Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986 pt0tj0iiití Útgefandi nMðMfr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Alþingi o g Þingvellir Skömmu fyrir þinglausnir í vor samþykkti Alþingi ályktun, þar sem forsetum þingsins er falið að vinna að athugun á því með hvaða hætti verði af hálfu Al- þingis minnst þúsund ára afmælis kristnitökunnar hér á landi. í framsögu fyrir ályktuninni sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings, að eink- um hefði komið til tals að Alþingi noti tilefni þúsund ára afmælisins til ráðstafana og framkvæmda, sem efla mættu tengsl þess við hinn foma þingstað. Hann taldi, að slíkt mætti í senn treysta Alþingi í vitund þjóðarinnar og auka reisn þess. - Ályktun Alþingis er vissulega tímabær, enda era ekki nema fjórtán ár til afmælis kristnitök- unnar, sem er einhver mikilvæg- asti atburður í sögu íslendinga. Þingvellir voru vettvangur fyrir hvort tveggja, kristnitökuna árið 1000 og stofnun Alþingis árið 930, og þess vegna er ekki óeðli- legt að málefni þingsins séu mönnum ofarlega í huga, þegar hátíð er haldin þar. Á þjóðhátíð- inni 1974, þegar minnst var 1100 ára afmælis Islandsbyggðar, þótti t.d. við hæfí, að efna til sérstaks þingfundar við Öxará. Þetta sýnir, hversu náin tengsl þings og Þing- valla era í hugum okkar. Þingvellir draga að sjálfsögðu nafn sitt af hinu foma þingi, sem þar var háð. Nú hefur Alþingi setið í Reykjavík frá endurreisn þess um miðja síðustu öld og samkeppni sú, sem nú stendur jrfir, um viðbótarhúsnæði fyrir þingið er við það miðuð, að það verði áfram staðsett við Austur- völl í Reykjavík. Að því kann þó að koma, að menn velti því fyrir sér í fullri alvöra hvort flytja beri þingið á ný til Þingvalla. Inn á þetta atriði var komið í mjög forvitnilegu viðtali við Þorvald Garðar Kristjánsson hér í blaðinu á þjóðhátíðardaginn. Þar kom fram, að í þessu efni era menn ekki aðeins að hugsa um það að núverandi alþingishús verði óhentugt í framtíðinni, heldur fyrst og fremst að velta vöngum ýfir hug þjóðarinnar til Þingvalla. Enginn vafi leikur á því, að Islend- ingar líta á Þingvelli sem helgi- stað, enda hafa þar orðið mestu örlagaatburðir í sögu þjóðarinnar. Þorvaldur Garðar bendir á það í viðtalinu, að hugur þjóðarinnar til Þingvalla hafí ekki aðeins komið fram í orði. „Fram um miðja síð- ustu öld og allt fram til aldamóta vora haldnir svokallaðir Þing- vallafundir. Þetta voru þjóðmála- samkomur, sem áttu ríkan þátt í að efla þjóðemisvitund og sam- takamátt íslendinga. Þá ber hátt þær hátíðir, sem þjóðin hefur efnt til á hinum foma þingstað. Þannig eru þjóðfundir og þjóðhátíðir haldnar á Þingvöllum við Öxará,“ sagði hann. Þorvaldur Garðar Kristjánsson leggur hins vegar á það áherslu í viðtalinu, að ákvörðun um flutn- ing Alþingis til Þingvalla sé ekkert dægurmál. Það skuli heldur ekki rasað um ráð fram. Tíminn vinni með málinu í margföldum skiln- ingi. Þegar þjóðin fínni sig um- komna muni hún í lotningu fyrir Alþingi við Öxará endurreisa hinn foma þingstað. Hugmyndin um Alþingi á Þing- völlum er að sjálfsögðu ekki ný. Hún var mikið ágreiningsefni á síðustu öld, þegar þingið var endurreist. Fjölnismenn undir forystu Tómasar Sæmundssonar vildu þá, að Alþingi yrði háð á Þingvöllum, en sú skoðun náði ekki fram að ganga og meðal þeirra sem eindregnast mæltu gegn henni var Jón Sigurðsson forseti. Hann talaði þá í nafni raunsæisins og taldi of mikinn kostnað og ómak, miðað við þá- verandi aðstæður, fylgja þing- haldinu við Öxará. Hann útilokaði hins vegar ekki flutning síðar meir og skrifaði beinlínis, að hann hefði tekið það „sem merki til þjóðaranda og þjóðkjarks, ef al- þýða hefði alment tekið sig fram um að beiðast þess, að Alþingi væri sett á Þingvelli . . .