Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986
42
Minning:
Guðjón Sigurðsson
bakarameistari
Fæddur 3. nóvember 1908
Dáinn 16. júní 1986
Kvöld eitt á síðastliðnu vori sat
ég, sem oftar, við sjúkrabeð Guð-
jóns, vinar míns. Heljartök ólækn-
andi sjúkdóms höfðu markað hann
rúnum. Ég spurði hvemig honum
liði. Svar hans var þetta: „Æ, við
skulum ekki tala um það. Góði
segðu mér heldur frá því, sem er
að gerast fyrir utan gluggann."
Þótt líkamskraftar Guðjóns væru
á þrotum var hann andlega óbugað-
ur. Hugur þessa dugmikla og glað-
lynda manns var bundinn lífi og
athöfnum fólksins utan veggja
sjúkrahússins. Sjálfur mun hann
hafa gert sér ljóst, að lífsstundum
hans fækkaði óðum, en að gera það
að umræðuefni var ekki að hans
skapi. Guðjón var sjálfum sér líkur
til hinstu stundar.
Guðjón Sigurðsson fæddist á
Mannskaðahóli í Hofshreppi 3. nóv-
ember 1908, sonur hjónanna Sig-
urðar Sveinssonar bónda þar og
Guðbjargar Sigmundsdóttur. Hann
var einn níu bama þeirra, er á legg
komust. Sigurður og Guðbjörg voru
miklar dugnaðarmanneskjur, en
fátæk jafnan. Af lýsingum á þeim
má ráða að Guðjón hefur tekið í
arf frá foreldrunum marga af sínum
bestu eiginleikum. í Skagfirskum
æviskrám er m.a. sagt um Sigurð
að hann hafí verið „hinn skemmti-
legasti maður í allri umgengni, Iétt-
lyndur og gæddur ríkri kímnigáfu,
græskulausri þó“. Og um Guð-
björgu konu hans og móður Guðjóns
segin „Sterkustu þættir í eðli henn-
ar voru fómfýsi, hjálpsemi við menn
og málleysingja og óvenju mikil
bjartsýni á sigur þess góða í líf-
inu ... Lífsgleði hennar og sigur-
vissa barg henni gegnum allar
þrengingar".
Guðjón fór misserisgamall i fóst-
ur til föðurbróður síns, Sveinbjöms
Sveinssonar, sem þá bjó í Hom-
brekku og síðar að Á í Unadal.
Hjá honum var Guðjón til tólf ára
aldurs. Þaðan lá leið hans að Saur-
bæ í Lýtingsstaðahreppi og síðar
að Daufá, en vist sína þar í hreppi
endaði hann sem smali hjá Jóni
Guðmundssyni og Soffíu Jónsdóttur
á Hofi. Bar Guðjón æ síðan góðan
hug til þeirra og sagði þau hafa
verið heiðurshjón. Eftir ársdvöl á
Hofi fór Guðjón til Bjarna bróður
síns, sem hóf búskap vorið 1925 í
Hólakoti á Reykjaströnd. Með hon-
um dvaldist Guðjón, uns hann hinn
1. mars 1927 fluttist til Sauðár-
króks og gerðist nemi í bakaraiðn
hjá Snæbimi Sigurgeirssyni bak-
arameistara.
Haustið 1930 sigldi Guðjón til
Kaupmannahafnar til frekara náms
í iðn sinni. í Höfn tók hann sveins-
próf haustið 1932, sneri þá aftur
heim til starfa hjá Snæbimi, er
kennt hafði heilsubrests og lést um
haustið, aðeins 46 ára að aldri.
Snæbjöm kom til Sauðárkróks
lærður bakari árið 1913. Sauðár-
króksbakarí var því orðið gróið
fyrirtæki, er hér var komið sögu.
Én við andlát hans ríkti óvissa um,
hvað við tæki. Kreppan mikla.var
í algleymingi, atvinnuleysi landlægt
í sjávarplássum, almenn fátækt.
