Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986
Er Maradona
óstöðvandi?
MorgunblaSið/Börkur
• Erla Rafnsdóttir skorar gegn Færeyjum í gærkvöldi með glæsilegri
hjólhestaspyrnu.
Kvennalandsleikur:
ísland vann
Færeyjar 6:0
• Maradona er umsetinn fréttamönnum í Mexikó eftir glæsilega
frammistöðu íkeppninni.
FYRSTI landsleikur íslands og
Færeyja í knattspyrnu kvenna
fór fram á Kópavogsvelli í
gærkvöldi og sigruðu íslensku
Morgunblaðið/RAX
• Hannes Hrafnkelsson kemur
í mark i gærkvöldi.
Svavars-hiaupið:
Hannes
vann
óvænt
HANNES Hrafnkelsson UBK sigr-
aði óvænt í minningarhlaupi um
Svavar Markússon á Laugardals-
velli í gærkvöldi, hljóp á 3:57,50
min., sem er hans langbezti ár-
angur.
Búist var við sigri Guðmundar
Sigurðssonar UBK en Hannes,
sem lengst af var í þriðja sæti,
sótti á er leið á hlaupið og skaust
fram úr 50 m frá marki. Guðmund-
ur hljóp á 3:58,40 mín. Þriðji varð
Steinn Jóhannsson KR á 4:04,96,
fjórði Steinn Jóhannsson ÍR á
4:07,60, sem er hans bezta, fimmti
Már Hermannsson UMFK á
4:08,39, sjötti Jóhann Ingibergs-
son FH á 4:15,86, sjöundi Böðvar
Bjarnason UBK á 4:36,64 og átt-
undi Pétur Þ. Baldursson USVH á
4:39,19 mín.
stúlkurnar örugglega 6:0 eftir
aðhafa verið 2:0 yfir í hálfleik.
íslensku stúlkurnar sóttu
nær stanslaust allan leikinn og
veittu þær færeysku litla sem
enga mótspyrnu. Ásta B. Gunn-
laugsdóttir skoraði fyrsta mark-
ið á 10. mínútu eftir að hafa
fengið stungusendingu inn fyrir
vörn Færeyinga. Erla Rafns-
dóttir bætti öðru marki við á
39. mínútu, en skömmu áður
fór Solva Eystberg illa með
gott færi, þegar hún skaut
framhjá íslenska markinu.
Fljótlega í seinni hálfleik
skoraði Erla þriðja markið, sem
jafnframt var fallegasta mark
leiksins. Fyrst skallaði hún
knöttinn í slá eftir fyrirgjöf frá
Örnu Steinsen, fékk knöttinn
aftur og skoraði glæsilega með
hjólhestaspyrnu. Vanda Sigur-
geirsdóttir skoraði fjórða mark-
ið með skoti frá vítateigslínu
um miðjan seinni hálfleik og
Ásta M. Reynisdóttir bætti því
fimmta við úr vítaspyrnu á 64.
mínútu. Arna Steinsen skoraði
síðan síðasta mark leiksins
með skoti rétt fyrir utan vítateig
skömmu fyrir leikslok.
S.G.
DIEGO MARADONA hélt áfram
skrautsýningu sinni í gærkvöldi
þegar Argentínumenn báru sig-
urorð af Belgum í undanúrslitum
heimsmeistarakeppninnar f
knattspyrnu með tveimur mörk-
um gegn engu. Maradona gerði
bæði mörk liðs síns, hið fyrra úr
þröngu færi, umkringdur varnar-
mönnum, og hið sfðara eftir stór-
kostlegan einleik. Vestur-Þjóð-
verjar fá æríð verkefni í úrslita-
leiknum á sunnudaginn að stöðva
hann — enn hefur engum tekist
það, þó það sé það sem allir
andstæðingar Argentínumanna
hafa lagt höfuðáherslu á.
Fyrri hálfleikur leiksins í gær-
kvöldi var tíðindalítill. Argentínu-
menn voru mun meira með knött-
inn og virkuðu sterkari. Þeir náðu
þó ekki að skapa sér verulega góð
marktækifæri. Að venju var það
Maradona sem helst ógnaði vörn
andstæðinganna, og snemma í
leiknum varð Pfaff að hafa sig allan
við að verja þrumuskot hans af 20
metra færi. Uppúr því skoruðu
Argentínumenn mark, en dómar-
inn dæmdi það af vegna þess að
sóknarmaðurinn hafði notað hönd-
ina til að koma boltanum inn.
Þegar líða tók á hálfleikinn gliðn-
aði leikur Argentínumanna nokkuð
og Belgar áttu þá nokkrar ágætar
rispur. En í heild var fyrri hálfleikur
dauflegur á að horfa.
Það var svo snemma í síðari
hálfleik sem Maradona gerði út
um leikinn. Hann fékk stungusend-
ingu inn í teiginn hægra megin,
stakk sér eldsnöggur á milli
tveggja varnarmanna og náði að
koma vinstra fæti á knöttinn á
hárréttu augnabliki og lyfta honum
framhjá Pfaff markverði sem kom
út úr markinu. Ótrúlegt mark og
ólíklegt að nokkur annar en Mara-
dona hefði getað gert sér mat úr
sendingunni.
