Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986 SJÁIÐ ÍSLAND ÚR 40.000 FETA HÆÐ Nú gefst í fyrsta sinn kostur á útsýnis-háflugi í 8 sæta þotu Þotuflugs. Landið tekur á sig nýjan svip séö ofan úr heið- hvolfi jarðar þar sem himinninn er svartur og myndir verða sem teknar úr geimfari frekar en flugvél. Ferðin kostar kr. 6.400,- fyrir manninn (á mann). Nánari upplýsingar og sætapantanir í síma 27809 og utan skrifstofutíma í síma 40202. Ef hópar æskja þess að farin sé sérstök flugleiö þá vinsamlegast semjið um slíkt fyrirfram. Grandagarði 1 b, Reykjavík í blíðu og stríðu Rætt við tvo sænska félagsráðgjafa sem hafa sérhæft sig í samskiptavanda- málum kynjanna. Göngum göngum .... Að ganga sértil heilsubótar. Tápogfjör Kíkt í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði. Veggspjaldatiskan Matur Rússnesk matargerðarlist. Myndbönd Föstudcigsblaðið er gott forskot á helgina Thomas Hulce sem pizzusalinn Jónatan. Víðsfjarri tónskáldinu Amadeusi. Listamanna- draumar í L A 92 mín. Austurrísk-Bandarísk. 1985. Sagt er að lunginn úr leikara- stétt Bandaríkjanna sé þjónandi á vertshúsum stórborganna og fleiri í LA en nokkuri annarri. Þökk sé sjálfri draumafabrikkunni, Hollywood. í Bergmálsgarði fylgjumst við einmitt með þrem ungmennum þar í borg sem öll ganga með frama- og listamanns- drauma í maganum. Susan Dey hyggst verða leikkona, en það sem hún hefur enn haft upp úr krafs- inu er strípsýningar í afmælis- boðum. Hjá henni leigir pizzu- Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Bergmálsgarður — Echo Park ★ ★ ★ Leikstjóri: Robert Dornheim. Framleiðandi: Walter Shenson. Handrit: Michael Vanture. Myndataka: Karl Kofler. Tónlist: David Rickets. Klipping: Ingrid Koller. Aðalleikendur: Susan Dey, Thomas Hulce, Christopher Walker, Michael Bowen, John Paragon. sendillinn Thomas Hulce, ljóð- og tónskáld í frítímum. í hinum helm- ing hússins býr austurríski kraft- lyftingamaðurinn Michael Bowen. Sá hyggst verða Amold Scwart- zenegger annar. Harla óvenjuleg mynd og kær- komin í einfaldleika sínum og virðingu fyrir þessum þrem rek- öldum á víðáttumiklum ströndum borgar tækifæranna. Bergmáls- garður fjallar nefnilega ekki um þær manngerðir sem við sjáum alla jafna í níu myndum af tíu, þær sem slá í gegn, heldur hinar sem eru að sækja á brattann og eru að klöngrast í fjallsrótunum. Og eru knúnar áfram af draumn- um einum. Myndin um þetta utangarðsfólk er þó engin grátsaga heldur sögð á bráðskemmtilegan hátt og mein- fyndin. Aðalpersónumar mynda einnig ástar-þríhyming. Day er framagjam tækifærissinni sem til að byrja með er hrifinn af hinum austurríska kraftakarli en er undir lokin farin að gefa hinum ástsjúka Hulce gaum. Hvomgur sjá pilt- amir sólina fyrir henni. Það kemur á óvart að sjá Hulce í þessari litlu, vinalegu mynd, eftir að hafa komist á toppinn í Amad- eus. Allavega er hlutverk hans hér ekkert stjömuefni. Hugsan- lega er þáttur hans vinargreiði frá Amadeustímanum í Vín, hveiju sem því viðvíkur er hann greinilega óragur við að velja sér viðfangsefni. Því er þó ekki að neita að meðleikarar hans stela athyglinni, bæði hin útsmogna og kynþokkafulla Day og hinn for- kostulegi Austurríkismaður og hans meinháðski kraftlyftingar- kafli. Senuþjófurinn sjálfur er þó enn einn nýgræðingurinn á tjald- inu til viðbótar, John Paragon í hlutverki slepjulegs, brilljantín- greidds nektardansaramangara. Rob Lowe að fullvissa þjálfara sinn, Ed Lauter, um að hann vilji komast aftur á klakann. * A köldum klaka Bíóhöllin: Youngblood ★ ★ Leikstjóri: Peter Markle. Handrit: Markle. Kvikmyndataka: Mark Irwin. Tónlist: William Orbit/Torch- song. Tónlist með Mr. Mister, Donnu Summer, Nick Gilder ofl. Aðalleikendur: Rob Lowe, Cynthia Gibb, Patrick Swayze, Ed Lauter, Jim Youngs. Kanadísk/bandarísk frá New United Artists. 