Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986 35 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Hafnarfjörður - blaðberar Blaðbera vantar í Setbergshverfi. Upplýsingar í síma 51880. fHffgtmfrlfifttfe Bókari Óskum að ráða starfskraft sem fyrst til að annast bókhald og skild störf. Góð undir- stöðumenntun ásamt starfsreynslu áskilin. Um er að ræða heilsdags framtíðarstarf. Upplýsingar um starfið veitir Brynjólfur Jóns- son í síma 83655. TRAUSTIiI Knarrarvogur 4, Reykjavík, Sími 83655. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Fjölbrautaskólann á Akranesi vantar kenn- ara í þýsku. Umsóknarfrestur er til 7. júlí. Frestur til að sækja um áður auglýstar kenn- arastöður í viðskiptagreinum og efnafræði til Flensborgarskóla framlengist til 7. júli. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík. Menn tamálaráðuneytið. Ritari óskast Félagsmálastofnun Kópavogs óskar að ráða ritara í fullt starf. Meginverksvið er fólgið í ritvinnslu. Umsóknarfrestur er til 1. júlí nk. og liggja umsóknareyðublöð frammi á Félagsmála- stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 41570. Félagsmálastjóri. Súðavík Skólastjórar — kennarar Súðavík sem er vinalegt sjávarpláss örstutt frá ísafirði vantar réttindafólk til kennslu. Nemendafjöldi var 30 á síðastliðnu ári. Kjör eftir samkomulagi, til dæmis ívilnun í húsa- leigu og þátttaka íflutningi á búslóð. Upplýsingar veitirfráfarandi skólastjóri í síma 94-4946/92-3595, sveitarstjóri í síma 94- 4912 og formaður skólanefndar í síma 94- 4964 Skólanefnd Súðavíkur. Vantar í afleysingar og í fast starf. Upplýsingar í síma 611212 kl. 09.00-12.00 í dag og á morgun. Tæknimaður Tölvur Við leitum að tæknimanni til starfa í þjón- ustu- og tæknideild. Starfið felst í viðhaldi tölvubúnaðar og almennri þjónustu við við- skiptamenn okkar. Starfið krefst þess að væntanlegur starfs- maður hafi undirstöðumenntun til starfsins og góða almenna þekkingu á tölvubúnaði. Sé röggsamur og úrræðagóður og eigi gott með að umgangast fólk. í boði er áhugavert starf hjá traustu og fram- sæknu fyrirtæki með góðri vinnuaðstöðu. Frekari upplýsingar veitir Jón Trausti Leifs- sonísíma621225. Með allar fyrispurnir verður farið sem trúnað- armál. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33, sími 20560. & Kerfisfræðingur Alafoss hf. Alafoss hf. auglýsir eftir kerfisfræðingi sem gegna mundi stöðu deildarstjóra tölvudeild- ar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. í starfinu felst kerfishönnun og viðhald tölvukerfa. Tölva: Burrauges B 920. Forritunarmál: Aðallega Cobol. Fyrirhuguð er frekari tölvuvæðing hjá fyrirtækinu. Dag- legur vinnutími er frá kl. 08.00-16.00 og búast má við töluverðri aukavinnu. Umsóknir sendist fyrir 3. júlí nk. til starfs- mannastjóra Álafoss hf., 270 Varmá, Mosfellssveit. Starfsmannastjóri. ST. JOSEFSSPÍT ALI HAFNARFIRÐI Matráðskona eða starfskraftur með reynslu í matargerð óskast til afleysinga í sumar. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Einnig er laust 50% starf í eldhúsi við baksturfrá 1. september. Upplýsingar í síma 50188 (23) fyrir hádegi næstu daga. Framkvæmdastjóri. Vélvirkjar óskast í vinnu til Færeyja. Fríar ferðir og uppihald. Góð laun í boði. Upplýsingar í síma 50315 millikl. 18.00-20.00 íkvöld. Afgreiðslu- og sölumaður Við leitum að vönum manni til afgreiðslu og sölustarfa í verslun okkar. Æskilegt að við- komandi hafi þekkingu á vélum og tækjum til iðnaðar. Uppl. á staðnum (ekki í síma). Iselco sf. Skeifan 11, 108 Reykjavík. Grundarfjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Grundar- firði. Upplýsingar hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma 91-83033. Atvinna óskast Ungan mann, er stundað hefur nám í við- skipta- og hagfræði við bandarískan háskóla undanfarin þrjú ár, vantar vinnu nú þegar. Upplýsingar í síma 91 -45336, fyrir hádegi. Sveitarstjórastaða Starf sveitarstjóra Vatnsleysustrandarhrepps er laust til umsóknar. Umsóknum með uppl. um aldur, menntun og fyrri störf skal skilað á skrifstofu hrepps- ins, Vogagerði 2, Vogum fyrir 28. júní 1986. Uppl. veita sveitarstjóri Kristján Einarsson í síma 92 6541 eða 6529 og oddviti hrepps- nefndar Ómar Jónsson í síma 92 6637. Sveitarstjóri Hreppsnefnd Suðurfjarðarhrepps, Bíldudal, auglýsir starf sveitarstjóra Suðurfjarðar- hrepps laust til umsóknar. Uppl. um starfið gefa oddviti í síma 94 2261 og 94 2210 og sveitarstjóri í síma 94 2165 og 94 2228. Umsóknum sé skilað á skrifstofu Suðurfjarð- arhrepps, Bíldudal fyrir 5. júlí nk. Rekstrarráðgjafi óskast til starfa hjá Iðnþróunarfélagi Suður- nesja. Leitað er helst að viðskiptafræðingi, hagfræðingi eða hagverkfræðingi. Starfið er fólgið í áætlanagerðum, heimsókn- um í fyrirtæki, markaðsathugunum og al- mennri iðnráðgjöf. Góð laun í boði. Upplýs- ingargefurframkvæmdastjóri sími 92-4027. Bifvélavirki óskast strax til starfa á vélaverkstæði Víði- gerði, Víðidal, V-Hún. Upplýsingar í síma 95-1794 og eftir kl. 20 í síma 95-1591 /1592. Lögfræðingur/ Viðskiptafræðingur Fyrirtækið er rótgróin og virt fasteignasala í Reykjavík. Starfið felst í almennum skrifstofu- og sölu- störfum. Viðkomandi fær góða þjálfun og handleiðslu á vinnustað, með tilliti til þess að geta síðar meir gengið inn í flest störf sem fulltrúi framkvæmdastjóra. Hæfniskröfur eru góð menntun; æskilegt er próf í lögfræði eða viðskiptafræði. Við leitum að ungum, hressum starismanni, sem hefur áhuga á sölumálum og á auðvelt með að starfa sjálfstætt. Vinnutími er frá kl. 9-17, auk töluverðrar yfirvinnu. Mjög góð laun eru í boði. Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí. Viðkom- andi þarf að geta hafið störf í júlí eða ágúst nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysmga- og rádnmgaþ/onusta /fR Lidsauki hf. (@ Skólavördustig 1a - 101 Reykjavik - Sirru 621355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.