Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986 ♦ Hann seg)r ab m&ðalhiitlnn. á. Kans plonetu sé um <oco grábar." Væri ég viss um að þetta væri síðasta giftingin hennar hefði ég komið með gjöf! ,i Þennan hatt nota ég þegar við förum í Ieikhús. HÖGNI HREKKVÍSI Stemmum stigu við eiturúðun í görðum Til Velvakanda. Undanfarin sumur hefur sú gleði- lega þróun átt sér stað víðast hvar á landinu að fólk, garðyrkjumenn og garðeigendur, hafa séð að sér í meðferð skordýralyfja. Notkun úða- lyfja gegn skordýrum á tijám í einkagörðum og flestum opinberum görðum hefur að kalla má aflagst. A fyrra ári birtust nokkur bréf í dálkum Velvakanda um þetta efni og var m.a. borið lof á Hafliða Jóns- son, fyrrum garðyrkjustjóra, og samstarfsmenn hans sem hafa unnið hvað þeir máttu að því að koma í veg fyrir úðum í Reykjavík. En vita mátti að minni manna er stutt og að einhveijir garðyrkju- menn myndu bíða færis að bjóða fram þjónustu sina á nýjan leik, enda er áreiðanlega mikla fjármuni hægt að hafa upp úr slíkri iðju. Sú hefur og orðið raunin. Einn daginn voru 6 smáauglýsingar í DV um garðúðun. Af þessu tilefni vil ég rifja upp það ófremdarástand sem ríkti hér á árum áður allan vortímann og fram á sumar. 1. Strax og hlýnaði í lofti fóru garðyrkjumenn og ýmsir fúskarar á garðyrkjusviðinu um borgina og buðu úðun hver í kapp við annan. Verðið var uppsprengt og fáir höfðu djörfung til að neita þjónustuboðum þar sem grannamir gerðu það ekki heldur. 2. Vegna samkeppni hófst úðun áður en tré voru fulllaufguð og áður en hitastig var orðið nægilega hátt svo að úðum kom að mjög takmörk- uðu gagni. 3. Svo var komið að borgaryfirvöld gerðu lofsverða tilraun til að koma skipulagi á þannig að úðum hæfíst síðar og á sama tíma alls staðar og að borgarhlutar væm teknir fyrir í einu til þess að ekki væri lengi sumars verið að úða í húsum á víxl, til skaða fyrir fólk, einkum böm, en loka þarf görðum um skeið eftir að úðað er í þeim eða úði berst frá nágrönnum. 4. Allt kom fyrir ekki, umsáturs- ástand úðatímabiisins hélst, al- menningur var ekki vakandi. 5. Böm vom í hættu, bæði þar sem þau lágu í bamavögnum eða léku sér. Lítið fór fyrir þeim og úðunar- menn urðu þeirra ekki varir. Olli þetta bæði hættu og ótta meðal fólks. Fjöldi fólks fór á fund lækna og á slysavarðstofu og gefa þurfti út ráð til almennings um meðferð eitrana. Sennilega er mönnum nú gleymsku hulið að alvarlegar eitr- anir urðu og jafnvel gmnuð dauðs- föll af völdum skordýralyfja. 7. Garðyrkjumenn vom margir með eitmnareinkenni á vorin og varð hjá ýmsum um langvinn ein- kenni að ræða svo þeir náðu sér ekki milli eitmnartímabila. Svo mikið fé mátti upp úr þessu hafa að erfítt var að fá menn til að láta af þessari iðju þrátt fyrir króníska sjúkdóma. Umsátursástandið hélst. Loks fóm menn þó að taka við sér og sáu að hér var fullangt gengið í harðvítugri baráttu við skordýr sem sóttu á tré sem menn þóttust vera að rækta sér til yndis og ánægju. Þeir menn eiga lof skilið sem skám upp herör gegn þessum ófögnuði. Að fá menn til að breyta hegðun sinni er ekki auðvelt þar sem garðyrkjumenn vom búnir að festa fé í stórvirkum úðadælum og Ágæti Velvakandi. Það er stór ókostur að vera með fótboltaspark á sjónvarpsskjánum kvöld eftir kvöld og það langt fram á nótt. Hvemig væri að hafa þessar knattspymuútsendingar síðast á dagskrá sjónvarpsins? Þessar knattspymuútsendingar þreyta eiturflutningabílum. Þaraa tókst á heilsuverad og skynsemi gegn peningahagsmunum og skamm- sýni. Garðyrkjumenn skulu lofaðir fyrir að þeir létu sér segjast. Þótt þeir spáðu illu um framtíð atvinnu sinnar kom f Ijós að þeir töpuðu ekki í neinu. Ræktunaáhugi fór vaxandi og þjóðin sneri sér að því að sinna garðyrkju og umhverfí sér til gleði eingöngu, fegin því að eitur- efnin spilltu ekki. Þá má geta þess að eiturefna- nefndir höfðu sett skorður við því að menn