Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26.JÚNÍ 1986 53 • Norsku kraftakarlarnir Jan Sagedal (t.v.) og Lars Erik Nilsen, sem stórbætt hafa norska kúluvarpsmet- ið til skiptis í sumar, úr 20,55 metrum f 21,22. Góðir norskir kúluvarparar NORÐMENN hafa eignast tvo mjög góða kúluvarpara, sem skipst hafa á að setja norskt met f vor og sumar. Stendur norska metið nú f 21,22 metrum, en var 20,55 um sl. áramót. Kúluvarpararnir Lars Arvid Nil- I stígum framförum frá í fyrra, en sen og Jan Sagedal hafa tekið stór- I báðir stunda nám í Bandaríkjun- KKÍ: Þjálfaranámskeið Fer Edinho tilMilan? EDINHO, varnarmaðurinn sterki, sem blómstraði með brasilíska landsliðinu f knattspyrnu í Mex- íkó, en hefur leikið með Udinese á Ítalíu síðan 1982, leikur að öll- um líkindum með Inter Milan næsta ár. Samningaiðræður um félaga- skiptin standa nú yfir, en tveir erlendir leikmenn eru fyrir hjá Int- er, þeir Karl-Heinz Rummenigge og Daniel Passarella. Passarella, sem hefur átt við veikindi að stríða, og liggur á spítala í Mexíkó, segist verða orðinn góður í haust, þegar keppnistímabilið hefst, en ítölsk lið mega aðeins vera með tvo erlenda leikmenn. Fari Edinho til Inter og verði reglunum ekki breytt í júlí, er Ijóst að Passarella verður að víkja. Claudio Borghi: Vonin sem brást „ÞAÐ ræður engin vörn við Mara- dona og Borghi," sagði Bilardo, þjálfari Argentínu, eftir leik Arg- entinos Juniors og Juventus f vetur, þar sem keppt var um titil- inn besta fólagslið í heimi. Miklar vonir voru bundnar við Borghi f Mexfkó, en þær vonir urðu að engu og hann var settur út úr byrjunarliði Argentfnu eftir tvo lóiega leiki í riðlakeppninni. Borghi var valinn í landsliðið eftir að hafa leikið aðeins 20 leiki með Juniors og átti ásamt Mara- dona að vera helsti sóknarmaður Argentínu. En tími þessa 21 árs gamla leikmanns var ekki kominn, þó enginn dragi knattspyrnuhæfi- leika hans í efa. Borghi á enn margt ólært í hin- um harða heimi atvinnumannsins, en hann á framtíðina fyrir sér og fær eflaust tækifæri til að bæta sig. Guðmundur Karlsson, frjáls- íþróttamaður úr FH, náði sínum Leiðrétting NAFN hins unga knattspyrnu- manns, sem vann keppnina í þvf að halda knetti á lofti á Tomma- hamborgaramótinu í Vestmanna- eyjum um helgina, misritaðist í blaðinu í gær. Hann heitir réttu nafni Haukur Þór Hannesson og erfVfkingi. Körfuknattleikssambandi ís- lands hafa borist upplýsingar um þjálfaranámskeið víðsvegar um heim. Má þart.d. nefna námskeiö sem verður á Spáni í tengslum við heimsmeistarakeppnina. bezta árangri í sieggjukasti á móti í Vestur-Þýzkalandi um sl. helgi. Guðmundur kastaði sleggjunni 53,50 metra. Hann var reyndar óheppinn að kasta ekki lengra, því eitt kastanna var á 57. metra, en reyndist rétt utan kastgeirans og dæmdist því ógilt. Guðmundur stundar nám við íþróttaháskólann í Köln. Hann hefur snúið sér að sleggjukasti af alvöru, en keppti í öðrum kast- greinum undanfarin ár. íslands- metið í sleggjukasti á Erlendur Valdimarsson ÍR, 60,74 m sett 1974. Vestfjarða- mót í sundi VESTFJARÐAMÓTIÐ í sundi hefst í Sundhöll ísafjarðar í kvöld og verður fram haldið á laugar- dag og sunnudag. Keppendur eru frá Bolungarvík, Flateyri og ísafirði. Búast má við hörkukeppni og að mörg Vest- fjarðametin falli. Leiðbeinendur verða Bob Knight, þjálfari Ólympíuliðs Banda- ríkjanna 1984, K.C. Jones, þjálfari sigurvegara NBA í ár, Boston Celtics, og Lolo Sainz, þjálfari Real Madrid. Námskeiðiö verður 17.