Morgunblaðið - 26.06.1986, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26.JÚNÍ 1986
53
• Norsku kraftakarlarnir Jan Sagedal (t.v.) og Lars Erik Nilsen, sem stórbætt hafa norska kúluvarpsmet-
ið til skiptis í sumar, úr 20,55 metrum f 21,22.
Góðir norskir
kúluvarparar
NORÐMENN hafa eignast tvo mjög góða kúluvarpara, sem skipst
hafa á að setja norskt met f vor og sumar. Stendur norska metið nú
f 21,22 metrum, en var 20,55 um sl. áramót.
Kúluvarpararnir Lars Arvid Nil- I stígum framförum frá í fyrra, en
sen og Jan Sagedal hafa tekið stór- I báðir stunda nám í Bandaríkjun-
KKÍ:
Þjálfaranámskeið
Fer Edinho
tilMilan?
EDINHO, varnarmaðurinn sterki,
sem blómstraði með brasilíska
landsliðinu f knattspyrnu í Mex-
íkó, en hefur leikið með Udinese
á Ítalíu síðan 1982, leikur að öll-
um líkindum með Inter Milan
næsta ár.
Samningaiðræður um félaga-
skiptin standa nú yfir, en tveir
erlendir leikmenn eru fyrir hjá Int-
er, þeir Karl-Heinz Rummenigge
og Daniel Passarella. Passarella,
sem hefur átt við veikindi að stríða,
og liggur á spítala í Mexíkó, segist
verða orðinn góður í haust, þegar
keppnistímabilið hefst, en ítölsk lið
mega aðeins vera með tvo erlenda
leikmenn. Fari Edinho til Inter og
verði reglunum ekki breytt í júlí,
er Ijóst að Passarella verður að
víkja.
Claudio Borghi:
Vonin
sem
brást
„ÞAÐ ræður engin vörn við Mara-
dona og Borghi," sagði Bilardo,
þjálfari Argentínu, eftir leik Arg-
entinos Juniors og Juventus f
vetur, þar sem keppt var um titil-
inn besta fólagslið í heimi. Miklar
vonir voru bundnar við Borghi f
Mexfkó, en þær vonir urðu að
engu og hann var settur út úr
byrjunarliði Argentfnu eftir tvo
lóiega leiki í riðlakeppninni.
Borghi var valinn í landsliðið
eftir að hafa leikið aðeins 20 leiki
með Juniors og átti ásamt Mara-
dona að vera helsti sóknarmaður
Argentínu. En tími þessa 21 árs
gamla leikmanns var ekki kominn,
þó enginn dragi knattspyrnuhæfi-
leika hans í efa.
Borghi á enn margt ólært í hin-
um harða heimi atvinnumannsins,
en hann á framtíðina fyrir sér og
fær eflaust tækifæri til að bæta
sig.
Guðmundur Karlsson, frjáls-
íþróttamaður úr FH, náði sínum
Leiðrétting
NAFN hins unga knattspyrnu-
manns, sem vann keppnina í þvf
að halda knetti á lofti á Tomma-
hamborgaramótinu í Vestmanna-
eyjum um helgina, misritaðist í
blaðinu í gær. Hann heitir réttu
nafni Haukur Þór Hannesson og
erfVfkingi.
Körfuknattleikssambandi ís-
lands hafa borist upplýsingar um
þjálfaranámskeið víðsvegar um
heim.
Má þart.d. nefna námskeiö sem
verður á Spáni í tengslum við
heimsmeistarakeppnina.
bezta árangri í sieggjukasti á
móti í Vestur-Þýzkalandi um sl.
helgi.
Guðmundur kastaði sleggjunni
53,50 metra. Hann var reyndar
óheppinn að kasta ekki lengra,
því eitt kastanna var á 57. metra,
en reyndist rétt utan kastgeirans
og dæmdist því ógilt.
Guðmundur stundar nám við
íþróttaháskólann í Köln. Hann
hefur snúið sér að sleggjukasti af
alvöru, en keppti í öðrum kast-
greinum undanfarin ár. íslands-
metið í sleggjukasti á Erlendur
Valdimarsson ÍR, 60,74 m sett
1974.