1985. í myndinni Youngblood er íjallað um íshokkí, þá hröðu og háskalegu íþrótt sem er næsta óþekkt hérlendis. Rob Lowe er efnilegur leikmaður sem heldur að heiman af bóndabýlinu í leit að frægð og frama. Vegnar vel uns besti vinur hans á svellinu er örkumlaður af andstæðingunum. Snýr þá aftur til kotsins þar sem eldri bróðir hans stappar í hann stálinu á nýjan leik. Piltur heldur til baka og hefnir. Garpskapur á íþróttavellinum er orðin gatslitin tugga en kvik- myndagerðarmennirnir bjarga sér fyrir hom að þessu sinni með því að bjóða vandvirknisleg vinnu- brögð og sýna að þeir kunna að halda uppi spennu. Að auki er forvitnilegt að fá að kynnast þessu glæfraspili sem nefnist íshokkí. Það er sem maður sé kominn í hringleikahús á tímum Rómveija. Ahorfendur öskra á blóð og keppnismennirnir svífast einskis í hita leiksins - öllum brögðum er beitt. Youngblood er því æsileg fyrir augað. Rob Lowe skautar af skörungsskap og bræðir sjálfsagt margt stúlkuhjartað á köldu svell- inu. Annars eiga hann, Swayze og George Finn í hlutverki fautans í liði andstæðinganna, ríkan þátt í að byggja upp hressilega spennukafla. Þá er einkar ánægjulegt að sjá það gamal- kunna hörkutól, Ed Lauter, í mannsæmandi hlutverki. í heild er Youngblood ekki ýkja merki- leg kvikmynd en dálaglega sam- ansett, af kanadískum kvik- myndagerðarmönnum, og spenn- andi afþreying. Aðalfundur Æðarverndarf élags Snæfellsness- og Hnappadalssýslu Æðarverndarfélag Snæfellsness- og Hnappadalssýslu hélt aðal- fund sinn í Stykkishólmi fyrir stuttu. Á fundinn mættu m.a. Sigurlaug Bjarnadóttir, formað- ur Æðarræktarfélags Islands, og Árni Snæbjörnsson, ráðunautur Búnaðarfélagsins. Höfðu þau áður heimsótt varpstöðvar á Vestfjörðum og víðar. Ámi flutti erindi um ræktun og eflingu æðarvarps og var það erindi mjög fróðlegt og athyglisvert. Hann sýndi skyggnur um þróun æðar- varps frá aldamótum, hversu vel það stóð um aidamót og þar til lægðin var sem mest um 1960. Með auknum og almennum áhuga æðar- ræktenda nú, hefði varpið aftur snúist til betri vegar, margar til- raunir til aukningar þess hefðu borið árangur og enn væri leitað leiða svo sem með skjólbeltum, út- ungun og fleiru sem áhuga vekti. Nefndi hahn í því sambandi ýmsar varpstöðvar og hvemig þar hefði til tekist. Verstu óvinir varpsins væru vargfuglar og væri allt gert til að fækka þeim. Minnst var á skemmdarstörf hrafns, minks og tófu. Gegn öllu þessu þyrfti að vera á varðbergi. Hermann Guðmundsson, formað- ur félagsins, gat starfs félagsins og hvað hefði áunnist á liðnum árum. Einar Karlsson stýrði fundi og ræddi einnig um aukningu varpsins. Tíðarfarið hefur mikið að segja, sérstaklega miklar rigningar, sem geta eyðilagt uppskeruna. Sigurlaug Bjarnadóttir ræddi fé- lagsmál og markaðsmál og sérstak- lega kom hún inn á mikilvægi umhirðu í varpi. Dúnninn er verð- mæt vara og um hann verður að hugsa og leggja alúð við að hann geti orðið sem bestur. Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.