Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 36
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986 i 36 Ragnhildur Jónsdóttir Núpadalstungu - Minning Fædd 15. október 1895 Dáin 18. júní 1986 Með örfáum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar, Ragnhildar Jónsdóttur, sem jarð- sungin verður í dag frá Bústaða- kirkju. Hún lést í Landakotsspítala 18. þessa mánaðar. Þar hafði Ragnhildur dvalist á annað ár eftir áfall sem hún fékk og leiddi til lömunar. Naut hún þar frábærrar umhyggju og aðhlynningar. Einnig var henni búin mjög góð aðstaða til að stytta tímann við útsaum, því þrátt fyrir lömun hægri handar var ekki um neina uppgjöf að ræða, sú vinstri varð að taka við hlutverki hinnar hægri. Flesta daga í meira en ár naut hún þess að sitja við gluggann með saumagrindina sína. Fyrir þetta allt færum við læknum og hjúkrunarfólki innilegar þakkir. Ragnhildur fæddist 15. október -X t Eiginmaður minn, faöir og tengdafaðir, HANNES JÓNSSON frá Seyðisfirði, Glaðheimum 8, Reykjavfk, er lóst 12. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 19.júníkl. 15.00. Sigrfður Jóhannesdóttir, Sigurjón Hannessson, Björg Jónsdóttir, Elin Hrefna Hannesdóttir, Árni Sigurbergsson, Sigrún Klara Hannesdóttir, Oaníel Benediktsson, Sveinn S. Hannesson, Áslaug Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Bergþórugötu 9, verður jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 27. júni kl. 13.30. Margrét Einarsdóttir, Jón Árnason, Kristleifur Einarsson, Anna Hjálmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, GUÐFINNA VIGFÚSDÓTTIR, Öldugötu 12, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 27. júníkl. 10.30. Hólmfríður Sigurjónsdóttir, Dóra Sigurjónsdóttir, Richard Theodórs. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andiát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BRYNJARS GUÐMUNDSSONAR, Selvogsgötu 7, Hafnafirði. Hólmfrfður Ragnarsdóttir, Ragna Brynjarsdóttir, Sigurjón Pétursson, Guðmundur Rúnar Brynjarsson, Þuríður Dan, Hrönn Brynjarsdóttir, Francois Louis Fons, Smári Brynjarsson, Úlfar Brynjarsson, Rut Brynjarsdóttir, Þröstur Brynjarsson. Sigrfður Hansen, Guðrún Margrót Ólafsdóttir, Ingvar Guðmundsson, og barnabörn. t Þökkum af alhug öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför SÍMONAR ÞÓRIS JÚLÍUSSONAR, Norðurhjáleigu, Júlfus Jónsson, Arndís Salvarsdóttir, Jóhanna Margrét Árnadóttir, Salvar Júlíusson, Jón Júlíusson, Gfsli Þórörn Júlíusson, Ragnheiður Guðrún Júlíusdóttir, Ólafur Elvar Júlfusson, Jóhanna Sólveig Júlfusdóttir, Ólafur Þórir Hansen og systkinabörn. Soffía Guðrún Gunnarsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Rakel Þórisdóttir, t Þökkum af alhug öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför, SÍMONAR ÞÓRIS JÚLIUSSONAR, Norðurhjáleigu, Júlfus Jónsson, Arndfs Salvarsdóttir, Jóhanna Margrét Árnadóttir, Salvar Júlfusson, Jón Júlfusson, Gfsli Þórörn Júlíusson, Ragnheiður Guðrún Júlíusdóttir, Ólafur Elvar Júlfusson, Jóhanna Sólveig Júlfusdóttir, Ólafur Þórir Hansen og systkinabörn. Sofffa Guðrún Gunnarsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Rakel Þórisdóttir, 1895, hún ólst upp hjá foreldrum sínum í Fosskoti í Miðfírði. Rúmlega tvítug giftist hún Ólafí Bjömssyni í Núpsdalstungu og þar hófu þau búskap. Þeim hjónum varð þriggja bama auðið. Þau em Kjartan, Jón og Elísabet, sem öll lifa móður sína, en Ólafur lést fyrir tæpum fjórum árum. Þeim sem auðnast langir lífdagar er oft nauðsynlegt að aðlagast breyttum aðstæðum. Þeim eðlis- kostum voru þau Ragnhildur og Ólafur ríkulega búin. Eftir fjörutíu og fímm ára búskap fluttu þau til Reykjavíkur, þar keyptu þau íbúð á Leifsgötu 10. Fljótlega eftir að suður kom fór Ólafur í vinnu sem hann stundaði í nokkur ár meðan heilsan leyfði, en Ragnhildur fór, ásamt