Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986 AKUREYRI Morgunblaðið/KJS Selma Hauksdóttir til vinstri og Elva Káradóttir á upplýsingaskrif- stofu fyrir ferðamenn á Akureyri. Opnuð upplýsingaskrif- stofa fyrir ferðamenn Akureyri. UPPLTSINGAþJONUSTA fyrir ferðamenn hefur nýlega verið opnuð við Skipagötu. Þar geta íslenskir sem erlendir ferðamenn leitað sér hvers kyns upplýsinga sem að gagni geta komið við ferðalög hérlendis. Starfsmenn ferðamannaþjón- ustunnar, þær Elva Káradóttir og Selma Hauksdóttir, sögðu að tals- vert væri um að ferðamenn hefðu leitað sér upplýsinga síðan opnað var 20. júní og að flestir væru þeir útlendir. „íslendingar leita þó einn- ig hingað, en þó f minni mæli og við reynum að greiða götu allra eins vel og hægt er,“ sögðu þær Elva og Selma. Ferðamannaþjónustan er opin alla virka daga frá klukkan 10 til 19, á laugardögum frá klukkan 11 til 14 og 16 til 18, og á sunnudögum frá klukkan 11 til 14. Ráðgert er að þessari starfsemi verði haldið úti fram til loka ágústmánaðar. Myndverk í göngugötuna — tilefnið er 100 ára afmæli KEA Akureyri. BÆJARRÁð AKUREYRAR hef- ur samþykkt í tilefni 100 ára afmælis KEA að leita eftir samn- ingi við íslenskan listamann um gerð myndverks sem reist verður syðst í göngugötunni í Hafnar- stræti. Valgarður Baldvinsson, bæjarrit- ari, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að leitað hefði verið til Jóns Gunnars Ámasonar, lista- manns í Reykjavík, og ætlaði hann að koma hingað norður fljótlega til að líta á allar aðstæður og setja síðan fram hugmyndir sínar um útlit listaverksins. * t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ÓLAFS BERGSTEINSSONAR Árgilsstöðum. Gizur Bergsteinsson, Sigrfður Gizurardóttir, Dagmar Lúðvfksdóttir, Lúðvfk Gizurarson, Valgerður Einarsdóttir, Bergsteinn Gizurarson, Marta Bergman, Sigurður Gizurarson, Guðrún Magnúsdóttir og börn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföðurog afa, SIGURÐAR SÖLVASONAR, húsasmíðameistara, Munkaþverárstræti 38, Akureyri. María Sigurðardóttir, Gunnar Sigurðsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Ingóifur Sigurðsson, Þorgerður Magnúsdóttir, Aðalsteinn Sigurðsson, Alice J. Sigurðsson og barnabörn. Suðurbrekka Blaðbera vantar á Suðurbrekku og í Lundahverfi. Sér- staklega óskað eftir fólki sem getur borið út fyrir hádegi allt árið. Upplýsingar hjá afgreiðslunni í síma 23905. Hafnarstræti 85, Akureyri. Söluverð íbúða í Reykjavík 51,5% hærra en á Akureyri SÖLUVERÐ íbúða í Reykjavík er 51,5% hærra en á Akureyri og íbúðaverð á Suðurnesjum er 8% hærra en á Akureyri. Þetta kemur fram í könnun Fasteigna- mats ríkisins á söluverði Sbúðar- húsnæðis síðari helming siðasta árs. Á öllum þessum svæðum hækkaði íbúðaverð minna á milli ára en nam almennum verðlags- hækkunum. Að raungildi er lækkunin 17-18%; 16,9% í Reykja- vík, 17% á Akureyri og 17,8% á Suðurnesjum. Á Akureyri náði sölukönnunin fyrir júlí til desember til 113 íbúða. Meðalstærð var liðlega 100 fer- metrar og var söluverðið að meðal- tali 1.619 þúsund krónur á íbúð. Söluverðið er 16.180 krónur á hvem fermetra. Meðalútborgun reyndist 1.078 þúsund á íbúð,- eða 66,6%. Lækkaði útborgunarhlutfallið um 5,7% frá sama tíma árið 1984. Megnið af þessari lækkun hefur orðið á fyrstu mánuðum ársins. Á árinu 1985 hefur útborgun lækkað um 0,67% á mánuði að jafnaði. Hlutfall verðtryggðra lána hækkaði hins vegar um 7,8% á milli ára. Til samanburðar má geta þess að í Reykjavík var meðalsöluverð á fermetra 24.507 krónur og 17.475 krónur á Suðumesjum. Greiðslukjör eru svipuð á Akureyri og Suðumesj- um, en áberandi miklu óhagstæðari fyrir kaupendur í Reykjavík. Út- borgun var með meðaltali 66,6% af söluverði á