Brauðgerð Snæbjamar fékk að
kenna á afleiðingum hennar líkt og
annar atvinnurekstur. Sjálfur var
hann dugmikill maður, vinsæll með
afbrigðum, enda góðviljaður og vildi
hvers manns vanda leysa. Þegar
hann féll frá á bestra aldri, stóð
ekkja hans, Ólína Bjömsdóttir, uppi
með fjögur ung böm og hið fimmta
bar hún undir belti. Aðstæður
hennar voru því erfiðar, en hún lét
ekki hugfallast, heldur sneri vöm í
sókn og ákvað að halda rekstrinum
áfram í félagi við Guðjón. Urðu nú
þau þáttaskil í iífi hans, er hann
taldi upphaf gæfu sinnar.
Bakaríið stóð nyrst í bænum
undan Gránuklauf. Heimilið var
stórt og þangað áttu margir erindi.
Húsráðendur höfðu mörgjám í eldi,
auk brauðgerðarinnar. Frístudnir
voru fáar, en svo upptekinn var
Guðjón aldrei að hann gæfi sér
ekki tíma til að sinna bömunum.
Ef til vill er samband Guðjóns við
böm Snæbjamar og Ólínu órækasti
votturinn um eðliskosti hans. Hann
var vinur þeirra og félagi í leik og
starfi. Djúp vinátta og virðing hefur
ætíð einkennt samskipti þéirra
systkina og Guðjóns.
Guðjón varð seinni maður Ólínu.
Þau eignuðust þijú böm: Elmu
Björk, sem lést 1984, Bimu og
Gunnar Þóri, er bæði eru búsett á
Sauðárkróki.
Þegar fram liðu stundir reyndist
húsnæði brauðgerðarinnar of Iítið.
Þau hjónin festu því kaup á húseign
Hallgríms Jónssonar kaupmanns,
hún var sunnar í götunni og lá betur
við verslun. Síðan byggðu þau við
húsið og þar var heimili þeirra, á
Aðalgötu 5, meðan bæði lifðu.
Ég varð þess oft var, að Guðjón
tók starf sitt sem bakara alvarlega.
Má segja að hann hafí borið virð-
ingu fyrir iðngrein sinni. Reyndar
hygg ég, að það hafi einu gilt, hvaða
lífsstarf Guðjón hefði kosið sér,
hann hefði gengið að því með sama
dugnaði og snerpu. Hann tók nema
í bakaraiðn og urðu sumir þeirra
aldavinir hans.
Guðjón hafði ekki verið lengi á
Sauðárkróki, er hann hóf afskipti
af félagsmálum; urðu þau síðar
snar þáttur í lífi hans. Hann stóð
fyrst á leiksviði 1927, nýkominn til
bæjarins. Þegar Leikfélag Sauðár-
króks var endurvakið 1941 var
hann einn stofnfélaga og tók mikinn
þátt í starfsemi þess. Hann sat lengi
í stjóm félagsins og formaður var
hann í áratug. Guðjón var vinsæll
leikari. Einkum þótti honum takast
vel upp í gamanhlutverkum. Margir
töldu það tryggingu fyrir góðri
skemrntun, væri hann meðal leik-
enda. Ekki ómerkasti þátturinn í
langri leiksögu Sauðárkróks eru
revíusýningamar á áratugnum
1940-50. Nokkrir kunningjar stofn-
uðu félagsskap, er þeir nefndu
Sauðárkróks annál hf. Mun Guðjón
hafa verið þar helsta driffjöðrin.
Revíumar, sem þeir félagar sömdu
sjálfir, fjölluðu um lífið og tilvemna
á Króknum, bæjarbúum til óbland-
innar ánægju.
