Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 139. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Treholt leitaði til KGB Osló, frá Jan Erik Laure, fréttarítara Morgunbladsins. ARNE Treholt skrifaði yfir- manni sínum hjá sovézku leyni- þjónustunni, KGB, og bað hann að hjálpa sér vegna réttarhalda í máli sínu. Bréfið var ritað snemma árs og bað Treholt vin sinn Egil Ulateig að koma þvi áleiðis til Titovs. Uiateig segist aldrei hafa sent bréfið. Bréfið var stílað á Gennadij Titov, þann fulltrúa KGB, sem Treholt hafði samskipti við. Lög- reglan fann bréfið við húsleit hjá Ulateig, bezta vini Treholts, sem kom upp um flóttaáætlun hans. í bréfínu bað Treholt Titov að gefa út yfirlýsingar, sem væru sér í hag, því hann taldi það geta orðið mál- stað hans til framdráttar er hæsti- réttur Noregs tæki mál hans fyrir. Ulateig segist aldrei hafa látið bréfíð af hendi við nokkum mann og segist lögreglan sátt við skýring- ar hans. Faðir Treholts, Torstein, hefur ákveðið að stefna blaðinu Verdens Gang og blaðamanni þess vegna ummæla, sem hann telur ærumeið- andi. Sjá „Treholt leitaði ásjár KGB“ og „Faðir Treholts stefnir Verdens Gangk bls.24. Kna ttspyrnusnillingiir DIEGO Maradona virðist algjörlega óstöðvandi f heimsmeistarakeppninni í knattspymu. í gærkvöldi skor- aði hann tvö glæsileg mörk sem tryggðu Argentinumönnum sigur gegn Belgum f undanúrslitunum. Fyrr um kvöldið höfðu Vestur-Þjóðveijar unnið Frakka óvænt og það verða þvi Argentína og Vestur-Þýskaland sem leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Sjá fþróttir á bls. 52-55. Skotland: Geisla- virkni í sauðfé London, Stokkhóimi, AP. BRESK yfirvöld bönnuðu á þriðjudaginn flutninga og slátrun á sauðfé í nokkrum hluta Skot- lands næstu þrjár vikur vegna geislavirks úrfalls frá Chemobyl-kjarnorkuverinu f Sovétrfkjunum. í síðustu viku var lýst yfir sams konar banni f Norðvestur-Englandi og Norður- Wales. Mælingar hafa sýnt aukna geisla- virkni í sauðfé á þessum svæðum, en stjómvöld leggja þó áherslu á, að lambakjöt í verslunum sé ekki hættulegt. Sala á lambakjöti hefur minnkað um 70% í Bretlandi síðan á föstudag- inn, er fyrsta bannið við slátrun gekk í gildi. Einn af þingmönnum Verka- mannaflokksins segir upplýsingar um aukna geislun ógnvekjandi og dregur í efa, að stjómvöld séu nógu varkár. Fyrst eftir kjamorkuslysið var fólki aðeins um skeið ráðið frá að drekka regnvatn. Nýjustu ráðstafanir stjómarinnar em meðal þeirra umfangsmestu í nokkru vestur-evrópsku landi síðan slysið varð í lok apríl; bannið við slátrun tekur til 17% af skosku sauðfé, sem telur um 8,6 milljónir. AP/Símamynd Ahmed Zaki Yamani, olíumálaráðherra Saudi-Arabíu, á tali við hinn nýja forseta OPEC, Rilwanu Lukman, olfumálaráðherra Nígeríu. Leiðtogafundur Evrópubandalagsins hefst í Haag í dag: Afstaða til S-Afríku er aðalviðfangsefnið Haag.AP. LEIÐTOGAR aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) koma saman til tveggja daga fundar í Haag í dag. Helzta umræðuefni þeirra verður ástandið í Suður-Afríku og til hvaða aðgerða bandalagið eigi að grípa vegna þess. Jafnframt verður rætt um efnahag EB, ráðstafanir til þess að afnema ríkjalandamæri innan banda- lagsins eigi síðar en 1992, samskipti austurs og