Akureyri eins og fram mánuði voru samkvæmt upplys- ingum frá vinnumiðlunarskrif- stofu 1662 talsins. Alls voru 90 manns skráðir atvinnulausir i mánuðinum, þar af 2 karlmenn og 38 konur. Þessar tölur samsvara því að 76 kemur hér að ofan og á Suðumesj- um 66,1%, en aftur á móti 71,9% í Reykjavík. Verðtryggð lán á seld- um íbúðum voru 27,5% söluverðs á Akureyri, 18,7% á Suðumesjum og 10,8% í Reykjavík. Önnur lán voru hins vegar 5,9% á Akureyri, 18,7% á Suðumesjum og 17,3% í Reykja- vík. einstaklingar hafi verið atvinnu- lausir allan mánuðinn. Alls vom 179 atvinnuleysisbótavottorð gefin út. í unglingavinnuna hér á Akureyri vom 455 unglingar skráðir og hjá skólagörðum Akureyrar vom 135 ungmenni á skrá. 90 atvinnu- lausir í maí Akureyri. ATVINNULE YSISDAGAR í maí- Morgunblaðið/Magnús Kristinsson Framkvæmdastjórn Samtakanna, sem var endurkjörin, ásamt fundarstjórum síðari daginn: Frá vinstri: Jón Aðalsteinn Hermannsson frá Hliðskógum í Bárðardal, og Kristin Jónsdóttir frá Hlíð í Lóni, sem voru fundarstjórar seinni dag fundarins, Pétur Valdimarsson, Akureyri, formaður Samtakanna, Helga Eiðsdóttir, Akureyri og Arni Steinar Jóhannsson, Rein í Öngulstaðarhreppi. Annar landsfundur Samtaka um jafnrétti milli landshluta: Samtökin verða ■s nú fylkjaskipt — á sama hátt og þau leggja til að landinu verði skipt niður Akureyri. SAMTÓK um jafnrétti milli landshluta héldu annan lands- fund sinn á Þingvöllum og Laug- arvatni um síðustu helgi þar sem saman voru komnir um 100 manns. Mörg mál voru tekin fyrir á fundinum en meðal álykt- ana, sem samþykktar voru, var þessi: „Jafnvægi i byggð landsins er sameiginlegt hagsmunamál allra landsmanna. Áhrif baráttu SJL gætir nú æ meir i allri þjóð- félagsumræðu. Stöðva þarf hinn stjórnlausa straum fólks og fjár- magns á suðvesturhorn landsins. Mörgum er ljóst að kjarninn i verkefnum næstu ára er að auka vald og ábyrgð sveitarfélaganna og að landinu verði skipt i sjálf- stæð fylki, héruð eða þing hið fyrsta. Fundurinn hvetur til að stjórnarskrárdrög samtakanna verði endurflutt strax í byrjun Alþingis næsta haust.“ Starfseminni var breytt á fundin- um að því leyti að hér eftir er landinu skipt í 5 fylki og er fylkis- stjóm í hveiju þeirra. Samtökin verða því starfrækt á nákvæmlega sama hátt og þau hafa lagt til að landinu verði skipt. „Við emm að prófa þetta fyrirkomuiag á sjálfum okkur," sagði Pétur Valdimarsson, sem var endurkjörinn formaður Samtakanna, á blaðamannafundi sem haldinn var í vikunni til að skýra frá fundinum. „Starfið verður án efa miklu virkara með þessu móti - fólk fer að vinna sjálfstætt, til dæmis að því að rannsaka hvem- ig fjármagnsstreymi er innan fylkis og til annarra landshluta," sagði Pétur. Þrátt fyrir að stjóm sé í hveiju fylki er landstjóm enn við lýði og í hana vom endurkjörin Pétur Vald- imarsson, Helga Eiðsdóttir og Ámi Steinar Jóhannsson. Fylkin fimm, sem landinu er skipt í, em þessi: Höfuðborgarfylki (það nær frá Straumsvík til Hval- fjarðar), Vesturlandsfylki (sem er Vesturland og Vestfírðir), Norður- landsfylki (norðvestur- og norð- austurland), Austurlandsfylki, og Suðurlandsfylki (Suðurland og Reykjanes). Á fundinum kom fram að Sam- tökin hyggja ekki, frekar en áður, á framboð til alþingiskosninga. „Ég lít svo á að við eigum að vera þverpólitísk samtök," sagði Pétur. Um það hvort starf Samtakanna hefði skilað einhveijum árangri sögðu stjómarmennimir, sem vom allir á fundinum, að samtökin hefðu að minnsta kosti verið hvati til þess að fólk á landsbyggðinni fór að hugsa um eigin málefni meira en áður. „Umræðan um að lands- byggðin sé til ama og leiðinda hefur breyst," sagði Pétur Valdimarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.