjanlegt. Að sögn Enggaard leggja dönsk stjómvöld mikla áherslu á það, á vettvangi Evrópubandalagsins, að teknar verði upp sameiginlegar reglur fyrir öll Evrópulönd um hámark geisl- unar í umhverfi og að notaðir verði sömu staðlar í öllum löndunum. V arafréttastj óri útvarpsins vegna ummæla formanns útvarpsráðs: Ekki hægt að segja að útvarpsráðs- menn hafi haft undir höndum öll gögn MORGUNBLAÐINU barst í gær frá Kára Jónassyni, vara- fréttastjóra útvarpsins, eftir- farandi athugasemd vegna ummæla Ingn Jónu Þórðardótt- ur, formanns útvarpsráðs í Morgunblaðinu í gær. „Við Inga Jóna Þórðardóttir höfum nú ekki fram að þessu þurft aðstoð fjölmiðla til að ræðast við um einstök mál útvarpsins og vona ég að við þurfum þess heldur ekki hér eftir. En í Morgunblaðinu í dag segir hún að á fostudag hafi útvarpsráð haft undir hönd- um öll tiltæk gögn um fréttaflutn- ing vegna Guðmundar J. Guð- mundssonar og Hafskips. Hið rétta í því máli er, eins og ég sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni, að útvarpsráðs- menn hafa ekki haft tal af neinum hér á fréttastofu Útvarps til að fá skýringar á einstökum atriðum í þessum fréttaflutningi. Það eina sem útvarpsráðsmenn hafa farið fram á, er að 18. júní var beðið um afrit af fréttum sem fluttar höfðu verið um þetta mál og var það að sjálfsögðu greiðlega af hendi Iátið. Útvarpsráðsmenn hafa t.d. fram til þessa ekki beðið um afrit af fréttum eða viðtölum sem voru flutt í kvöldfréttum fimmtudaginn 19. júní, eða dag- inn áður en umræddur fundur útvarpsráðs var haldinn. Þá var til dæmis rætt við Guðmund J. Guðmundsson, Svavar Gestsson, Ólaf Ragnar Grímsson og Guð- rúnu Helgadóttur. Það er því ekki hægt að segja að útvarpsráðs- menn hafi haft undir höndum öll gögn þegar ljallað var um málið á föstudag, en að sjálfsögðu geri ég ráð fyrir að þeir eins og flestir aðrir hafi hlustað á þessi viðtöl. Ég ætla ekki að fara að munn- höggvast við formann útvarpsráðs um þetta mál í blöðunum, en ég fagna því að ákveðið hefur verið að efna til sérstaks fundar um fréttaflutning útvarps og sjón- varps, ekki aðeins af þessum málum, heldur almennt. Þar er betri vettvangur til að fjalla um þessi mál, og þar á að Qalla um þau, ef ástæða þykir til, en ekki á síðum blaðanna, því að ég álít einstök atriði í þessum fréttaflutn- ingi vera „innanhússmál", ef svo má að orði komast. Að lokum vil ég endurtaka það sem ég sagði í viðtali við Morgun- blaðið, að ég tel fréttastofu Út- varps hafa hreinan skjöld í þessu máii. Allt sem sagt hefur verið um það í Útvarpinu er rétt, og hvorki útvarpsráð né aðrir hafa bent á rangfærzlur í þessum efn- um í fréttum útvarpsins."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.