Vestfjarða-
mót í sundi
VESTFJARÐAMÓTIÐ í sundi
hefst í Sundhöll ísafjarðar í kvöld
og verður fram haldið á laugar-
dag og sunnudag.
Keppendur eru frá Bolungarvík,
Flateyri og ísafirði. Búast má við
hörkukeppni og að mörg Vest-
fjarðametin falli.
Leiðbeinendur verða Bob
Knight, þjálfari Ólympíuliðs Banda-
ríkjanna 1984, K.C. Jones, þjálfari
sigurvegara NBA í ár, Boston
Celtics, og Lolo Sainz, þjálfari Real
Madrid.
Námskeiðiö verður 17.—19. júlí.
Körfuknattleikssambandið hefur
einnig upplýsingar um fleiri nám-
skeið, allar upplýsingar eru veittar
á skrifstofu KKÍ í síma 685949.
(Fróttatilkynning frá KKÍ)
Meistara-
mótið í frjáls-
íþróttum
MEISTARAMÓT íslands í frjóls-
íþróttum (aðalhluti) fer fram á
Laugardalsvellinum í Reykjavík
5., 6. og 7. júlí næstkomandi.
Mótið hefst klukkan 14 laugardag
og sunnudag og kl. 19 mánudag-
inn 7. júlf.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast skrifstofu Frjálsíþróttasam-
bands íslands eða Jóhanni Björg-
vinssyni, Unufelli 33, Reykjavík, á
þar til gerðum skráningarspjöld-
um, í síðasta lagi sunnudaginn 29.
júní, ásamt þátttökugjaldi, sem er
kr. 200,- á grein og 400,- fyrir
boðhlaup.
um. Brúka þeir snúningsaðferðina
svokölluðu og þykir tækni Nilsens
mjög góð. Hann varð bandarískur
háskólameistari í júníbyrjun og
varpaði þá 21,22 metra.
Jafnvel stjórn norska frjáls-
íþróttasambandsins þóttu fram-
farirnar grunsamlega miklar og
send var sveit manna vestur um
haf til að gera lyfjapróf á norskum
kösturum í Bandaríkjunum. Enginn
þeirra reyndist hafa neytt ólög-
legra lyfja.
Knut Hjeltnes átti norska metið
þar til í vor. Nilsen bætti það um
11 sentimetra í lok apríl, varpaði
20,66 metra. í byrjun júní bætti Jan
Sagedal hins vegar um betur og
varpaði 20,76 m. Það varð ekki
langlíft því sjö klukkustundum
seinna varpaði Nilsen 20,91 metra
í undankeppni háskólameistara-
mótsins. í úrslitakeppninni varpaði
hann svo tvisvar lengra, 20,96 í
annarri umferð og 21,22 í þeirri
þriðju.
Þetta er fyrsta árið, sem Sage-
dal og Nilsen varpa kúlunni yfir 20
metra. Nilsen setti norskt ungl-
ingamet í fyrra með 19,13 metra
kasti og eru framfarir hans því
stórstígar. Mun hann vera 5. bezti
kúluvarpari í Evrópu það sem af
er sumri og með 8. bezta árangur
í heimi. Sagedal er með sjöunda
bezta árangur Evrópumanns í ár.
Alls hafa þrír Norðmenn varpað
líúlu yfir 20 metra í ár, því Arne
Pedersen hefur varpað 20,24.
Fjórði Norðmaðurinn, Georg And-
ersen, er með 19,57 metra og tví-
burabróðir Sagedals, Kaare, er
með 18,35.
Nilsen og Sagedal eru beztu
kúluvarparar Norðurlanda sem
stendur. Næstur þeim kemur Finn-
inn Janne Ronkainen með 20,21
metra. Norðurlandametið er 21,69
metrar og það setti Finninn Reijo
Stahlberg fyrir sjö árum.
Handboltaþjálfari
Handboltaþjálfari með talsverða reynslu — hefur m.a.
leikið í Svíþjóð — óskar eftir starfi við þjálfun annarrar
eða þriðju deildar liðs.
Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlega beðnir að leggja
inn nafn ásamt símanúmeri á augld. Mbl. sem fyrst
merkt: „Handboltaþjálfari 2000".
Guðmundur bætir
sig í sleggjukasti
QOEEZA
loftræsti-
viftur
p£l<'
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8
SÍMI 84670