Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986 7 Flugleiðir: Flug milli Danmerkur og Grænlands — með viðkomu á Islandi FLUGLEIÐIR standa nú í samn- ingaviðræðum við Greenland Air, Flugfélag Grænlands, um flug fyrir þá síðarnefndu milli Danmerkur og Grænlands, með viðkomu á íslandi. Að sögn Sigfúsar K. Erlingssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða, yrði flogið milli Kaup- mannahafnar og Narssarssuaq, með viðkomu í Keflavík á báðum leiðum. Notaðar verða áhafnir og vélar frá Flugleiðum. Þá sagði Sigfús að líklegast yrði flogið einu sinni í viku að vetrarlagi, en yflr sumarið yrðu ferðir allt að þrisvar sinnum í viku hverri. „Ef af þessum samningi verður vonumst við til að geta bætt samgöngur við Grænland og ef ferðir verða allt að þremur á viku að sumarlagi myndast mögu- leiki á aukinni áherslu á ferða- mannastraum til íslands og Græn- lands. Við vonumst til að geta hafið þetta flug 1. nóvember í haust og yrði þetta samkomulag þá til eins árs,“ sagði Sigfús K. Erlingsson að lokum. Samar fá aðild að norræna áhugaleik- húsráðinu NORRÆNA áhugaleikhúsráðið hélt aðalfund sinn í Reykjavik dagana 25. og 26. júní. Fundinn sátu aðilar frá öllum Norður- löndunum auk fulltrúa Álands- eyja. Á fyrri degi fundarins var sam- þykkt að veita Álandseyjabúum og Sömum sjálfstæða aðild að ráðinu þrátt fyrir að Samar búi sem kunn- ugt er í þremur löndum. Á dagskrá fundarins voru umræður um starf ráðsins næsta ár og á hvem hátt það getur haft áhrif á og stutt samvinnu um áhugaleiklist á Norð- urlöndunum. Norræna áhugaleikhúsráðið heldur námskeið á sviði áhugaleik- listar, styður leikferðir á milli landa og á vegum þess eru haldnar leik- listarhátíðir á borð við þá sem nú stendur í Reykjavík. Myndlistarmenn fá sér lögfræðing í höfundar- réttarmálin Samband íslenskra myndlíst- armanna hefur fengið til liðs við sig lögfræðing, Knút Bruun, til að sinna höfundarréttarmálum. Hann hefur kynnt sér þau mál erlendis. Skrifstofa SÍM, Sambands ís- lenskra myndlistarmanna, hefur verið sameinuð skrifstofu Arki- tektafélags íslands, í Ásmundarsal og er hún opin frá 9-17 alla virka daga. Skrifstofustjóri er Þórhallur Þórhallsson. Á aðalfundi SÍM sem haldin var nýlega var kjörin ný stjóm. Guðný Magnúsdóttir var kosin formaður en aðrir í stjóm eru Guðrún Gunn- arsdóttir, Ingunn Eydal, Hringur Jóhannesson, og Þór Vigfússon. Húsaleiga hækkar 1. júlí HAGSTOFA íslands hefur reikn- að út hækkun á leigu fyrir íbúð- ar- og atvinnuhúsnæði. Leigan hækkar um 5,0% frá og með júlíbyijun 1986. Hækkunin reiknast á leigu í júní. Þessi leiga verður óbreytt út næstu tvo mánuði, þ.e. ágúst og september. Gísli Signrðs- son sýnir á Hótel Geysi GÍSLI Sigurðsson efnir til málverkasýningar í Hótel Geysi í Haukadal, en hótelið var formlega opnað á laugardaginn, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. Þetta er tíunda einkasýn- ing Gísla, en síðast sýndi hann á Kjarvalsstöðum í marz sl. og eru nokkrar myndir þaðan á þessari sýn- ingu. Gísli er Biskupstungna- maður að uppruna, frá Út- hlíð, og sagði hann í samtali við Morgunblaðið, að á þess- ari sýningu legði hann áherzlu á myndefni, sem tengdist þessum slóðum, til dæmis frá Jarlhettum og Haukadalsheiði. Sagðist Gísli ekki vita betur en þessi sýning hans væri sú fyrsta af þessu tagi í Biskupstungum. Sýningin verður höfð uppi í allt sumar. OPNA MÓTIÐ GRAFARHOLTI, REYKJAVIK Golfklúbbur Reykjavíkur gengst fyrir opnu golfmóti fyrir alla kylfinga 16 ára og eldri, dagana 28. og 29. júní 1986. 1. verðlaun: 2 sóiarlanda- feröir Gefandi: ►0*»HUSST««»l t 2. verðlaun: 2 farseölar til London Gefandi: FLUGLEIÐIR Gott tólk h/é tfaustu féiagi s. 686511 PÖdCANO) SMITH& NORLAND SIEMENS EINKAUMBOD Keppnisfyrirkomulag Leikin verður punktakeppni — Stableford — með 7/8 forgjöf, hámarks gefin forgjöf 18. 50 verðlaun: 1. Sólarlandafer&ir _ — Fer&askrifstofan Úrval. 2. Farseðlar til London — Flugleiðir. 3. Farseðlar f millilanda- flugi— Arnarf lug. 4. Herragullhringur — Gull og Silfur. 5. Heimilistæki — Smith og Norland. 6. Gastæki — Nafta. 7. Golfgallar Don Cano — Scana. 8. Bækur — Almenna Bókafélagið. 9. Grill — Skeljungsbúðin. 10. Golfkerrur Topper — Sportbúð Ómars. 11. Regngallar — Útilíf. 12. Barnabflstólar — Olís. 13. Bækur — Fjölvi. 14. Lampar — Kristján Siggeirsson hf. 15. Ferðatöskur — Penninn. 16. Trivial Pursuit — Eskifell. 17. íþróttaskór — Bolta- maðurinn. 18. Kvöldverðir Hótel Sögu — Gildi. 19. Heimilistæki — Hagkaup. 20. Golfpokar — íþróttabúðin. 21. Gosdrykkir — Vífilfell. 22. Rafgeymar — Pólar. 23. Regngallar — Henson. Aukaverðlaun 2. braut: Fiugfartil Salzburg — Samvinnuferðir/Landsýn. 6. braut: 1 gangur sumardekkja undir bílinn — Sólning. 11. braut: Helgardvöl á Hótel Stykkishólmi. 17. braut: Flugfar til Kaupmannahafnar — Samvinnuferðir/ Landsýn. Fyrir holu í höggi á 17. braut Seat Ibiza GL—Töggur hf. 3. verðlaun: 2 farseðlar Kaupmannahöfn og Salzburg Gefandí: Samvinnuferöir - Landsýn AUSTUHSTRÆTM? SIMAR 2707 7 A 2B899 4. verðlaun: 2 demantshrir>gir Gefandi: «ull & fttlfur h/f lí *-K T UTIUF Glæsibæ. simi 82922 m KRISTJÁn SIGGEIRSSOIl HE ’m- Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, siml 84477 Urslitaleikur í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu verður sýndur á stórum skermi f Golfskálanum. Verðlaunaafhending í mótinu verður að lokinni verðlaunaafhendingu f Mexíkó. Þátttökugjald verður kr. 2000.-á mann. Tveir skrá sig saman ílið. Þátttaka tilkynnistísímum 82815og 84735 fyrir kl. 18.00þ. 27. júní. Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.