Um árabil starfaði Guðjón í
Ungmennafélaginu Tindastóli. Þá
var hann einn af stofnendum Iðnað-
armannafélags Sauðárkróks og
íyrsti formaður þess. Hann var og
í áratugi félagi í Rotaryklúbbi
Sauðárkróks og lét sér annt um
þann féiagsskap. Þessi félagasam-
tök, sem hér hafa verið nefnd, kusu
öll Guðjón heiðursfélaga fyrir fram-
úrskarandi störf í sína þágu.
Söngmál lét Guðjón til sín taka.
Hann söng með Karlakór Sauðár-
króks, Ásbimingum, og Kirkjukór
Sauðárkróks. Af þessari upptaln-
ingu, sem þó er engan veginn
tæmandi, sést að Guðjón Sigurðs-
son hefur verið félagslyndur maður
í besta lagi. Mestu skiptir þó, að
alls staðar var hann virkur þátttak-
andi. Hann gekk til liðs við félögin
til að láta að sér kveða og reyna
að þoka fram stefnumálum þeirra.
Ér þá komið að þeim kapítula,
er varðar afskipti Guðjóns af opin-
bemm málum. Hann mun snemma
hafa skipað sér í raðir sjálfstæðis-
manna og að því kom, að hann var
kjörinn fulltrúi þeirra í hreppsnefnd
1946. Ári síðar fékk Sauðárkrókur
kaupstaðarréttindi og tók þá Guð-
jón sæti í bæjarstjóm og gegndi
þar fulltrúastarfi til ársins 1974.
Hann var forseti bæjarstjómar á
ámnum 1958-1966.
Fyrr á ámm vom pólitísk átök
mun harðari og persónulegri en nú
tíðkast, og trúa því kannski ekki
allir. í litlu samfélagi eins og Sauð-
árkróki gat baráttan orðið ótrúlega
hörð og jafnvel miskunnarlaus.
Togast var á um hvert atkvæði og
ýmsum ráðum beitt. Guðjón var
slyngur áróðursmaður, einkum naut
sá hæfileiki sín vel í einkasamtölum.
Hann fór ótrúlega nærri um skoð-
anir fólks og hvemig það skipaði
sér í fylkingar, þó óflokksbundið
væri. Veit ég nokkur dæmi þess,
að kosningaúrslit urðu nær hin
sömu og hann hafði spáð.
Ekki gat hjá því farið að maður
á borð við Guðjón, sem gegndi
oddvitastöðu í pólitík, yrði umdeild-
ur, enda gustaði oft um hann. Hann
átti í deilum við andstæðingana um
misjafnlega mikilvæg mál og dró
þá hvergi af sér. Hann gat vissulega
verið þver og jafnvel ósanngjam,
ekki síst ef hann taldi sig mæta
óbilgimi, en þegar storminn lægði,
lagði hann sig eftir að ná sáttum.
Og þrátt fyrir allt mátu andstæð-
ingamir hann mikils. Þeir vissu,
sem var, að orðum hans mátti
treysta og hann kom aldrei aftan
að þeim. Þegar frá leið, urðu margir
þeirra góðkunningjar hans og vinir.
Og nú þegar upp er staðið, veit ég
ekki um neinn úr þeirra hópi, sem
ber kala í bijósti til hans. í bæjar-
stjóm lét Guðjón mikið til sín taka.
Nefni ég þó aðeins hitaveituna, sem
var honum mikið hjartans mál.
Taldi hann stofnun hennar eitt
mesta gæfuspor í sögu Sauðár-
króks. Þótt Guðjón hætti störfum
í bæjarstjóm, fylgdist hann vel með
gangi mála þar og lét sig miklu
varða hvemig að var staðið hveiju
sinni. Guðjón var skoðanafastur í
stjómmálum. Ekki held ég, að hann
hafi legið mikið í fræðiritum um
stefnur og hugsjónir í þeim vísind-
um. Hann mat meira staðreyndir
hins daglega lífs og dró sínar álykt-
anir afþeim.
