Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986 ---------1-------------- SCHWARZKOPF Kaupmenn, hárgreiðslu- stofur, innkaupastjórar Lokað vegna sumarleyfa frá 5. júlítil 5. ágúst. HEILDVERSLUN PÉTURS PÉTURSSONAR HF. Suöurgöíu 14, símar 21020 og 25101. vegna sumarleyfa frá 7. júlí til 28. júlí. Ryðvarnarstöðin hf. Bíldshöfða 14, sími 687755. GOODYEAR á hagstœðu verði Hvort sem er í þurru færi eða blautu í lausamöl eða á malbiki á hálku eða í snjó eru: MÝKT, GRIPFESTA OG GÓÐ ENDING aðalsmerki Goodyear-hjólbarðans LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBARÐA GOODýYEAR IpilHEKLA HF Lflugaveqi 170-172 Stm> 21240 Tveggja hreyfla flugvél bætist í flugflotann NÝ tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Beechcraft Queen Air hefur bæst í flugflota lands- manna. Vélin rúmar 7 farþega auk flugmanns og verður hún notuð til leigu- og einkaflugs. Flugvélin hefur hlotið einkenn- isstafina TF ESJ og var smíðuð árið 1967 en aðeins 3.000 stundir eru liðnar af svokölluðu hreyfillífi hennar. Eigendur eru nokkrir einstakl- ingar og hyggjast þeir leigja hana út á vegum fyrirtækisins Flugfars á Reykjavíkurflugvelli jafnframt því sem þeir hyggjast nota hana í einkaerindum. Flugið hingað til lands tók 15 V2 klst. frá New York og við stýr- in sátu þeir Hörður Hafsteinsson og Sveinn Ólafsson flugmenn. Arsfundur íslenskra sendikennara: Ríkið leggi meira af mörk- um vegna kynningar á ís- lensku máli og menningu Árlegum fundi íslenskra sendi- kennara erlendis er nú nýlokið i Kaupmannahöfn, en alls starfa níu lektorar sem sendikennarar á Norðurlöndunum, í Þýskalandi og í Frakklandi. A fundinum kom fram ósk um að íslenska ríkið legði sjálft meira að mörkum við kynningu á eigin menningu, en í fréttatilkynningu frá fundinum, segir að sendikennar- amir fái styrk sem nemi fargjaldi þeirra til íslands á ári og auk þess bókakaupastyrk sem dugi fyrir fjór- um nýjum bókum árlega. Sendi- kennaramir kynntu starfsemi hver hjá sér, rædd voru kennslugögn og var sérstaklega fagnað nýrri kennslubók í íslensku fyrir erlenda stúdenta eftir Astu Svavarsdóttur og Margréti Jónsdóttur. Rætt var um stöðu íslensku sem háskólagre- inar og kom m.a. fram að hingað til hefur hún naumast nokkurs staðar verið til sem sérstakt fag. Eini háskólinn á Norðurlöndum sem hingað til hefur haft íslensku sem sérstaka grein er háskólinn í Árós- um og hefur þar verið hægt að taka íslensku sem aukafag til lokaprófs. Nú hefur íslenska verið tekin upp sem sérstakt fag við háskólann í Bergen og líkur eru á að sama sé í bígerð í Osló. Sendikennaramir era allir laun- aðir af þeim háskólum sem þeir starfa við. ísiendingar eiga sjálfír enga stofnun, sem vinnur að út- breiðslu íslenskrar tungu og menn- ingar á borð við stofnanir annarra þjóða t.d. British Council, Goet- hestofnunin þýska og Menningar- stofnun Bandarílg'anna. Einnig eiga Danir og Norðmenn sínar menning- arstofnanir víða um heim og kosta sjálfír kennslu við háskólana. Sendikennaramir fást við ýmis- legt fleira en kennslu og er það mismunandi eftir löndum hversu mikill hiuti starfsins er kennsla og hversu mikill hluti þess er rann- sóknarstarf eða