En fyrra markið var barnaleikur
á við það síðara. Þá fékk Maradona
knöttinn á miðjum vallarhelmingi
Belganna, og að því er virtist með
einföldum axlahreyfingum sneri
hann þrjá belgíska varnarmenn af
sér, einn af öðrum, þar til hann
komst frír inn í vítateig. Þá lyfti
harí.i knettinum aftur framhjá Pfaff
— óverjandi.
Það sem eftir var leiksins sóttu
Belgar öllu meira, en án verulegs
árangurs. Vörn Argentínumanna
var sterk í þessum leik, eins og í
fyrri leikjum mótsins, og gaf ekkert
eftir. Belgarnir mættu ofjörlum sín-
um í þessum undanúrslitaleik —
eða ofjarli öllu frekar.
Argentínumenn urðu heims-
meistarar síðast þegar keppnin var
haldin í Ameríkulandi, fyrir átta
árum í Argentínu. Sem kunnugt
er hefur Evrópuþjóð aldrei unnið
heimsmeistarakeppnina þegar
hún hefur verið haldin í Ameríku.
Wimbledon-mótið ítennis:
Deilur um lyfjapróf
WIMBLEDON-mótið í tennis,
hið óopinbera heimsmeistara-
mót þeirrar íþróttagreinar,
hófst á mánudaginn. Að vanda
er mótið hið sögulegasta og
mikið um óvænt atvik og um-
deild, bæði á völlunum og utan
þeirra.
Veðrið hefur til dæmis sett
strik í reikninginn. Mikið rigndi á
mánudaginn, og á þriðjudag var
hvassviðri. í gær var veðrið gott
og þá tókst loks að Ijúka við einn
leikjanna sem hófst á mánudag-
inn. Svíinn Mikael Pernfors hóf
viðureign sína við Bandaríkja-
manninn Mike Depalmerá mánu-
daginn en vegna úrhellisrigning-
ar var leiknum frestað til þriðju-
dags. Á þriðjudeginum gat leikur-
inn ekki hafist fyrr en undir kvöld,
og þá var honum aftur frestað
eftir um hálftíma leik vegna
myrkurs. Það var svo loks í gær
sem Pernfors náði að knýja fram
sigur.
Það sem mesta athyglu vakti
í fyrstu umferðunum var þó að
Jimmy Connors, hinn frægi
Bandaríkjamaður, sem er þriðji í
röðinni á styrkleikalista alþjóða-
tennissambandsins, var sleginn
úr keppninni af óþekktum landa
hans, Roberto Seguso. Það eru
einu verulega óvæntu úrslitin í
keppninni hingaðtil.
En það er ekki nóg með að
sitthvað hafi gengið á á völlunum
sjálfum. Mikið hefur verið rætt
og ritað um lyfjaeftirlitið á mót-
inu, sem mörgum þykir undar-
legt.
Lengi hafa verið sögusagnir á
kreiki um að margir þekktir tenn-
isleikarar tækju inn ólögleg lyf,
og er einkum talað um kókaín í
því sambandi. Samband atvinnu-
tennisleikara og mótshaldararnir
sem sjá um Wimbledon-mótið
gerðu því með sér samkomulag
um lyfjaeftirlit, sem felst í því að
allir þáttakendur í einliða- og tví-
liðaleik karla eru lyfjaprófaðir.
Hinsvegar gerðu þessir aðilar
samkomulag sín á milli um að
niðurstöður prófanna yrðu ekki
gerðar opinberar. Mike Davies,
talsmaður tennisleikaranna,
sagði að þeir litu svo á að hér
væri um vanda einstaklinga að
ræða, og að meira máli skipti að
finna þeim sem væru háðir lyfjum
rétta meðferð en að gera úr
vanda þeirra blaðamál og
hneykslisfréttir.
Gagnrýnendur þessa fyrir-
komulags, þeirra á meðal Scot-
land Yard, benda hinsvegar á að
bresk lög segi alveg ótvírætt til
um að ef einhver tekur inn ólög-
leg lyf, eins og kókaín, þá sé það
ekki einkamál, heldur sakamál,
og að viðkomandi eigi yfir höfði
sér ákæru. Þá hefur ennfremur
verið bent á að með þessu fyrir-
komulagi taki svo langan tíma
að rannsaka þau sýni sem tekin
• Jimmy Connors, sem hér
heldur á Wimbledon-bikarnum
sem hann vann fyrir fjórum
árum, var óvænt sleginn úr
keppninni í ár ífyrstu umferð.
eru að svo gæti farið að keppn-
inni verði lokið áður en niðurstöð-
ur liggi fyrir. Þannig gæti sigur-
vegari mótsins verið á lyfjum —
og samkvæmt samkomulaginu
áðurnefnda yrði það aldrei upp-
lýst.
Leikið er á Wimbledon-mótinu
alla daga.