Árið 1979 kom upp eldur í bak-
aríinu, sem olli miklum skemmdum
á húsnæði og vélum. Guðjón stóð
á sjötugu, þegar þetta gerðist, eða
á þeim aldri þegar gert er ráð fyrir,
að menn hætti störfum. En það
mun ekki hafa hvarflað að honum.
Dugnaður hans, hin létta lund og
bjartsýni fleyttu honum yfir erfíð-
leikana og á nokkrum mánuðum
var brauðgerðin endurbyggð og
búin nýjum vélum. En hann stóð
ekki einn frekar en endranær. Við
hlið hans var Ólína kona hans, sem
taldi í hann kjark og hvatti til fram-
kvæmda eins og jafnan áður. Það
var svo ekki fyrr en flórum árum
síðar að Guðjón bakaði síðasta
brauðið og seldi fyrirtækið. Ólína
lést í október 1980 á 78. aldursári.
Eftir það var Guðjón einn í íbúðinni
á Aðalgötu 5 og annaðist um sig
sjálfur.
Áður fyrr hafði bakaríið verið
með fjölmennustu heimilum bæjar-
ins. Nú var hann orðinn einn, en
ekki yfirgefmn þó. Til hans komu
margir, ættingjar og vinir, sem
þágu rausnarlegar veitingar og rifj-
uðu upp gamlar minningar, eða
ræddu það sem efst var á baugi
hveiju sinni. Guðjón var sestur í
helgan stein, sem kallað er, sat á
friðarstóli, sáttur við allt og alla.
Guðjón hafði verið heilsugóður
um ævina. En á árinu 1984 kenndi
hann iasleika og leitaði sér lækn-
inga í Reykjavík. Hann gekkst undir
aðgerð, sem virtist heppnast vel,
en í desember sl. var Ijóst að sjúk-
dómurinn hafði tekið sig upp. Hann
fór suður laust eftir áramótin, var
nokkrar vikur í Landspítalanum en
kom svo heim og var síðustu mán-
uðína í Sjúkrahúsi Skagfirðinga.
Þar andaðist hann aðfaranótt 16.
júní.
Með Guðjóni Sigurðssyni hverfur
á braut einn mætasti borgari Sauð-
árkróks. Hann var orðinn svo
samofinn öllum bæjarbrag, að erfítt
er að hugsa sér Krókinn án hans.
Sakir mannkosta sýndu samferða-
menn honum mikinn trúnað, eins
og fram hefur komið, og mér er
óhætt að fullyrða, að hann gerði
sitt til að bregðast þeim ekki.
I nær fjóra áratugi áttum við
Guðjón samleið. Vinátta okkar stóð
á traustum grunni. Komu þar ekki
aðeins til ijölskyldubönd, heldur
fjölmargt fleira, sem skapar óijúf-
anlega vináttu milli manna. Við
hittumst daglega, ef við vorum í
kallfæri hvor við annan, og bárum
saman bækur okkar. Þær stundir
gleymast ekki. Nú er sæti hans
autt, tómleiki sækir að, því enginn
kemur í hans stað. Við á Smára-
grund 16 þökkum Guðjóni sam-
fylgdina. Hann var okkur hollur
vinur og hjálparhella. Kona mín
þakkar honum umhyggju og ástúð
frá fyrsta fari, og synir mínir
minnast góðs afa, sem þeir áttu
með ótal glaðar og ógleymanlegar
stundir.
Guðjón var maður lágur vexti en
samsvaraði sér vel. Hann var snar
í hreyfingum, glaðbeittur og hressi-
legur í framkomu, næmur á hinar
broslegri hliðar lífsins og gaman-
semi hans var við brugðið. Hann
var ágætur sögumaður, naut þess
að segja frá, og gæddi þá gjaman
persónur rammara lífi með tilbrigð-
um í raddblæ og fasi.
