Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNl 1986 23 Selfoss: 2ja—9 flokka hækkun eftir röð- un í launaflokka Nýi meirihlutinn á eftir að samþykkja samkomulagið Selfossi. Eftir fund samninganefndar Selfoss og Starfsmannaf élags Selfosskaupstaðar 13. júní sl. varð samkomulag um breytta röðun í launaflokka hjá bæjar- starfsmönnum. Ný röðun starfs- heita í launaflokka varð eftir samanburð við önnur sveitarfé- lög og nemur 2 til 9 launaflokk- um hjá einstökum starfsheitum. Samkomulag þetta á eftir að hljóta samþykki nýs meirihluta bæjarstjómar, en samkomulagið var gert áður en nýkjömir bæjar- stjómarmenn tóku við embætt- um sínum. í upphafí samningafundarins 13. júní gerðu samninganefndarmenn bæjarstjómar fulltrúum starfs- mannafélagsins grein fyrir eftirfar- andi bókun: „Undirritaðir hafa borið saman röðun í launaflokka hjá félagsmönnum STAS og sam- bærilegum starfsheitum hjá öðrum sveitarfélögum samkv. bókun I í fundargerð frá 21. maí sl. og sams- konar samkomulagi frá 23. maí sl. varðandi laun háskólamenntaðra manna hjá Selfossbæ. Þar sem nú liggur fyrir sam- komulag og ótvíræð stefna nýs meirihluta bæjarstjómar Selfoss um 30.000 króna lágmarkslaun fyrir dagvinnu fastráðinna starfs- manna virðist okkur augljóst að það þýði að öll starfsheiti í núverandi flokkum 56 til 62 taki laun sam- kvæmt launaflokki 63. Þar sem laun em nú kr 30.066 kr. sam- kvæmt 4. þrepi, sem er þar meðal- þrep. Ekki teljum við ástæðu til annars en viðsemjandi Bæjarsjóðs Selfoss ætlist til að við fyrmefnt samkomu- lag verði staðið. Af augljósum ástæðum er frekari samanburður á launum starfsfólks miðað við önnur sveitarfélög á þessum hluta launastigans, þarf- laus af okkar hálfu. Við viljum taka skýrt fram að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 1986 hefur staðist algjörlega fram að þessu, þegar reiknað er með væntanlegu aukaframlagi jöfn- unarsjóðs. Þar er hins vegar eki gert ráð fyrir jafn mikilli launa- breytingu og hér um ræðir. Þess vegna er það vitaskuld augljóst að þessi breyting verður ekki fram- kvæmd nema með endurvinnslu fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs og þá unnin á annarra ábyrgð en undirrit- aðra, af augljósum ástæðum." Undir þessa bókun skrifa Oli Þ Guðbjartsson, Grétar Jónsson og Guðmundur Sigurðsson, en aðeins einn þeirra, Grétar Jónsson, á sæti í bæjarstjóm. Hinn nýi meirihluti bæjarstjómar á eftir að afgreiða þessa samþykkt samninganefndarinnar og starfs- mannafélagsins. A fyrsta fundi bæjarstjómar gerði nýr meirihluti m.a. þá breytingu á nefndaskipan að samninganefnd var lögð niður og málefni hennar færð til bæjar- ráðs. Það verður því eitt af fyrstu verkum nýkjörins bæjarráðs að ijalla um samkomulag gömlu samn- inganefndarinnar og starfsmanna- félagsins. Sig.Jóns. Þegar er hafist handa við að reisa á ný þann hluta gamla iðnskólans sem brann síðastliðinn laugardag. Stefnt er því að lokið verði við að endurgera ytri búning hússins fyrir afmælismánuð Reykjavíkur- borgar, ágúst. Borgarráð: Einhugur um að endur- byggja gamla iðnskólahúsið Á FUNDI Borgarráðs í gærdag var fullur einhugur um að endur- byggja gamla Iðnskólann á horni Vonarstrætis og Lækjargötu sem stórskemmdist í bruna sl. laugar- dag. Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjómar sagði að rætt hefði verið um með hvaða hætti mætti hraða viðgerðinni eins og mögulegt er. Að mati borgarverkfræðings ætti að vera hægt að ljúka henni fyrir miðjan september. „Viðgerð verður því ekki lokið fyrir afmælis- dag borgarinnar, 18. ágúst, en við vonumst til að búið verði að lagfæra útlit hússins þannig að það skeri ekki í augu.“ Sjóefnavinnslan á Reykjanesi. því að vara þessi komi á markað í neytendaumbúðum fyrir 1. októ- ber á þessu ári. Hér má því segja, að verið sé að setja lækningarmátt Bláa lónsins í neytendaumbúðir. Það er fyrirtækið Medis, sem tekið hefur að sér að koma þessum vömm á markað, en Medis er í eigu Pharmaco og Delta. Það er hins vegar fsaga hf., sem mun sjá um dreifíngu á hinni nýju fljótandi kolsýru í hylkjum, en Sjóefnavinnslan um aðra dreif- ingu, og er gert ráð fyrir að kol- sýra Sjóefnavinnslunnar verði ódýrari en önnur kolsýra á mark- Sjóefnavinnslan hf.: Lækningamáttur Bláa lónsins settur í neytendaumbúðir Sjóefnavinnslan á Reykjanesi mun innan tíðar hefja fram- leiðslu á tveimur nýjum fram- leiðslutegundum; húðkremi og fljótandi kolsýru. Fyrirtækin ísaga og Medis munu annast markaðssetningu á þessum vörum. Um þrenns konar tegundir af húðkremi er að ræða; áburð fyrir psoreasissjúklinga, áburð á ungl- ingabólur og krem til djúphreins- unar á húð. Sjóefnavinnslan fram- leiðir sama efni og hefur lækning- aráhrif í hinu svokallaða Bláa lóni, en með rannsóknum og tilraunum hefur þeim tekist að ná stjóm á eiginleikum efnisins. Hér er um náttúrulegan kísil að ræða, og í hann blandað öðrum efnum, þann- ig að hann verður að smyrsli eða áburði. Að sögn Magnúsar Magn- úsarsonar framkvæmdastjóra Sjóefnavinnslunnar er stefnt að aðnum, eða sambærilegt við það, sem gerist í nágrannalöndunum. Fram að þessu hefur kolsýra aðallega verið notuð í gosdrykkja- gerð, en nú er ætlunin að gera notkun hennar útbreiddari og sagði Magnús Magnússon að ætlunin væri að fjórfalda markað- inn í samvinnu við ísaga hf. og fá þannig sambærilega notkun miðað við hvem íbúa og tíðkast á hinum Norðurlöndunum. SUMAR á 1/esturlandi Vöruhús Vesturlands Borgarnesi sími 93-7200 Sumarbústaða - eigendur... í sumri og sól streymir fölk í sumarbústaði sína til að njóta sveitalífs og útiveru og bæta sálartetrið. Á þjónustusvæði okkar eru fjölmennar byggðir sumarbústaða. En enginn lifir á loftinu einu þótt það sé tært og bjart. Það sem á vantar útvegum við ykkur. Það þarf að fúaverja og mála, girða og negla og þiggja góð ráð. í BYGGINGAVÖRUDEILDINNI fæst allt sem þarf til að vinnan verði leikur. MATVÖRUDEILDIN er fullt hús matar. Við erum sérstaklega stoltir að geta boðið Ijúffengar Borgarnespizzur, samlokur og salöt og ávallt nýgrillaða kjúklinga. Og Brauðhornið okkar ilmar af nýbökuðum brauðum og kökum. Og þegartíminn líðurhægt og stundirnar verða langar þá er tilvalið að líta við í GJAFAVÖRUDEILDINNI. Þar eru spil og bækur, blöð og leikföng. Við viljum að lífið sé leikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.