heimilisstörfum, að pijóna og hekla úr íslenskri ull sjöl og fleira sem hún seldi í verslanir. Allar hannyrðir hennar bám vott um smekkvísi og fagurt handbragð. Ragnhildur var einstaklega vel gerð kona. Starfsvilji hennar var mikill, en hún naut þess einnig vel að taka þátt í gleðistundum með fjölskyldu sinni og venslafólki. Margir vinir og kunningjar áttu leið á Leifsgötu 10 ekki síður en að Núpsdalstungu áður. Þar var öllum vel tekið og veitingar góðar. Sérstök gleði var henni þó að taka á móti bömum sínum, tengdabömum, barnabömum, mökum þeirra og bömum. Þau ekki síður en vanda- lausir löðuðust að hlýju viðmóti hennar. Löngum og farsælum starfsdegi er lokið. Með hógværð og góðvild leitaðist Ragnhildur við að auðga og fegra líf fjölskyldu sinnar, fyrir það fæmm við henni hjartans þakk- ir um leið og við biðjum henni Guðs blessunar á æðri vegum. J.B. Ég ætla að minnast hér ágætrar konu, Ragnhildar Jónsdóttur, sem ég var í nánum tengslum við í næstum fjóra áratugi. Foreldrar Ragnhildar vom Jón Jónsson og kona hans, Elísabet Benónýsdóttir. Jón og Elísabet bjuggu fyrst í Litlu-Tungu, en flytja að Fosskoti, sem var innsti bær í Núpsdal, árið 1898, með tvær ungar dætur og einn son: Ólöfu, f. 26. maí 1893, gift Jóni Sigurgeirssyni, búsett í Hafnarfirði; Ragnhildi, f. 15. októ- ber 1895 (eins og sést á framan- skráðu); og Jón, f. 16. febrúar 1898. Yngsta dóttirin, Guðrún, er fædd í Fosskoti 1. nóvember 1904. Syst- kinin Jón og Guðrún tóku síðan við búi í Fosskoti og bjuggu þar góðu búi meðan kraftar entust, en fluttu þá til Hafnarfjarðar. Ragnhildur giftist Ólafí bónda í Núpsdalstungu í Miðfirði 27. ágúst Arndís Helga- dóttir - Minning Fædd 8. janúar 1893 Dáin 20. júní 1986 Enn í trausti elsku þinnar, er með guðdóms ljóma skín, fyrir sjónum sáiar minnar, Sonur Guðs, ég kem til þín. Likn égþrái, líkn ég þrái, líttu því í náð til mín. Við þitt, Jesú, helgast hjarta hvíld ég finn, en sorgin dvín; þar er sólarbirtan bjarta, blessuð náðin þaðan skín. Hjartablóð þitt, hjartablóð þitt hjartasárin græðir mín. Háöldmð sómakona og mikill ættarhöfðingi hefur kvatt jarðlífíð og horfið til genginna ástvina í fegurri heim. Hún sótti oft huggun og ánægju í sálma góðskáldanna og þurfti þá ekki á bók að halda, því hún kunni þá og henni var tamt frá bemsku að syngja þá einsömul eða með öðmm. Meðal annars þess vegna hefjast þessi minningarorð á sálmversum séra Páls Jónssonar. Amdís Helgadóttir fæddist 8. janúar 1893 í Stóm-Sandvík í Sandvíkurhreppi í Ámessýslu, en hún andaðist í Reykjavík 20. janúar 1986 og var því 93 ára, er hún lézt. Foreldrar Amdísar vom hjónin Solveig Magnúsdóttir, ættuð frá Votamýri á Skeiðum, og Helgi Helgason, sem var Skaftfellingur að uppmna, en ólst upp á Galtafelli í Hmnamannahreppi í Ámessýslu. Solveig og Helgi hófu búskap í Stóm-Sandvík og þar fæddust böm þeirra öll, en þau vom fjögur. Elzt var Guðrún (d. 1977, 87 ára), þá Amdís, sem hér er minnst, þriðji Jón, lengi bóndi í Litla-Saurbæ í Ölfusi, nú 91 árs vistmaður á Gmnd, og yngst er Kristín Nielsen, hún fór ung til Noregs og hefur verið búsett þar í 65 ár, lenest af í Osló. Frá Stóm-Sandvík fluttu Solveig og Helgi austur á Skeið og bjuggu þar síðan, en Helgi veiktist og andaðist langt fyrir aldur fram og vom bömin enn í bemsku þegar hann féll frá. Þegar Solveig móðir Amdísar var orðin ekkja, studdist hún við systkini sín og aðra nána ættingja á Skeiðum, sem þar bjuggu búum sínum, sem mörg vom rausnarbú, og er svo enn um þennan frændgarð Amdísar. Eins og af þessu sézt átti Amdís Helgadóttir bemsku- og unglingsár sín á Skeiðum. Minningar hennar frá uppvaxtarámnum vom ljúfar og skinu skært í frásögn hennar jafnt á manndómsámm á miðjum aldri sem hina síðustu mánuði lífs hennar. Fólkið hennar virðist flest hafa verið ljóðelskt og söngvið, glaðsinna og