Eitt af uppáhaldsleikrítum Guð-
jóns var Gullna hliðið eftir Davíð
Stefánsson. í því lék hann hlutverk
Jóns bónda, hins örsnauða kota-
karls, með miklum ágætum. Hann
hafði samúð með nafna sínum, eins
og hann kallaði Jón, þó í flestu
væru þeir ólíkir. Nú er vinur minn
Guðjón lagður upp í sína himnaför.
Þungbærum veikindum lokið, og
nú vænti ég þess að hann geti sagt
líkt og nafni hans forðum, þegar
hann komst í snertingu við sælu
eilífðarinnar: „Það er eins og ang-
andi vorblær leiki um mig allan.“
Kári Jónsson
í dag kveð ég lærimeistara minn
og vin, Guðjón Sigurðsson, sem lést
í sjúkrahúsi Sauðárkróks.
Okkar kynni hófust þegar undir-
ritaður hóf nám í bakaraiðn hjá
Snæbimi Sigurgeirssyni í júní 1930.
Var það á fermingardaginn minn
og var Snæbimi boðið í fermingar-
veisluna, þótti honum tilvalið að
fala mig í nám. Var þá Guðjón á
fömm til Danmerkur eftir þriggja
ára nám hjá Snæbimi.
Snæbjöm lést á miðjum náms-
tíma mínum og tók þá Guðjón við
Brauðgerð Sauðárkróks, eftir að
hafa lokið námi í Kaupmannahöfn.
Guðjón var meistari minn í tæp 2
ár og er mér ljúft að minnast þess
tíma sem við unnum saman.
Guðjón var ekki bara lærimeist-
ari minn, hann var líka minn góði
félagi og vinur alltaf kátur og
hress. Eitt var það sem hann lagði
mikla áherslu á, það var algjört
bindindi á vín og tóbak, og kann ég
honum miklar þakkir fyrir að hafa
sýnt gott fordæmi. Ég vona að ég
hafí ekki brugðist honum í þeim
efnum. Þar sem þetta átti ekki að
vera æviágrip heldur aðeins þökk
fyrir vinsemd og hlýju, kveð ég
Guðjón. Megi minn kæri vinur hvíla
í friði.
Georg B. Michelsen
Það var hringt og mér tilkynnt
andlát stjúpa míns, Guðjóns Sig-
urðssonar bakarameistara. Við
vissum öll að hveiju stefndi og báð-
um þess í bænum okkar að hann
þyrfti ekki að líða miklar þjáningar.
Minningamar hrannast upp —
minningar frá bemsku- og æsku-
heimili okkar, þar sem mamma mín
og Guðjón unnu að velferð, ekki
aðeins okkar barnanna, heldur og
gamla fólksins og svo margra
annarra, sem í skjóli þeirra voru.
Jólin heima með miklum söng og
góðsemd til allra.
Mér er minnisstætt þegar Guðjón
hringdi til að tilkynna andlát
mömmu þann 13. október 1980,
hvemig ég fann til með honum er
rödd hans brást. Þau vom svo
samrýnd og einhuga í öllu starfi.
Guðjón varð mjög einmana eftir
andlát mömmu, þrátt fyrir að böm,
bamabörn, vinir og ættingjar væru
allt um kring.
Besta sem hægt var að gera
Guðjóni var að rifja upp minningar
frá liðinni tíð, þá einkum frá þeim
dögum er bakaríið stóð í út-Krókn-
um.
Guðjón gekk okkur Snæbjarnar-
bömum í föður stað frá því faðir
okkar féll frá, eftir aðeins níu ára
hjónaband með móður okkar, sem
þá hafði alið honum fimm böm og
eitt fæddist tæpum mánuði eftir
andlát hans.
Guðjón hafði lært bakaraiðn hjá
föður okkar og kom beint frá fram-
haldsnámi í Kaupmannahöfn og tók
við rekstri Sauðárkróksbakaríis.
Seinna giftust þau mamma og
eignuðust þijú böm, sem komu eins
og sólargeislar inn í líf okkar eldri
bamanna.
