Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986 45 Sýning á verkum Oskars Theódórssonar Um þessar myndir heldur ungur íslenskur listamaður, Óskar Theódórsson, sýningu á verkum sín- um í íslenska skólanum í París. Óskar er fyrsti gesturinn sem sýnir verk sín í boði skólans, en ætlunin mun vera sú að sýna verk fleiri ungra íslenskra listamanna í því skyni að gefa nemendum skólans og öðrum gestum tækifæri til að kynnast og fylgjast með ungri list frá Islandi. sem hafa áhuga á því að taka þátt í sýningu í Islenska skólanum á næsta skólaári, á að hafa samband við Önnu Theódórsdóttun 6 rue Henri-Berreau 91100 Corbeil Essonnes France Sími: 60880512. Sýningin var opnuð sunnudaginn 24. maí og stendur til loka júnímán- aðar. Á sýningunni eru tólf verk og eru þau öll unnin á árinu 1984—85. Átta þeirra eru vatnslita- verk og fjögur unnin með krít. Allflest minna verkin á ísland með myndum af víkingum, víkingaskip- um, álfum o.fl. Aðsóknin að sýningunni hefur verið mjög góð og er þegar búið að selja rúmlega helming verkanna. Að lokum er rétt að benda þeim, Eyja Ásgrímsdóttir, íslensk kona búsett í París, og Ágústa, einn kennara skólans, virða fyrir sér nokkur verk Óskars. Hundapelsar í tísku næsta vetur Ef fram heldur sem horfir má búast við að samkeppnin fari harðnandi á ullarmörkuðum víða um heim á næstunni. Meðan við íslendingar einblínum á sauð- kindina og ef til vill minka og þvíumlík loðdýr sem hráefni i fataframleiðslu, stendur Pauline Jones í stórræðum við fatasaum úr hundahárum heima hjá sér — i Kent í Englandi. Það var í rauninni fyrir algera tilviljun sem Pauline fór að gera tilraunir með hundahár í hönnun sinni. Hún átti tvo „Shetland“-fjár- hunda, sem, eins og aðrir hundar, fóru úr hárum tvisvar á ári. I hvert sinn sem Pauline burstaði feld þeirra leiddi hún hugann að því hversu mikil synd það væri að ---- Billy Joel og Christie Brinkley með mynd af frumburði sinum, Alexu Ray, sem skírð var í höfuðið á söngvaranum Ray Charles. færi upplýsti Billy Joeí að dóttir hans hefði hlotið nafnið Alexa Ray, í höfuðið á verðlaunahafanum. henda öllu þessu fína hári. Eftir mikil heilabrot ákvað hún að safna þessu saman og prófa síðan hvort ekki væri hægt að búa til pijóna- gam úr þessu. Og, viti menn, — það tókst og áður en varði var hún komin útí framleiðslu á flíkum, sem búnar eru til úr þessu sérkennilega hráefni. Ekki leið á löngu uns hún var farin að fá pantanir víða að, enda eru föt þessi víst bæði ending- argóð og algerlega vatnsþétt. Ekki vill framleiðandinn þó gefa upp leyndarmálið sem að baki vinnslu þessari liggur. „Nú, þegar pening- amir em famir að streyma inn, dettur mér ekki í hug að gefa það upp. A.m.k. ekki fyrr en ég er búin að tryggja mér ömggt forskot í fjöldaframleiðslunni,“ segir hún. Hlýtt og notalegt — fram- kvæmdakvendið Pauline Jones í flíkum, sem hún framleiðir úr hárum hunda sinna. COSPER — Lækkaðu í sjónvarpinu, við heyrum varla öskrið í stráknum. KJÚKLINGA- PIE MARGRÉT BRANDSDÓTTIR Deig: 250 ghveiti 125 gsmjörlíki salt 4-6 msk. ískaltvatn. Fylling: 1 kjúklingur (ca. 800g) 1 dóssveppir 1 grænpaprika 1 laukur 50 gsmjörlíki 2 msk. hveiti 2 tsk. Worchestersósa pipar Á pie-iö: 1 eggjarauöa 1 msk. mjólk. Deig: Sigtið hveiti, smjörlíki og salt og hnoðið saman. Iskalda vatnið hnoðað saman við. Hnoðað í kúlu, sett í álpappír og geymt í ísskáp í 30 mín. Slðan er deiginu skipt í tvennt og búnar til (rúllaðar út) tvær kringlóttar kökur. Önnur á að vera dálítið stærri og er henni þrýst ofan í pie-form og brúnirnar látnar standa aðeins uppfyrir. Fylling: Prífið kjúklinginn. Sjóðið hann í vatni og safanum frá sveppunum við meðalhita í ca. 30 mín. Takið kjötið af beinunum og skerið í litlabita. Þvoið paprikunaog sneiðið í litla bita. Afhýðið laukinn, brytjið smátt og steikið í feiti í um eina mín. Setjið hveitið út í og hrærið vel. Hellið síðan 3/81 af kjúklingasoðinu út í. Sjóðið í 5 mín. og bragðbætið með Worchestersósu, pipar og salti. Kælið. Blandið saman kjötinu, sveppunum, paprikunni og sósunni og hellið síðan í formið. Síðan er hin hringlaga kakan lögð ofan á. Bleytið barmana með vatni og þrýstið vel saman. Skerið kross yfir kökuna (svo hún springi ekki við bakstur). Eggjarauðu og mjólk hrært saman og smurt yfir pie-ið. Bakist við 200 gráður í ca. 35 mín. ísfugl Simi: 666103 S0TT-H0LLT 0GÓDÝRT Kjúklingur er hollur, góöur og síðast en ekki síst ódýr matur. einu sinní í viku og velji sér kjúklingadag. Hér birtist spennandí uppskrift úr samkeppni ÍSFUGLS, veldu þér kjúklingadag og reyndu uppskriftina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.