“ Að- stæður til samgangna og fjar- skipta era nú svo gerbreyttar miðað við síðustu öld, að önnur rök verður að færa fyrir þinghaldi í Reykjavík nú en þá. Augijóslega koma þá fyrst upp í hugann ýmsar hagkvæmnis- og fjárhagsástæð- ur, sem full ástæða er til að gefa gaum. Líklega munu þær hins vegar vera léttvægar fundar, ef „þjóðarþrek og þjóðarandi heimta þinghald á Þingvöllum", eins og komist hefur verið að orði. Hvort til þess kemur, að þjóðarviljinn beinist í þá átt, getur sagan ein skorið úr um. Það er unnt, 'að treysta hin sögulegu bönd Alþingis og Þing- valla með ýmsu öðra móti, en að þingið sitji þar meðan það starfar. Það má t.d. hugsa sér, að alþingis- hús verði reist við Öxará, þar sem þingsetning og þinglausnir færa fram, og þar gæti verið staður fyrir mikilvægar móttökur Al- þingis, forseta og ríkisstjómarinn- ar. Þorvaldur Garðar Kristjánsson vakti einmitt máls á þessu atriði í framsöguræðu sinni fyrir áður- nefndri þingsályktunartillögu um þúsund ára afmæli kristnitökunn- ar. Þessi hugmynd er mjög áhuga- verð og við hæfí að forsetar Al- þingis íhugi hana og leiti eftir viðbrögðum við henni. En þegar, og ef, til einhverra slíkra fram- kvæmda kemur skiptir miklu, að einhugur ríki meðal þings og þjóð- ar. Alþingi og Þingvellir eru meðal homsteina í þjóðartilvera okkar og varfæmi, eins og sú sem for- seti Sameinaðs þings hefur sýnt, er vissulega við hæfí í öllum mál- efnum þeirra. Danskir rithöfundar blása til orrustu Sætta sig ekki við kjör sín „Hvers vegna er ekki bara mér heldur öllum þeim sem fást við ritstörf borgað svo illa fyrir vinnu sína að þeir hafa ekki efni á að stunda hana? Hvers vegna á að svelta mann inn í hina rómantísku goðsögn um rithöfundinn fátæka sem alltaf brýst út og slær í gegn? Sama á hverju gengur. Goðsögn sem æpir af falsi þegar Iitið er á hvert stefnir í dönskum fagur- bókmenntum." Þetta ramakvein rak danski rit- höfundurinn Pelle Goldin upp í Berl- ingske Tidende í vor. Hann var einn þeirra rithöfunda sem gengu fram fyrir skjöldu til að upplýsa almenn- ing og ráðamenn um kjör, eða öllu heldur ókjör, danskra rithöfunda. Gengust þeir fyrir opnum fundi með stjórnmálamönnum þar sem rit- höfundar vitnuðu um fjárhag sinn. Af þessu spannst mikil umræða í fjölmiðlum og mikla athygli vakti þegar rithöfundurinn Carsten Nag- el upplýsti að á tímabili hefði hann haft í sig með búðarhnupli. Duglegiir en fátækur Dagblaðið Politikenfór á stúfana og kannaði kjör höfundarins Erik Stinus. Sá er 51 árs og hefur skrif- að 22 bækur á 28 árum. Getur hann einbeitt sér að skáldskapnum? Nei, það getur hann ekki, þó hann segist geta lifað af ritvélinni. En til að geta brauðfætt sig og þijú böm þarf hann að gera margt fleira en að skálda, s.s. að þýða bækur og kvikmyndir, stunda bók- menntaráðgjöf og halda fyrirlestra í skólum. Þetta þarf hann að gera þrátt fyrir það að honum hafí fyrir nokkram árum verið tryggð allt að 62ja þús. dkr. (312 þús. ísl.) laun úr ríkissjóði árlega. Hann fær nefni- lega ekki nema 20 þús. dkr. (100 þús. ísl) fyrir útlán á bókasöfnum á ári hveiju og