kynningarstarf á íslenskum málefnum. Sá háttur hefur mjmdast á þessum fundum að fundarmenn kynni samstarfs- mönnum sínum rannsóknir sem í gangi em. í fyrra kynnti Dagný Kristjánsdóttir rannsóknir sínar á sálgreiningu til bókmenntatúlkunar og í ár fjallaði Halldór Ármann Sigurðsson um rannsóknir sínar á því sem hann nefnir tóm eða ósögð frumlög í íslenskum setningum. Ifyrsta íslenska sendikennara- embættið var stofnað við háskólann íslenskir lektorar að loknum fundi í Kaupmannaliöfn 1. júní sl. Frá vinstri: Erlingur Sigurðsson Helsingfors, Böðvar Guðmundsson Björgvin, Halldór Armann Signrðsson Kiel, Margrét Jónsdóttir Reykjavík, Þorleifur Hauksson Uppsölum, Dagný Kristjánsdóttir Osló og Eyvindur Eiríksson Kaupmannahöfn. Myndina tók Einar Már Jónsson París, en auk hans vantar á myndina Steinunni Le Breton í Caen, og Kristinn Jóhannesson Gautaborg. í Bergen 1954 og var dr. Hreinn Benediktsson prófessor fyrstur til að gegna því starfi. Hin era í Osló, Uppsölum, Gautaborg, Helsingfors, Kaupmannahöfn og utan Norður- landa í Kiel, Caen og París. Allt era þetta lektorsstöður og auk þess er við Oslóarháskóla prófessor í ís- lensku, Vésteinn Ólason. Auk þess er íslenska kennd í Bandaríkjunum, Kanada, Ítalíu og auk þess í flestum Austurevrópulöndum. Sú kennsla er öll kostuð af viðkomandi löndum og stofnunum. Fram kom á fundinum að þar sem íslendingar kosta sjálfír svo litlu til við kennslu í tungu sinni og menningu á erlendri grand, era þessar stöður í stöðugri hættu. Um leið og samdráttur á sér stað í skóla- málunum í löndunum, heyrast radð- ir um að fella eigi niður stöður í íslensku eins og reyndar hefur gerst í Englandi. Verði áframhaldandi samdráttur í háskólamálum megin- landsins í líkingu við það sem verið hefur á sl. tíu áram, gæti því svo farið að lokum að íslenska yrði hvergi kennd nema á íslandi. Því er orðið biýnt að íslenskir stjóm- málamenn móti sjálfstæða og mark- vissa stefnu á þessu sviði, segir í fréttatilkynningu frá fundi sendi- kennaranna. „Opið hús“ á fimmtu- dagskvöldum í sumar Sumardagskrá Norræna hússins hefst fimmtudaginn 26.júní, kl.20:30, undir nafninu „Opið hús“. Þetta er árviss viðburður í starfi hússins og er dagskráin einkum sett saman með tilliti til norrænna ferðamanna og flutt á einhveiju Norðurlandamálanna. Á dagskrá þessari verður leitast við að kynna ýmsa þætti íslenskrar menningar svo sem sögu landsins og náttúra, bókmenntir og listir. Að hveiju erindi loknu er gert kaffíhlé og síðan sýnd einhver af kvikmyndum Ósvalds Knudsen. Kaffístofa Norræna hússins og bókasafnið verða opin frameftir á fimmtudögum í sumar, eða svo lengi sem „Opið hús“ verður á dagskrá og sú nýbreytni verður tekin upp að bækur um ísland og hljómplötur með íslenskri tónlist verða til sölu í bókasafninu. Á fyrsta „Opna húss“- kvöldinu, nú á fímmtudaginn, heldur Guð- mundur Sigvaldason jarðfræðingur, fyrirlestur á dönsku um eldstöðvar og heita hveri á íslandi og sýnd verður kvikmynd Ósvalds Knudsen, „Eldur í Heimaey" með norsku tali. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir, Islendingar jafnt sem er- lendir ferðamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.