Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986
7
Flugleiðir:
Flug milli
Danmerkur
og Grænlands
— með viðkomu á Islandi
FLUGLEIÐIR standa nú í samn-
ingaviðræðum við Greenland
Air, Flugfélag Grænlands, um
flug fyrir þá síðarnefndu milli
Danmerkur og Grænlands, með
viðkomu á íslandi.
Að sögn Sigfúsar K. Erlingssonar,
framkvæmdastjóra markaðssviðs
Flugleiða, yrði flogið milli Kaup-
mannahafnar og Narssarssuaq,
með viðkomu í Keflavík á báðum
leiðum. Notaðar verða áhafnir og
vélar frá Flugleiðum. Þá sagði
Sigfús að líklegast yrði flogið einu
sinni í viku að vetrarlagi, en yflr
sumarið yrðu ferðir allt að þrisvar
sinnum í viku hverri. „Ef af þessum
samningi verður vonumst við til að
geta bætt samgöngur við Grænland
og ef ferðir verða allt að þremur á
viku að sumarlagi myndast mögu-
leiki á aukinni áherslu á ferða-
mannastraum til íslands og Græn-
lands. Við vonumst til að geta hafið
þetta flug 1. nóvember í haust og
yrði þetta samkomulag þá til eins
árs,“ sagði Sigfús K. Erlingsson að
lokum.
Samar fá aðild
að norræna
áhugaleik-
húsráðinu
NORRÆNA áhugaleikhúsráðið
hélt aðalfund sinn í Reykjavik
dagana 25. og 26. júní. Fundinn
sátu aðilar frá öllum Norður-
löndunum auk fulltrúa Álands-
eyja.
Á fyrri degi fundarins var sam-
þykkt að veita Álandseyjabúum og
Sömum sjálfstæða aðild að ráðinu
þrátt fyrir að Samar búi sem kunn-
ugt er í þremur löndum. Á dagskrá
fundarins voru umræður um starf
ráðsins næsta ár og á hvem hátt
það getur haft áhrif á og stutt
samvinnu um áhugaleiklist á Norð-
urlöndunum.
Norræna áhugaleikhúsráðið
heldur námskeið á sviði áhugaleik-
listar, styður leikferðir á milli landa
og á vegum þess eru haldnar leik-
listarhátíðir á borð við þá sem nú
stendur í Reykjavík.
Myndlistarmenn
fá sér lögfræðing
í höfundar-
réttarmálin
Samband íslenskra myndlíst-
armanna hefur fengið til liðs við
sig lögfræðing, Knút Bruun, til
að sinna höfundarréttarmálum.
Hann hefur kynnt sér þau mál
erlendis.
Skrifstofa SÍM, Sambands ís-
lenskra myndlistarmanna, hefur
verið sameinuð skrifstofu Arki-
tektafélags íslands, í Ásmundarsal
og er hún opin frá 9-17 alla virka
daga. Skrifstofustjóri er Þórhallur
Þórhallsson.
Á aðalfundi SÍM sem haldin var
nýlega var kjörin ný stjóm. Guðný
Magnúsdóttir var kosin formaður
en aðrir í stjóm eru Guðrún Gunn-
arsdóttir, Ingunn Eydal, Hringur
Jóhannesson, og Þór Vigfússon.
Húsaleiga
hækkar 1. júlí
HAGSTOFA íslands hefur reikn-
að út hækkun á leigu fyrir íbúð-
ar- og atvinnuhúsnæði.
Leigan hækkar um 5,0% frá og
með júlíbyijun 1986. Hækkunin
reiknast á leigu í júní. Þessi leiga
verður óbreytt út næstu tvo mánuði,
þ.e. ágúst og september.
Gísli Signrðs-
son sýnir á
Hótel Geysi
GÍSLI Sigurðsson efnir
til málverkasýningar í
Hótel Geysi í Haukadal,
en hótelið var formlega
opnað á laugardaginn,
eins og fram hefur komið
í Morgunblaðinu.