fyrir nýja ljóðabók fær hann í mesta lagi 3 þús. dkr. (15 þús. ísl.). Þetta eru að sögn Politiken miklu lægri laun en iðn- verkamaður hefur fyrir helmingi stjdtri vinnudag. Samt tilheyrir Stinus efri miðstétt rithöfundanna. Hvemig skyldu þessi kjör fara með sjálfsvirðinguna? „Þegar ég fæ ávísun upp á til dæmis 77 dkr. (387 ísl. kr.) frá forlagi, uppgjör frá árinu á undan, fínnst mér ég stundum vera algjör- lega misheppnaður maður sem sé varla til,“ segir Stinus. Það er Ijóst að margir rithöfund- ar veigra sér við að kvarta af ótta við píslarvættishlutverkið. „Það er erfítt að halda sjálfsvirðingu sinni þegar maður þarf stöðugt að sýna götótt nærfötin," segir skáldkonan Bente Clod í viðtali við Berlingske Tidende. „Það grefur undan sjálfs- virðingunni að vera alltaf með betli- staf. Sérstaklega hafa karlmennim- ir haldið aftur af sér, vilja ekki stilla sér upp sem höfundum sem ekki selja.“ Þeir eru reyndar fáir sem selja vel, því samkvæmt upplýsingum Hans Hansens, formanns danska rithöfundasambandsins, er einungis um tylft danskra rithöfunda sem þénar álíka og iðnverkamaður. Skáld í Iandi skollaeyrna Menn hafa sem sagt komist að þeirri niðurstöðu að erfitt eða jafn- vel ógerlegt sé að vera alvarlegur rithöfundur í Danmörku nú um stundir. Flestir danskir rithöfundar, sér í lagi af yngri kynslóð, búi við ótryggar aðstæður í leiguhúsnæði og lifí í stöðugum ótta við rukkara og ófyrirséð útgjöld. Afleiðingin verði oft sú að menn missi móðinn, rændir bæði vinnunæði og vinnu- löngun. Margir rithöfundar skulda tugi þúsunda dkr. í skatt. Danska skattakerfíð byggist á því að menn hafí fastar tekjur og þess vegna verður rithöfundurinn að borga jafn hátt hlutfall af stopulum launum sínum og þeir sem fá reglulega útborgað. Bente Cold skuldar t.d. 90 þús. dkr. (450 þús. ísl.) í skatta. Hún sér ekki fram úr sínu dæmi, jafnvel þótt hún skrifaði metsölubók á morgun. Henni fínnst landar sínir sinnulausir um bókmenntir og það hvarflar að henni að hætta baslinu og fara að kenna. Samdráttur Það sem veldur m.a. versnandi kjöram danskra rithöfunda er samdráttur í sölu fagurbókmennta. Munar þar mest um minnkandi innkaup bókasafnanna, en þau hafa keypt um þriðjung upplaganna. Kaupa þau nú færri titla og færri eintök af hveijum titli (þetta varð svo aftur til þess að útlán safnanna drógust saman um 3% á síðasta ári). Afleiðingin hefur orðið minnk- andi upplag bóka, en fleiri titlar. Algengt upplag fagurbókmennta er nú talið vera um 1500 eintök, en var um 2000 eintök fyrir nokkram árum, að sögn talsmanns danska rithöfundasambandsins. Fjöldi nýrra titla hefur aftur á móti tvö- faldast á síðasta áratug og er nú orðinn um 10 þús. á ári. Þar við bætast svo endurútgáfur, sem telja um 5 þús. titla. Af nýjum titlum eru um 2.200 í flokki fagurbók- mennta, þar af um helmingur eftir danska höfunda. Samkvæmt upplýsingum frá Fé- lagi danskra bókaútgefenda hafa heildartekjur af bóksölu aukist jafnt og þétt undanfarin ár, úr t.d. 1.459 milljörðum dkr. 1981 í 1.767 millj- arða 1984. Ef verðbólga er hins vegar tekin inn í dæmið er um örlítinn samdrátt að ræða, en aftur á móti hefur heildarfjöldi seldra eintaka aukist nokkuð vegna meiri sölu vasabrotsbóka. 