Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26.JÚNÍ 1986 41 \ Laddi kveður á SSgu eftir 6(1 sýningar fyrirTullu húsi í vetur. Alls komu yfir 20 þúsund manns á sýningarnar. Laddi á Sögu; Tuttugn þúsund manns sáu sýningarnar Rösklega tuttugu þúsund manns komu í Súlnasal Hótels Sögu í vetur og vor til þess að sjá skemmtidagskrá Ladda, sem flutt var alls 60 sinnum á föstudags- og laugardagsk völd- um. Sextugasta og síðasta sýning Ladda á Sögu var þann 7. júní sl. Við það tækifæri voru allir þeir sem stóðu að uppfærslu sýn- ingarinnar kallaðir fram á sviðið og þeim þakkað. Á sýningunum naut Laddi m.a. aðstoðar Halla bróður síns og dansara frá Dans- stúdíói Sóleyjar. Stjómandi sýn- ingarinnar var Egill Eðvarðsson, Gunnar Þórðarson sá um útsetn- ingu tónlistar og Hjómsveit Magn- úsar Kjartanssonar lék á sýning- unum. Kynnir var Páll Þorsteins- son. Forsvarsmenn Gildis hf., sem sér um veitingareksturinn á Sögu, tóku á móti gestum við inngang- inn síðasta sýningarkvöldið og færðu þeim blóm og 20. þúsund- asti gesturinn var sérstaklega verðlaunaður. Það var Lóa Rún Kristinsdóttir og hlaut hún að launum gistingu fyrir tvo í svítu hótelsins ásamt kvöldverði í Grill- inu og morgunverði við brottför. Wilhelm Wessman, framkvæmdastjóri Gildis hf., býður Lóu Rún Kristinsdóttur, 20. þúsundasta gesti sýningar Ladda á Sögu, velkomna. Verðlauna- uppskriftir hjá ísfugli Tíu bestu kjúklingauppskriftim- Jónsson, Gestgjafanum, Anna ar í uppskriftasamkeppni ísfugls í Bjarnason, DV, Sigrún Óskarsdótt- Mosfellssveit hafa nú verið valdar ir, sölumaður ísfugls, og Kjeld af dómnefnd. Alls bárast 80 upp- Jokumsen matvælafræðingur ís- skriftir. Verðlaunauppskriftimar fugls. hafa verið gefnar út í litprentuðum Þess má geta að íslendingar era bæklingi. Verðlaunin vora tveir nú önnur mesta fuglakjötneyslu kassar af kjúklingum frá ísfugli. þjóð Norðurlanda á eftir Dönum. Dómnefnd skipuðu Hilmar B. Verðlaunahafarnir ásamt dómnefnd og framkvæmdastjóra. Talin f.v.: Sigrún Óskarsdóttir, Anna Bjarnason, Hilmar B. Jónsson, Alfreð Jóhannsson frkvstj., Margrét Brandsdóttir, Ingibjörg St. Haralds- dóttir, Jóhanna Ólafsson, Margrét Pálsdóttir, Alma Eir Svavars- dóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, Sigrún Guðnadóttir, Ragna Fossberg og Katrín Egilsdóttir. Á myndina vantar tvo verðlaunahafa, þær Sigriði J. Axelsdóttur og Sigríði Rögnvaldsdóttur. BÁRA Svissneska þvottavélin ® Stillanlegt hitastig á öllum þvottakerfum. D Heitt og kalt vatn. ® 800/400 snúninga vinduhraði. Ferðamálaráð íslands: ^ íslenskar merkingar á stjómborði. D Sérhvervéltölvuprófuðfyrirafhendingu. Ferðamönnum fjölgaði og tekjur af þeim jukust Morgunblaðinu hefur borist i hendur ársskýrsla um störf Ferðamálaráðs íslands fyrir árið 1985. Þar kemur m.a.fram að erlendum ferðamönnum fjölgaði árið 1985, frá árinu áður og tekjur af þeim jukust en jafn- framt hefur, að því er segir í skýrslunni, verið skorið við nögl það fjármagn sem veitt er til Ferðamálaráðs úr ríkissjóði. Kostnaður við rekstur ferðamála- ráðs á síðastliðnu ári var rúmlega 21 milljón króna, og eru þar með talin laun og almennur rekstur skrifstofu, landkynning, umhverfis- vemd svo og önnur starfsemi. Upp gefnar gjaldeyristekjur af þjónustu við erlenda ferðamenn reyndust vera u.þ.b þrjár milljónir og var það 19,3% aukning frá 1984 umreiknað miðað við meðal viðskiptagengi árs- ins 1985. Þetta mun vera f fyrsta skipti sem tekjur okkar af viðskipt- um við erlenda ferðamenn nema hærri upphæð en við notum til ferðalaga erlendis. Árið 1985 er annað árið sem umtalsverðri upphæð er varið til umhverfisvemdarmála en Bima Bjamleifsdóttir er formaður um- hverfísnefndar. Fjölmargar um- sóknir bárast nefiidinni og vora flestir styrkir veittir vegna nýrra tjaldstæða og lagfæringa á eldri tjaldsstæðum, til að bæta hreinlæt- isaðstöðu og lagfæringar göngu- leiða. Alls heimsóttu 97.443 erlendir ferðamenn ísland á árinu 1985, þar af 31.633 Bandaríkjamenn en einn- ig margir V-Þjóðveijar, Bretar og Skandinavar. Flestir ferðamenn komu til landsins yfir sumarmánuð- ina, júní, júlí og ágúst, eða 55%. Erlendum ferðamönnum Qölgaði um 14,2% frá árinu 1984 en á sl. þremur áram hefur ferðamönnum fjölgað um 34,2%. í skýrslunni gagnrýnir Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri, þá reglu að Ferðamálaráði skuli tryggð 10% af söluverðmæti Fríhafnarinn- ar á Keflavíkurflugvelli og segir hann að ef svo fari fram sem horfír muni skerðing lögbundinna tekna Ferðamálaráðs nema u.þ.b. 20 millj- ónum króna á árinu 1986, en það er um 50% þeirrar upphæðar sem reiknað var með. Einnig gagnrýnir hann mjög hækkun flugvallarskatts og segir hækkunina líklega til þess að draga úr ferðum útlendinga til landsins. VERD AÐEINS KR. 21.068 stgr Vörumarkaöurinn hl. Armúla 1 a, s.: (91) 686117 FYRIR FJÖGUR Á FÖSTUDÖGUM Kæri viðskiptavinur! í júní, júlí og ágúst lokum við kl. 16 á föstudögum. Við nýtum helgarfríið vel. Hress og endurnærð veitum við þér enn betri þjónustu! SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.