vesturs og erfiðleikana í viðskiptum Olíumálaráðherra Nígeríu gerður að forseta OPEC Viðræður hefjast í dag um ráðstaf anir til að hækka olíuverð Bríoni, Júgóslavíu, AP. FUNDUR OPEC, samtaka olíu- framleiðsluríkjanna, hófst f Júgóslavfu í gær með því að forseti samtakanna, Venezuela- maðurinn Arturo Hernandez Grisanti, var látinn vikja og olíu- málaráðherra Nfgeriu, Rilwanu Lukman, kjörinn forseti OPEC í stað hans. Að sögn talsmanns samtakanna var litið rætt um olíulækkunina undanfarið á þess- um fyrsta fundi, en annar fundur var boðaður seint i gærkveldi. Grisanti hefur legið undir gagn- rýni undanfarið og meðal annars sagði einn ráðherra arabaríkjanna opinberlega að hann væri maður atkvæðalítill og veiklundaður. Gris- anti hefur verið forseti OPEC síð- astliðið hálft ár og er frávikning hans talin bera vott um vaxandi óánægju innan OPEC með það, hve illa hefur gengið að ná samkomu- lagi innan samtakanna um aðgerðir til þess að stemma stigu við olíu- verðslækkuninni. Mana Saeed Oteiba, olíumálaráð- herra Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna, varð fyrstur til þess að gagnrýna hann opinberlega, en í einkasamtölum hefur sú skoðun verið áberandi að hann skorti þá leiðtogahæfileika sem væru nauð- synlegir til þess að stjórna samtök- unum. í dag er búist við að það dragi fyrst verulega til tíðinda á fundinum er viðræður hefjast fyrir alvöru um aðgerðir til þess að breyta þróuninni í verðlagi á olíu. Það er hins vegar ljóst að skoðanir eru mjög skiptar innan samtakanna, en olíuverð- lækkunin er talin muni kosta aðild- arríkin 60 milljarði Bandarfkjadala á þessu ári, eins og nú horfir. íran, Líbýa og Alsir eru þess hvetjandi að olíuvinnsla ríkjanna samanlagt verði minnkuð úr 19 milljónum fata á dag niður í 14 milljónir fata. Hin ríkin 10 í samtökunum telja þennan samdrátt of mikinn, þar sem sum aðildarríkir geti ekki minnkað vinnsluna svo mikið. Vilja þau að vinnslan verði minnkuð niður í 17—18 milljónir fata á dag. Telja þau að verð á olíu muni hækka við það og verða á bilinu 17—19 dalir fyrir fatið undir lok ársins, en það erum 13dalir nú. með landbúnaðarvörur við Bandaríkin. Utanríkisráðherrar bandalags- ríkjanna munu halda sérfund á undan, þar sem afstaðan til Suður- Afríku verður rædd sérstaklega, þar á meðal hvort samkomulags- grundvöllur sé fyrir hendi um refsi- aðgerðir gagnvart Suður-Afríku. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýzkalands, hafa til þessa verið andvíg því að gripið yrði til efnahagsþvingana, þar sem slíkt myndi bitna mest á blökku- mönnum í landinu. í umræðum á hollenzka þinginu á þriðjudag kom hins vegar fram víðtæk samstaða milli stjómar- fiokkanna og stjómarandstöðu um það að hvetjatil harðra refsiaðgerða gagnvart Suður-Afríku og var van den Brök utanríkisráðherra, sem verður í forsæti á fundi utanríkis- ráðherra EB, falið að leita samstöðu um þær á fundinum. Auk Hollands em Danmörk, Ir- land og Belgia fylgjandi hörðum refsiaðgerðum gagnvart Suður- Afríku nú sökum neyðarástandslag- anna þar í landi. Viðskipti Suður-Afríku við aðild- arlönd EB nema um 15,4 milljörð- um dollara á ári, þar af er um helmingurinn við Bretland og Vest- ur-Þýzkaland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.