fengju að nota hin hættu- legustu efni, lyf sem bæði höfðu mikil eituráhrif á menn og skepnur og sem lengi vom að eyðast úr jarðvegi og grænmeti. í staðinn komu tiltæk lyf með minni eitur- styrkleika. Fljótt kom í ljós að skordýr hér á landi vom orðin ónæm fyrir flestum þessara eiturtegunda, ekki síst vegna þess að ef lyfín eiga að hafa tilætluð áhrif þarf hærra lofthitastig en hér er að jafnaði. Með þessum orðum er ekki verið að halda því fram að skordýralyf gegn snýkjudýrum skuli aldrei nota. Síður en svo. Ýmisleg nýeæktun í atvinnuskynit.d. í gróðurhúsum og gróðrastöðvum við grænmetisfram- leiðslu og plöntueldi, mun vart geta. marga fyrir utan það að mörgum finnst svekkjandi að góðar myndir tefjast og em ekki sýndar fyrr en liðið er á nótt útaf knattspymunni. Slíkt er alveg óþolandi. Ég styð þá tillögu að Bjami Felixson fái fimmtudagskvöldin fyrir knatt- spymumyndimar. AB Knattspyrnuútsending- ar á fimmtudagana Víkverji skrifar Langt er síðan jafn mikið hefur verið talað um nýútkomna bók manna á meðal og nú er rætt um fuglabók Hjálmars R. Bárðarsonar. Hvar sem komið er, hefur fólk orð á því, hversu falleg bókin er og mikil vinna að baki hennar. Raunar hlýtur að liggja heilt ævistarf á bak við myndatökur í bókinni. Myndim- ar em frábærar og allur frágangur þessarar bókar í samræmi við það. Engin spuming er um, að fuglabók Hjálmars mun stórauka áhuga landsmanna á fuglaskoðun og um leið áhuga fólks á að vemda fugla- lífið í landinu. Hún hlýtur jafnframt að vera einhver bezta landkynning, sem völ er á. Það hefur ekki farið ýkja mikið fyrir umræðum um þessa bók í fjölmiðlum. Það er gjaman svo, þegar raunvemleg afrek em unnin, að þau fara ekki hátt í fjölmiðlum, en vekja þeim mun meira umtal meðal fólksins í landinu. Hávaðinn er meiri um það sem fánýtt er. Fuglabók Hjálmars R. Bárðarsonar ætti að vera til á hveija einasta heimili á Islandi. Hún er merkilegur vitnisburður um árangur af frí- stundastarfí eins manns. Hún ætti að koma út á mörgum tungumálum. Hún mun draga fleiri ferðamenn að íslandi en milljónir, sem varið er I auglýsingar erlendis. XXX En vegna þess, að það listaverk, sem fuglabók Hjálmars er, kemur hér til umræðu kemur Vík- veija í hug annað listaverk, sem sjá mátti meira og minna um alla Haukadalsá í Dölum í síðustu viku en það er straumöndin. Þessi fugl er svo fallegur að ekki er hægt að líkja honum við annað en listaverk. Fallegar myndir af straumöndinni og upplýsingar um hana má finna í fuglabók Hjálmars. Það eru í raun og veru mikil forréttindi að fá tækifæri til að fylgjast með fugli eins og straumöndinni, sem sjá má víða um land en líklega mest við Mývatn. XXX Víkveiji hefur nokkrum sinnum í vetur haft orð á þeirri ómenn- ingu, sem ríkir í bönkum landsins, að fólk hrúgast saman við af- greiðsluborð og fylgist vandlega með viðskiptum hvert annars. Nú hefur Iðnaðarbankinn tilkynnt, að bankinn geri tilraun með að koma upp biðraðamenningu á borð við það, sem tíðkast erlendis, og verði sá háttur tekinn upp, ef þessi tilraun gefst vel. Þessu frumkvæði Iðnað- arbankans ber að fagna. Vonandi fylgja aðrir bankar í kjölfarið og taka upp sömu afgreiðsluhætti. XXX að vekur athygli, að dóttir Reagans, Bandaríkjaforseta, kemur hingað til lands í næstu viku. Raunar munu margir þekktir Bandaríkjamenn verða á ferð hér í sumar, sumir stóijöfrar úr banda- rísku viðskiptalífí. Ein ástæða fyrir þessu er sú, að bandarísku sendi- herrahjónin, sem hér starfa nú, standa nær innsta kjama hins bandaríska valdakerfis en flestir þeir bandarísku sendimenn, sem hér hafa verið á árum áður. Þetta hefur að sjálfsögðu þýðingu fyrir ísland vegna þess, að það gefur meiri möguleika en ella á því að vekja athygli æðstu valdamanna Banda- ríkjanna á ýmsum þeim hagsmuna- málum, sem skipta okkur máli í samskiptum við Bandaríkjastjóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.