mannblendið. En þannig var henni sjálfri einmitt farið. Hún virtist sérstaklega njóta þeirra stunda, þegar margmenni var í kringum hana, veitingar á borðum og ungt fólk og lífsglatt söng hin gömlu ljóðrænu kvæði og söngva. Eins og nærri má geta var líf ungs fólks upp úr aldamótum ekki aðeins söngur og gaman, þótt full- yrða megi að fólkið á þeirri tíð hafi ekki síður kunnað að skemmta sér en nú gerist. Fyrst og síðast var lífíð um aldamótin vinna. Það varð að hugsa fyrir því að afla matar og klæða og það munaði um hvem munn, sem metta þurfti. Vinnan í sveitinni fyrir ungt fólk var nær eingöngu fólgin í að vist- ráðast til árs eða í kaupavinnu. Amdís Helgadóttir réðst kaupa- kona að Árbæ í Holtum, og þarf ekki að orðlengja að þar á bæ var einnig vistráðinn ungur maður, lítið eitt eldri en hún, Ársæll Brynjólfs- son að nafni. Arndís og Ársæll felldu hugi saman. heitbundust 1921. Foreldrar Ólafs voru Bjöm Jónsson óðalsbóndi í Núpsdals- tungu, f. 21. nóvember 1866, d. 12. maí 1938, og kona hans, Ásgerður Bjamadóttir, f. 22. ágúst 1865, d. 26. september 1942. Þótt Núps- dalstungan væri talin með betri jörðum í Vestur-Húnavatnssýslu voru húsakynni þar í þrengra lagi fyrir tvær fjölskyldur, en Ragn- hildur og Ólafur vom þar í tvíbýli í meira en tuttugu ár og undu þar vel hagsínum. Ég kynntist Ragnhildi fyrst þegar ég kom á björtum sumardegi til Núpsdalstungu með unnustu minni, Guðnýju Margréti Björns- dóttur, systur Ólafs, en hún var jmgst af átta bömum Bjöms og Ásgerðar í Núpsdalstungu. Á hlað- inu var húsfreyjan á bænum með bros á vör og tók hún fagnandi á móti okkur og þar var sannarlega ekki í kot vísað. Við Guðný Mar- grét giftum okkur haustið 1948, en næstu sumur vomm við Guðný Margrét alltaf í Núpsdalstungu í viku eða hálfan mánuð og þá kynnt- ist ég enn betur þessu fyrirmyndar heimili. í Núpsdalstungu var alltaf mikil gestakoma enda var það svo, að allir þeir, sem leið áttu um dalinn, áttu vísar góðgerðir ef komið var við í Tungu. Þá má geta þess að í Núpsdalstungu var símstöð á fyrstu áratugum Landsímans og auk þess var þar póstafgreiðsla í mörg ár. Húsbændur í Núpsdalstungu urðu því að sinna ýmsum störfum á vegum hins opinbera. Öllum ber saman um, að þessi þjónusta hafí verið vel af hendi leyst. Ef veikindi áttu sér stað og leita þurfti læknis var oft nærtækast að komast í síma í Núpsdalstungu og vitanlega gat það átt sér stað á miðri nóttu. Ég hefí á fáa sveitabæi komið, þar sem var jafn rausnarlega á borð borið enda bar öllum saman um það, að Ragnhildur og Ólafur væru höfð- ingjar heim að sækja. Oll hin síðari búskaparár Ólafs þetta sumar árið 1912 og settu saman bú um haustið í höfuðstaðn- um, Reykjavík. Ársæll Brynjólfsson fæddist 11. marz 1888 að Pulu í Holtum. For- eldrar hans voru hjónin Anna Jóns- dóttir frá Söðulkoti í Þykkvabæ og Brynjólfur Baldvinsson frá Lindar- bæ, og þar byijuðu þau búskap, en bjuggu einnig í Bjálmholti og Pulu í Holtum. Brynjólfur andaðist í blóma lífsins árið 1897, en Anna varð háöldruð, dó 94 ára árið 1949. Ársæll stundaði sjó frá 16 ára aldri, fyrst í opnum bátum frá höfnum á Suðurlandi, síðan á skút- um frá Reykjavík og loks á togskip- um, smáum og stórum, um 40 ára skeið. Það þarf ekki að lýsa lífi sjó- mannskonunnar og fískimannsins fyrir íslendingum, svo samofíð er það lífi okkar allra. En þessi atvinna er unnin við hættur og kostar mikið harðfylgi, ekki sízt þegar hún er stunduð af dugnaði og sleitulaust í meira en hálfa öld, eins og Ársæll gerði, þar með taldir tugir siglinga- túra við lífshættu í heimsstyijöld- um. En þáttur konunnar, sem heima bíður með hóp bama á öllum aldri, vill oft gleymast eða hverfa í skugg- ann fyrir lofsöngnum um aflabrögð og aflakónga. Ársæll hætti sjó- mennsku um sjötugsaldur. en undi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.