Þetta er tíunda einkasýn-
ing Gísla, en síðast sýndi
hann á Kjarvalsstöðum í
marz sl. og eru nokkrar
myndir þaðan á þessari sýn-
ingu. Gísli er Biskupstungna-
maður að uppruna, frá Út-
hlíð, og sagði hann í samtali
við Morgunblaðið, að á þess-
ari sýningu legði hann
áherzlu á myndefni, sem
tengdist þessum slóðum, til
dæmis frá Jarlhettum og
Haukadalsheiði.
Sagðist Gísli ekki vita
betur en þessi sýning hans
væri sú fyrsta af þessu tagi
í Biskupstungum. Sýningin
verður höfð uppi í allt sumar.
OPNA
MÓTIÐ
GRAFARHOLTI, REYKJAVIK
Golfklúbbur Reykjavíkur gengst fyrir opnu golfmóti fyrir alla kylfinga 16 ára
og eldri, dagana 28. og 29. júní 1986.
1. verðlaun:
2 sóiarlanda-
feröir
Gefandi:
►0*»HUSST««»l t
2. verðlaun:
2 farseölar
til London
Gefandi:
FLUGLEIÐIR
Gott tólk h/é tfaustu féiagi
s. 686511
PÖdCANO)
SMITH&
NORLAND
SIEMENS
EINKAUMBOD
Keppnisfyrirkomulag
Leikin verður punktakeppni — Stableford —
með 7/8 forgjöf, hámarks gefin forgjöf 18.
50 verðlaun:
1. Sólarlandafer&ir _ —
Fer&askrifstofan Úrval.
2. Farseðlar til London —
Flugleiðir.
3. Farseðlar f millilanda-
flugi— Arnarf lug.
4. Herragullhringur —
Gull og Silfur.
5. Heimilistæki — Smith og
Norland.
6. Gastæki — Nafta.
7. Golfgallar Don Cano —
Scana.
8. Bækur — Almenna
Bókafélagið.
9. Grill — Skeljungsbúðin.
10. Golfkerrur Topper —
Sportbúð Ómars.
11. Regngallar — Útilíf.
12. Barnabflstólar — Olís.
13. Bækur — Fjölvi.
14. Lampar — Kristján
Siggeirsson hf.
15. Ferðatöskur — Penninn.
16. Trivial Pursuit —
Eskifell.
17. íþróttaskór — Bolta-
maðurinn.
18. Kvöldverðir Hótel Sögu
— Gildi.
19. Heimilistæki —
Hagkaup.
20. Golfpokar — íþróttabúðin.
21. Gosdrykkir — Vífilfell.
22. Rafgeymar — Pólar.
23. Regngallar — Henson.
Aukaverðlaun
2. braut: Fiugfartil Salzburg — Samvinnuferðir/Landsýn.
6. braut: 1 gangur sumardekkja undir bílinn — Sólning.
11. braut: Helgardvöl á Hótel Stykkishólmi.
17. braut: Flugfar til Kaupmannahafnar — Samvinnuferðir/
Landsýn.
Fyrir holu í höggi á 17. braut
Seat Ibiza GL—Töggur hf.
3. verðlaun:
2 farseðlar
Kaupmannahöfn
og
Salzburg
Gefandí:
Samvinnuferöir - Landsýn
AUSTUHSTRÆTM? SIMAR 2707 7 A 2B899
4. verðlaun:
2 demantshrir>gir
Gefandi:
«ull & fttlfur
h/f
lí *-K T
UTIUF
Glæsibæ. simi 82922
m
KRISTJÁn
SIGGEIRSSOIl HE
’m-
Flugfélag með ferskan blæ
ARNARFLUG
Lágmúla 7, siml 84477
Urslitaleikur í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu verður sýndur á stórum skermi f Golfskálanum.
Verðlaunaafhending í mótinu verður að lokinni verðlaunaafhendingu f Mexíkó.
Þátttökugjald verður kr. 2000.-á mann. Tveir skrá sig saman ílið.
Þátttaka tilkynnistísímum 82815og 84735 fyrir kl. 18.00þ. 27. júní.
Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur