Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986 25 Stjórnvöld í S-Afríku: Hóta að gera dagblöð upptæk Kína: Líf stí ðarfangelsi fyrir fjárdrátt Peking, AP. FYRRVERANDI starfsmaður Jóhannesarborgf, AP. YFIRVÖLD í Suður-Afríku sögðu í gær að ekki yrði hikað við að stöðva útgáfu eða gera upptæk dagblöð sem ekki fylgdu Jarðskjálft- ar í Japan Tókýó, AP. TVEIR HARÐIR jarðskjálftar gengu yfir Japan á þriðjudag og miðvikudag. Jarðskjálftinn á þriðjudag mæld- ist 6,9 stig á Richterkvarða og varð rétt fyrir hádegi. Háhýsi í Tókýó- borg gengu í bylgjum, neðanjarðar- lestir stöðvuðust og Narita-flugvelli var lokað um stundarsakir á meðan skemmdir voru kannaðar. Gefin var út aðvörun um að flóðbylgja gæti gengið jrfír 900 km strandlengju við Kyrrahaf. Fyrir dögun á mið- vikudag varð annar jarðskjálfti er mældist 5,2 stig á Richterkvarða. Átti hann upptök sín á sama stað og sá fyrri, um 60 km undir hafs- botni út af Bososkaga, stutt frá höfuðborginni, Tókýó. Ekki var gefín út viðvörun um hugsanlega flóðbylgju og engar fregnir hafa borist um skemmdir eða slys á mönnum í þessum jarðskjálftum. Bandarísk athugunarstöð á Hawaiieyjum tilkynnti á þriðjudag, að á mælum stöðvarinnar hefði mælst jarðskjálfti sem var 7,1 stig á Richterkvarða og hefði átt upptök sín á hafsbotni í grennd við Nýju Gíneu. Ekki hafa borist frekari fregnir af þeim skjálfta. reglum ríkisstjórnarinnar um fréttaflutning á meðan neyðar- ástand ríkir í landinu. í gær gaf P.W. Botha forseti einnig út lög sem leyfa öryggissveitum sljórn- arinnar að hafa afskipti af öllum svæðum sem lýst er „ókyrrum". Sveitir þessar eru undanþegnar ölhim löggjöfum. Upplýsingamálaráðherra lands- ins, Louis Nel, sagði í yfirlýsingu til dagblaðanna í gær að þeim væri skylt að fylgja reglum stjómarinn- ar, þar sem þær væru lög landsins þá stundina. Hann tilkynnti einnig erlendum fréttariturum að stjómin myndi taka til hvaða ráða sem henni þætti tilhlýðileg, til að sjá til þess að reglum hennar væri framfylgt. Reglur um fréttaflutning sem stjómin hefur sett fela m.a. í sér að ekki sé leyfílegt að miðla fréttum af starfsemi öryggissveita og að birta yfírlýsingar sem hvetja til byltingar. Stjómin hefur gert upptæk tölu- blöð tveggja dagblaða, en ekki stöðvað útgáfu nokkurra þeirra enn. Þremur erlendum fréttamönn- um hefur verið vísað úr landi síðan neyðarlögin voru sett. Oliver Tambo, forseti Afríska þjóðarráðsins, átti á þriðjudag við- ræður við bresk stjómvöld, þar sem hann sagði að eina leiðin til að fá stjómina í Suður-Afríku til að láta af aðskilnaðarstefnu sinni, sé að beita efnahagslegum þvingunum. Hann sagðist þó vondaufur um að honum hefði tekist að fá Lyndu Chalker, aðstoðamtanríkisráðherr? Bretlands, á sitt mál. mm •F Oliver Tambo, forsetí Afríska þjóðarráðsins. kínversku póstþjónustunnar hef- ur verið dæmdur í lífstíðarfang- elsi fyrir fjárdrátt. Fyrmm varapóstmeistari í einu af úthverfum Pekingborgar, Li Changlan, var nýlega fúndin sek um að hafa dregið að sér fjárhæð er svarar til um hálfri milljón ísl. kr. er hún var starfsmaður póst- þjónustunnar í þorpi nokkm á ámn- um 1973 til 1981. Hún viðurkenndi ekki afbrotið, en áfrýjunarbeiðni hennar var hafnað. Kínversk stjóm- völd hafa að undanfömu tekið mjög hart á auðgunarbrotum og hafa ýmsir fyrrverandi ráðamenn hlotið dóma fyrir slíkt. Ráðstefnu um alnæmi lokið: Fræðsla eina vörnin gegn útbreiðslu sjúkdómsins París, AP. Þriggja daga alþjóðlegri ráðstefnu um alnæmi, sem 2.500 manns viðs vegar að úr heiminum sóttu, lauk í Paris i gær. Á siðasta degi ráðstefnunnar kom fram að haldi fram sem horfi, muni um 300.000 ný tilfelli af alnæmi bætast við árið 1991. Sérfræðingar sem sátu ráð- stefnuna, ætla að alnæmi geti orðið að mjög alvarlegu heilbrigð- isvandamáli í heiminum, sérstak- lega í þróunarlöndunum. Þeir lögðu áherslu á að enn hefur ekki verið fundin lækning á sjúk- dómnum og ekki er útlit fyrir að takist að mynda mótefni gegn veirunni í nánustu framtíð. Lækn- amir hvöttu til aukinnar fræðslu og forvama til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Sovéskur vísindamaður til- kynnti um tólf tilfelli af alnæmi í Sovétríkjunum og væru þeir smituðu bæði Sovétmenn og inn- flytjendur frá Afríku og Asíu. Hann sagði að ekki væri mikið um homma í Sovétríkjunum og þeir sem rannsakaðir hefðu verið, hefðu ekki borið alnæmisveiruna. Hann bætti því við að heilbrigðis- yfírvöld í Sovétrílq'unum hefðu nú hafíð eftirlit með blóðgjöfum til að koma í veg fyrir að veiran berist á þann mátatil annarra. Fulltrúar um 30 hópa í Evrópu og Bandaríkjunum, sem beita sér fyrir aukinni fræðslu um alnæmi, sátu einnig ráðstefnuna og hvöttu þeir til aukins stuðnings frá yfir: völdum til að sinna fræðslunni. í ályktun sem fulltrúar hópanna sendu frá sér f gær, kom fram að feimni yfirvalda við orðaval stæði í vegi fyrir að fræðsla um alnæmi næði verulegum árangri. Læknamir á ráðstefnunni lögðu ríka áherslu á að öll þau lyf sem reynd hafa verið til að lækna sjúkdóminn, verði að reyna og rannsaka mikið lengur áður en hægt væri að staðhæfa um lækn- ingarmátt þeirra og nota þau í almennri meðferð. BÍÓHÚSIÐ Sími: 13800 GENE HACKMAN MATT DILLON OPNUNARMYND BÍÓHÚSSINS ER VfSkotmarkid“ “TARGET" GAYLE HUNNICUTT • JOSEF SOMMER Original Score by MICHAEL SMALL Story by LEONARD STERN Screenplay by HOWARD BERK and DON PETERSEN Produced by RICHARD D. ZANUCK and DAVID BROWN Directed by ARTHUR PENN |Réad The Wamcr~Faperback j Sýnd í dag kl. 9 og 11.15. Bönnuð börnum Ath.: Boðssýning kl. 5. proouctions Presents A ZANUCK/BROWN Production AN ARTHUR PENN Film GENE HACKMAN • MATT DILLON ÍDAG OPNAR BÍÓHÚSIÐ LÆKJARGÖTU 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.