Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986 Vestmannaeyjar: Landsmót AA-Sam- takanna í Herjólfsdal BUIST er við miklu fjölmenni á landsmót AA-samtakanna í Vestmannaeyjum dagana 27.— 29. júní nk., en landsmótið verður haldið í Heijólfsdai. Þar er öll aðstaða til útivistar, tjald- stæði, snyrtiaðstaða, bílastæði og stutt er í golfvöll og sund- höllina. Reistur verður um 100 fermetra danspallur, leiksvið, gæsluvöllur með leiktækjum fyrir börn og komið verður upp grillaðstöðu. Þá verður sérstök Eyjadagskrá á mótinu og sýnt verður bjargsig og fjallamennska. Boðið verður upp á bátsferðir í sjávarhella og með fuglabjörgum og skoðunar- ferðir um Heimaey. Það er Ferða- skrifstofa Vestmannaeyja sem hefur skipulagt ferðir á AA-mótið í samráði við félaga AA í Eyjum. Morgunblaðið/Emilía Fyrstu léttlömbin Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur veitingastaðurinn Ritan í Kópavogi samið við nokkra bændur um slátrun á ungum lömbum í sumar til að matreiða undirmerkinu „léttlamb**. Fyrstu lömbunum var slátrað í vikunni og verða þau kynnt fjjótlega. Myndin var tekin í gær af Gunnari Páli Ingólfssyni matreiðslu- manni og Sigurgeiri Þorgeirssyni sauðfjárræktarráðunauti við nokkra skrokka af léttlömbum. KROSSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu VerðL SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjáif! UANDSINZ \ ^ið fáið að sníða niður allt plötuefni BBSTA hjá okkur í stórri sög ÚfZVAL- /(_vTV ~ ykkur að kostnaðarlausu. BJORNINN Við erum í Borgartúni 28 Gengið í skrúðgöngu til skógarlundar kvenfélagsins. Fjallkonan, sem flutti ávarp, var að þessu sinni Helena Eiríks- dóttir. 17. júní á Flúðum: Gömlu verk- færin vöktu athygli Syðra-Langholti, 18. júní. Þjoðhatíðardagurinn var haldinn hátíðlegur að venju hér í Hrunamannahreppi. Gengið var í skrúðgöngu frá félags- heimilinu i skógræktargirðingu kvenfélagsins á Flúðum, þar sem messað var, ávarp fjallkon- unnar flutt og Sigurður Tómas Magnússon, lögfræðingur á Grafarbakka, flutti ræðu. Við félagsheimilið var síðan þjóðhátíðarhlaup sem Gunnlaugur Karlsson sigraði í, einnig boð- hlaup milli bænda sem garðyrkju- menn sigruðu í o.fl. sprell. í sund- lauginni var einnig keppt og brugðið á leik. Mikla athygli vakti sýning á gömlum búvélum, drátt- arvélum og jeppum, sem hinir ýmsu bændur eiga og hafa haldið sérlega vel við, og einnig gömul landbúnaðarverkfæri og vélar úr minjasafni Emils Ásgeirssonar í Gröf. Hann hefur safnað og gert upp margar vélar, verkfæri og hinar margvíslegum munum víðs- vegar af Suðurlandi, þökk sé honum. Veður var ágætt til útihá- tíðarhalda. Vegna hins hörmulega flugslyss sem varð skammt frá Flúðum um kvöldið var dansleik sem nýlega var hafinn að sjálf- sögðu aflýst. Sig.Sigm. Gömlu dráttarvélaraar vöktu mikla athygli, einkum yngri kynslóðarinnar. Ijósmynd/Sig.Sigm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.