Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986 37 og Ragnhildar í Núpsdalstungu var miðaldra kona hjá þeim, sem var bæði líkamlega og andlega fotluð. Kona þessi gat auðvitað ekkert unnið. Það var aðdáunarvert, hvemig Ragnhildur gat séð um þessa konu, sem í raun og veru gat hvergi verið nema á hæli fyrir sams konar sjúklinga. Þá var á heimili Ólafs og Ragnhildar gömul kona, sem Elín hét. Hún var með öllu óvinnufær síðustu árin, en vildi hvergi annars staðar vera og sýnir það best, hversu vel var séð um þarfir lasburða fólks í Tungu á þessum árum. Ólafur vann mikið að félagsmál- um bæði fyrir sveit sína og hérað og af þeim sökum var hann oft að heiman, þegar þannig stóð á þurfti Ragnhildur að sjá um búskapinn auk innanbæjarstarfa og fór það vel úr hendi. Síðla árs 1966 fluttu Ólafur og Ragnhildur til Reykjavík- ur, en Ölafur hafði nokkru áður keypt íbúð á Leifsgötu 10. Næstu þrjú árin var jörðin í umsjá Ólafs og voru þau hjónin þar á sumrin tíma og tíma, þegar hægt var að koma því við, en 1969 var jörðin seld ágætum manni ættuðum úr Miðfírði. Þegar til Reykjavíkur kom, fékk Ólafur strax ágæta vinnu, þa_r sem hann starfaði í nokkur ár. Ólafur var við góða heilsu fram yfir átt- rætt, en eftir það fór heilsu hans að hraka. Hann andaðist í sjúkra- deild Heilsuverndarstöðvarinnar þann 19. ágúst 1982. Þá höfðu þau búið í farsælu hjónabandi í meira en 60 ár. Bæði voru þau mjög til fyrirmyndar í sinni sveit og vel látin af öllum, sem þeim kynntust. Ragnhildur og Ólafur eignuðust þrjú böm og verða þau talin hér í aldursröð: 1. Kjartan, f. 17. sept- ember 1923, deildarstjóri hjá Sam- bandi ísl. samvinnufélaga, kvæntur Jóhönnu Bjamadóttur frá Uppsöl- um. Þau eiga tvö böm. 2. Jón, f. 20. september 1927, vélvirki í Reykjavík, var kvæntur Sesselju illa landvinnu og þráði alltaf sjóinn. Hann varð bráðkvaddur 27. júní 1960, 72 ára. Amdís og Arsæll vom samhent í búskap sínum og farsæl og ham- ingjurík í hjónabandinu. Þau bjuggu nær allan sinn búskap vestast f Vesturbænum í Reykjavík, fyrst sem leigjendur, en í eigin húsnæði síðustu áratugina. Þeim leið ávallt vel vestur við sjóinn, og Snæfells- jökull og sólarlagið glöddu augu þeirra. Þau eignuðust alls tíu böm, eitt þeirra fæddist liðið, en hin níu em öll á lífí og hið mannvænlegasta fólk. Eins og foreldramir em þau farsæl og hamingjurík í lífí sínu og sama má segja um böm þeirra og bamaböm. Böm Amdísar og Ar- sæls em þessi, talin í aldursröð: 1. Anna, 2. Helgi Anton, 3. Svava, 4. Brynjólfur Guðjón, 5. Haraldur, 6. Sigrún, 7. Ásdís, 8. Baldvin, 9. Hreiðar. Það gefur augaleíð, að ekki hefur verið heiglum hent að sjá svo stór- um bamahópi farborða á þeim tíma, em þau vom að alast upp. En eins og áður segir vom Ársæll og Am- dís bæði dugmikil og samhent. Hún var nett saumakona og nýtin bæði á fatnað og matföng. Hann var talinn tveggja manna maki að burðum og til vinnu, sívakandi við að afla heimilinu þess, sem með þurfti. Einnig vom bömin fljótt vanin við vinnu. Kunnugir, sem fylgzt hafa með heimilishaldi Amd- ísar og Ársæls um marga áratugi, geta vottað að það var veitult risnu- heimili, sem alltaf gat satt svangan og veitt aðhlynningu. Það er við hæfí að hér sé talað til Amdísar með orðum góðskálds- ins Jakobs Jóh. Smára, úr fögm erfiljóði hans til merkrar konu: Gakk heil til himins sala úr heimsins þunga klið, og'engiatungurtala umtraustognáðogfrið, oggóða konu kveðja með kærleik böm þín nú, sem vildu græða og gleðja þittgeðívonogtrú. Það mætti þykja lfklegt um konu með svo stórt og tímafrekt verksvið, sem Amdís hafði, að hún ætti ekki afgangs stundir fyrir félagsstörf. Katrínu Karlsdóttur. Þau hafa slitið samvistir. Þau eiga sex böm. 3. Elísabet Guðrún, f. 23. maí 1930, búsett á Hvolsvelli. Maður hennar er Jón Stefánsson