1984 seldust í Danmörku um 37 milljónir bóka. Dönsku bókasöfnin keyptu á síð- asta ári 2,48 milljónir binda. Tveim- ur árum áður vora kejrptar 2,69 milljónir binda og ef farið er lengra aftur í tímann verður samanburður- inn enn óhagstæðari. Þannig kejiptu söfnin 20% færri bækur í fyrra en árið 1979. Talsmaður bókasafnsmiðstöðvarinnar í Kaup- mannahöfn tjáði blm. að ástæðum- ar fyrir þessu væru spamaður í rík- isrekstri og óhagstætt verðlag bóka. — í haust er von á riti um ástandið á danska bókamarkaðnum og er það sagt geyma ýmsar óvænt- ar upplýsingar. Tekjumögnleikar rithöfunda Þar sem uppistaðan í tekjum flestra rithöfunda er bóksala og greiðslur fyrir bókaeign á söfnum kemur samdrátturinn verulega við kaunin á þeim. Samningar milli danska rithöfundasambandsins og útgefenda eru nú í endurskoðun, en hingað til hafa höfundar fengið allt að 15% af söluverði bókar án söluskatts. fyrir verk sem flokkast undur fagurbókmenntir. Það er ekki há upphæð þegar um 1500 eintök eða færri er að ræða. Útlán í bókasöfnum hafa verið dönskum höfundum umtalsverð tekjulind, sumum hveijum. Fyrir fyrstu 20 þús. bindin fá þeir 4,24 dkr. (21,30 fsl.) fyrir hvert, óháð útlánum, en síðan fer greiðslan stighækkandi eftir því sem eintökin era fleiri. Flestir höfundar eru í lægsta flokknum, en 25 höfundar eiga þó fleiri en 84 þús. bindi á söfnum. Um 70 höfundar, valdir af sér- stöku ráði, njóta árlegra lista- mannalauna úr ríkissjóði. Launin era háð tekjum, þannig að höfundur sem haft hefur allt að 143 þús. dkr. (719 þús. ísl.) í meðaltekjur undangengin þijú ár fær 62 þús. dkr. (312 þús. ísl.), en síðan fer upphæðin lækkandi eftir því sem William Heinesen, hann nýtur heiðurslauna frá danska ríkinu, 100 þús. dkr. (500 þús. ísl.) á ári. þénusta eykst. Þrír rithöfundar, þeirra á meðal Heinesen, hafa verið í heiðurslaunaflokki og fengið 100 þús. dkr. (500 þús. ísl.) á ári. Þetta era helstu tekjuleiðir dan- skra rithöfunda, en ef menn era heppnir fá þeir úthlutun úr Dansk Kunstfond, eru lesnir í danska ríkis- útvarpið eða vinna til einhverra verðlauna. Nokkuð er um að höf- undar lesi upp og haldi fyrirlestra og skv. taxta rithöfundasambands- ins er lágmarksgjald fyrir eitt kvöld 1650 dkr. (8.300 ísl. kr.). Það liggur ljóst fyrir að danskir rithöfundar geta tæplega lifað mannsæmandi lífi af skáldverkum sínum nema þeir hafí vænan fjölda bóka í söfnum og séu komnir á fjár- lög. Þá geta þeir haft allt að 205 þús. dkr. í árslaun (um 1 millj. ísl.). Af um 1500 meðlimum rithöfunda- sambandsins danska er talið að um 300 rejmi að lifa af skáldverkum sínum. Hafa ekki efni á forvinnu Menn greinir nokkuð á um það hvort efnaleysi rithöfunda komi niður á gæðum bókanna sem þeir skrifa. I grein í Politiken fyrir skömmu segir Erik Vagn Jensen hjá forlaginu Vindrose að síðustu ár hafí verið skrifaðar stórgóðar bækur í Danmörku og á hveiju ári komi fram nýir hæfileikamenn. Annar útgefandi, Jarl Borgen, held- ur því hins vegar fram að danskir rithöfundar þéni svo lítið að þeir hafí ekki ráð á að stunda þær rannsóknir sem nauðsynlegar séu til ritunar metnaðarfullra verka. Þess vegna séu svo mörg þunnildi á markaðnum og þess vegna gerist sögumar svo oft í hversdagsum- hverfí höfundanna sjálfra. Hann er þó þeirrar skoðunar að Danir hafi nú á að skipa fleiri hæfíleikaríkum rithöfundum en nokkru sinni fyrr, þeir líði hins vegar fyrir það að ekki hafi fyrir löngu verið komið upp rithöfundaskólum (sbr. lista- skólar). Claus Clausen hjá Tiderne Skift- er kveðst leita með logandi ljósi að fjármagni til að geta gefið út öll þau handrit sem „ættu að komast á þrykk", en