Það hefir þurft stórhuga mann
til þess að taka að sér ekkju með
fimm lítil böm. En mamma var líka
einstök kona, dugleg, fallegoggóð.
í heimilinu var móðir föður okk-
ar, Ólöf Jónsdóttir, og urðu þau
Guðjón miklir vinir. Hún hjálpaði
mjög mikið til við uppeldi okkar
bamanna og mikið kyrrð var í stof-
unni hjá henni, þar sem hún sat
flestum stundum með pijónana
sína, ávallt tilbúin að tala við okkur
og leiðbeina. Seinna tóku mamma
og Guðjón foreldra mömmu á heim-
ilið, einnig var oft margt af Guðjóns
fólki hjá okkur. Allt þetta fólk varð
samrýnt.
Það var oft langur vinnudagur í
gamla bakaríinu og seinna suð-
urfrá, og oft lítið um svefn hjá þeim
tveim, en í önn dagsins var samt
oft tími til að syngja. Elsta systir
okkar, Lolla, fór fljótt að spila vel
á hljóðfæri og lyfti það fólki upp úr
hversdagsleikanum, einnig voru
stundum leikæfingar leikfélagsins
heima og einnig kóræfinar, fengum
við börnin að fylgjast með og lærð-
um af. .
Ég veit að margir verða til þess
að skrifa um stjúpa minn, þennan
öðlingsmann, læt ég þeim eftir að
rekja ættir hans. Fyrir mér vakir
að þakka honum í nafni okkar
systkinanna, umhyggju hans fyrir
velferð okkar.
Við höfðum vonað að honum yrði
Iengri lífdaga auðið og gæti notið
þess að hvílast eftir langan og
strangan vinnudag við lestur góðra
bóka og verið hjá okkur til skiptis
hér fyrir sunnan og á sínu heimili
þar sem honum leið svo vel. Hann
var mjög þakklátur fyrir að allt
stóð eins og þegar mamma var hjá
honum. Erum við systkinin hér fyrir
sunnan innilega þakklát systkinum
okkar fyrir norðan sem hugsuðu
framúrskarandi vel um hann.
Hér syðra átti hann sitt herbergi
hjá Sigurgeiri og Auði konu hans,
voru þau mjög samrýnd. Þar var
margt í heimili, tekið í spil og spjall-
að.
Ég kveð stjúpa minn í nafni
okkar allra systkinanna, maka,
afabama og langafabarna, með
söknuði, virðingu og óendanlegu
þakklæti fyrir einstakt bemsku- og
æskuheimili, og læt fylgja með orð
hans sjálfs er hann skrifaði okkur
Lollu systur er við dvöldum að
heiman um jól. „Ég tel mig mikinn
gæfumann að vera einn af þessari
fjölskyldu.“
Við teljum okkur gæfufólk að
hafa fengið að alast upp á þessu
stóra heimili með ungum og öldn-
um, hjá þessum stórbrotnu persón-
um, mömmu og Guðjóni, á miklu
starfs- og menningarheimili.
Gígja Snæbjarnardóttir
Kveðja frá Landssambandi
bakarameistara
í dag er kvaddur Guðjón Sigurðs-
son, bakarameistari frá Sauðár-
króki. Guðjón stóð fyrir rekstri
bakarís á Sauðárkróki í rúm 50 ár,
af dugnaði og myndarskap. Það var
1920, sem Guðjón hóf nám í bak-
araiðn hjá Snæbirni Sigurgeirssyni,
bakarameistara á Sauðárkróki. En
1927 fór hann til Danmerkur í
frekara nám í tvö ár. Tekur hann
síðan við rekstri Sauðárkróksbakar-
ís eftir andlát meistara síns, 1932.
í þau 65 ár sem Guðjón starfaði í
faginu verða miklar framfarir í
stéttinni. Af framsýni og áhuga
stóð Guðjón í fararbroddi fyrir nýj-
ungum og fylgdist grannt með allt