Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986 3 V^terkurog Ll hagkvæmur auglýsingamiðill! Of mikið framboð á Bretlands- markaði OF MIKIÐ framboð af fiski á markaði í Bretlandi hefur stuðl- að að lágu verði að undanfðrnu að sögn Tómasar Kristjánsson- ar hjá Landsambandi íslenskra útvegsmanna. Börkur seldi í Bretlandi í gærmorgun. Á mánudagsmorgun seidu Halk- ion og Asbjörn í Grimsby og Hull. I vikunni verða 120 gámar af frystum fiski í sölu á Bret- landsmarkaði. Halkion seldi 88 tonn í Grimsby fyrir 4.460 þúsund krónur, meðal- verð var 52,81 kr. á kíló. Ásbjörn seldi í Hull, 174 tonn fyrir 7.808 þúsund krónur, meðalverð var 44,81 kr. ákíló. Gunnar Rafn Einars- son skattstjóri Norður- landsumdæmis eystra Fjármálaráðherra hefur skipað Gunnar Rafn Einars- son, viðskiptafræðing og löggiltan endurskoðanda, í embætti skattstjóra Norður- lands eystra frá og með 1. júlí nk.,en þá lætur Hallur Sigurbjörnsson af embætti að eigin ósk. Guðmundur er fæddur 12. júní 1949 á Blikastöðum í Mosfells- sveit. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969 og við- skiptafræðiprófí lauk hann frá Háskóla íslands í janúar 1974. Löggiltur endurskoðandi varð Gunnar Rafn árið 1979. Hann hefur undanfarin átta ár starfað sem skrifstofustjóri Hraðfrysti- stöðvarinnar í Reykjavík. Auk þess starfaði hann á endurskoð- unarskrifstofu Bjöms Steffensen og Ara Thorlacius frá 1975 til 1978 og þar á undan starfaði hann um árabil hjá Ríkisendur- skoðun. Stofnlánadeild landbúnaðarins: Lenging lána, frestun af- borgana og lækkun vaxta STOFNLÁNADEILD landbúnað- bygginga- og jarðakaupalán af- arins hefur ákveðið breytingar á borgunarlaus fyrstu 2 árin. lánakjörum bænda hjá deildinni, meðal annars með lengingu lána og lækkun vaxta. Ráðstafanirnar eru gerðar til að létta greiðslu- byrði bænda sem margir eru með erfiða fjárhagsstöðu. Lánstími á verðtryggðum og gengistryggðum lánum sem Stofn- lánadeild yfírtók nýlega frá Veð- deild Búnaðarbankans verður lengdur um 15 ár, úr 10 til 12 árum í 25 ár. Vextir af þessum lánum verða lækkaðir í 2% eins og er á almennum lánum. Ofangreind lán eru flest tilkomin vegna breytinga á lausaskuldum bænda í föst lán á undanfömum árum. Lánstími bygginga- og jarða- kaupalána og skuldbreytingalána verður lengdur um 5 ár. Lánstíma lána þeirra bænda sem eru með sérstaklega erfiða greiðslustöðu má lengja meira, eða allt að 10 árum, enda liggi fyrir meðmæli frá fjár- hagskönnunarnefnd landbúnaðar- ráðuneytisins og Búnaðarfélags ís- lands. Afborgunum af lánum vegna loðdýraræktar verður frestað vegna erfíðrar stöðu búgreinarinnar. Gert er ráð fyrir því að bændur sæki um lengingu lána sínna fyrir 15. ágúst næstkomandi. Þá hefur einnig verið tekin ákvörðun um að framvegis verða Sigmundur Stefáns- son ráðinn skattstjóri Reykjanesumdæmis Gunnar Rafn Einarsson Eiginkona Gunnars Rafns er Fanney Kristbjarnardóttir og eiga þau þrjú böm. Sex umsækjendur sóttu um embættið auk Gunnars. Þeir voru Grétar Már Sigurðsson lögfræð- ingur, Guðmundur Gunnarsson skattendurskoðandi, Haukur Sigurðsson viðskiptafræðingur og Jón Dalmann Armannsson skrifstofustjóri. Tveir umsækj- enda óskuðu nafnleyndar. Fjármálaráðherra hefur skipað Sigmund Stefánsson Iögfræðing í embætti skatt- stjóra Reykjanesumdæmis frá og með 1. júlí nk. Fráfarandi skattstjóri er Sveinn Þórðar- son, sem gegnt hefur embætt- inu í 20 ár og lætur nú af störf- um fyrir aldurs sakir. Sigmundur er fæddur á Siglufirði 4. júní árið 1949. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1969 og fór eftir það í lögfræðinám við Háskóla íslands. Fyrsta veturinn sinn í Reykjavík starfaði hann sem prófarkalesari á Morgunblaðinu með námi, en lög- fræðiprófinu lauk hann vorið 1975. Þá hóf hann störf sem fulltrúi hjá Skattstofu Reykjanesumdæmis og ári síðar varð hann skrifstofustjóri embættisins. Eiginkona Sigmundar er Elísabet Kristinsdóttir og eiga þau tvö böm. Sigmundur Stefánsson Auk Sigmundar sóttu þeir Ingvar J. Rögnvaldsson lögfræðingur og Magnús Jóhannesson um embættið. ' Lambakjötið frá Sláturfélaginu er ljúffengur grillmatur Sláturfélagið hefur á boðsfólum mikið úrval af mögru og góðu lambakjöti, enda er grilltíminn nú genginn í garð og íslenska lambakjötið er sérlega gott á grillið. Kraftmikið og náttúrlegt bragðið nýtur sín mjög vel þegar kjötið er grillað. Þurr hitinn frá kolunum gerir kjötið í senn mjög safaríkt og meyrt. Glóðað er lambakjötið brúnt, stökkt og bragðmikið að utan, en Ijósrautt og safaríkt að innan: Ósvikin, Ijúffeng villibráð. Hjá Sláturfélaginu færðu líka rauðvínslegið og jurtakryddað lambakjöt, og auk þess sérstakt meyrt lambakjöt sem er sérgrein okkar. Gott á grillið. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.