hann hafi ekki efni á að gefa út sem standi. Hann bendir á að ástæðuna fyrir þessu efnaleysi megi e.t.v. rekja til þess að nú hafi allt verið sagt og öllum formum verið jaskað út. Samtímabókmennt- irnar séu með öðrum orðum ekki eins spennandi lengur og bókamenn geti bráðum farið að kiija með Bítl- unum: „ . . . nowhere man/sitting in his nowhere-land making all his nowhere plans for nobody." Helga Lindhardt hjá forlaginu Hekla kennir fjölmiðlum að hluta til um ófarir fagurbókmennta, það séu alltaf færri og færri bækur sem fréttnæmar þyki og gerð séu skil. Sumir höfundar saka aftur forlögin um að hafa bækumar svo dýrar að enginn dauðlegur maður hafí ráð á þeim, auk þess sem þau séu ekki nógu ötul við markaðssetningu. Kjeld Belert, rithöfundur, skrifar t.d. i Politiken: „Það er afar svekkjandi fyrir rithöfund að bók hans skuli einungis seljast í þijú hundrað eintökum. Manni líður eins og aula þegar enginn virðist hafa not fyrir það sem maður skrifar. Maður verður svo niðurdreginn að maður á til að segja að skárra hefði verið að bókin hefði alls ekki komið út. Og það hef ég nú sagt.“ Ríkið fjárfesti í tungumálinu Rithöfundar jafnt sem útgefend- ur virðast vera sammála um að ríkið geti og eigi að taka þátt í að leysa vanda þeirra. Að mínu mati er það sjálfsögð skylda velferðarríkis að styðja við bakið á tungumálinu og bókmennt- unum á sama hátt og nauðsynlegt þykir að styðja leikhús, kvikmyndir og söfn í menningarlandi," segir útgefandinn Erik Vagn Jensen í Politiken. Hann telur að fyrir tí- undahluta af söluskatti á bókum megi gera kraftaverk, bæði fyrir höfunda, útgefendur og lesendur. í vor mynduðu rithöfundar, bók- salar og útgefendur með sér sam- starfshóp til að semja tillögur um það hvernig styrkja mætti bókina. Hópurinn er þegar tekinn til starfa, en engar tillögur liggja fyrir enn. Höfundar hafa hins vegar upp á sitt eigið eindæmi sent mennta- málaráðherra bréf, þar sem lagt er til að þeim höfundum sem ekki hafí lágmarkslaun verði greiddir dagpeningar er samsvari atvinnu- leysisbótum. Biðja þeir menn um að hætta að tala um að styrkja listina, tala frekar um að fjárfesta í tungumálinu (rithöfundar séu riddarar þess). Ekkert hefur frést af undirtektum enn, en nokkrir þingmenn hafa lýst sig fylgjandi einhveijum aðgerðum til að tryggja höfundum lífsviðurværi. Samtök höfunda áforma nú að efna til frek- ari aðgerða í október. Danskir bókamenn líta gjarnan yfir til Svíþjóðar þegar rætt er um framlög ríkisins til listar. Sænska ríkið veiji á ári hveiju 25 milljónum skr. (143 millj. ísl. kr.) til að styrkja frumútgáfur. Þessara styrkja, sem nemi um helmingi af framleiðslu- kostnaði bókar, njóti um 400 titlar og hafí þeir tryggt fjolbrejrtni á bókamarkaðnum þar í landi. En hver svo sem framvindan verður, hlýtur það að vera í þágu flestra Dana að takist að styrkja stöðu bókarinnar, því eins og ein- hver reiknaði út standa 18 manns (prentarar, útgefendur, bóksalar o.s.frv.) á öxlum hvers rithöfundar og lifa þar ágætu lífi. Rithöfundar hafa bent á að sú verðmætasköpun sem þeir séu upphafsmenn að jafn- gildi um 7% af þjóðarframleiðslu Dana, og sé það meira en land- búnaðurinn leggi til. Grein og myndir: Rúnar Helgi Vignisson, Kaup- mannahöfn Á síðasta ári drógust útlán f dönskum bókasöfnum saman um 3%. Helsta ástæðan er talin vera minnkandi bókakaup safnanna, en í fyrra keyptu þau 20% færri bækur en 1979. Greiðslur fyrir