—19. júlí. Körfuknattleikssambandið hefur einnig upplýsingar um fleiri nám- skeið, allar upplýsingar eru veittar á skrifstofu KKÍ í síma 685949. (Fróttatilkynning frá KKÍ) Meistara- mótið í frjáls- íþróttum MEISTARAMÓT íslands í frjóls- íþróttum (aðalhluti) fer fram á Laugardalsvellinum í Reykjavík 5., 6. og 7. júlí næstkomandi. Mótið hefst klukkan 14 laugardag og sunnudag og kl. 19 mánudag- inn 7. júlf. Þátttökutilkynningar þurfa að berast skrifstofu Frjálsíþróttasam- bands íslands eða Jóhanni Björg- vinssyni, Unufelli 33, Reykjavík, á þar til gerðum skráningarspjöld- um, í síðasta lagi sunnudaginn 29. júní, ásamt þátttökugjaldi, sem er kr. 200,- á grein og 400,- fyrir boðhlaup. um. Brúka þeir snúningsaðferðina svokölluðu og þykir tækni Nilsens mjög góð. Hann varð bandarískur háskólameistari í júníbyrjun og varpaði þá 21,22 metra. Jafnvel stjórn norska frjáls- íþróttasambandsins þóttu fram- farirnar grunsamlega miklar og send var sveit manna vestur um haf til að gera lyfjapróf á norskum kösturum í Bandaríkjunum. Enginn þeirra reyndist hafa neytt ólög- legra lyfja. Knut Hjeltnes átti norska metið þar til í vor. Nilsen bætti það um 11 sentimetra í lok apríl, varpaði 20,66 metra. í byrjun júní bætti Jan Sagedal hins vegar um betur og varpaði 20,76 m. Það varð ekki langlíft því sjö klukkustundum seinna varpaði Nilsen 20,91 metra í undankeppni háskólameistara- mótsins. í úrslitakeppninni varpaði hann svo tvisvar lengra, 20,96 í annarri umferð og 21,22 í þeirri þriðju. Þetta er fyrsta árið, sem Sage- dal og Nilsen varpa kúlunni yfir 20 metra. Nilsen setti norskt ungl- ingamet í fyrra með 19,13 metra kasti og eru framfarir hans því stórstígar. Mun hann vera 5. bezti kúluvarpari í Evrópu það sem af er sumri og með 8. bezta árangur í heimi. Sagedal er með sjöunda bezta árangur Evrópumanns í ár. Alls hafa þrír Norðmenn varpað líúlu yfir 20 metra í ár, því Arne Pedersen hefur varpað 20,24. Fjórði Norðmaðurinn, Georg And- ersen, er með 19,57 metra og tví- burabróðir Sagedals, Kaare, er með 18,35. Nilsen og Sagedal eru beztu kúluvarparar Norðurlanda sem stendur. Næstur þeim kemur Finn- inn Janne Ronkainen með 20,21 metra. Norðurlandametið er 21,69 metrar og það setti Finninn Reijo Stahlberg fyrir sjö árum. Handboltaþjálfari Handboltaþjálfari með talsverða reynslu — hefur m.a. leikið í Svíþjóð — óskar eftir starfi við þjálfun annarrar eða þriðju deildar liðs. Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlega beðnir að leggja inn nafn ásamt símanúmeri á augld. Mbl. sem fyrst merkt: „Handboltaþjálfari 2000". Guðmundur bætir sig í sleggjukasti QOEEZA loftræsti- viftur p£l<' FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.