Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986
París:
Tveir íslenskir ljósmyndarar
taka þátt í ljósmyndasýningn
Paris.
I byrjun aprílmánaðar var
þeim Sigfúsi Má Péturssyni og
Björgvini Pálssyni boðið að taka
þátt í ljósmyndasýningxi á Centre
international d’art contemporain
í París. A sýningnnni voru ein-
ungis verk listamanna frá Norð-
urlöndum og spannaði hún allt
frá auglýsingaljósmyndun til list-
rænnar ljósmyndunar.
Sigfús Már stundar nám í Foto-
skolanum í Gautaborg í ljósmyndun.
Þaðan hafa útskrifast þrír íslenskir
ljósmyndarar, þau Emilía B. Bjöms-
dóttir, Leifur Rögnvaldsson og Páll
Stefánsson. Sigfús var með tíu ljós-
myndir á sýningunni og var helm-
ingur þeirra tekinn í leikhúsum en
Sigfús er útskrifaður frá Leiklistar-
skólanum og hefur unnið við leik-
húsljósmyndun á íslandi.
„Eg er mjög ánægður með sýn-
inguna í heild," sagði Sigfús Már,
„þetta boð var einskonar himna-
sending fyrir mig“.
Björgvin Pálsson var einnig við-
staddur opnun sýningarinnar.
Myndir hans eru svonefndar
„Gumbicromat-myndir", en það er
ljósmyndunarform all ólíkt hinu
hefðbundna formi og minna myndir,
sem unnar eru með þessari aðferð,
einna helst á vatnslitamyndir.
Björgvin hefur unnið sem blaða-
ljósmyndari og fyrir ýmis tímarit,
en eins og stendur vinnur hann hjá
sjónvarpinu.
BjörgvíiifPálssön
„Þetta boð kom alveg á réttum
tíma fyrir mig,“ sagði Björgvin við
fréttaritara Morgunblaðsins, „ferð-
in hefur síður en svo verið farin til
Sígfús Már Pétursson
einskis. Ég hef þegar fengið sýning-
artilboð frá Þýskalandi, Austurríki
og París."
Anna Dóra.
Brunavarnarátak á þjóð-
hátíðardag á Blönduósi
Blönduósi.
á slökkvibíl frá Sfore Brann í Noregf séttu skemniti-
legan svip á þjóðhátiðina á Blönduósi.
stolinni bifreið
LÖGREGLAN í Reykjavík þurfti aðfaranótt laugardagsins að hafa
afskipti af tveimur piltum, sem óku um á stolinni bifreið. Piltarnir
gengu af bifreiðinni í Öskjuhlíð og hugðust láta sig hverfa af vett-
vangi, en lögreglan hafði fljótt hendur í hári þeirra.
Llcctrolax Llectrolux Llcctrolnx
Rðeins 1500 ,-kr. útborgun og
eftirstöðvornor til ollt oð 6 mónoðo
Vorumarkaöurinn hf.
Árxnúla la Sími 91-686117
Elcctrolax Electrolax Elcctrolax Elcctrolux Elcctrolax 1
B-17 bandarísk sprengjuflugvél frá seinni heimsstyijöldinni stundum kölluð „fljúgandi virki“. Það var
flugvél af þessari gerð, umbyggð til farþegaflutninga, sem fór fyrsta farþegaflugið til Grænlands fyrir
40 árum síðan. Þessi mynd er tekin á Reykjavíkurflugvelli 1981.
Blönduósingar héldu sína þjóðhátíð með hefðbundnu sniði. Fjall-
konan, sem að þessu sinni var Ásrún Ólafsdóttir, flutti ljóð í tilefni
dagsins og svo voru ýmis skemmtiatriði á íþróttavellinum. Um
kvöldið voru skátar á Blönduósi með kvöldvöku í Fagrahvammi. Að
henni lokinni var dansleikur í félagsheimilinu.
Þjóðhátíðardagskrá Blönduós-
inga virðist hafa aðdráttarafl fyrir
þá sem fara hringveginn í ákveðn-
um tilgangi. í fyrra var Reynir
Pétur með okkur á þjóðhátíð en
núna var slökkviliðsbíll ásamt áhöfn
á vegum Brunabótafélags íslands
staddur á Blönduósi. Þeir slökkvi-
liðsmenn voru með sýningaratriði á
íþróttavellinum og kynntu fólki
ýmsar nýjungar í sambandi við
eldvamir. Þó svo að af litlum neista
verði oft mikið bál og aldrei of
varlega farið í þessum málum þá
sá fólk að með litlum dropa mátti
slökkva mikið bál á örskotsstund.
Blönduósingar höfðu bæði gagn og
skemmtun af þessari heimsókn og
bíða spenntir eftir því hveijir komi
til með að heimsækja Blönduós á
næstu þjóðhátíð.
Jón Sig.
40 ár liðin síðan farþega-
flug hófst til Grænlands
Frá hátíðarhöldunum 17. júní á BlÖnduósi.
MörgunbtaSið/JónSig:
farþegaflugið til Grænlands átti
sér stað. Það var umbyggt „fljúg-
andi virki", Boeing B-17, sem fór
þessa fyrstu ferð. Einkennisstaf-
ir vélarinnar voru OY-DFA. Nafn
vélarinnar var Stig Viking en
upprunalegt nafn „Shoo Shoo
Baby“. Þess má geta að nú er
verið að gera þessa vél upp og
mun hún innan skamms fljúga
sína síðustu ferð á bandarískt
flugmálasafn þar sem hún verð-
urtilsýnis.
I þessu fyrsta farþegaflugi til
Grænlands, sem farið var á vegum
flugfélagsins SAS, var flogið í
gegnum Stavanger, Noregi, Prest-
wick, Skotlandi og Meeks Field,
flugvöllinn á íslandi. Þar var gist
áður en haldið var til Narscarsuaq
en þá var þar bandarískur herflug-
völlur að nafni „Blue West One“.
Alls tók ferðin 12 flugstundir þar
af var kaflinn frá íslandi til Græn-
lands 4 V2 klukkustund.
Til gamans má geta þess að
flugvöllurinn á íslandi, sem þá gekk
undir nafninu „Meeks Field" heitir
nú Keflavíkurflugvöllur. Banda-
ríkjamenn höfðu það að venju að
skíra flugvelli eftir þeim fyrstu sem
á þeim létust. Meeks þessi fórst er
Curtis P40 Tomahawk-vél hans
flaug inn í loftnetsstangir á Reylcja-
nesi.
LAUGARDAGINN 14. júní sl.
voru liðin 40 ár síðan fyrsta