bókaeign á söfnum er ein helsta tekjulind danskra rithöfunda. Sala á ódýrum vasabrotsbókum hefur aukist töluvert undanfarin ár, ekki síst vegna tilboðs mánaðarins. Á meðan á heimsmeistara- keppninni i knattspyrnu stendur fjallar bók mánaðarins að sjálfsögðu um mesta knattspyrnumann allra tíma, Pelé. 29 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir Ásgeir Sverrisson Leiðtogafundur ríkja EB í Haag: Efnahagsaðgerðir gegn Suður-Afríku í brennidepli INNAN Evrópubandalagsins (EB) eru mjög skiptar skoðanir um hvort gfrípa beri til efnahagslegra refsiaðgerða gegn stjórn Suður-Afríku. Þann 16. þessa mánaðar komu utanríkisráðherrar aðildarríkjanna 12 saman til fundar í Lúxemborg en ekki náðist samstaða um aðgerðir. Fundarmenn afréðu að bíða eftir enn einni skýrslu frá hendi embættismanna. Sú skýrsla mun væntanlega liggja fyrir í dag, fimmtudag, er tveggja daga fundur leiðtoga ríkja EB hefst í Haag í HoIIandi. Ljóst er að orðalag þeirrar skýrslu verður ákaflega teygjanlegt ef embættismönnunum hefur tekist að taka fullt tillit til sjónarmiða Breta, sem eru andvígir refsiaðgerðum, og afstöðu Dana, sem um Iangt skeið hafa hvatt til þess að öll viðskiptatengsl við Suður-Afríku verði rofin. í september á síðasta ári sam- þykktu ríki EB að grípa til tak- markaðra aðgerða á sviði stjóm- mála og viðskipta. Þá vora sósíal- istar við völd í Frakklandi og vildu þeir að EB gripi til fullrar hörku gegn stjórn hvíta minnihlutans. Nú ráða hægri menn ríkjum í Frakklandi og þeir telja hyggileg- ast að fara hóflega í sakimar. Á fundinum í Lúxemborg hvöttu Frakkar raunar til banns við innflutningi á ávöxtum og víni frá Suður-Afríku, en það bann hefði haft í för með sér aukna sölu á sama vamingi frá Frakk- landi. Stjórn Jaques Chirac, for- sætisráðherra Frakklands, er almennt andvíg efnahagslegum refsiaðgerðum og segir þær í engu bæta aðstöðu hins kúgaða svarta meirihluta. Stjóm Margaret Thateher í Bretlandi hefur latið í ljós svipaðar efasemdir um gagn- semi refsiaðgerða. Af staða mótast af hagsmunum Þijú öflugustu ríki Evrópu- bandalagsins, Frakkland, Bret- land og Vestur-Þýskaland, era því andvíg efnahagslegum refsi- aðgerðum. Danir, Hollendingar, Irar og Grikkir eru gagnstæðrar skoðunar. írar hafa þegar boðað bann við innflutningi á ávöxtum og grænmeti frá Suður-Afríku og mun það taka gildi um næstu áramót. Belgíumenn eru í grand- vallaratriðum andvígir þess háttar aðgerðum en ítalir hafa forðast að taka afstöðu. Um 700.000 Portúgalir búa og starfa í Suður- Afríku og hefur ríkisstjórnin áhyggjur af því ástandi sem óhjá- kvæmilega myndi skapast ef allur þessi fjöldi sneri aftur til síns heima. Ljóst er að afstaða einstakra ríkja Evrópubandalagsins til refsi- aðgerða helst í hendur við við- skiptahagsmuni þeirra. Hávær- ustu kröfur um aðgerðir koma frá ríkisstjórnum þeirra ríkja, sem minnstra hagsmuna eiga að gæta. Á síðasta ári nam verðmæti út- flutnings Dana til Suður-Afríku 80 milljónum Bandaríkjadala, en Vestur-Þjóðveijar fluttu þangað vörur fyrir 2,6 miiljarða dala. Talið er að fjárfestingar Breta í Suður-Afríku nemi 18 milljörð- um Bandaríkjadala og á ekkert ríki jafn mikið fé bundið þar. Hins vegar á Suður-Afríka meiri við- skipti við Vestur-Þýskaland en Bretland. Frakkar eiga einnig mikil viðskipti við Suður-Afríku- menn. Því er ljóst að stærstu ríkin innan Evrópubandalagsins, þ.e.