símvirki. Þau eiga fjögur böm. Eftir að Ragnhildur og Ólafur fluttu til Reykjavíkur var hugurinn alltaf fyrir norðan, þar sem þau höfðu bæði slitið bamsskónum og þar sem þau áttu sína bestu kunn- ingja og samferðafólk. Þau kunnu samt nokkuð vel við sig á Leifsgötu 10, þar sem kunningjar að norðan komu oft í heimsókn og þáðu góðar veitingar og elskulegt viðmót eins og áður fyrr á heimili þeirra í Núps- dalstungu. Ég kom oft til þeirra á Leifs- götuna þar sem við rifjuðum upp gamlar minningar frá Núpsdals- tungu. Eftir að ég flutti á Laufás- veginn var auðvelt að koma við á Leifsgötunni, en þá var Ragnhildur orðin ein, en í raun og vem var Ragnhildur ekki ein nema í stuttan tíma í einu, því að skyldfólk og aðrir gestir komu þar oft í heim- sókn, auk þess, sem bamaböm vom þar oft í lengri eða skemmri tíma í umsjá ömmu sinnar. Það var gaman að tala við Ragn- hildi, því að hún var vel greind og stálminnug og mundi allt frá fýrri tíð, sérstaklega um menn og mál- efni í Miðfirðinum. Hún vissi venju- lega allt um fólk af Núpsdalstungu- ætt og þótti mér gott að leita til hennar í því sambandi. Síðast heimsótti ég Ragnhildi seint í október 1984. Hún var þá vel hress og virtist halda fullu minni, en nokkmm dögum síðar fékk hún alvarlegt áfall og var strax sýnilegt að ekki yrði um neinn raunvemlegan bata að ræða. Ragn- hildur andaðist í Landakotsspítala þann 18. júní sl. í hugum sam- ferðafólks lifir minningin um ein- staka gæðakonu, sem öllum vildi gott gjöra á langri ævi. Blessuð sé minning hennar. Magnús Sveinsson Hin árlega tjaldasýning hjá Seglagerðinni Ægi verður næstu helgi, laugardag og sunnudag. Apollo 2ja manna, verð kr. 4.748,- 3ja manna, verð kr. 5.872,- Barnatjöld í miklu úrvali frá 1.000,- kr. Hefur þú mátað alla sólstólana? Viðleguútbúnaður og garðhúsgögn í miklu úrvali Hagstætt verð Dallas 4ra manna. Verð kr. 19.850.- 6 manna, verð kr. 25.040,- e£\ager</y tyjaslóð 7, Reykjavík • Póslhólf 659 Simar 14093 - 13320 Nafnnr. 9879 -1698 En þótt hún mæddist í mörgu heima fyrir, fann hún samt stundir fyrir þijú hugðarefni sín. í fyrsta lagi vom það slysavama- málin. Sem sjómannskona skynjaði hún nauðsyn þess að efla slysavam- ir og fjölga tækjum til björgunar- starfa. Marga andvökunótt, þegar óveður geisuðu, hafði hún hugsað um þessi mál, og sár reynsla, sem maður hennar hafði orðið fyrir, er hann tvívegis kom slyppur og alls- laus frá strandi skips síns: allur búnaður hans glataður og engar bæður í boði, brýndi fyrir henni að herða þyrfti róðurinn við þessi mál. í mörg ár vann hún að því ásamt vinkonum sínum að safna fé fyrir slysavamastarfíð. í öðm lagi var það þakklætið til algóðs Guðs fyrir vemd og varð- veizlu sín og sinna, sem hvatti hana til að fylkja sér í hóp þeirra kvenna Fríkirkjunnar, sem vilja bæta og fegra kirkju sína og efla trúarlíf safnaðarins. í þriðja lagi hafði hún mikinn áhuga á æskulýðs- og íþróttastarfi Knattspymufélags Reykjavíkur. Hún skildi nauðsyn þess að ungling- ar hefðu þroskandi og heilsusam- legt íþróttastarf að tómstundaiðju og hvatti syni sína til þátttöku í því. Og svo skemmtilega vildi til, að félagsheimili KR var eini staður- inn, sem Amdís vann á utan heimil- is. Þar undi hún vel hag sínum og stjómendur félagsins virtust meta störf hennar og áhuga að verðleik- um og vom henni ljúfír og góðir. Þínmætaminninglifír ímunaokkarhér, ogheljarhafiyfir Guðs himin augað sér. Þar blómgast háir hlynir hinshljóðaanda-lands, þar hittast horfnir vinir í heimi kærleikans. (J J. Smári) Að lokum bið ég þessari heiðurs- konu og ættarhöfðingja, Amdísi Helgadóttur, farsældar á þeirri for, sem hún hefur nú lagt upp í, og þeirra heiðurslauna, sem hún hefur unnið til með elju sinni og heiðar- leika. E.Ág.M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.