- a.s. Bretland, Vestur-Þýskaland og Frakkland, eiga mun meiri hagsmuna að gæta hvað varðar efnahagslegar refsiaðgerðir gegn stjórn P.W. Botha, forseta Suður- Afríku, en hin aðildarríkin níu. Þessum hagsmunum vilja stjórnir ríkjanna ekki stefna í voða nema tryggt sé að refsiaðgerðir komi að tilætluðu gagni. Pólitískur þrýstingur Hollendingar, sem hafa þjóða mest gagmýnt kynþáttaaðskiln- aðarstefnuna, hafa verið hikandi í afstöðu sinni til efnahagslegra refsiaðgerða. Afstaða þeirra mót- ur-Afríku en það bann ætti eink- um að bitna á hvítum efnamönn- um þar syðra. Einnig hafa verið uppi hugmyndir um að takmarka fjárfestingar erlendra ríkja í Suð- ur-Afríku. Afstaða Breta Á fundinum, sem hefst í dag, fimmtudag, kann að fara svo að ríkisstjóm Bretlands samþykki þessar tillögur svo framarlega sem þær verða nefndar „ráðstaf- anir“ en ekki „refsiaðgerðir" í yfirlýsingu fundarmanna. Líklegt má telja að Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, muni ekki grípa til neinna þeirra aðgerða sem skaðað geta efnahag Bretlands fyrr en henni þykir tryggt að ríki utan Evrópubandalagsins grípi til sams konar aðgerða. Vafalaust mun Thatcher eink- um verða umhugað um að Japanir hagnist ekki á ákvörðun ríkja Evrópubandalagsins. Þá mun hún væntanlega beita sér fyrir því að niðurstaða fundarins verði á þann Sjö manna nefnd á vegum Samveldisins hefur hvatt Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, að grípa til efnahagslegra refsiaðgerða gegn stjóm hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. ast .einkum af þeirri staðreynd að mest öll olía sem berst til Suður- Afríku kemur frá, eða í gegnum, Rotterdam. Hollenska olíufyrir- tækið Royal Dutch/Shell á því mikilla hagsmuna að gæta í Suð- ur-Afríku. Hingað til hefur Evrópubanda- laginu tekist að sætta ólíka hags- muni aðildarríkjanna með því að beita einkum pólitískum þrýstingi í þeim tilgangi að einangra Suð- ur-Afríkumenn á alþjóðlegum vettvangi. í september á síðasta ári settu Evrópubandalagsríkin bann við vopnasölu til Suður- Afríku og riftu öllu samstarfí á sviði hemaðar- og kjarnorkumála. Hermálafulltrúar á vegum ríkj- anna vora kallaðir frá Suður- Afríku og endir bundinn á sam- vinnu á sviði menningarmála. A vettvangi Evrópubandalags- ins er nú einkum rætt um bann það við innflutningi á ávöxtum og grænmeti, sem Hollendingar hafa gert tillögu um og nýtur stuðnings Frakka. Þá hefur einnig verið rætt um bann við flugsam- göngum á milli ríkja EB og Suð- veg að stjóm hennar þurfí ekki að samþykkja frekari tilslakanir þegar leiðtogar ríkja samveldisins koma saman í ágúst til að ræða samræmdar aðgerðir gegn Suð- ur-Afríku. Thatcher mun því leitast við að fínna lausn sem ríki Evrópu- bandalagsins, Samveldisríkin og sjö manna nefnd samveldisins geta fellt sig við. Líklega mun koma til einhverra tilslakana af hennar hálfu en þó er ekki að vænta stórvægilegra breytinga á afstöðu ríkisstjórnarinnar. Sjö manna nefnd á vegum breska samveldisins hefur skorað á ríkisstjórn Bretlands að grípa til efnahagsaðgerða gegn Suður- Afríku. Vissulega er umdeilanlegt hvort slíkar aðgerðir koma að gagni eða bitna fyrst og fremst á svörtum íbúum landsins. Hins vegar virðist ljóst að svarti meiri- hlutinn er reiðubúinn til aðgerða °g hyggst ekki bíða lengur eftir niðurstöðum þeirra umræðna sem fram fara á Vesturlöndum. (Heimildir: The Observer, The Guardian og AP.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.